Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 33 : i ! I í 3 I i I 1 4 4 4 4 4 4 4 4 ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR + Þóra Magnús- dóttir var fædd á Sauðárkróki 18. júli 1913. Hún lézt á Hjúkrunarheimil- inu Eir í Reykjavík hinn 1. febrúar sl. Þóra var dóttir hjónanna Magnúsar Guðmundssonar, þá sýslumanns Skag- firðinga og síðar ráðherra, og eigin- konu hans Sofíu Bogadóttur Smith. Foreldrar Magnús- ar voru Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Rútsstöðum og síðar í Holti í Svínavatnshreppi, f. 18. febr- úar 1947, d. 11. febrúar 1931, og kona hans Björg Magnús- dóttir, f. 10. sept. 1849, d. 24. des. 1920. Foreldrar Sofíu voru hjónin Bogi Laurentius Martin- us Smith, bóndi og trésmiður í Arnarbæli í Fellsstrandar- hreppi, f. 14. sept. 1838, d. 4. maí 1886 (drukknaði í Röstinni á Breiðafirði ásamt tveim sonum), og Oddný Þorsteins- dóttir, f. 20. jan.. d. 5. sept. (Sofía og Magnús voru systk- inabörn.) Þóra var yngst af þremur systkinum, næst henni er Björg, sem lifir systur sína, og elstur var Bogi, sem fórst af slys- förum. Uppeld- issystir þeirra er Guðrún Wood. Þóra giftist Pétri Guð- mundssyni, f. 1911, d. 1973, frá Keflavík í Skagafirði. Eignuð- ust þau fjögur börn sem eru: Magnús Bogi, f. 1945, Gunnar Pétur, f. 1947, Sigurlaug Mar- grét, f. 1948, d. 1986, og Sofía Björg, f. 1954. Barnabörnin eru ellefu og eitt langömmubarn. Útför Þóru verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÁRIÐ 1918 flyzt Þóra með foreldr- um sínum til Reykjavíkur, er Magn- ús faðir hennar var skipaður skrif- stofustjóri í fjármáladeild Stjórnar- ráðsins. Átti Þóra heima í Reykja- vik upp frá því. Var hún alin upp á heimili foreldra sinna, er var mikið rausnar og menningarheim- ili, er stóð lengst af í húsinu Staða- stað við Sóleyjargötu. Á heimilið komu margir frammámenn þjóðfé- lagsins á þeirri tíð, bæði í pólitík og menningarlífi, auk nokkurra kynlegra kvista, er þangað slædd- ust. Á þeim tímum mæddu embætt- isskyldur ráðherra meira á heimil- um þeirra en síðar varð. Kynntist Þóra óhjákvæmilega þessu fólki, einkum þeim er voru tíðir gestir á heimilinu og bjó hún að því æ síðan. Þóra stundaði nám í Kvennaskól- anum í Reykjavík og brautskráðist þaðan árið 1930. Arið 1932 brá hún sér til Edinborgar til þess að nema ensku og ekki síður til þess að víkka sjóndeildarhringinn, sem á þeim árum náði lítið út fyrir Kaupmannahöfn. Eftir þetta starf- aði Þóra allmörg ár sem af- greiðsludama í Reykjavíkurapóteki, en árið 1943 giftist hún Pétri Gunn- arssyni, tilraunastjóra, síðar for- stöðumanni Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. Upp frá því var starfsvettvangur Þóru að mestu bundinn við heimilið, eins og flestra formæðra vorra í gegnum tíðina. Pétur var dugmikill bóndasonur, ættaður frá Keflavík í Hegranesi, yngstur af 15 bömum þeirra hjón- anna Gunnars Ólafssonar og Sigur- laugar Magnúsdóttur. Pétur var einstakur reglumaður og traustur heimilisfaðir. Var hjúskapur þeirra Þóru farsæll og heimilið gestrisið. Þess nutu bæði foreldrar mínir svo og ættingjar Péturs að norðan, enda var ekki hlaupið inn á hótel í þá daga, er menn komu til höfuð- staðarins utan af landi. Þeim Þóru og Pétri varð fjögurra báma auðið: Elztur er Magnús Bogi, tæknifræðingur f. 7. júlí 1945. Hann er kvæntur Unni Krist- insdóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn. Næstur kemur Gunnar Pétur, húsasmíðameistari, f. 3. maí 1947. Hann á Þórdísi Sigurðardótt- ur, útibússtjóra Vátryggingafélags Islands í Mosfellsbæ. Þau eru barn- laus, en Þórdís á tvo drengi af fyrra hjónabandi er Gunnar hefir reynzt sem bezti faðir. Þriðja var Sigur- laug Margrét, f. 10. apríl 1948, d. 29. jan. 1986. Hún var gift Jóni Sigurðssyni bókara og eignuðust þau þrjú