Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Windows 95 borið saman við OS/2 Warp Tölvur Tölvunotendur hafa lengí átt draum um sameiginlegt notendaumhverfi. Með nýjustu útgáfunum af Windows og OS/2 virðumst við vera að nálgast þennan draum segir Marinó G. Njálsson. OS/2 Warp og Windows 95. Það verður bara ekki hjá því komist. Kerfin frá Apple eru sá staðall sem hönnuðir notendaviðmóta miða við. Lengi vel var Apple langt á undan, en bilið hefur minnkað. ER ÞAÐ AÐ gerast að noten- daviðmót á einmenningst- ölvum er eins hjá öllum? Þeir þrír aðilar sem eru ráðandi á markaðnum hafa smátt og smátt verið að taka upp áhuga- verðar nýjungar hver frá öðrum. Apple hefur gjarnan verið í farar- broddi og Microsoft og IBM fylgt á eftir. Windows 95 frá Microsoft og OS/2 Warp frá IBM hafa á margan hátt verið að líkjast kerfunum frá Apple. Þannig nota báðir möppur undir skjö'l og forrit, flýtistikur eru notaðar til að ræsa forrit, ruslat- unna/tætari/endurvinnsla er fyrir skjöl sem á að eyða og svona mætti halda lengi áfram. Það var ekki ætlunin að draga Apple inn í þennan samanburð á Windows 95 í hag Mér finnst notendaviðmótið með Windows 95 vera betra en það sem OS/2 Warp býður upp á. Valröndin neðst á skjánum og aðgangur að forritum í gegnum fellivalmyndimar er til muna auðveldari og skemmti- legri en það sem mér tókst að setja upp í OS/2. (Mögulega kemur þar vanþekking mín inn í.) % Tækifæri á upplýsinga- hradbrautum heimsins! Fjarþjónusta á íslandi Ráðstefna og sýning á Hótel Sögu, Reykjavík, og Hátel KEA, Akureyri, mánudaginn 13. febrúar nk. Fjarþjónusta er vinnulag framtíöarinnar. Með sífellt öflugri tölvum og samskiptanetum er hægt að bjóða vöru og þjónustu með nýjum hætti. Fjarþjónustan felst í því að starfa fyrir verkkaupa úr fjarlægð, en vera þó í stöðugu sambandi við hann með aðstoð nútímatækni. Þannig er staðsetning þess sem vinnur verkið í senn óháð vinnslunni og verkkaupanum. V Dagskrá 8.30- 9:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna 9:00- 9:10 Setning ráðstefnu af ráðstefnustjóra (Ragnhildur Hjaltadóttir, Samgönguráðun.) 9:10- 9:20 Ávarp Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 9:20- 9:30 Markaður fyrir fjarþjónustu (Ingi G. Ingason, Útflutningsráð íslands) 9:30-10:00 Samband við umheiminn og önnur tæknimál (Þorvarður Jónsson, Póstur og Sími) 10:00-10:30 Kaffihlé - Sýning á búnaði til fjarvinnslu opin í Skála. 10:30-11:00 Fjarþjónusta í Svíþjóð (Katarina Almquist, NUTEK) 11:00-11:30 Þróun fjarþjónustu og ESB aðgerðir. (Noel Hodson, SW-2000) 11:30-12:00 Alþjóðleg viðskipti lítilla og meðalstórra fyrirtækja (Prof. Deirdre Hunt) 12:00-13:00 Matarhlé - létt hádegisverðarhlaðborð - Sýning opin í Skála. 13:00-13:15 Fjarþjónusta á íslandi (Sverrir Ólafsson, eigin rekstur) 13:15-13:35 Hugbúnaðargerð í alþjóðlegu úmhverfi (Gylfi Aðalsteinsson, Fang hf.) 13:35-13:55 Viðhald á hugbúnaði erlendis (Friðrik Sigurðsson, Samtök ísl. hugb.húsa) 14:00-14:20 Sala forrita erlendis (Friðrik Skúlason) 14:20-14:40 Félagsstarf erlendis án ferðalaga (Jón Þór Þórhallsson, Skýrr) 14:40-15:00 Alþjóðleg kennsla (Pétur Þorsteinsson, íslenska menntanetið) 15:00-15:30 Kaffihlé - Sýning opin í Skála. 