Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 21 LISTIR Söngdagar í Aratungu Námskeið i „fjar- lögunum“ HELGINA 24.-26. febrúar munu þau Jón Stefánsson, söngstjóri Kórs Langholtskirkju, og Margrét Bóas- dóttir, söngkona og kórstjóri, bjóða upp á námskeið í gömlu ættjarðar- lögunum. Slíkt námskeið var síðast haldið í febrúar 1993. í kynningu segir: „Á þessu nám- skeiði verður tekið fyrir seinna heft- ið með íslensku ættjarðarlögunum („í íjárlögunum“) og verða lögin æfð og sungin í fjórum röddum. Námskeiðið verður í Aratungu og er ætlað öllum aldurshópum söngáhugafólks, kórfólki og einnig fyrir þá sem eru ekki eða hafa aldr- ei verið í kór. Jón og Margrét hafa á síðustu árum haldið mörg námskeið sem þetta í Þingeyjarsýslum og í Borg- arfírði. Fyrirkomulag námskeiðsins er nokkum veginn á þessa leið: Föstudagur 24. febrúar kl. 21-23, raddþjálfun — söngæfing. ' Laugqrdagur 25. febrúar kl. 10-12, raddþjálfun — söngæfíng, þann sama laugardag kl. 12-13.30 léttur hádegisverður, kl. 13.30-18 æfing með kaffíhléi og kvöldmatur. Kl. 20.30-22.30 verður síðan æfing og kvöldvaka. Sunnudagur 26. ferúar kl. 12.30- 13.30 léttur hádegisverður, kl. 13.30 upphitun og æfíng og kl. 15 almenn söngsamkoma og kaffí í Aratungu. Þátttökutilkynningar skulu ber- ast fyrir sunnudagskvöld 19. febr- úar. -----*—♦—«----- Tríó Reykja- víkur leikur í Hafnarborg ÞRIÐJU tónleikar vetrarins í tón- leikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafn- arborgar verða sunnudaginn 12. febrúar kl. 20. Á efnisskrá verða tríó op. 1 nr. 2 í G-dúr eftir Beethoven, tríó op. 101 í c-moll eftir Brahms og Metamorp- hoses fyrir píanótríó eftir Hafliða Hallgrímsson. Metamorphoses var framflutt í Edinborg á síðastliðnu ári en er nú flutt í fyrsta sinn á íslandi. Tríó Reykjavík skipa þau Halldór Haraldsson píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fíðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. -----♦ ♦ ♦ Sýningu Kristjáns að ljúka í Hafn- arhúsinu SÝNINGU Kristjáns Jónssonar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu lýk- ur nú á sunnudag. Á sýningunni sem staðið hefur yfir frá 28. janúar sýnir Kristján 26 málverk sem unnin eru með blandaðri tækni. Sýningin er opin frá kl. 14-18 um helgina. X_Loney Nut hringimir eru ailtaf jaíh freistandi. í hverjum einasta Honey Nut hring eru hollir og góðir hafrar, brakandi hnetur og ljúffengt hunang. Það er því engin furða að fólk á öllum aidri skuli alltaf falla fyrir Honey Nut hringjunum. / I Þeir eru einfaldlega þannig gerðir! / \ Sunnu- dagskaffí og tónlist SUNNUDAGSKAFFI Söngsveit- arinnar Drangeyjar verður sunnudaginn 12. febrúar kl. 15 í Félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17. Ungir skagfirskir einsöngvar- ar koma fram ásamt kór. Undir- leikari verður Olafur Vignir Al- bertsson og stjórnandi Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Á myndinni hér til hliðar sést sögsveitin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.