Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Mjallhvít og dverg- arnir sjö LEIKFÉLAG Mosfellssveitar sýnir fjölskylduleikritið Mjall- hvít og dvergana sjö í nýrri leikgerð Guðrúnar Þ. Stephen- sen á laugardag og á sunnu- dag kl. 15 í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Leikstjóri er Guðrún Þ. Stephensen, Jens Hansson samdi tónlistina, Jón Sævar Baldvinsson gerði leikmynd, Auður Ragnarsdóttir og Svafa Harðardóttir hönnuðu bún- inga og Alfreð Sturla Böðvars- son lýsti sýninguna. Með hlutverk Mjallhvítar fer Dagbjörg Eiríksdóttir, Gunnhildur Sigurðardóttir fer með hlutverk drottningarinn- ar, en alls taka 24 leikarar þátt í sýningunni. Samhliða hefur verið gefin út hljóð- snælda með lögum og textum úr sýningunni. Ævintýrið um Reykjalund ... Stríð - fýrir lífíð sjálft er leiksýning í tilefni 50 ára afmælis Reykjalundar í samantekt Valgeirs Skag- fjörð. Sýnt verður í Bæjarleik- húsinu á laugardag og sunnu- dag kl. 20.30. Aukasýning á Oskinni AUKASÝNING verður á Oskinni eftir Jóhann Sigur- jónsson á litla sviði Borgar- leikhússins á laugardagskvöld og er það allra síðasta sýning. Uppselt er orðið á sýning- una sunnudaginn 12. febrúar sem átti að vera sú síðasta. Óskin var frumsýnd þann 10. september og verður 55. sýn- ing á laugardag. Leikstjóri er Páll Baldvin Baldvinsson og gerði hann jafnframt leikgerð- ina. Leikmynd gerði Stígur Steinþórsson, lýsingu annaðist Lárus Bjömsson, hljóðmynd Hilmar Óm Hilmarsson. Leikarar eru Ámi Pétur Guðjónsson, Benedikt Erlings- son, Ellert A. Ingimundarson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Sig- rún Edda Bjömsdóttir og The- ódór Júlíusson. Miðaverð er 1.000 krónur á þessa allra síðustu sýningu. Omar Stefánsson sýnir á 22 ÓMAR Stefánsson opnar mál- verkasýningu á veitingastaðn- um 22 á Laugavegi 22 á laugardag kl. 18. þar verða til sýnis ný olíumálverk á striga. Omar hefur haldið nokkrar einkasýningar hér á landi auk fjölda samsýninga, einnig hef- ur hann haldið sýningu á Int- emetinu sem enn stendur yfir. Ómar hefur haldið sýningar í Finnlandi, Danmörku, Þýska- Iandi og Sviss auk geminga sem hann hefur flutt ásamt Inferno fímm víðar. Ómar er útskrifaður úr Myndlista- og handíðaskóla Islands úr nýlistadeild, en stundaði framhaldsnám í Vestur-Berlín og lagði þar aðallega stund á málaralist. Sýningin á „22“ er öllum opin og stendur í mánuð. LISTIR FINNAR vilja helst dansa tangó undir berum himni í sveitinni á sumrin. Tárvotur finnskur tangó TANGÓ, dimmrauður, sár og heitur. Tiyllt augu og dans- inn eins og hjartsláttur, hnífsoddur. . . Snemma á öldinni barst hann frá heimalandinu Argentínu til Evrópu og margir frægir tangósöngvarar hafa heim- sótt álfuna síðan Angel Villoldo kom fýrst fram í París árið 1907. Mörg betri veitingahús þeirrar borgar þrútnuðu af tangótónum á þriðja áratugnum og fram á þann fimmta og sama er að segja um aðrar helstu gleðiborgir Evrópu. í fyrstu reyndu evrópskir tónlist- armenn að tileinka sér suður-amer- íska tangóinn, en fljótt hvarf drag- spilið, mikilvægt hljóðfæri í upp- runalegri tangótónlist, úr hljóm- sveitum í Evrópu og þeim tókst ekki að improvisera eða spinna á sama hátt og í argentískum tangó. Ástríðufullir og ljóðrænir textar virtust heldur ekki ná flugi í evr- ópskum þýðingum. Smám saman þynntist tangóinn út í álfunni og gleymdist og var meira að segja varla almennilega uppgötvaður á Norðurlöndum. Nema í einu landi, sem mótað hefur eigin tangóhefð ólíka þeirri argentínsku. Finnland er land tangósins í Evr- ópu og fínnski tangóinn er trega- fullur frekar en hættulegur; sorgar- söngur um vonlausa ást og hjarta- sár sem aldrei grær. Finnskur tangó er nefnilega alltaf sönglag og hljómsveit með söngvaranum er yfírleitt skipuð fjórum-til átta hljóð- færaleikurum. Tangóinn tilheyrir finnska sumrinu og náttúrunni, Einn vinsælasti tanffósöngvari Finna, Reijo Taipale, kemur fram á Hótel Borg annað kvöld ásamt félögum sínum. Borðhald hefst klukkan 19 en dansleikurinn um 21.30. Finnland er land