Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 19 Hljómleik- ur í Nýló LEIKIÐ verður á hljóðfæri á sýn- ingu Gretars Reynissonar í Ný- listasafninu við Vatnsstíg, laugar- daginn 11. febrúar kl. 17. Þeir sem koma fram eu Hilmar Jensson, Matthías Hemstock og Pétur Grét- arsson og leika þeir á gítara og slagverk ýmiskonar. I kynningu segir: „Leikið verður af fingrum fram auk þess sem fyrirfram ákveðin hugverk koma við sögu. Til hliðsjónar hafa tón- listarmennimir myndverk Gretars Reynissonar auk baráttunnar við sín innri sjálf." Dagskrá þessa hafa viðkomandi áður flutt í Norræna húsinu og víðar. Allir eru velkomnir að vera viðstaddir atburðinn og aðgangs- eyrir er enginn. Mynd eftir Berglindi. Gallerí Greip „Myndir af augnablikum“ BERGLIND Sigurðardóttir opnar sýningu sem ber yfirskriftina „Myndir af augnablikum" í Gallerí Greip laugardaginn 11. febrúar. Verkin á sýningunni eru unnin með olíu- og pastellitum. Berglind stundaði nám í Mynd- listaskóla Reykjavíkur 1986 og í Myndlista- og handíðaskóla Is- lands 1986-1990. Þetta er hennar þriðja einkasýning. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. ------*—------- „Fávitinn“ sýndur í bíósal MÍR KVIKMYNDIN „Fávitinn“ verður sýnd í bíósal MÍ, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 12. febrúar kl. 16. í kynningu segir: „Þessi mynd er byggð á fyrsta hluta sam- nefndrar skáldsögu Fjodors Dostojevskíjs, sem komið hefur út á íslensku í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur, en leikgerð sög- unnar er nú sýnd í Þjóðleikhúsinu. Kvikmyndin var gerð árið 1958 í Moskvu í Ieikstjórn Ivans Pyrijevs, kvikmyndatökumaður var V. Pavlov og tónlist eftir N. Krjúkov. Með aðalhluverk fara J. Jakovlév, J. Borisova, N. Podgorný og R. Martinova." íslenskur texti er með myndinni og aðgangur er ókeypis. SPORASKJA með gati eftir Gretar Reynisson. Nýlistasafnið Síðasta sýningar- helgi Gretars SÝNINGU Gretars Reynissonar í Nýlistasafninu lýkur nú á sunnudag. Gretar sýnir í öllum sölum safnsins skúlptúrverk og teikningar, allt nýleg verk, flest frá síðasta ári. Skúlptúr- verkin eru unnin í krossvið og dúk. í krossviðsverkunum og teikningun- um eru blýantur og göt allsráðandi. Gretar hefur haldið á annan tug einkasýninga hér heima og erlendis. Auk starfa við myndlist hefur Gretar gert leikmyndir fyrir leikhús í Reykjavík. Sýningin verður opin frá kl. 14-18. Endurfluttir ein- leikir í Leik- húskj allaranum EINLEIKIRNIR Saga dóttur minnar, Bóndinn og Slaghörpu- leikarinn eftir Ingibjörgu Hjartar- dóttur voru frumfluttir í Lista- klúbbi Leikhúskjallarans mánu- dagskvöldið 30. janúar og vegna fjölda áskorana hefur leikhópurinn ákveðið að endurflytja þættina í Leikhúskjallaranum sunnudaginn 12. febrúar kl. 16. í kynningu segir: „Einleikimir eru byggðir á frásögn þriggja ís- lenskra samtímakvenna. Þetta eru þrjár ólíkar frásagnir, en það sem er sameiginlegt með þeim er að konurnar eru allar á svipuðum aldri, um fertugt, hafa líka lífssýn og eru aldar upp við svipuð skilyrði í íslenskum harðn- eskju hversdagsleika. Þær láta hugann reika og horfa yfir farinn veg. Segja frá góðum hlutum og vondum, gleði og sorg- um, meta stöðu sína í núinu og reyna að sjá hvað framtíðin muni bjóða þeim. í hveijum þætti verður það svo þungamiðjan, brennipunkturinn, þegar frásögnin fer að snúast um ákveðinn atburð, sáran missi, sem þær allar standa frammi fyrir og verða að horfast í augu við. Leikkonurnar Guðrún María Bjarnadóttir (dóttirin í Sögu dóttur minnar), Guðbjörg Thoroddsen (bóndinn) og Ingrid Jónsdóttir (slaghörpuleikarinn), spila á allan tilfínningaskalann í túlkun á þess- um brotabrotum úr lífi íslensku kvennanna þriggja." Nú eins og áður er um sviðsett- an leiklestur að ræða. Leikstjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. vikan n n 17. FEBRÚAR tangósöngvari Finna, Reijo Taipale finnskan tangó ásamt félögum sínum á Hótel Borg. Að auki býður danski leikhópurinn Café Kplbert upp á óvænta skemmtun sem engan svíkur. afé JColbert skemrmír í Listaklúbbi Þjóðleikhúskjallarans mánudaginn 13. febrúar, kl. 20:30, þarsem þeir „þjóna" gestum eins og þeim einum er lagið. Jessie ■Kleeman Skjálist og gjörningar frá Grænlandi í Gerðubergi fimmtudaginn 16. febrúar kl. 21:00. Svend Wiig.Hansen einn fremsti myndlistarmaðuTDana opnar sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu laugardaginn 11. febrúar. (Bnjðuleikhúsid Siitkyt Brúðuleikhúsið SYTKYT frá Finnlandi verður með tvær sýningar í Möguleikhúsinu við Hlemm: Vatnsleikur, 14. febrúar kl. 17:00 Múmínsaga, 15. febrúar kl. 17:00 foanskar bókmenntir Rithöfundurinn Knud Sprensen og gagnrýnandinn ThomasThurah fjalla um danskar bókmenntir í Norræna húsinu laugardaginn 11. feb. kl. 16:00. j{orrœn kvikmyndahátíð________________________ Dagana 11.- 20. febrúar verða sýndar í Háskólabíói norrænar kvikmyndir. Aðgangur er ókeypis. . Jlljómræn samskipti__________________________ Norskir hljómlistarmenn flytja tónlist ættaða frá Afríku fyrir börn á Akureyri, 12.-15. febrúar. jforrœna húsið 12. febrúar kl. 14:00: Málþing um höfundarrétt og menningarstefnu. 12. febrúar kl. 16:00: Barnakvikmyndin „Ottó nashyrningur" 13. febrúar kl. 20:00: Kim Herforth Nielsen heldur fyrirlestur um arkitektúr í tengslum við sýninguna 3XNielsen sem nú stendur yfir í Norræna húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.