Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 24
NVioitnNistionv visniis) MORGUNBLAÐIÐ 24 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 Verðkönnun kílóverð brauða. Þú gerir betri kaup í Fjölskyldu- brauói LETTOC METT KR./Kg KR./Kg Verðkönnun á brauði' Brauðtegund Samsölu Myllu Samlokubrauð, Samlokubrauð, fínt fínt Pakkning 570 g 770 g Verð 174 kr. 177 kr. Kílóverð 305 kr./kg 230 kr./kg Verðmunur 33% dýrara Nýbökuð Myllubrauð eru ódýr, holl og bragðgóð undirstaða á hverju heimili. ’Verðkönnun framkvæmd 7. fébrúar 1995 í Kaupfélagi Ámesinga Selfossi og Hagkaupum. Ofangreind verðdæmi gilda ekki um sérstök verðtilboð. í prósentuútreikningi er miðað við brauð í stærstu fáanlegri pakkningu. AUTtfíTÍBiKAB ________AÐSENDAR GREINAR_____ Sykursýki og tilvísanir FORMÆLENDUR samtaka sykursjúkra telja heilsu umbjóð- enda sinna stefnt í voða með tilkomu til- vísana. Annað verður ekki lesið út úr yfirlýs- ingu, sem þeir hafa sent nýlega frá sér. Þar er gefið { skyn, að alvarlegir fylgikvill- ar sykursýki svo sem blinda og útlimamissir kunni að fylgja í kjöl- far tilvísanakerfis. Hér eru á ferðinni grafalvarlegar fullyrð- ingar, og því ástæða til að staldra við. Sykursýki er langvinnur sjúk- dómur, sem bregður skugga á líf allra þeirra, sem við hann fást. í tímans rás geta komið fram fylgi- kvillar þeir, sem áður eru nefndir. Meðferð sykursýkinnar byggist í höfuðdráttum á lífsstíl hins sykur- sjúka svo sem mataræði og hreyf- ingu og lyfjameðferð með spraut- um og/eða töflum. Því er hinn sykursjúki sjálfur langmikilvæg- asti meðferðaraðilinn, og hann er sérfræðingurinn í sínum sjúkdómi. Hlutverk lækna og hjúkrunarfólks er fyrst og fremst það að mæla fyrir um ytri ramma meðferðar- innar og upplýsa, mennta og hvetja hinn sjúka í daglegri bar- áttu hans við sjúkdóminn. Að vera sykursjúkur hefur oft verið líkt við línudans. Er það góð samlík- ing. Enginn getur dansað eftir lín- unni nema hinn sykursjúki sjálfur. Eitt skilyrði þess, að læknir gagnist sjúklingi sínum, er auðvit- að það, að hann hafi bærilega þekkingu á þeim sjúkdómum, sem hann er að fást við. Annað er það, að sjúklingurinn treysti lækn- inum; þar sé fullur trúnaður í mill- um. Við meðferð á sykursýki er afskaplega mikilvægt, að læknir- inn hafi jákvæð og örvandi áhrif á sjúkl- inginn og veki með honum áhuga á að kynnast sjúkdómnum og eðli hans og opni augu hans fyrir því, hvernig daglegt líf hefur svo mikil áhrif á framvindu meðferð- arinnar. Þessar aðstæður hafa skapast sem bet- ur fer milli margra sjúklinga og lækna víða um land og eiga þar margir heimilis- læknar hlut að máli. Heimilislæknar verða víða að gegna mikilvægu hlutverki í meðferð sykursjúkra, einkum þeirra, sem eldri eru. Einnig er oft enginn annar til staðar til að leysa aðsteðjandi vanda þeirra, sem eru á sprautum. Bæði á ég þá við viðfangsefni hversdagsins og alvarlegri áföll, sem þeir kunna að verða fyrir. Sumir sjúklingar, sem heimilislæknirinn greinir, kjósa helst að vera í meðferð og eftirliti hjá honum eða á sínum heimaslóðum. Svo er alltaf eitt- hvað um fólk, sem fallið hefur út úr eftirliti, en heimilislæknirinn slæðir upp og fær til að takast á við sjúkdóm sinn að nýju. Byggist þá árangurinn oftar en ekki á tengslum læknis og sjúklings og ekki augljóst, að það verði ætíð sjúklingnum í hag að þau verði rofin. Það er engum vafa undirorpið, að íslendingar hafa náð langt í meðferð og eftirliti á sykursýki og væri ástæða til að hrósa ýmsum einstaklingum í því sambandi, þó það verði ekki gert hér. Hin sér- fræðilega læknisþjónusta hefur að mestu verið veitt á göngudeildum, bæði sykursjúkra á Landspítalan- um og augndeild Landakotsspít- Mér er hulin ráðgáta, segir Sigurbjörn Sveinsson, hvemig til- vísanaker fíð geti spillt heilsufari sykursjúkra. ala. Eftirlit með börnum hefur að miklu leyti verið í einkarekstri svo og eftirlit með einhveijum fullorð- inna. Eins og allir vita mun enga. tilvísanir þurfa á göngudeildii spítalanna. í hinu nýja tilvísank- erfi mun engum verða meinað að leita þeirrar þjónustu, sem hann telur sig þurfa. Við þær aðstæður og í ljósi þess, sem að framan er sagt, er mér hulin