Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 B 11 VIÐSKIPTI íslensk fyrirtæki í 2 5. sinn BLAÐA- og bókaútgáfan Fróði hf. hefur nú sent frá sér upp- sláttaritið „íslensk fyrirtækið 1995“. Á þessu ári hefur bókin komið út í aldarfjórðung, og hefur að vanda að geyma miklar upplýs- ingar um fyrirtæki og viðskiptalíf á Islandi, segir í frétt frá útgáf- unni. Helsta nýjungin í bókinni að þessu sinni eru 7-stafa símanúmer sem tekin voru í notkun í des- ember sl. á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni eru símanúm- erin sem gilda fram að 3. júni nk., en einnig símanúmerin eins og þau verða eftir breytinguna. Uppbygging bókarinnar er á þann veg að fremst er að finna kennitölu-, fax- og símanúmera- skrá með nær öllum starfandi fyrirtækjum og stofnunum raðað eftir stafrófsröð. Þá er veigamesta skrá bókar- innar, sjálf fyrirtækjaskráin. Þessi skrá er að uppbyggingu óbreytt frá fyrri bókum. í skránni er að finna helstu upplýsingar um flest starfandi fyrirtæki, félög og stofnanir á Islandi. I þriðja lagi eru í bókinni þijár skrár undir gulum síðum. Er þar fyrst að telja vöru- og þjónustu- skrá, þar sem fyrirtækjum er raðað niður í flokka eftir því hvaða vöru og þjónustu þau selja. Þá er Utflytjendaskrá með skrá yfir fjölda íslenskra útflytj- enda og vörur sem þeir flyija út.Loks er Umboðaskrá upplýs- ingum um fjölda erlendra um- boða og umboðsmenn á íslandi. . VIÐSKIPTI/ATVINWIILÍF DAGBÓK AAA 1995 UÚRSLIT í samkeppni ís- lenska markaðsklúbbsins, ÍMARKS um athyglisverðustu auglýsingu ársins 1994 verða tilkynnt í Borgarleikhúsinu 17. mars nk. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í keppninni verða að vera búnir að koma efninu á skrifstofu ÍMARKS, Engjateigi 5, 105 Reykjavík, fyrir hádegi þann 15. febrúar. Þetta er í níunda sinn sem keppnin verður haldin og verður athyglisverð- asta efnið valið af sérstakri dóm- nefnd, sem tekur til starfa fljót- lega eftir að skilafrestur rennur út. Ráðstefna um fjarþjónustu URÁÐSTEFNA um fjarþjón- ustu verður haldin á Hótel Sögu mánudaginn 13. febrúar nk. frá kl. 8.30-17.00. Þar verður m.a. fjallað um þróun fjarþjónustu síðustu ára og möguleika Islend- inga. Ráðstefnan er haldin á vegum Byggðastofnunar, Sam- taka iðnaðarins, Skýrr, Pósts og síma og Útflutningsráðs. Skrán- ing fer fram hjá Útflutningsráði. Námskeið UENDURMENNTUNAR- STOFNUN efnir til námskeiðs um gerð kostnaðaráætlana í dag 9. febrúar kl. 13-17 og 10. febr- úar kl. 8.30-12.30. Leiðbeinandi er Om Steinar Sigurðsson verk- fræðingur hjá VST hf. Þá verður efnt til námskeiðs um ný lög um bókhald og gerð ársreikninga, 10. febrúar kl. 13-16. Leiðbeinendur eru þeir Guðmundur Guðbjarnason, viðskiptafræðingur og Alexand- er Eðvarðsson, löggiltur endur- skoðandi. Námskeið um skattframtöl einstaklinga verður haldið 14.-15. febrúar kl. 16-18. Leið- beinandi verður Hrefna Einars- dóttir, frá Ríkisskattstjóra. Ráðstefna um fjármagns- markaðinn UFÉLAG viðskiptafræðinga. og hagfræðinga stendur fyrir ráðstefnu 16. febrúar nk. kl. 13.30-17.00 á Hótel Loftleið- um. Umræðuefni verður verður horfur og þróun á íslenskum fjármagnsmarkaði. Á ráðstefn- unni munu flytja erindi þau Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, Birgitta Kantola, framkvæmdastjóri Norræna ijárfestingarbankans, Ragnar Ondunarson, framkvæmda- stjóri íslandsbanka, Guðmund- ur Hauksson, forstjóri Kaup- þings og Óli Björn Kárason, ritstjóri Viðskiptablaðsins. \I.t> lOÐUÍG t I A KI- l'.ST I NG AR.W;ON USTA I.ANDSRRlii'A I' ivttum tiKáittktetan. ntet & - með fjárfestingarábyrgð Alþjóðleg fjárfestingarþjónusta Landsbréfa er bylting í fjármálaþjónustu á Islandi. I fyrsta sinn býðst þér að haldið vcrði utan um fjárfestingar þínar scrstaklcga, bæði i innlendum og erlcndum verðbréíum - vakað yfir þeirn daglega og stöðugt leitað bestu ávöxtunarlciða af sérfræðingum um allan heim. Clerical Medical Investment Group - virt alþjóðlegt fjármálafyrirtæki starfar við hlið okkar í þessari nýju þjónustu. Sameinuð þekking, yfirsýn og reynsia stendur þér tíl boða ásamt persónulcgri þjónusni og ráðgjöf okkar. Efþú vilt: • Fjárfesta á faglegan og skipulegan hátt innanlands og erlendis • Nýta kosti alþjóðlegrar áhættudreifingar • Auka öryggi fjölskyldunnar með fjárfestingarábyrgð • Spara þér tíma, kostnað af mistökum og ýmislegt annað umstang • Fá reglulega ítarlegt yfirlit yfir verðbréfaeign þína bæði í innlendum og erlendum verðbréfum ... hringdu og fáðu tíma hjá ráðgjafa okkar. LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur með okkur Suöurlandsbraut 24, 108 Reykjavfk, simi 91-889200, fax 91-888598. Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.