börn. Yngsta barnið er Sofía Björg hjúkrunarfr., f. 2. maí 1954. Sambýlismaður hennar er Haraldur M. Ingólfsson vélstjóri og eiga þau tvær dætur. Heimili þeirra Þóru og Péturs stóð alla þeirra búskapartíð að Sólvallagötu 36. Við það hús og heimilisfólkið era margar góðar minningar tengdar. Þóra var mikil húsmóðir, bæði smekkvís og snyrti- leg. Heimilið stóð á gömlum merg. Þar voru margir gamlir húsmunir úr búi foreldra Þóra og það var stíll og festa yfir heimilisbragnum. Þangað var ævinlega gott að koma. Fyrir allt það er nú þakkað að heil- um hug. Pétur varð bráðkvaddur árið 1973, 61 árs gamall, sem ekki þykir hár aldur nú. Eftir andlát Péturs bjó Þóra áfram með börnum sínum, þeim er enn voru eftir í heimahúsum. Síðar átti hún heim- ili hjá dóttur sinni, Sigurlaugu Margréti, og manni hennar. Eftir andlát Sigurlaugar fluttist hún til sonar síns, Gunnars Péturs, og konu hans og dvaldist hjá þeim í 4 ár. Síðustu árin, áður en hún vistaðist á hjúkranarheimilinu Eir, var hún í heimili hjá dóttur sinni Sofíu Björgu og manni hennar, en þau vora þá búin að reisa nýtt hús að Dverghömrum 44, þar sem henni hafði verið búinn staður. Voru miklir kærleikar með Þóra og bömunum alla tíð. Þóra var fínleg kona. Hún var í lægra meðallagi á vöxt og samsvar- aði sér vel. Viðkvæm var hún í lund og óhlutdeilin, alla jafna, en gat verið föst fyrir ef því var að skipta. Frá henni stafaði hlýju og mannkærleika og hún vildi láta gott af sér leiða, sem sýndi sig m.a. í starfí hennar í Kirkjunefnd kvennadeildar Dómkirkjunnar. Kímnigáfu hafði hún fágaða og hljóðláta, í samræmi við innsta eðli hennar og upplag. Hún hafði erft hina mildu lund föður síns, mannsins er hafði auk þess svo mótandi og varanleg áhrif á lífs- skoðanir hennar og viðhorf til manna og málefna. Systursyni sínum, þeim er þetta ritar, var hún alla tíð fjarska góð og var hann ævinlega velkominn á hennar heimili. Að leiðarlokum geymir hann því fagrar endurminn- ingar í þakklátu hjarta um Djósu töntu, eins og hún var jafnan köll- uð af okkur systkinunum. Síðustu árin hafði hún átt við þungbær veikindi að stríða. Því var hvíldin kærkomin, enda kraftarnir þrotnir. Með Þóru Magnúsdóttur er gengin góð kona og gegn. Láti Guð henni nú raun lofi betri. Magnús Thoroddsen. Látin er sæmdarkonan Þóra Magnúsdóttir. Mig langar að minnast hennar með fátæklegum orðum og þakka henni allt það góða sem hún gerði MINNINGAR fyrir mig. Hún var gift móðurbróður mín- um, Pétri Gunnarssyni, og man ég glöggt, þá smástelpa, er hann fyrst kom með hana á æskustöðv- arnar norður í Skagafjörð. Mér fannst hún bæði góð og falleg. Kynni okkar áttu eftir að verða meiri og mér fannst hún verða bæði fallegri og betri við aukin kynni. Sérlega tók ég eftir hve réttlætiskennd hennar var sterk. Hún tók ávallt málstað þeirra sem minna máttu sín. Eftir að barnsárunum lauk bjó ég á heimili þeirra hjóna í tvö ár er ég var við nám í Reykjavík. Það var alltaf jafn gott að leita til hennar. Hún gladdist með mér á gleðistundum og var traustur vin- ur á sorgarstundum. Fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig vil ég þakka henni. Þóra var í senn heimskona og alþýðukona. Ég man hve hún hreif mig með sér þegar hún riijaði upp atburði sem hún hafði upplifað er hún var við nám í Englandi, og jafnt hreif hún mig er hún sagði mér frá ýmsum atburðum úr ís- lensku sveitalífi. Hún dvaldi með börnum sínum langdvölum á sumrin norður í Keflavík í Hegra- nesi þar sem allir fögnuðu komu hennar. Mér fannst hún alltaf svo vel klædd og snyrtileg. Þegar ég var unglingur man ég vel eftir skóm sem hún átti og vora með korkhæl- um. Slíka skó hafði ég aldrei séð áður og horfði með aðdáun á fæt- ur hennar. Hún gaf mér skóna þegar hún fór. Þeir pössuðu ekki vel við sveitastörfin en hún sagði: „Þú getur verið í þeim þegar þú skilur mjólkina." Svona var hún alltaf hlý, en ég söng með enn meiri raust við skildvinduna í há- hæluðum skónum. Ég heimsótti hana daginn áður en hún dó og sagði hún að tími hennar væri að styttast. Hún hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu árin og var farin að þrá þá hvíld sem hún nú hefur fengið. En þessi veikindi hennar urðu henni léttari sökum þess hve börnin hennar hugsuðu vel um hana. Ég kveð þig nú og veit að vel er tekið á móti þér. Börnum, tengdabörnum og bamabörnum votta ég samúð mína og minna. Aðalfríður Pálsdóttir. Einn af mínum bestu vinum og velgerðarmönnum, Pétur Gunn- arsson, forstjóri Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins, andaðist snögglega hinn 13. apríl 1973, langt um aldur fram. í dag kveðj- um við hans ágætu konu, Þóru Magnúsdóttur, sem andaðist á hjúkranarheimilinu Eir hinn 1. þ.m. Maður er svo oft mintur á það að lífið er sem örvarflug. Áður en við er litið eru vinirnir horfnir, sem vora manni svo kærir, jú það breytist eitthvað hjá manni, skipt- unum fækkar sem maður kemur í heimsókn. Hringir kannski af og til svona til að afsaka sig fyrir að rækta ekki betur vinskapinn, sem þó er manni svo dýrmætur. En maður skilur það því miður of seint, að vinirnir eru ekki alltaf til staðar, allt hefur sinn tíma, þeirra tími kemur sem okkar. Þóru kynntist ég allvel er ég heimsótti hana og minn ágæta vin Pétur Gunnarsson, ég kom oft á Sólvallagötuna þar sem þau bjuggu með sínum ágætu börnum fjóram. Þar mætti mér alltaf sama hlýjan og elskulegheitin. Þóra var eins og Pétur, búin öllum þeim mannkostum sem prýða góða manneskju. Það varð Þóra og börnunum mikill missir er heimilisfaðirinn féll frá í blóma lífs síns. Seinna urðu þau fyrir þeirri miklu sorg að missa eldri dótturina og systur. Því miður var ég erlendis þá og gat ekki kvatt hana. Ég hafði samband nokkrum sinnum við Þóru í síma síðustu árin. Síðast var hún orðin ósköp lasin eins og hún sagði, þrotin að kröftum, dvaldi þá hjá dótturinni Soffíu. En ef hún vissi hvað ég hugsaði oft til þeirra, þá veit ég að hún fyrirgefur mér trassaskap- inn. Ég bið almáttugan Guð að styrkja börnin, Soffíu, Pétur og Magnús, og aðra ástvini. Við þau vil ég segja að þeir einir sem missa mikið hafa mikið átt. Ég kveð Þóra eins og vin minn Pétur forð- um með sama sálmaversi eftir þýska prestinn og kennimanninn Paul Gerhard: Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og vemdar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna, þú mæðist litla hrið. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. Karl Ormsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku amma, nú hefur þú feng- ið þína langþráðu hvíld og ert sofn- uð svefninum langa. Með söknuði lítum við til baka og hugsum um allar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Þú varst okkur ekki bara hin góðá amma heldur einnig sem besti vinur. Alltaf varstu til staðar þegar við þörfnuðumst þín og tilbúin að hlusta. Þú hafðir einnig mikinn áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Nú trúum við því að þú sért hjá afa Pétri, Sillu og öllum þeim sem á undan þér era farnir. Með þessum orðum orðum viljum við kveðja þig og þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þínar ömmustelpur, Þóra Kristín og Helga Margrét. Það eina sem við vitum um framtíð okkar er, að dauðinn er okkur umflýjanlegur. Hún tengdamóðir mín, Þóra Magnúsdóttir, var ekki í neinni óvissu um hvað þá tæki við og kvaddi þennan heim sátt og sæl, þrátt fyrir nokkuð erfíð veikindi. Og víst gefur það okkur styrk sem eftir lifum að vita hennar skoðan- ir á lífi og dauða. