Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 C 5 MYNDBÖND Sæbjöm Valdimarsson BLÓÐUGIR EIMGLAR HROLLVEKJA Her Guðs („God’s Secret Army“) ir Leiksljóri og handritshöfund- ur Gregory Widen. Aðalleikend- ur Christopher Walken, Elias Koteas, Virginia Madsen, Eric Stoltz, Amanda Plummer, Viggo Mortensen. Bandarísk. NEO Motion Pictures 1994. Myndform 1995. 90 mín. (?) Aldurstakmark 16 ára. Opinberunar- bókin hefur frei- stað margra kvikmyndagerð- armanna í tímans rás, ekki síður minni spá- manna í þeirra hópi og því miður ekki aðrir finnanlegir hér. Það er þó sem handritshöfundurinn og leikstjór- inn, Gregory Widen, sé að rembast við að sýna metnað í verki en þær tilraunir renna allar út í sandinn í Arizona. Söguhetjan er lögreglumaðurinn Tómas (Elias Koteas), fyrrum prestlærlingur, sem finnur æva- forna biblíu á líki í Los Angeles. Þar er að finna frásögn af hinu seinna stríði erkienglanna og engu líkara en það standi enn. Berst leik- urinn til smábæjar í Arizóna þar sem lokauppgjör þessa „seinna stríðs“ fer fram. CH8ISJ0WHU ! WAIKEN r ; UH tH.ll t god’s SKCRirr ARAIY Langdregin endaleysa sem lýkur á andafundi hjá seiðskröttum af indj- ánaættum þar sem þeir andskotinn (Viggo Mortensen) og Gabríel erki- engill (Christopher Walken) beijast um sálirnar, minna má það nú ekki vera. Kennslukonan Katarína (Virg- inia Madsen) og löggan hugumstóra bjarga svo málunum. Framvindan er óþolandi langsótt, tekur ómældan fjölda hliðarskrefa svo áhorfandinn hættir fljótlega að hafa á henni minnsta áhuga annan en að þessu ljúki sem fyrst. Þá setur handritshöf- undurinn Widen sig ósjaldan í stell- ingar prédikara og semur langar málræður, ósköp fáfengilegar og fluttar af samsafni B-leikara einsog Koteas, Madsen, Amöndu Plummer og Mortensen. Sýnu verstur er þó Christopher Walken, en hann hefur ekki leikið óbijálaðan mann síðan enginn man hvenær. Búinn að for- djarfa fyrir langa löngu ferli sem hófst svo vel. LAUGARDAGUR 11/2 ÁSTIR, LYGAR, EITUR OG VÍG SPENNUMYND Spenser einkaspæjari snýr aftur („Spenser: Pale Kings and Princ- es“) kVi Leikstjóri Andrew Wild. Hand- rit Robert B. Barker og Joan H. Barker. Aðalleikendur Robert Urich, Avery Brooks, Barbara Williams, Sonja Smith. Bandarísk sjónvarpsmynd. ABC 1994. SAM myndbönd 1994.124 mín. Aldurs- takmark 16 ára. Þættir úr banda- ríska sjónvarpinu um einkaspæjar- ann Spenser hafa átt nokkrum vin- sældum að fagna enda er Robert Urich nokkuð viðkunnanlegur leikari og fer það vel að fara í skó- tau Marlowes og félaga, þó efnið rísi sjaldan í meiri hæðir í tilsvörum en „Þú ert fögur eins og ólíva í gini“, o.s.frv. Að þessu sinni berst leikurinn til smábæjar þar sem enginn vill leggja Spenser karlinum lið né hjálp- armönnum hans. Blaðamaður er myrtur og kemst spæjarinn að því að eiturlyf voru í spilinu, framhjá- hald og sitthvað fleira ókræsilegt. Sem fyrr segir tuðast Urich karl- inn sómasamlega í gegnum hlut- verkið og er meginástæðan fyrir því að ögn skárra er að setja þessa spólu í tækið en horfa á meðalafþreyingu sjónvarpsstöðvanna. Það segir þó ekki mikið og flest hér verður að teljast afar kunnuglegt af skjánum. SENDILLINIM SETTURA TOPPINN GAMANMYND Forstjórinn /ya Hudsucker („The Hudsucker Proxy") k klh Leikstjóri Joel Coen. Handrit Ethan og Joel Coen. Aðalleikend- ur Tim Robbins, Jennifer Jason Leigh, Paul Newman, Charles Durning, John Mahoney. Banda- rísk. Polygram 1993. Háskólabíó 1994.90 mín. Öllum leyfð. Þegar forstjóri Hudsucker-sam- steypunnar fremur sjáifsmorð kemur í ljós að karlinn hefur ekki látið eft- ir sig erfðaskrá og grípur því um sig skelfing meðal starfsfólksins. Gamall refur, Mossburger (Paul Newman), hyggst ná völdum með því að ráða í forstjórastólinn ungan og furðulegan mann, Barnes (Tim Robbins), sem hann reiknar með að komi fyr- irtækinu á kald- an klakann á methraða