tan- gótónlistarinnar í Evrópu og þar hefur þróast sér- stök tangóhefð. Þórunn Þórsdóttir veltir þessu fyrir sér og ræðir við fínnskan sendikennara hér- lendis og mikinn tangóunnanda. hann er oft sunginn og dansaður á palli undir berum himni og fólk á öllum aldri flykkist á vinsælustu staðina. Sagt er að Finnar hafi fyrst kynnst tangó undir 1920 og síðan hafi fleiri tangó- lög verið samin í Finn- landi en nokkru öðru Evrópulandi. Finnsk skapgerð á stærstan þátt í þessu, að áliti Virve Vainio-Pyykön- en, sem er sendikenn- ari Finna við Háskól- ann og ákafur tangó- aðdáandi. „Ætli Finnar séu ekki þyngri í lund en flestar þjóðir Vestur-Evrópu," segir hún, „melankólían er sterk í þeim, ef til vill vegna þess hve slavneskir þeir eru. Þess vegna standa þessi sorglegu tangólög svo nærri fínnskum hjört- um. Það er dálítið mót- sagnakennt að fólk dansar glatt í sumrinu við þessa söngva, þeir eru fullir af ástarsorg en samt verða fjölmörg hjónabönd til út frá tangódönsunum.“ Þeir náðu hægt og sígandi tökum á finnsk- um tónlistarunnendum, fóru að sjást í plötubúð- um og heyrast á fínni veitingastöðum á fjórða áratugnum, og öðluð- ust þjóðlegt yfirbragð á stríðsárunum. Tangó varð vinsæl fínnsk tón- list fremur en útlend og framandi, en náði þó vart vals og foxtrott í vinsældum. Það gildir að minnsta kosti um sjötta áratuginn og á þeim sjöunda reið bylgja nýrrar tónlistar Reijo Taipale tangósöngvari. yfír. Bítlarnir, Rolling Stones, The Who og Kinks fylltu hlustir ungs fólks, en það eldra sveiflaði sér áfram í tangó. Vinsældir hans döl- uðu þannig á sjöunda og áttunda áratugnum þegar hljómplötur, sjón- varp og síðar myndbönd lokkuðu fólk inn til sín frá lifandi tónlist og útiveru. En síðustu tíu árin eða svo hefur tangóinn aftur verið í sókn. Dans- skólar blómstra vegna þess og ungt fólk vill kunna að dansa eins og foreldrar, afar og ömmur, og fæst- ir víla fyrir sér að keyra þetta 100 til 150 kílómetra út í sveit til að heyra góðan tangó. Finnskir tangósöngvarar eru yf- irleitt karlmenn og Virve segir sönginn líklega henta rödd þeirra betur en kvenna. Karakter finnskra karla komi líka fram í tangósöngn- um, þeir standi oftast hreyfingar- lausir á sviðinu og flytji lög sem eru að springa úr harmi. Hingað til Islands er kominn einn ástsælasti tangósöngvari Finna, Reijo Taipale, ásamt hljómsveit sinni. Hann opnar tónlistardagskrá norrænu menningardaganna Sól- stafa sem hefjast á morgun í Reykja- vík og víðar í tengslum við þing Norðurlandaráðs hérlendis. Reijo Taipale og félagar hans koma fram á Hótel Borg annað kvöld, þar verð- ur boðið upp á þríréttaðan kvöldverð klukkan sjö og einnig gefst þess kostur að koma aðeins á dansleikinn sem hefst um klukkan hálf tíu. Gert er ráð fyrir að tangó og tregi fýlli Borgina til eitt um nóttina. JAZZKVARTETT Reykjavíkur. Guy Barker með Jazzkvartettnum JAZZKVARTETT Reykjavíkur stendur fyrir tvennum tónleikum um helgina og verður sérstakur gestur kvartettsins breski trompetleikarinn Guy Barker. Tónleikarnir verða í Deiglunni á Akureyri nk. Iaugar- dagskvöld og á Jazzbamum í Reykja- vík á sunnudagskvöld. Tilefni tónleikanna er útgáfa geisladisks kvartettsins en diskurinn var tekinn upp á tónleikum í hinum fræga jazzklúbbi Ronnie Scott í Londin fyrir réttu ári. Geisladiskur- inn khefur hlotioð lofsamleg um- mæli gagnrýnenda hér heima og einnig hafa breskir gagnrýnendur lokið lofsorði á leik kvartettsins. Guy Barker er í hópi fremstu trompetleikara Breta og hefur m.a. leikið með alþjóðlegum stjömum eins og Frank Sinatra, Carla Bley og Ornette Coleman. Sigurður Fiosason saxófónleikari hefur undanfarið ár leikið með kvintett Barkers í Bret- landi en sú hljómsveit hefur nýverið tekið upp sinn fyrsta geisladisk. Jazzkvartett Reykjavíkur skipa Sigurður Flosason saxófónleikari, Tómas R. Einarsson kontrabassa- leikari, Eyþór Gunnarsson píanóleik- ari og Einar Valur Scheving trommu- leikari. Tónleikarnir hefjast um kl. 21 á báðum stöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.