Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útgáfa tilvísana vegna læknisþjónustu hefst 20. febrúar samkvæmt nýrri reglugerð Reíknað með 30% fækkun á komum til sérfræðinga Umdeild reglugerð heilbrigðisráðherra um tilvísanir hefur nú litið dagsins ljós ásamt nýrri reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra -------------------------------------—p----- í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Utgáfa tilvísana vegna sérfræðilæknisþjónustu á að hefjast 20. febrúar næstkomandi, en nýjar reglur um greiðsluþátttöku vegna tilvísana taka hins vegar ekki gildi fýrr en 1. maí. Leitað til læknis! 1 Sjúklingur fer til heimilislæknis Beiðni um rannsóknir ef þörf er Heimilis- læknir, kr. 200/600 Trygginga- stofnun greiðir fyrir rannsóknir 2Sjúklingur fer til heimilislæknis, fær tilvísun á sérfræðing sem er með samning við Tryggingastofnun ríkisins Heimilis- læknir, kr. 200/600 Sérfræðingur, kr. 1.200 og 40% af kostnaði Trygginga- stofnun greiöir fyrir rannsóknir 3Sjúklingur fer til heimilislæknis, fær tilvísun á sérfræðing sem sagt hefur upp samningi við Tryggingastofnun m, 4 Sjúklingur fer beint til sérfræðings án tilvísunar Heimilis- læknir, kr. 200/600 Svar berst til\ heimlislæknis Sérfræðingur Sjúklingur greiðir allan kostnað Trygginga- stofnun greiðir fyrir rannsóknir “ J til heimlislæknis Æskilegt er Sérfræðingur aðsvarberist \ Sjúklingur greiðir allan kostnað Qv Sjúklingur greiðir fyrir rannsóknir SAMKVÆMT reglugerð um tilvís- anir, sem Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, gaf út í gær, er gert ráð fyrir að útgáfa tilvísana vegna sérfræðilæknisþjónustu hefj- ist 20. þessa mánaðar, en að tillögu Félags íslenskra heimilislækna taka nýjar reglur um greiðsluþátttöku vegna tilvísana hins vegar ekki gildi fyrr en 1. maí næstkomandi. Aðeins augnlæknar eru undanskildir tilvís- anakerfmu, svo framarlega sem þeir séu með samning við Trygginga- stofnun ríkisins. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum að reglu- gerð um tilvísanir, sem kynnt voru í síðasta mánuði, og segir heilbrigð- isráðherra að þær séu tilkomnar vegna tillits sem tekið hafi verið til ýmissa athugasemda sem borist hafi bæði frá einstökum læknum og sam- tökum þeirra. Talið er að komum sjúklinga fækki um 30% á ári í kjöl- far tilvísanakerfisins og útgjöld Tryggingarstofnunar lækki um 100 milljónir króna. Komur á heilsu- gæslustöðvar eru taldar aukast um 10%, en það nemur nokkum veginn þeim samdrætti sem varð í komum þangað þegar reglur um greiðslu- hlutdeild sjúklinga var tekin upp fyrir fáum árum. Sighvatur Björgvinsson sagði á blaðamannafundi þar sem nýju reglugerðirnar voru kynntar, að þótt tillit hafi verið tekið til ýmissa at- hugasemda sem borist hefðu frá læknum hefði í engu verið horfíð frá því meginsjón- armiði að taka upp tilvís- anakerfi í þeim tvíþætta til- gangi að bæta fagleg sam- skipti milli heilsugæslu- lækna annars vegar og sérfræðinga hins vegar og að ná betri tökum á kostnaðarstýringu í heilbrigðiskerf- inu. Heilbrigðisáðherra mun skipa nefnd sem falið verður að fylgjast með faglegri framkvæmd tilvísana- kerfisins og verður sérfræðingum og heimilislæknum gefínn kostur á að skipa fulltrúa í nefndina. Á hún að skila ráðherra bráðabirgðaskýrslu 1. febrúar 1996 og lokaskýrslu eigi síðar en 1. febrúar 1997. I fram- haldi af því á að endurskoða reglu- gerðina um tilvísanir í ljósi reynsl- unnar. Þá mun heilbrigðisráðherra