Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 34. TBL. 83. ÁRG. Efast um ágæti pastans Róm. Rcutor. ÍT ALIR gerðu sér gott af pastanu sínu í gær þótt frétt- ir hafi borist um það frá Ameríku, að það geti ýtt undir offitu. Var því haldið fram í grein í The New York Times. Þar segir, að sérfræðing- ar séu farnir að endurmeta hollustu pastans og annarr- ar sterkjuríkrar fæðu og telji, að hún geti átt þátt í offitu. „Fyrir skömmu áttu Bandaríkjamenn ekki orð til að lýsa ágæti þeirrar fæðu, sem algeng er við Mið- jarðarhafið og er ny'ög kol- vetnarík," sagði Giuseppe Maratona, matvælafræðing- ur við kaþólska háskólann i Róm. „Nú hafa þeir snúið við blaðinu, sérstaklega gagnvart pasta, en gleyma, að þeir fá mikið af kolvetn- um úr öðrum mat, til dæmis kartöflum. Það er mikið af of feitu fólki í Bandaríkjun- um en það er vant að troða sig út af mörgu öðru en pasta.“ Sérfræðingamir, sem vitnað var I segja, að kol- vetnarík fæða geti verið óholl fólki, sem er feitt fyrir eða framleiðir of mikið insúlín eftir að hafa neytt sykurs eða sterkju. FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Árangurslaus fundur Yassers Arafats og Yitzhaks Rabins á Gaza Samníngar sagðir á við- kvæmu stigi Mistókst að leysa ágreining um örygg- ismál og lokun landamæra ísraels Gaza, Erez. Reuter. ALAIN Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að friðar- samningar ísraela og Palestínu- manna væru' á afar viðkvæmu stigi og að stöðvuðust viðræðurnar, myndi það hafa skelfilegar afleiðing- ar. Juppe ræddi við blaðamenn i kjöl- far fundar sem hann átti með Yass- er Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO. Arafat og Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, mistókst á fundi sínum fyrr um daginn að leysa ágreining um öryggismál og ferðabann Palestínu- manna til ísraels. Fundur Arafats og Rabins á Gaza- svæðinu stóð í tvo tíma. Að honum loknum reyndi Rabin að gera lítið úr því hversu alvarleg staða væri komin upp í samningunum en Yass- er Abed Rabbo, aðstoðarmaður Ara- fats, sagðist telja að samningsaðiium væri mikill vandi á höndum, þar sem mikið skildi á milli sjónarmiða ísra- ela og Palestínumanna. Ætlunin var að halda sameigin- legan blaðamannafund að fundi loknum en Arafat hélt þegar á brott til að hitta Juppe og virtist afar vonsvikinn. Juppe vill að ferðabanni verði aflétt Juppe fer fyrir nefnd á vegum Evrópusambandsins sem ætlað er að þrýsta á um frekara samkomulag Ísraela og Palestínumanna. Hann sagðist myndu reyna að útskýra fyr- ir Rabin hversu alvarlegt ástandið væri á sjálfsstjómarsvæðum Palest- ínumanna. Lýsti hann stuðningi sín- um við kröfur Palestínumanna um að aflétta banni við ferðum Palest- ínumanna til ísraels en því var kom- ið á eftir að 21 ísraeli lét lífið í sjálfsmorðssprengingu í síðasta mánuði. Rabin lýsti því yfir í gær að banninu yrði ekki aflétt. Arafat sagði fund þeirra Juppe hafa verið Jákvæðan og árangurs- ríkan“, en vildi ekki tjá sig um við- ræðurnar við Rabin. Reuter YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi PLO, þungir á brún að afloknum fundi á Gaza. Þeim mistókst að leysa ágreining um öryggismál og lokun