Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Debet-kort Fimmtán þúsund færslur tvíbókaðar 15.000 debet-kortafærslur voru tvíbókaðar á sunnudagskvöld vegna villu í forriti Reiknistofu bankanna. Mistökin uppgötvuðust á mánudagsmorgun og hafði vill- an verið lagfærð um hádegi þann dag, að sögn Þórðar Sigurðsson- ar, forstjóra Reiknistofu bank- anna. Þórður sagði í samtali við Morg- unblaðið að um hafi verið að ræða allar debet-kortafærslur sem gerð- ar voru frá lokun banka á föstudag og fram til sunnudagskvölds. Til að viðskipti helgarinnar skili sér inn á bankareikninga fyrir- tækja séu þær færslur keyrðar á sunnudagskvöldi en umrædd villa hafí haft í för með sér að þær tví- bókuðust. Fáir reikningshafar orðið fyrir óþægindum Þórður Sigurðsson sagðist ekki hafa upplýsingar um hve háar fjárhæðir hefðu verið tvíbókaðir né hve marga reikninga málið varðaði en ljóst er að þeir skipta þúsundum. Hins vegar hafi aðeins fáir reikningshafar orðið fyrir óþægindum af þessum sökum og þá þeir sem hafi átt litlar innistæð- ur og því verið neitað um við- skipti eftir að úttektir helgarinnar höfðu verið tvífærðar. Morgunblaðið/Kristinn Grafín snjógöng NOKKUR börn voru að leik við Tónabæ þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um í vikunni. Virtist þeim verða allvel ágengt við snjóganga- gerðina. Fjárhagsáætlun Garðabæjar Áætlaðar tekjur bæjarsjóðs tæp- ar 792 milljónir Dregið verður úr framkvæmdum TEKJUR bæjarsjóðs Garðabæjar eru áætlaðar 791,9 milljónir króna sam- kvæmt samþykktri fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1995. Aðaltekju- stofn bæjarsjóðs eru útsvör eða 675,9 milljónir króna. Til fram- kvæmda er áætlað að verja 191 milljón króna og er það mun lægri upphæð en undanfarin ár. Mest til fræðslumála í frétt frá bæjarstjórn Garðabæjar kemur fram að stærsti útgjaldaliður- inn eru fræðslumál, samtals 116,6 millj. eða 20,1% af rekstrargjöldum. Þá koma famlög til almannatrygg- inga og félagshjálpar samtals 99,1 millj. eða 17,1% af rekstrargjöldum og til æskulýðs- og íþróttamála er varið samtals 75,2 millj. eða 12,9% af rekstrargjöldum. Gert er ráð fyrir að í rekstrarafgang verði 211,3 millj. eða 26,7% af sameiginlegum tekjum. Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að veija 191 millj. til framkvæmda og er það mun lægri upphæð en varið hefur verið á und- anförnum árum. Gert er ráð fyrir 20 millj. til gatnaframkvæmda í nýjum hverfum í sunnanverðum Arnarneshálsi og verða lóðirnar aug- lýstar á árinu. Fjárveitingin er tengd úthlutun lóðanna og gæti hækkað ef eftirspurn verður mikil. Skuldir greiddar niður Fram kemur að minni fram- kvæmdir á árinu geri það að verkum að bæjarsjóður getur greitt niður hluta skulda. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að greiða niður skuldir um 211 millj. en nýjar lántök- ur eru áætlaðar 97,2 millj. Gert er ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum við holræsi en á undanförnum árum hefur verið lagt í sjóð til að standa undir nauðsynleg- um og viðamiklum framkvæmdum. Heildarfjárveiting á árinu er 25 millj. en í árslok 1994 var innstæða í hol- ræsasjóði um 150 millj. Óbreytt álagning I samþykktri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir óbreyttri álagningu gjalda og verður útsvar 8,4% árið 1995. Er það lágmarksálagning samkvæmt lögum. Fasteignagjöld verða óbreytt frá árinu 1994. Þá er gert ráð fyrir sérstakri fjár- veitingu, 27,9 millj., til atvinnumála skólafólks. Islenskar flugnr á „Mustad Open“ FORKÓLFAR „Mustad Scandinavian Open 1995“- fluguhnýtingarkeppninnar hafa sent gögn og upplýsingar til stangaveiðifélagsins Ar- manna vegna keppninnar, en væntanlegir keppendur geta farið að huga að tækjum sínum og tólum. Islenskum hnýturum bauðst í fyrsta sinn í fyrra að taka þátt. Nýttu nokkrir sér það og var árangur prýðilegur, t.d. var Siguijón Ólafsson heiðraður fyrir innlegg sitt. Nú býðst íslenskum þátttakendum lengri fyrirvari en í fyrra. Keppt í átta flokkum Elverum, Mustad og norska veiðitímaritið Villmarksliv sem standa fyrir keppninni eins og áður. Fyrst nefndi aðilinn send- ir frá sér nánari upplýsingar og geta menn sent fyrirspurnir til „The Norwegian Forestry Museum P.O.Box 117, N-2401 Elverum Noregi“. Stjómar- menn Ármanna geta einnig miðlað upplýsingum. Þess má geta, að allar flugur sem berast í keppnina verða til sýnis á viðamikilli flugu- veiðisýningu sem haldin verður í Elverum daganna 17. og 18. júní. Aðalfundur Ármanna Flokkarnir sem keppt er í eru átta talsins. Fyrsti flokkur er fyrir fullklæddar laxaflugur og er það gamla klassíska flug- an Popham sem