óska eftir því við Hagfræðistofnun Háskóla íslands að hún fylgist með kostnaðarlegum áhrifum tilvísana- kerfisins. Komugjöld á heilsugæslu- stöð verða óbreytt í reglugerðardrögum sem kynnt voru í síðasta mánuði var gert ráð fyrir því að gjald sjúklinga fyrir til- vísanir frá heilsugæslulækni yrði 200 krónur, en nú hefur verið ákveð- ið að komugjöld á heilsugæslustöðv- ar breytist ekki og verði áfram 600 krónur almennt og 200 krónur fyrir lífeyrisþega og börn undir 16 ára aldri. Að sögn heilbrigðisráðherra var þetta gert þar sem fallist hafi verið á þá röksemd heilsugæslu- lækna að samskonar rannsókn sé gerð á sjúklingnum hvort sem hún leiðir til þess að honum sé vísað til sérfræðings eða hann fái áframhald- andi meðferð hjá heilsugæslulæknin- um. Þá hefur sú breyting orðið frá fyrri drögum að hámarksgildistími tilvísana hefur verið lengdur úr 12 mánuðum í 18 mánuði til að koma til móts við athugasemdir sjúklinga- hópa sem eru í langtímameðferð hjá sérfræðingum. Endumýjun í gegn- um síma á tilvísunum handa sjúkl- ingum í langtímameðferð á síðan að verða þeim að kostnaðarlausu, að sögn heilbrigðisráðherra. Samkvæmt reglugerðinni um til- vísanir getur sjúklingur krafist þess að sérfræðingur sendi ekki upplýs- ingar um sig til annarra lækna og skiptir þá ekki máli hvort sjúklingur- inn hefur komið til sérfræðingsins samkvæmt tilvísun eða ekki. Frá fyrri reglugerðardrögum hefur verið fellt niður það skilyrði að sérfræð- ingar skyldu láta heilsugæslulækni eða heimilislækni vita um þessa ósk. í þeim tilgangi að auðvelda sjúkl- ingum í langtímameðferð kerfis- breytinguna með tilkomu tilvísana- kerfisins eiga þeir sérfræðingar sem annast þessa sjúklinga að skrifa heilsugæslu- lækni eða heimilislækni viðkomandi með góðum fyrirvara fyrir 1. maí og skýra frá meðferð hans og gera tillögu um útgáfu tilvísunar óski sjúklingurinn eftir því. An tilvísunar greiðir sjúklingur allan kostnað Nýjar greiðsluþátttökureglur fyrir sérfræðilæknisþjónustu kveða á um að eftir 1. maí næstkomandi greiða sjúkratryggingar eingöngu fyrir sér- fræðilæknisþjónustu og rannsóknir samkvæmt tilvísun, enda séu hlutað- eigandi sérfræðingar með samning við Tryggingastofnun ríkisins. Eftir 1. maí munu sjúkratryggingar þann- ig taka þátt I sérfræðilækniskostn- aði og rannsóknum þeirra sjúklinga sem koma til sérfræðings með tiivís- un, en hafí sjúklingurinn ekki með- ferðis tilvísun taka sjúkratryggingar ekki þátt í kostnaði, hvorki vegna komunnar til sérfræðings né þeirra rannsókna sem sérfræðingurinn tel- ur nauðsynlegar. Sjúkratrygging- amar taka hins vegar ekki undir neinum kringumstæðum þátt í sér- fræðilækniskostnaði hjá þeim sér- fræðingum sem ekki eru með samn- ing við Tryggingastofnun og er sú regla óháð tilvísanakerfinu. Komi einstaklingur á hinn bóginn með til- vísun til sérfræðings, sem ekki er með samning, munu sjúkratrygging- ar greiða þær rannsóknir sem sér- fræðingurinn telur nauðsynlegar. Að minnsta kosti helmingur starf- andi sérfræðinga, eða um 200 af 386, hefur að sögn heilbrigðisráð- herra nú þegar sagt upp samningi sínum við Tryggingastofnun ríkisins og taka uppsagnir þessar gildi 1. maí næstkomandi eða sama dag og nýjar greiðslureglur taka gildi. Sparnaður Try ggingastofn- unar 100 milljónir króna Samkvæmt líkani, sem Guðni Ing- ólfsson, kerfisfræðingur hjá Verk- og kerfisfræðisstofunni hf., hefur unnið fyrir heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið er gert ráð fyrir að gert ráð fyrir því að komum sjúkl- inga til sérfræðinga fækki með til- komu tilvísanakerfisins úr um það bil 270 þúsund í 185 þúsund eða um 85 þúsund komur á ári. Að sama skapi er gert ráð fyrir að komum til heilsugæslustöðva fjölgi um 70 þúsund, en mismunurinn er þær komur sem áætlað er að falli niður vegna þeirra sem búist er við að leiti ekki til læknis eftir tilkomu til- vísanakerfísins. Meðalgreiðslur Tryggingastofn- unar fyrir komu til sérfræðings eru 1.700 kr og samtals lækka greiðsl- umar til sérfræðinga því um 145 milljónir króna eða úr 863 milljónum í 708 milljónir króna. Á móti kemur aukinn kostnaður vegna heilsu- gæslustöðva, en Tryggingastofnun greiðir að meðaltali 708 kr. fyrir hvetja komu þangað. Nemur sá aukni kostnaður samtals um 50 milljónum króna, þannig að áætlaður heildarspamaður Tryggingastofn- unar vegna tilvísanakerfísins er tal- inn verða um 100 milljónir króna á ári. Ráðherra beðinn um frestun Sverrir Bergmann, formaður Læknafélags íslands, sagði að stjóm félagsins hefði ályktað gegn því að tilvísanakerfið yrði tekið upp og hvatt ráðherra til að endurskoða þessa hugmynd sína. Félagið hefði boðið fram samstarf til að tryggja enn betur fagleg samskipti lækna, þótt félagið teldi að þau væru í miklu betra lagi en látið hefði verið í veðri vaka. Ráðherra hefði einnig verið boðið að kostnaður vegna sérfræði- læknisþjónustu yrði ákveðinn á föst- um fjárlögum, eins og aðrir liðir í heilbrigðisþjónustunni og settar margvíslegar reglur í þeim efnum. „Við töldum að þetta væri heppi- legra til fjármálalegrar stjórnunar heldur en tilvísanakerfíð. Ráðherra hefur ekki séð sér fært að verða við þessu. Við báðum hann að fresta því að setja þetta kerfi á og gefa okkur einn til tvo mánuði til þess að reyna að ná saman á öðmm nót- um. Einhverra hluta vegna taldi hann sér það alls ekki fært. Það vefst náttúrlega fyrir manni eins og mér að skilja það, því það er verið að stofna þama til mjög mikilla breytinga í heilbrigðisþjónustunni. Þetta er mjög mikil breyting og manni fínnst að 1-2 mánuðir geti ekki skipt sköpum þegar verið er að leggja út á alveg nýja braut,“ sagði Sverrir. Hann sagði að félagið hefði leitað eftir fjárhagslegum röksemdum fyr- ir þessum breytingum, en aldrei fengið þær. Því væri haldið fram að einhverjir útreikningar lægju fyrir en félagið hefði ekki fengið að sjá þá og það væri ekki hægt að sjá að þetta væri faglega betra kerfi, hvorki að það tryggði boðskiptin né að fólk hefði aðgang að sérfæðiþekk- ingu eins og það hefði í dag. „Ráðherra vill hafa þetta svona og hann er náttúrlega sá sem valdið hefur og ég held að næstu viðbrögð verði bara að vera þau, að horfast í augu við það sem komið er og sjá hvort enu er einhver grundvöllur til þess að hafa svolítil áhrif í málinu,“ sagði Sverrir. Hann sagði að annar vandi væri kominn upp og hann versnaði við það að reglugerðin væri sett og það væri uppsögn 260 sérfræðinga á samningi þeirra við Tryggingastofn- un. Þetta væri miklu meira en helm- ingur sérfræðinga og fleiri uppsagn- ir væm á leiðinni. í heilum sérgrein- um hefðu allir sérfræðingar sagt upp og ef málið leystist ekki yrði enga sérfræðiþjónustu hafa í ákveðnum fögum eftir 1. maí nema fólk borg- aði einfaldlega fullt fyrir þjónustuna. Fundur í næstu viku Sigurbjörn Sveinsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, sagði að félagið hefði fengið þessa reglugerð til umsagnar á