landamæra. Friðarviðræður á Norður-Irlandi Hlerunarbúnað- ur fannst í her- bergi Sinn Fein Belfast. Reuter. Reuter Atlantshafssundi lokið VIÐRÆÐUM Breta og kaþól- ikka um frið á Norður-írlandi, sem fram fara í Stormont-kast- ala, var skyndi- Æ- lega frestað í erær er örypfgis- tjjíMf 'tmtF verðir samn- ■ m1 ingamanna Sinn ! » - lA j m Fein, stjórn- Gerry Adams málaarms Irska lýðveldishersins, fundu hlerunarút- búnað sem komið hafði verið fyrir í herbergi því sem þeir notuðu til að bera saman bækur sínar. Gerry Ad- ams, leiðtogi Sinn Fein, tilkynnti um þetta á blaðamannafundi í gær. Hann sakaði Breta ekki um að standa fyr- ir hlerununum. John Major forsætis- ráðherra og Michael Ancram Norður- írlandsmálaráðherra lögðu áherslu á að enginn á vegum stjórnarinnar hefði fyrirskipað hleranirnar. Martin McGuinnes, sem fer fyrir samninganefnd Sinn Fein, sagði að öryggisverðir hefðu fundið búnaðinn er þeir könnuðu herbergið hátt og lágt. Nam tækjabúnaður þeirra merki frá einu húsgagnanna í her- berginu. Var það innsiglað og mun lögreglan rannsaka málið. Þetta var fimmta samningalota Sinn Fein og Breta en samninga- nefnd Sinn Fein hefur haft fundaað- stöðu í herberginu sem búnaðurinn fannst í. Aður hefur verið leitað í herberginu með sérstökum tækni- búnaði en ekkert fundist. Fulltrúar Sinn Fein og bresku stjómarinnar voru sammála um að viðræður yrðu teknar upp að nýju en að fundur hlerunarbúnaðarins væri vissulega áfall. „Ég tel að þess- ar viðræður verði að fara fram þar sem báðir aðilar telja sig geta rætt saman við öruggar aðstæður," sagði Gerry Adams. FRANSKI sundkappinn Guy Del- age tók í gær land á Barbadoseyj- um og lauk þar með sundi sínu yfir Atlantshafið en Delage lagði upp frá Grænhöfðaeyjum 16. des- ember sl. „Þetta hefur verið afar erfitt," sagði Delage við komuna en hann hafði þá lagt um 3.900 km að baki. Ýmiskonar erfiðleik- ar gerðu sundmanninum erfitt fyrir, hákarlar, tæknibilanir og hvassviðri. Hann synti um sex til átta tima á dag en hvíldist á fleka þess á milli. Viðurkenndi Delage að hann hefði aðeins synt tæplega helming leiðarinnar þar sem hon- um hefði miðað mun hægar áfram á sundi en á flekanum. Einræði eða upp- lausn bíð- ur Rússa Bonn. Reuter. SERGEJ Kovaljov, formaður rúss- nesku mannréttindanefndarinnar, sagði í gær, að ófarir rússneska hers- ins í Tsjetsjníju væru á góðri leið með að kalla annaðhvort einræði eða pólitíska upplausn yfir rússnesku þjóðina. Hvatti hann vestræn ríki til þess að taka harðari afstöðu gegn stjórn Borís Jeltsíns forseta. Kovaljov sagði að Moskvustjómin myndi senn reyna að telja þjóðinni trú um að hún hefði unnið fullnaðar- sigur. Líkast til yrði einhverskonar einræði búið til en hinn kosturinn væri upplausn - í landi þar sem úði og grúði af kjarnorkuvopnum, kjarn- orkuverum og þar sem engin hefð væri fyrir rnálamiðlun. Kovaljov sakaði Vesturlönd um tvískinnungshátt gagnvart herför Rússa í Tsjetsjníju. Þau hefðu for- dæmt aðgerðirnar en jafnframt við- urkennt rétt Moskvustjórnarinnar til þess að koma í veg fyrir að einstök héruð segðu sig úr lögum við hana. ■ Jeltsín setur tvo ráðherra/17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.