15:30-16:30 Pallborðsumræður (Ragnhildur Hjaltadóttir, Noel Hodson, Deirdre Hunt, Pétur Þorsteinsson, Þorvarður Jónsson, Friðrik Sigurðsson, Jón Þór Þórhallson og Þorkell Sigurlaugsson, Eimskip) 16:30-17:00 Samantekt og ráðstefnuslit (ráðstefnustjóri) Óþrjótandi möguleikar Ljóst er að framboð á hvers konar fjarþjónustu mun margfaldast á næstu árum. Stöðugt fleiri atvinnugreinar eru tölvuvæddar og tæknin hefur haldið innreið sína inn á áður óþekkt svið. Sölumennska, hugbúnaðargerð og -þjónusta, kennsla, teikniþjónusta, verkfræðiþjónusta, símaþjónusta, gagnabankar, upplýsingaþjónusta, prentþjónusta og margar fleiri greinar munu njóta góðs af víðtækri og öflugri fjarþjónustu framtíðarinnar. Vaxtarbroddur Fyrirtæki og einstaklingar um allan heim eru nú að taka við sér svo um munar og bjóða í ríkari mæli fjarþjónustu sem hluta af viðskiptum sínum. Enn fremur eru fyrirtæki nú stofnuð sem eingöngu starfa í fjarþjónustu. Sem dæmi um vaxtarbrodd í fjarþjónustu má nefna öll þau fyrirtæki sem bjóða vörur og þjónustu á Internetinu. Ráðstefnan verður haldin á tveimur stöðum á landinu samtímis. Annarsvegar á Hótel Sögu í Reykjavík í þingstofu A og hinsvegar á Hótel KEA á Akureyri sem tengist ráðstefnunni í Reykjavík um ljósleiðara. Erindi á ráðstefnunni verða flest flutt í Reykjavík en tveir fyrirlesaranna flytja erindi sín um sjónvarpssima annar frá Akureyri og hinn frá Stokkhólmi. S kráning Skráning fer fram hjá Utflutningsráði íslands í síma 551- 7272 og fax 551-7222 (allan sólarhringinn) og hjá Byggðastofnun á Akureyri í síma 96-12730 og fax 96- 12722 (allan sólarhringinn). Verð á ráðstefnuna er kr. 8.500 í Reykjavík og kr. 6.500 á Akureyri. Innifalið í ráðstefnugjaldi er: Ráðstefnugögn, aðgangur að sýningu, kaffiveitingar og léttur hádegisverður. Sýning 1 skála á Hótel Sögu verður sýning í gangi allan daginn þar sem íslensk fyrirtæki sýna búnað og þjónustu er tengist fjarþjónustu. Fyrirtækin sem sýna eru Tæknival, Skýrr, Apple-umboðið, Miðheimar, Margmiðlun, AdCalI, Samment og Auglýsingastofa Reykjavíkur. IÐNAÐAR- OC VIOSKIPTARAOUNEYTI (j^Byggðastofnun ©# SAMTÖK 2IÍ IÐNAÐARINS PÓSTUR OG SfMI III ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS Þegar kemur að nettengingum hefur Windows 95 vissa yfirburði. OS/2 notendur verða að treysta á utanaðkomandi nettengingu meðan jafningjanet fylgir Windows. Hér er um að ræða endurbætta útgáfu af Windows fyrir vinnuhópa (Windows for Workgroups). Kerfið býður upp á samnýtingu á diskum ogjaðartækj- um. Þá getur notandi beðið tölvu sína að að leita uppi opnar tengingar á netinu og samnýtanlega diska (sambærilegt við AppleShare). Mun meira er líka innbyggt af alls konar netsamskiptum, sem OS/2 notendur verða að fá frá þriðja aðila. Mun fleiri hugbúnaðarpakkar eru til fyrir Windows 3.1 en OS/2. Bú- ast má við því að það sama muni gilda um Windows 95 þegar það kemur á markað. Þetta misvægi OS/2 í óhag hefur gert það að verk- um að fyrirtæki hafa haldið að sér höndum við að taka OS/2 í notkun. Vissulega getur OS/2 Warp keyrt Windows 3.1 forrit, en allsendis er óvíst að það sama muni gilda þegar Windows 95 kemur á markað. OS/2 Warp í hag Sjálfstæðir gagnrýnendur eru margir