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga vináttu hennar um tuttugu ára skeið og verð því ávallt þakklát. Þóra var skemmtilega pólitísk, sjálfri sér samkvæm og afar vönd að virðingu sinni. Hún hafði líka stórt hjarta og lét sér annt um allt og alla. Hjá henni var ekki til neitt kynslóðabil og átti hún mjög gott með að skilja yngri kynslóðina og ræða hennar mál. Hún hafði svo sannarlega mannbætandi áhrif á þá sem umgengust hana. Það er sár söknuður þegar slík kona hverfur af sjónarsviðinu. Elsku tengdamamma, ég vil þakka þér fyrir allt og hvað þú varst drengjunum mínum alltaf góð amma og bið góðan Guð að blessa þig og varðveita. Svo djúp var þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dapr og sumamótti, og svanur á bláan voginn. (D.S.) Þórdís. Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel, í fjallinu dunar, en komið er él, snjóskýin þjóta svo ótt og svo ótt; auganu hverfur um heldimma nótt vegur á klakanum kalda. Hver er in grátna, sem gengur um hjam, götunnar leitar, og sofandi bam hylur í faðmi og frostinu ver, fögur í tárum? En mátturinn þver. - Hún orkar ei áfram að halda. (J. Hallgr.) Þetta skáld átti engin börn, en gat sett sig í spor, sakir næmis á mannlegar tilfínningar, sársauka í eigin brjósti og eðlislægar þrár mannsins eftir ást, og er móðurást- in sú göfugasta. Hlutskipti Þóra var ekki að vinna á rannsóknarstofu, né leggja saman tölur á skrifstofu, heldur hlutskipti móðurinnar. í lífinu er það oft svo, að ákveðn- ir hlutir era tákn fýrir eitthvað sérstakt. Þannig er og um styttu réttvísinnar, sem er, eins og flestir vita, grísk gyðja, en í Grikklandi til forna stóð vagga vestrænnar menningar og þar með réttvísinn- ar. Gyðjan heldur á vogarskálum, til að vega og meta sekt eða sýknu og er með bundið fyrir augun til að gera ekki greinarmun á því, hvern hún dæmir; hvort hann sé ríkur eða fátækur, hvítur eða svartur, né sýna fordóma á nokk- urn annan hátt. Og í hendi sér hefur hún sverð til að refsa með. En það er líka hægt að líta á styttu þessa með öðram augum, þ.e. að hún tákni lífið sjálft. Táknar þá önnur vogarskálin allt hið góða, sem viðkomandi hefur hlotnast í lífinu, en hin það, sem þurft hefur að borga fyrir með blóði, svita og táram. í tilfelli Þóra vora margar góðar gjafir settar á aðra vogar- skálina, svo sem farsælar gáfur, hreinn og fallegur svipur, glaðværð og síðast en ekki sízt gott hjarta- lag. Hún var alin upp á góðu heim- ili, þar sem regla og festa sat í öndvegi, ásamt kærleika og góðum siðum. Hún giftist duglegum, myndarlegum og vel gefnum manni og áttu þau fallegt heimili, en Þóra var mjög smekkleg, en það sem var mest um vert var, að það ríkti gott andrúmsloft á heimil- inu og þar ólu þau upp fjögur börn og voru þeirrar gæfu aðnjótandi, að gera þau að góðum og heil- steyptum einstaklingum, sem geta staðið af sér storma lífsins. Þetta hljómar allt eins og í ævintýri, en eins og spakur maður sagði: „En það er önnur og dekkri hlið á flest- um hlutum." Og þá dökku hlið skulum við setja á hina vogarská- lina. Þóra missti bam í fæðingu og um það bil tuttugu áram seinna eiginmann sinn. Nú mundu margir segja, að nú væri komið nóg af sorginni, en svo var ekki, því um það bil tíu áram seinna tók sá, sem öllu ræður, eitt fegursta blómið, en þar var eldri dóttir hennar, sem dó frá þrem ungum bömum. Drott- inn gaf og drottinn tók. - En stundum tekur hann of mikið. Því réttvísi guðs er ekki alltaf sann- gjöm, fremur en réttvísi mann- anna. En þrátt fyrir þetta varð Þóra ekki bitur, heldur hélt hún áfram að vera góðlynd og glaðvær á yfirborðinu, þótt þyrnamir sætu áfram fast í hjartastað. Því hún átti ennþá svo margt til að vera þakklát fyrir, en það vora hin þtjú börnin, sem launuðu henni ríkulega allt það góða, sem hún hafði gjört þeim. Blessuð sé minning Þóra Magn- úsdóttur. Soffía Þóra. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.