svo hans tími komi loksins hjá Hudsucker. En margt fer á aðra Þeir ágætu bræður, Ethan og Joel Coen, eiga margar, góðar mynd- ir að baki (Raising Arizona, Blood Simple, Miiler’s Crossing, Barton Fink, en fæstar.hafa þær notið nokk- urra vinsælda almennings. Þessi er sama marki brennd. Myndin gerist undir lok sjötta áratugarins og minnir talsvert á verk tveggja, frá- bærra handritshöfunda/leikstjóra frá þessum tíma, þeirra Frank Capra og Preston Sturges. Útlií Forstjór- ans hjá Hudsuckers er vandvirknis- legt, full faglegt fyrir innihaldið sem er því miður ekki nema í rösku meðallagi hjá bræðrunum að þessu sinni. Það sem uppúr stendur er leik- ur gamla, góða Pauls Newmans. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Nakinn („Naked“) kkk Kolsvört, ein- staklega frá- hrindandi gam- anmynd, öll hin undarlegasta, sem segir frá mismunandi tæpum persón- um, utanveltu í höfuðborg henn- ar hátignar, El- ísabetu II. Fremstur í flokki er Johnny (David Thewlis), kjaftaglaður, hálfmennt- aður furðufugl, sem allt og alla ætlar að drepa í kringum sig með málæði og hroka. Hann flækist um öngstræti stórborgarinnar f leit að húsaskjóli og kvenfólki og verður þokkalega ágengt. Ofbeldisfullt stjórnleysi ræður ferðinni f þessari þunglyndislegu skoðun á aumri til- vist útnárafólks í heimsborginni. Leikurinn er með ólíkindum góður og myndin gefandi þeim sem þreyja hana á annað borð til enda. Leik- stjórinn og handritshöfundurinn Mike Leigh er ein bjartasta von breskrar kvikmyndagerðar í dag. Naut sín betur á stóra tjaldinu. leið en ætlað er. 1. BLAKE meft Nlcole Kidman og Tom Crulse. 2. Blake og Keanu Reeves. 3. Blake og Arnold Schwarzenegger. 4. Blake og Woody Allen. 5. Blake og Al Pacino. 6. Blake og Clinton Bandaríkjaforseti. 7. Blake og Cher. 8. Blake og Jack Nlchol- son. 9. Blake og Jeremy Irons. 10. Blake og Brldget Fonda. 11. Blake og Patrick Swayze. Ofuraðdáandinn UNGLINGSPILTURINN Blake Le Vine frá Melville í New York er duglegur við að láta föður sinn smella af sér mynd- um með fræga fólkinu. Þar á meðal eru AI Pacino, Woody Allen, Alec Baldwin og Audrey Hepburn. „Þetta er líklega eitt mest spennandi tómstundagam- an sem nokkur unglingur getur haft,“ segir Le Vine. Hefur hann á pijónunum að gefa myndirnar út á bók sem bera mun titilinn „Allt í lagi pabbi, þú mátt taka myndina núna“. Segir Blake að eftirminnilegast hafi verið að eltast við Sharon Stone á fimmtu breiðgötu í New York. „Ég hljóp á eftir bílnum hennar og bankaði á rúðurnar. Minnstu munaði að ég yrði und- ir strætó. Hún skrúfaði niður rúðuna og gaf mér eiginhand- aráritun en hafði mestar áhyggjur af því að ég yrði keyrður niður,“ segir Blake og þagnar. Svo bætir hann við: v „Hún var í fleginni skyrtu og mér tókst að gægjast niður hálsmálið hjá henni.“ UTVARP Rós 1 kl. 19.35. Óparukvöld Útvarpsins; fró sýningu Metropolitanóper- unnar i New York 7. janúar sl. ó Madam Butterfly eftir Giatomo Puttini. RÁS I FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Bjarni Þðr Bjarnason flytur. Snemma á laugardags- morgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 7.30 Veðurfregnir. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Þingmál. Umsjón: Atli Rún- ar Halldórsson og Valgerður Jóhannsdóttir. 9.25 Með morgunkaffinu - Létt lög á laugardagsmorgni. 10.03 „Sumarmynd Sigrúnar", fléttuþáttur. Höfundur og um- sjðnarmaður: Þórarinn Eyfjörð. (Frumflutt 29. janúar sl.) 10.45 Veðurfregnir. tl.OO í vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Hringiðan. Menningarmál á líðandi stund. Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir. 16.05 Islenskt mál. Umsjón: Gunn- laugur Ingólfsson. (Endurflutt nk. miðvikudagskvöld kl. 21.50) 16.15 íslensk sönglög. Eltn Sigur- vinsdóttir syngur lög eftir Björgvin Þ. Valdimarsson og Sigvalda Kaldalóns, Sigríður Sveinsdóttir leikur með á píanó. 