á þeirri skoðun að tæknilega séð sé OS/2 Warp fullkomnara kerfi en Windows 95. Tæknileg útfærsla á ýmsum atriðum, eins og minnis- stjómun og verkstjómun, sé betri. Þannig er nefnt að í Windows 95 sé notað sameiginlegt svæði fyrir minn- isvistföng (single memory address space) til að bæta afköst. Vandamál- ið við þetta er að villa í einu forriti getur orðið til þess að kerfíð hrynur. OS/2 Warp aðskilur hin ólíku verk. Hver gluggi (session) hefur sitt svæði og villa í keyrslu eins verks hefur því ekki áhrif á næsta. Reynsla mín er sú að ég hef þurft að endurræsa tölvuna með Windows 95 nokkmm sinnum vegna vandræða í keyrslu forrits, en aldrei tölvuna með OS/2 Warp. OS/2 Warp hefur sanna fjölverka- vinnslu. Þ.e hægt er að keyra mörg verk samtímis. Af ástæðunni sem nefnd er hér að ofan gengur þetta ekki í Windows, þegar um er að ræða Windows 3.1 forrit svo dæmi sé tekið. Örlítið próf til að sýna fram á þetta er að forsníða diskling um leið og maður keyrir upp forrit. Á OS/2 Warp gengur þetta snuðrulaust fyrir sig, en Windows 95 hikstaði á því. Ég minntist á það um daginn að Windows 95 ætti það til að týna teng- ingum við skjöl. Þ.e. ef skjal er búið til í Excel og því gefin annarleg end- ing, þá veit Windows 95 ekki hvaða forrit á að keyra upp, þegar tvís- mellt er á skjalið. Sama gæti gerst ef skráasafn/mappa er fært til í heilu lagi. Þetta gerist vegna þess að meðhöndlun Windows 95 á skjölum er ekki fullkomlega hlutbundin. OS/2 Warp er aftur á móti fullkomlega hlutbundið kerfi og notar svo kallað SOM eða System Object Model til að halda utan um hluti. Þannig verð- ur bara tilfærsla á hlutum þegar skráasafn/mappa er fært á nýjan stað. Tengingarnar breytast ekki. Stærsti munurinn á þessum tveim- ur kerfum OS/2 í hag er nokkuð sem hulið er notendum, en forritarar verða varir við. Kjarni Windows 95. er mun fátæklegri af alls konar tól- um/köllum, en kjarni OS/2. Hvað þýðir þetta? Jú, sá sem forritar fyrir Windows 95 hann þarf að forrita fleiri smáatriði, en sá sem forritar fyrir OS/2. Þetta er sambærilegt við muninn á Windows og Macintosh. Einhveiju sinni heyrði ég sögu sem sagð var á muninum á Windows 3.1 og OS/2 2.1. Það hafði tekið 3 menn ár að skrifa forrit fyrir Windows 3.1, en sama forrit fyrir OS/2 2.1 var skrifað á 3 mannmánuðum. Hvort munurinn sé í reynd þetta mikill í dag veit ég ekki. Hvort er betra? Ég ætla alls ekki að fara kveða upp einhvem úrskurð í þessu máli. Það má færa fyrir því rök að mark- aðslegir yfirburðir Microsoft og Windows kerfanna séu slíkir að OS/2 Warp eigi ekki möguleika. En við megum ekki gleyma því að IBM set- ur álíka mikið í rannsóknir og þróun á hverju ári og svarar til veltu Micro- soft. Það kemur að því að þetta skili sér. Eins og áður sagði hefur Apple verið sá staðall, sem menn hafa ver- ið að keppast við að líkjast. Bæði OS/2 Warp og Windows 95 eru lík- ari Apple kerfunum en fyrirrennar- amir. Allir aðilar eru að líkja hver eftir öðmm. Góður hlutur frá einum er fenginn að „láni“ og notaður I nýja útgáfu. Munurinn á Windows og hinum tveimur er að Windows er með algjöra yfirburði markaðslega. Höfundur er tölvunnrfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.