ráðgáta hvernig tilvísana- kerfið geti spillt heilsufari sykur- sjúkra svo sem í yfirlýsingu þeirra er látið í veðri vaka. Þvert á móti teldi ég ávinning að því, að heimilislæknar hinna sykursjúku fylgdust betur með framvindu sjúkdóms þeirra, væru betur upplýstir, ef sjúklingarnir eru í eftirliti annars staðar og gætu aðstoðað þá með inngripi og hvatningu eftir því, sem tilefnin gæfust. Það hlýtur að vera keppi- kefli hinna sykursjúku, að öll ís- lensk læknastétt sé áhugasöm og vel að sér um sjúkdóm þeirra og tilbúin að rétta þeim hjálparhönd, þegar á þarf að halda. Tilvísanakerfið mun áreiðan- lega ekki spilla því. Tilvísanakerfi gæti hins vegar bætt þjónustuna. Ef vel fer, mun það hvetja alla lækna til að vera enn betur undir það búnir að leysa vanda skjól- stæðinga sinna, hvort sem þeir hafa sykursýki eða einhvern annan kvilla, sem þjakar okkur mennina. Höfundur er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Sigurbjörn Sveinsson Hvað eiga kenn- arar að bíða lengi? Alda Áskelsdóttir Efemía Gísladóttir í skýrslu mennta- málaráðuneytis, „Nefnd um mótun menntastefnu“, kem- ur fram nauðsyn þess að kjarasamningar við kennara verði endur- skoðaðir frá grunni. Hvers vegna þurfa kennarar að þröngva yfirvöldum þessa lands til að framfylgja sinni eigin stefnu? Margt gott kemur fram I þessari skýrslu sem boðar heildstæða menntastefnu fyrir þessa þjóð. En ekkert gerist í þessum málum. Biðlund kennara er á þrotum. Þeir sjá ekki aðra leið færa en að boða til verk- falls til þess að fá yfirvöld til að framfylgja sinni eigin mennta- stefnu. í þessari áðumefndu skýrslu kemur einnig fram að: „Hlutverk kennarans hefur breyst mjög á síðustu árum. Kenn- arar eru farnir að sinna uppeldis- hlutverkinu í víðari skilningi en áður, taka þátt í samvinnu við foreldra, veita foreldrum og sam- kennurum margvíslega ráðgjöf, vinna að skólanámsskrá og áætl- anagerð, viðhalda starfshæfni sinni og temja sér nýjungar á sviði náms 0g kennslu, sinna ýmsum stjómunarstörfum í skólum, vinna að þróunarstörfum í tengslum við kennslu og hafa umsjón með kenn- aranemum. Mikilvægt er að starfs- aðstæður og launakjör taki mið af breyttu hlutverki kennara." (sbr. bls. 103 í skýrslu: Nefnd um mótun menntastefnu.) Af þessu má sjá að stjórnvöld þessa lands eru meðvituð um þær breytingar sem hafa átt sér stað á undanfömum ámm á kennara- hlutverkinu. Hversu lengi eiga kennarar að bíða eftir að fögur fyrirheit verði framkvæmd? Sú aukna vinna sem lögð hefur verið á kennara hefur í engu verið met- in til launa. En fyrir utan þetta, hvers vegna skyldu kennarar vera óánægðir með laun sín? Sporslur/stílapeningar Kennari sem er að hefja starfs- feril sinn að loknu þriggja ára háskólanámi fær 68.543 { laun á mánuði fyrir fullt starf. En svo eru það þessar sporslur sem allir em að tala um og fólk heldur að séu stór hluti kennaralauna. Þann- ig er það nú bara ekki. Hinn marg- umtalaði meðalkennari kennir t.d. 19 nemendum í bakk, 23 kennslu- stundir. Fyrir þessar stundir fær hann greidda svokallaða stílapen- inga. Fyrir afganginn af kennsl- unni fær hann ekki greidda stíla- peninga. Enda miðast þeir við viss- ar námsgreinar. Sporslur kennar- ans eru 3,5% af launum. Þetta er Sú aukna vinna sem lögð hefur verið á kennara, segja Alda — - ■ _ Askelsdóttir og Efemía Gísladóttir, hefur í engu verið metin til launa. einfalt reikningsdæmi, 2.400 kr. legjast ofan á 68.543 sem gerir þá 70.943 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Við getum haldið áfram að skoða tölur. Eftir tveggja ára kennslu hefur kennari 71.970 + 3,5% = 74.489 og eftir 18 ára starfsreynslu 84.195 + 3,5% = 87.142. Mestu hugsanlegu laun kennara eftir 18 ára starfsferil og mikla endurmenntun eru svo 94.762 + 3,5% = 98.079. Geta þessar tölur talist eðlilegar þegar um er að ræða jafn ábyrgð- armikið starf og kennsla er? Yfir- völd, sýnið samningslipurð og sýn- ið í verki að þið viljið meta starf kennara að verðleikum, látið ykkar eigin menntastefnu verða að raun- vemleika. Höfundar eru kennarar og sitja i stjóm Kennarafélags Reykjaness. h Í l i D I l f > I i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.