Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 12
VIÐSKIPn AMNNULÍF FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 © RAÐH.F. Í CONSULTANTS LÖGFRÆÐI OG REKSTRARRÁÐGJÖF STOFNANIR SVEITARFÉLÖG @ FYRIRTÆKI EINSTAKLINGAR Q ■\GARDASTR. 38, RVK. S5S2-8370/* Utflutningsráð vill opna augu Islendinga fyrir möguleikum á sviði fjarþjónustu íslendingar selji þjónustu heimshoma ámilli ER hugsanlegt að ferða- skrifstofa á Flateyri gæti sérhæft sig í að veita upp- lýsingar um hagstæðustu ferðakosti fyrir viðskiptavini í Þýskalandi? Gætu íslensk hugbúnað- arfyrirtæki tekið að sér að viðhalda og þróa hugbúnað bandarískra fyrir- tækja gegnum Intemet? Spumingar á borð við þessar hafa vaknað hjá Útflutningsráði sem lagt hefur tölu- verða áherslu síðustu misseri á að kanna möguleika íslendinga á að skapa sér verkefni gegnum svo- /Rgfnda fjarþjónustu. Þetta hugtak nær yfir þjónustu sem hægt er veita kaupanda í mik- illi Qarlægð með aðstoð nútíma- tækni. Staðsetning þess sem vinnur verkið er óháð vinnslunni og kaup- anda. Útflutningsráð gerði sérstaka úttekt á möguleikum íslands árið 1993 á sviði fjarþjónustu. Ætlunin er að bæta um betur á mánudag, 13. febrúar, þegar haldin verður viðamikil ráðstefna um þessi mál á vegum ráðsins, Pósts og síma, Skýrr, Samtaka iðnaðarins og Byggða- stofnunar. Þar munu fyrirlesarar frá Svíþjóð og Bretlandi fyalla um þróun- ina á þessu sviði í heiminum. Verður reynt að vekja íslensk fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og aðra aðila til umhugsunar um möguleika ís- lendinga í íjarþjónustu. Útflutningsráð komst^ að þeirri niðurstöðu árið 1993 að íslendingar ættu töluverða möguleika á þessu sviði. Við þyrftum þó að fylgjast sérstaklega vel með þróun þessa markaðar og sæta færi að heija á hann með sérhæfðri þjónustu. Til þess þyrfti öflugt markaðsstarf og taldi Útflutningsráð nauðsynlegt að stofna fyrirtæki áhugaaðila um íjar- vinnslu sem sæi um alla markaðs- vinnu érlendis. Árangur írskra og skoskra fyrir- tækja á sviði fjarþjónustu hefur þótt sérstaklega eftirtektarverður hjá Útflutningsráði. í úttektinni sem framkvæmd var af Inga G. Ingasyni er m.a. fjallað um fyrirtækið Travel- ers Insurance and Financial Services Hjó RV færð þú öll áhöld til veislunnar s.s. diska, diskamottur, glös, glasamottur, hnífapör, servéttur, partívörur, dúka o.m.fl. Líttu við og skoðaðu úrvalið! Með allt á hreinu ! li? REKSTRARVÖRUR Ri RÉTTARHÁLSI 2 • 110 REVKJAVÍK • SÍMI: 91-875554 -- menn verið ráðnir til fyrirtækisins. „Þetta er hönnunarvinna við hug- búnað í mótaldakubbum sem settir eru beint í mótöld eða spjöld fyrir einmenningstölvur,“ segir Sverrir. „Kubbarnir eru síðan seldir til ann- arra fyrirtækja. Framan af skipti telefaxið sköpum því það var eina leiðin til að koma gögnum hratt til skila. Þá notaði ég um tíma mótald og tengdist þannig við tölvukerfi Rockwell. Núna notum við hins veg- ar mest Intemet sem er mikill mun- ur frá því sem áður var. Það er ein- falt mál að tengjast tölvu vestur í Kalifomíu þó það gangi hægt fyrir sig meðan álagið er hvað mest yfir daginn." Sverrir segir að kostnaður vegna fjarlægðarinnar sé tiltölulega lítill og þetta fyrirkomulag feli í sér ýmsa kosti. Þannig sé góður vinnu- friður til að einbeita sér að nýjum verkefnum og reynslan af þessu fyr- irkomulagi hafi verið góð. En telur hann að önnur fyrirtæki eigi ein- hverja möguleika á að afla sér sam- bærilegra verkefna í útlöndum? „Já, ef menn hafa upp á eitthvað að bjóða, t.d. sérþekkingu sem erlendir aðilar geta haft eitthvað gagn af.