tekin er fyrir að þessu sinni. Síðan er opinn flokkur fyrir fullklæddar laxa- flugur. Þriðji flokkur er opinn flokkur laxaflugna úr hárum. í fjórða flokki eru nymfur, púpur og „Emergers", fimmti flokkur votflugur hnýttar á einkrækjur, sjötti flokkur straumflugur og „Bucktails", sjöundi flokkur er opinn þurr- flugnaflokkur og áttundi flokk- ur er opinn fyrir flugur sem falla ekki að hinum hópunum sjö. Það eru skógræktarsafnið í Aðalfundur Ármanna var haldinn fyrir skömmu og var stjóm félagsins að mestu end- urkjörin og lokið var lofsorði á störf hennar á síðasta ári. For- maður er Birgir Guðmannsson, varaformaður Daníel Jakob Pálsson, gjaldkeri Ebba Jónas- dóttir, ritari Stefán Kristjáns- son, vararitari Vignir Jónsson og meðstjómendur Ágúst Vikt- orsson og Hjálmar Bjarnason. Dagskrá og störf fundarins vom með hefðbundnu sniði og helst frá því að greina að inn- tökugjald í félagið var iækkað í 6.000 krónur. Styrktarfélagar og unglingar yngri en 16 ára þurfa þó aðeins að greiða hálft inntökugjald. Krafist upplýsinga um útigang lirossa DÝRAVERNDARRÁÐ íslands hef- ur ákveðið að senda bréf til allra héraðsdýralækna á landinu þar sem farið er fram á upplýsingar um útigang hrossa. Jafnframt hefur ráðið óskað eftir því við sýslumann- inn í Húnavatnssýslu að hann veiti upplýsingar um hross sem fennti í kaf í sýslunni í síðasta mánuði. Árni Mathiesen, aiþingismaður og formaður Dýraverndarráðs, segir að ráðið leggi mikla áherslu á að ákvæði nýrra dýravemdarlaga um útigang verði virt. Ný dýraverndarlög tóku gildi 1. júlí í fyrra. Þetta er því fyrsti vetur- inn sem þau em í gildi. „í lögunum er ákveðinn rammi utan um úti- gönguna eða, að halda búfé til beit- ar á vetrum eins og það er kallað. Það verður að vera reglulegt eftir- lit með skepnunum, þær verða að hafa nægilegt fóður og vatn og þau verða að hafa skjól fyrir öllum veðr- um. Það þarf ekki að vera til stað- ar hús, en þær verða að hafa skjól þar sem þær geta staðið af sér veður. Fjölgun hrossa skapar vandamál Ef að kemur í ljós að það er ekki hægt að fara eftir þessum regl- um er sveitarstjóm heimilt að banna útigang yfír veturinn á tilteknum svæðum. Þeir sem bijóta reglurnar eiga ekki aðeins yfir höfði sér bann við útigangi heldur einnig kæru vegna brots á dýraverndarlögum. Viðurlög við slíkum brotum em mjö^g þung,“ sagði Ámi. Ámi sagði að það gætu alltaf gerst slys varðandi útigang. Dýra- vemdarráð gerði ekki athugasemdir við útigang hrossa ef staðið væri að honum í samræmi við lög. Hross sem gengju úti hefðu það oftast nær agætt ef vel væri um þau hugs- að. Árni sagði að fjöldi hrossa gæti í sumum tilfellum.valdið erfiðleikum við fóðrun. Eftir því sem hrossin væru fleiri væri erfiðara að tryggja að þau fengju öll nægt skjól og nægt fóður. Flutningsj öfnun á aburði gagnrýnd ÁBURÐARVERKSMIÐJAN hf. hef- ur hætt að veita afslátt til bænda sem kaupa áburð af verksmiðjunni milliliðalaust og flytja hann sjálfir heim á bú sín. Ami Johnsen, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins, gagn- rýndi þessa ráðstöfun á Alþingi og sagði hana til þess fallna að hvetja bændur á Suður- og Vesturlandi til að kaupa áburð erlendis frá. Um síðustu áramót var afnuminn einkaréttur Áburðarverksmiðjunnar til að framleiða og flytja inn áburð. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra sagði að verksmiðjan væri nú að berjast fyrir lífi sínu. Það væri mikilvægt fyrir hana að missa ekki markað því að þar með yrði fram- leiðslan óhagkvæmari og samkeppn- isstaða hennar erfiðari. Halldór sagði að til greina hefði komið fyrir Áburðarverksmiðjuna að setja upp flutningsjöfnunarsjóð, en það fyrirkomulag er við líði við flutn- ing á sementi. Ráðherra sagði að slíku fyrirkomulagi fylgdi umtals- verður kostnaður og því hefði verk- smiðjan farið þá leið að jafna verð á flutningshafnir landsins. Hvetur bændur til innflutnings „Ef að landbúnaðarráðherra beitir sér ekki í þessu efni til leiðréttingar og ég vona -að hann geri það, þá verður að hvetja sunnlenska bændur til að flytja inn áburð, beint erlendis frá og ná hagstæðari verði. Það er ekki til góða fyrir Áburðarverksmiðj- una eða íslenskan iðnað yfirleitt," sagði Ámi Johnsen. Þingmenn sem tóku til máls skipt- ust nokkuð í tvo hópa varðandi af- stöðu til ákvörðunar Áburðarverk- smiðjunnar. Þingmenn Norðurlands töldu ákvörðunina eðlilega, en þing- menn Suðurlands töldu að verk- smiðjan ætti að miða flutningsjöfnun sína einnig við hafnir eins og Þor- lákshöfn og Akranes þannig að bændur á Suður- og Vesturlandi nytu nálægðar við verksmiðjuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.