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Ný tónlistarhljóðrit Rikisút- varpsins. 1. Chalmueaux-tríóið, klarinettuleikararnir Sigurður I. Snorrason, Kjartan Óskarsson og Óskar Ingólfsson, flytja „Trió fyrir klarinettur og bassetthorn" eftir Tryggva M. Baldvinsson. 2. Sigurður I. Snorrason og Kjartan Óskarsson leika „Kon- sertþátt" eftir Felix Mend- elssohn með Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjórnandi Ola Rudner. Umsjón: Dr. Guðmundur Emils- son. 17.10 Króníka. Þáttur úr sögu mannkyns. Umsjón: Þorgeir Kjartansson og Þórunn Hjartar- dóttir. (Endurfluttur á miðviku- dagskvöld kl. 21.00) 18.00 Tónlist. Gömul dönsk og þýsk dægurlög. Katy Bodtger, Peter Sorensen, Gustav Winckl- er, Comedian Harmonists og fleiri flytja. 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.35 Óperukvöld Útvarpsins. Frá sýningu Metropolitanóperunnar í New York 7. janúar sl. Madam Butterfly eftir Giacomo Puccini. Flytjendur: Butterfly: Carol Vaness Suzuki Wendy White Pinkerton: Richard Leech Sharpless Dwayne Croft Kór og hljómsveit Metrópólitanóper- unnar; Daniele Gatti _ stjórnar. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdótt- ir Orð kvöldsins flutt að óperu lokinni: Elínborg Sturludóttir flytur. 22.35 íslepskar smásögur: Strand- stöð efCir Rúnar Helga Vignis- son. Höfundur les. (Áður á dag- skrá í gærmorgun) 23.15 Dustað af dansskónum. 0.10 RúRek - djass. Tríó Niels- Hennings á RúRek 1994. Um- sjón: Vernharður Linnet. (Áður á dagskrá í gær) 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Fráttir ó RÁS 1 og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.05 Endurtekið barnaefni Rásar 1. 9.03 Laugardagslif. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir. 12.45 Helgarútgáfan. Umsjón: Lísa Páls. 16.05 Heimsendir. Margrét Kristfn Blöndal og Sigurjón Kjartansson. 17.00 Með grátt í vöngum. Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfrétt- ir. 19.32 Vinsældalisti götunnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 20.30 Úr hljóðstofu BBC. Umsjón: Andrea Jónsdóttir. 22.10 Nætur- vakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. NÆTURÚTVARPID 1.30 Veðurfregnir. Næturvakt rás- ar 2. 2.00Fréttir. 2.05 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. 3.00 Næturlög. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturlög halda áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með hljómlistarmönnum. 6.00 Fréttir, veður færð og flug- samgöngur. 6.03 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. AÐALSTÖDIN 90,9/ 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Á mjúku nótunum með Völu Matt. 16.00 Jenný Jóhannsdótir. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðal- stöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút- varp með Eiriki Jónssyni og Sig- urði L. Hall. 12.10 Ljómandi laug- ardagur. Halldór Backman og Sig- urður Hlöðversson. 16.00 íslenski listinn. Umsjón: Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laugar- dagskvöld á Bylgjunni. Umsjón: Halldór Backman. 23.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Nætur- vaktin. Fréttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn ! hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BR0SID FM 96,7 10.00 Ellert Grétarsson. 13.00 Léttur laugardagur. 17.00 Helgar- tónar. 23.00 Næturvaktin. 3.00 Næturtónlist. • FM957 FM 95,7 9.00 Helga Sigrún. 11.00 Sport- pakkinn. Hafþór Sveinjónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Sigvaldi Kaldalóns og Haraldur Daði. 16.00 Axel Axelsson. 19.00 FM957 kynndir upp fyrir kvöldið. 23.00 Á lífinu. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Ragnar Blöndal. 14.00 X- Dóminóslistinn. 17.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.03.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.