sínum tíma og stjórn fé- lagsins hefði lýst því yfir eftir efnisumfjöllun um hana, að það gæti fellt sig við reglugerðina að teknu tilliti til tiltekinna athugasemda sem félagið gerði. Hann hefði ekki séð sjálfa reglugerðina, en samkvæmt því sem hann hefði heyrt hefði verið tekið tillit til ýmissa athugasemda félagsins. „í sjálfu sér er ekki miklu við það að bæta að svo stöddu. Ég á von á að það verði boðað til al- menns félagsfundar í næstu viku og þá munum við ræða hin tæknilegu atriði á framkvæmd reglugerðarinn- ar að því leyti sem að okkur snýr,“ sagði Sigurbjörn. I Félagi íslenskra heimilislækna eru á milli 150 og 160 manns. Sigur- bjöm sagði að hann drægi ekki fjöð- ur yfir það, að það væri minnihluti í félaginu sem hefði aðrar skoðanir og væri á móti tilvísanakerfinu. Samningi við TR sagt upp Gestur Þorgeirsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, sagði að það lægi fyrir samþykkt félagsfund- ar þar sem stjórn félagsins væri falið að segja upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins fyrirvara- laust þegar regiugerðin hefði verið sett og það yrði væntanlega gert 20. febrúar þegar reglugerðin tæki gildi. Samkvæmt almannatrygg- ingalögum færu þá annað hvort samningaumleitanir í gang eða samningnum yrði vísað í gerðardóm. „Svo eru aðrar aðgerðir þegar hafnar, þar sem velflestir sérfræð- ingar sem hafa með sjúklinga að gera, eitthvað á þriðja hundrað, hafa sagt upp samningnum við Trygg- ingastofnun frá og með 1. maí og einhveijir fleiri frá og með 1. júní. Við reiknum með því að velflestir ef ekki allir sérfræðingar sem hafa móttöku fyrir sjúklinga á eigin stofu segi upp samningi sínum við Trygg- ingastofnun. Eftir sem áður er reikn- að með að læknar reyni áfram að sinna sjúklingum, en þá mun hins vegar reyna á hvetjar tryggingar fólks í landinu eru,“ sagði Gestur einnig. Hann sagði að sérfræðingar í Læknafélagi Reykjavíkur hefðu lýst yfír andstöðu sinni við þessa hug- mynd af því að þeir teldu það vafa- samt að tilvísanir myndu ná þeim markmiðum sem að væri stefnt, þ.e.a.s. annars vegar að spara þá tugi milljóna sem að væri stefnt í fjárlögum og hins vegar að bæta boðskipti milli lækna. Sérfræðing- arnir teldu að boðskiptin milli lækna væru alls ekki eins slæm og ráðuneytið hefði haldið fram. Það hefði ekki verið gerð nægileg athugun á form- legum og óformlegum samskiptum lækna vegna sjúklinga, bæði hér í Reykjavík og út um allt land. Alltaf væri vísað í gamla rannsókn á heilsu- gæslustöðinni á Seltjarnarnesi sem hafði staðið í tvo til þrjá mánuði. Rannsóknin væri góð út af fyrir sig, en sýndi ekki hve boðskiptin væru mikil. „Okkar markmið er að vinna gegn því að reglugerðin nái fram í þeirri mynd sem hún er núna,“ sagði Gest- ur ennfremur. Hann benti til dæmis á að enginn sérfræðingur hefði leyfi til að senda eigin fjölskyldumeðlimi eða vini til annars sérfræðings, þeir yrðu að leita til einhvers heimilis- íæknis til að það væri hægt. Þetta væri einn þátturinn sem hafði valdið þessari hörðu andstöðu. Mönnum fyndist jafnvel að það væri verið að takmarka lækningaleyfí þeirra á ákveðinn hátt. „Svo má ekki gleyma því að ég held að það sé heill stjórn- málaflokkur, allstór, á móti tilvis- anakerfinu samkvæmt landsfundar- ályktun og það hefur lítið heyrst frá þeim aðilum," sagði Gestur að lok- um. Hámarksgild- istími lengdur í 18 mánudi Sérfræðingar báðu um frestun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.