Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 9 FRÉTTIR Hugmyndir um hátíðahöld á Þingvöllum Ný bflastæði til að greiða fyrir umferð Morgunblaðið/Kristinn FRÁ ráðstefnu Verkfræðingafélags íslands. UMBÆTUR á vegakerfinu eiga að tryggja að næsta stórhátíð á Þing- völlum geti farið fram án umferðar- teppu af því tagi sem urðu á lýðveld- ishátíðinni 1994, að sögn Halldórs Blöndal samgönguráðherra. Meðal annars á nefnd um framkvæmdir á Þingvallasvæðinu að gera tillögur um ný bílastæði á Þingvöllum til að koma í veg fyrir umferðartafir þar. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Verkefnastjómunarfélag íslands gekkst fýrir í gær um skipulagn- ingu og framkvæmd þjóðhátíðar á Þingvöllum. Guðmundur Árnason, deildar- stjóri í forsætisráðuneytinu, upp- lýsti að Davíð Oddsson forsætisráð- herra myndi innan fárra daga skipa nefnd sem ætti að gera tillögur um hvaða framkvæmdir eigi að ráðast í á Þingvallasvæðinu til að umferð geti gengið greiðlega á stórhátíð- um. Þar yrði lögð áhersla á nauðsyn þess að gerð verði bifreiðastæði sem yrðu það aðgengileg að ekki ætti að koma til umferðartafir vegna inn- og útaksturs af því. Skipulag bílastæðanna þyrfti að samræmast öðru skipulagi umferðar á svæðinu og taka tillit til umferðar gangandi vegfarenda. 15.000 komust ekki Guðmundur sagðist ekki hafa áhyggjur af því að nauðsynlegar vegbætur yrðu ekki gerðar fyrir næstu þjóðhátíð. Það yrði hins veg- ar erfitt að vinna traust almenn- ings. Ætla mætti að 15.000 manns af 70.000 sem lögðu af stað hefðu ekki komist á áfangastað á lýðveld- ishátíðina og það þyrfti að sann- færa þá um að næst sé betur af stað farið en heima setið. Guðmundur sagði að í framtíð- inni mætti hugsa sér samkomu sem stæði lengur en einn dag. Kostnað- ur þjóðfélagsins við lýðveldishátíð- ina hefði verið rúmlega 110 milljón- ir króna og það væri ekki raunhæft að telja að sá kostnaður yrði lægri í framtíðinni. Þá mætti hugsa sér að undirbúningi undir hátíðir yrði skipt á milli tveggja nefnda, hátíð- arnefndar sem skipulegði dag- skrána og sérstakrar framkvæmda- nefndar, þar sem lögregla, vega- gerð og fleiri aðilar störfuðu með fulltrúum hátíðamefndar. Þjóðhátíð á fimm ára fresti? Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði að samgöngukerfíð yrði orðið nægilega gott til að standa undir næstu stórhátíð á Þingvöllum í tilefni 1000 ára afmælis kristni- tökunnar árið 2000. Til dæmis yrði komið bundið slitlag hringinn í kringum Þingvallavatn þá. Halldór sagðist vera hrifinn af þeirri hug- mynd sem rædd var á fundinum um að framvegis yrði haldin stórhá- tíð á Þingvöllum á fimm ára fresti, eða hugsanlega sjötta hvert ár, en sex ár bæri á milli lýðveldishátíðar- innar og kristnitökuhátíðar. Fólk er alltaf að vinna í Gullnámunni: 72 milljónir Vikuna 2. til 8. febrúar voru samtals 71.980.280 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður: Upphæö kr.: 2. feb. Ölver 93.012 2. feb. Háspenna, Laugavegi.... 144.018 3. feb. Kringlukráin 119.419 3. feb. Háspenna, Laugavegi.... 135.676 4. feb. Hótel Örk, Hveragerði.... 131.772 4. feb. Tveir vinir 107.618 5. feb. Mónakó 77.539 6. feb. Hótel Saga 108.590 6. feb. Háspenna, Laugavegi.... 122.441 7. feb. Mónakó 69.957 7. feb. Háspenna, Laugavegi.... 173.686 8. feb. Mamma Rósa, Kópavogi 93.603 Staða Gullpottsins 9. febrúar, kl. 13:00 var 5.836.402 krónur. Siifurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir 12.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta. Funheitar upplýsingar í spriklandi ferskum ferðabæklingi Samvinnuferða - Landsýnar sem kemur út á sunnudag. Við tökum á móti ykkur á öllum söluskrifstofum okkar og hjá umboðsmönnum um allt land milli kl. 13:00 og 16:00 á sunnudaginn í rífandi ferðaskapi. Staðgreitt án flugvallarskatta og gjalda. Sala á þessum ferðum hefst mánudaginn 13. febrúar kl. 9:00. Hámark 4 sæti á mann. Samvininiferðir-Laiulsi/ii Roykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Slmbrét 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60 Hafnarljörður: Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Símbréf 91 - 655355 m ^ _ Kellavík: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Slmbréf 92 -13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Sfmbréf 93 -1 11 95 yjSA f*l * Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Slmbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 98 - 1 12 71 • Slmbréf 98 -1 27 92 EUROCARD. Himnarnir munu opnast! ■]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.