“ Sverrir segist nota tölvupóstinn mjög mikið og áætlar að um tíu skilaboð berist að jafnaði á hveijum degi. Um þessar mundir er hann að þróa hugbúnað fyrir faxkerfi í sam- vinnu við aðra deild Rockwell í Jap- an. „Við tölum daglega, jöfnum höndum við starfsmenn í Japan og Kalifomíu. Það myndi í sjálfu sér engu breyta þótt við hefðum sam- skipti við fyrirtæki suður í Hafnar- firði.“ SVERRIR Ólafsson, rafmagnsverkfræðingur og framkvæmda- sljóri Rockwell á íslandi, segir það engu breyta fyrir sig hvort Rockwell væri staðsett í Hafnarfirði eða Japan. í Hartford á írlandi. Starfsemi þess felst í viðhaldi og þróun á tölvubún- aði móðurfyrirtækisins í Bandaríkj- unum og störfuðu þar 27 írskir tölv- unarfræðingar árið 1993. Það var einkum lægri launakostnaður á ír- landi, lægri uppsetningarkostnaður og tímamismunurinn milli landanna sem réð úrslitum um þá ákvörðun bandaríska fyrirtækisins að setja upp fjarvinnslumiðstöð á írlandi. Ir- amir gátu unnið við búnaðinn meðan notkunin var í lágmarki. Flutti verkefnin með sér til íslands Líklega hefur enginn einstakling- ur hérlendis náð jafnlangt í því að afla sér verkefna á þennan hátt og Sverrir Ólafsson, rafmagnsverk- fræðingur. Hann hóf störf hjá Rockwell Intemational Corporation í S-Kalifomíu í Bandaríkjunum að námi loknu árið 1986 og starfaði þar í eitt ár. Árið 1987 flutti Sverr- ir til íslands og lögðu yfirmenn hans þá til að hann héldi áfram að vinna að sömu verkefnum hér. Þetta gekk eftir og hélt Sverrir áfram að vinna við verkefni sem tengjast þróun á mótöldum fyrir tölvur. Á síðasta ári varð sú breyting að Rockwell stofnaði sérstakt dótturfé- lag hérlendis um þessa starfsemi, Rockwell á íslandi hf. Umsvifin hafa að sama skapi aukist og tveir starfs- Torgið Hringl með lánskjaravísitölu EIN AF helstu kröfum verkalýðsfé- laga á hendur ríkisvaldinu í kom- andi kjarasamningum felur í sér að dregið verði úr vægi launa í lánskjaravísitölunni eða hún jafn- vel afnumin. Rökin fyrir þessari kröfu eru þau að umsamdar kjara- bætur myndu skerðast töluvert þegar áhrif launahækkana kæmu fram í hækkun lánskjaravísitölunn- ar og þar með aukinni greiðslu- byrði launþega af húsnæðislánum. Margt bendir til að þessar kröfur fái undirtektir hjá stjórnvöldum enda þótt forsætisráðherra hafi lýst því yfir að hringl með vísi- töluna sé ekki geðfellt. Það er a.m.k. Ijóst að stjórnvöld hafa fulla heimild til að breyta grundvelli vísi- tölunnar. Af hálfu verkalýðshreyfingarinn- ar hefur því verið haldið fram að eðlilegra væri að miða við fram- færsluvísitölu. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, bendir á í skýrslu sem hann vann fyrir Lands- samband íslenskra verslunar- manna um vísitölur, að vægi launa hafi verið aukið úr 40% f 60% með breytingu á samsetningu láns- kjaravísitölunnar í ársbyrjun 1989. Þetta geri það að verkum að 1% launahækkun leiði til þess að láns- kjaravísitalan hækki að öllu jöfnu (með einhverjum tímatöfum) um 0,6%. Þá segir Gylfi í skýrslu sinni að áhrif hækkunar launavísitölu og byggingarvísitölu á lánskjaravísi- töluna séu að mestu leyti sjálfvirk og taki ekkert tillit til eðlilegra framleiðnibreytinga f fyrirtækjun- um. Þannig myndi kjarasamningur byggingarmanna sem fæli í sér verulega launahækkun á grund- velli endurskipulagningar og ha- græðingar í fyrirtækjunum sem aftur leiddi til nokkurrar lækkunar á íbúðaverði leiða til þess að bygg- ingarvísitalan hækkaði á grundvelli launahækkunarinnar. Ekki sé tekið tillit til þeirra framleiðniáhrifa sem þessi launahækkun upphaflega hafi byggt á. Byggt á þeim rökum sé eðlilegra að miða lánskjaravísi- töluna einungis við framfærsluvísi- töluna, líkt og gert hafi verið ann- arsstaðar þar sem verðtrygging er við líði. Rýrir ímynd íslands gagnvart erlendum fjárfestum í þessari umræðu um breytingar á lánskjaravísitölunni hefur lítið borið á sjónarmiðum sparifjáreig- enda og lífeyrissjóða sem ávaxta sínár eignir í verðtryggðum skulda- bréfum. Á verðbréfamarkaði eru menn nokkuð uggandi um áhrifin af hugsanlegri breytingu og telja jafnvel að fjárfestar muni glata trausti gagnvart verðtryggðum bréfum. Er því jafnvel spáð að breyting vísitölunnar leiði til þess að margir fjárfestar muni færa sín- ar eignir í gengistryggð skuldabréf eða erlend verðbréf. í því sam- bandi má nefna að Kaupþing hf. hefur hlotið sérstaklega góðar undirtektir við nýjum verðbréfa- sjóði sem fjárfestir eingöngu í gengistryggðum ríkisverðbréfum. Þetta á þó síður við um lífeyris- sjóði en aðra fjárfesta því skuld- bindingar þeirra taka einnig breyt- ingum í takt við lánskjaravísitölu. Jafnframt hefur lítið verið minnst á það að breytingar á lánskjaravísi- tölunni hljóta að skaða ímynd ís- lenska fjármagnsmarkaðarins í augum útlendinga. í því sambandi má vísa til ummæla Birgis ísleifs Gunnarssonar, seðlabankastjóra, í Morgunblaðinu nýlega. Þar vitn- aði hann m.a. í samtöl við erlenda fjárfesta sem leitað hafa upplýs- inga hjá Seðlabankanum. „Menn spyrja mikið um það hvernig láns- kjaravísitalan sé reiknuð út. Síðan spyrja þeir hvort henni hafi ein- hvern tímann verið breytt og við verðum að viðurkenna að þetta hafi verið gert fyrir nokkrum árum af ríkisstjórninni. Þeir spyrja einnig hvort hætta sé á því að henni verði breytt aftur. Við getum ekki svarað því öðruvísi en að sú umræða sé mjög í gangi í tengslum við kjara- samninga. Þeir þakka þá yfirleitt fyrir sig og láta aldrei heyra frá sér aftur," sagði Birgir. Á verðbréfamarkaði er þó einnig bent á jákvæðar afleiðingar þess að láta lánskjaravísitölu míðast við framfærsluvísitölu. Víðast hvar er- lendis er yfirleitt stuðst við vísitölu framfærslu í útreikningum á verð- tryggingu skuldabréfa og þaraf- leiðandi verður allur samanburður við raunávöxtun erlendis mun auð- veldari. Á sama hátt er búist við því að útgáfa óverðtryggðra bréfa muni færast í vöxt og slík bréf verði gefin út til lengri tíma en áður. En burtséð frá þessum kostum og gölium stendur eftir sú stað- reynd að búið er að gera lánaskuld- bindingar miðað við ákveðnar for- sendur sem byggjast á lánskjara- vísitölu. Breyting á vísitölunni veld- ur því að forsendur bresta í slíkum samningum. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.