Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sviðsmynd úr óperunni Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss. Menningararfleifð Grikkja verður áberandi í dagskrá Rásar 1 á næstunni Grískt vor * Ahugamenn um gríska menningu og þeir sem ætla að ferðast til Grikklands ættu að fínna margt við sitt hæfí á Rás 1 AFYRRI hluta ársins 1995 er grískur menningar- arfur áberandi í dagskrá Rásar 1. Árið hófst með lestri á Odysseifskviðu í þættingum Þjóðarþeli, en í janúar hafa einnig verið fluttar nokkrar óperur eftir grísk tónskáld. Framundan er flutn- ingur á forn-grískum leikritum, sem og óperum, skáldverkum, og leik- verkum eftir nútímahöfunda sem byggja á forn-grísku efni. Gríska vorinu lýkur í sumarbyrjun með lestri skáldsögunnar Alexis Zorba eftir Kasantzakis. Arfleifð Hómers Kviður Hómers eru meðal sí- gildra verka heimsbókmenntanna og íslensk þýðing Sveinbjarnar Egilssonar á þeim meðal helstu stórvirkja í íslenskum bókmenntum á 19. öld. í þættinum Þjóðarþeli, sem er á dagskrá virka daga klukk- an 18.03, les Kristján Árnason úr Odysseifskviðu og þær Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir rýna í textann og spjalla við fræðimenn, bæði um forn-gríska menningu og þann jarð- veg sem þýðing Sveinbjarnar spratt úr. Lestri Odysseifskviðu lýkur um mánaðamótin febrúar-mars en um Iíkt leyti er á dagskrá sunnudags- þáttur Svavars Hrafns Svavarsson- ar fornfræðings um skáldið Hómer. Óperukvöld við Eyjahaf Heimur grísku goðsagnanna hef- ur verið eitt vinsælasta viðfangsefni óperuskálda allra tíma. í janúar- byijun gafst útvarpshlustendum kostur á að heyra eina af elstu og þekktustu óperum af þessu tagi, Orfeif eftir ítalska tónskáldið Monteverdi. Á næstu vikum fylgja fleiri óperur í kjölfarið, svo sem Margrét Helga Jóhannsdóttir í hlutverki Klítemnestru í Agamemmoni Æskílosar. ingu en í byijun júní hefur Þorgeir Zorba meðal þekktustu verka hans. Þorgeirson lestur á nýrri þýðingu Grísk samtímatónlist verður enn- sinni á skáldsögunni Álexis Zorba fremur á dagskrá Rásar 1 á þessu eftir Nikos Kasantzakis. Kasantz- vori, þar á meðal verk eftir tón- akis er eitt af höfuðskáldum skáldin vinsælu Hadjidakis og The- Grikkja á okkur dögum og Alexis odorakis. Sigurður A. Magn- ússon flytur sunnu- dagserindi um gríska nútíma- menningu í maí. Þorgeir Þorgeirson les nýja þýðingu á skáldsögunni um Alexis Zorba eftir Nikos Kasantzakis í byijun júní. Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss. Tónlist byggð á grískum goðsögum verður einnig áberandi í dagskrá Rásar 1 fram á pumar og koma tónskáldin úr ýmsum áttum. Hér mætti nefna í sömu andrá Igor Stravinskí, sem samdi verk um Ödipus, Apollo, Persefónu og Agon, og Þorkel Sigurbjörnsson sem samdi flautukonsertinn Evridýku og tileinkaði Manuelu Wiesler. Sígildir harmleikir í mars og apríl flytur útvarpsleik- húsið þijá gríska harmleiki í þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar. Þetta eru Elektra eftir Sófókles, Ífígenía í Ális eftir Evrípídes og Agamemn- on eftir Æskílos. Um er að ræða upptökur á leiklestri Leikfélags Reykjavíkur á síðastliðnu ári undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar. Með stærstu hlutverk fara Valgerður Dan, Sigurður Karlsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Heimspeki og fagurfræði í apríl verður flutt- ur leiklestur úr Sam- drykkjunni, einu þekktasta riti heim- spekingsins Platóns. Meðal helstu persóna þar eru Sókrates, lærifaðir Platóns, og gamanskáldið Ar- istófanes, en um- ræðuefni samdrykkj- unnar er eðli ástarinn- ar. Um svipað leyti verður fluttur sunnu- dagsþáttur þar sem Svavar Hrafn Sva- varsson fornfræðing- ur rekur helstu hug- myndir Forn-Grikkja um gildi lista. Platón og Aristóteles voru á öndverðum meiði um þetta efni; Platón vildi útrýma skáldum úr fyrirmyndarríki sínu en Aristótel- es taldi listirnar veita okkur þarfa útrás fyrir ýmsar óæskilegar tilfinn- ingar. Fjölmargir listamenn frá ýmsum þjóðum hafa sótt innblástur sinn í grískar sagnir. Má þar nefna Mary Renault en Ingunn Ásdísardóttir les skáldsögu hennar, Tarfinn í apríl og maí. Verkið byggir á sögn- um um Þeseif konung í Aþenu og er sjálfstætt framhald sögunnar Konungsfórnar, sem var lesin í útvarp fyrir fáeinum árum. Grikkland tuttugustu aldarinnar Grísku þema í dagskrá Rásar 1 lýkur í sumarbyrjun. í maí flytur Sigurður A. Magnússon sunnu- dagserindi um gríska nútímamenn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.