Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ -1 SPURT OG SVARAÐ Embætti ríkisskattstjóra svarar spurningum lesenda um skattamál MORGUNBLAÐIÐ hefur síð- ustu daga tekið á móti spum- ingum lesenda um skattamál, en á miðnætti í dag, föstudag, rennur framtalsfrestur út. Bílverð og vaxtagjöld Kona spyr (Vigdís Ámadóttir): Þegar talið er fram kaupverð bíls sem keyptur var fyrir löngu, á að skrifa kaupverð hans á þeim tíma eða verðgildi hans ídag? Svar: Kaupverðið eins og það var þeg- ar bíllinn var keyptur. Varðandi vaxtagjöld. Þegar tal- að er um að teknir skuli fram drátt- arvextir á skuldabréfum, er þá verið að tala um beina dráttar- vexti eða vanskilagjöld? Svar: Eingöngu dráttarvextina sjálfa. Vanskilagjöld og innheimtukostn- aður teljast ekki til vaxtagjalda. Sambúðarslit Kona spyr: Hvemig á að færa inn sameigin- legar greiðslur fólks sem hefur slit- ið sambúð og er að borga sameig- inlega afíbúð á skilnaðarári? Svar: Það veltur á því hvemig talið er fram, en um tvær framtalsleiðir er að velja. Annars vegar að skila þremur framtölum, þ.e. einu sam- eiginlegu til skilnaðardags og svo hvort sínu framtali frá skilnaðar- degi til ársloka. Sé sú leið valin færast þær afborganir sem gjald- Spurningunum var komið á framfæri við embætti Ríkis- skattstjóra og fara þær og svör- in hér á eftir: féllu á sambúðartímanum á sam- eiginlega framtalið og vaxtagjöld af þeim í reit 87 í lið 10.6 ábaks- íðu framtalsins. Þær afborganir sem gjaldfalla eftir sambúðarslit skiptast á milli framteljenda og færast á framtöl þeirra. Búi annar framteljandinn áfram í húsnæðinu færir hann vaxtagjöld sín í reit 87, en annars í reit 88. Hinn framtaismátinn er að skila hvort sínu einstaklingsframtalinu fyrir allt árið. Þá skiptast gjald- fallnar afborganir ársins á milli þeirra. Vaxtagjöld sem gjaldféllu á þeim tíma sem framteljandi bjó í íbúðinni færast í reit 87 en önnur vaxtagjöld í reit 88. Tvísköttun Hildigaard Þórhallsson: Hildigaard spyr hvenær eigi að afnema tvísköttun á lífeyri. Herra forsætisráðherra sagði að afnema ættiþessa skatta. Hvenær kemst þetta íframkvæmd? Svar: Frá og með síðustu áramótum eru 15% af greiðslum úr lífeyris- sjóðum til þeirra sem eru 70 ára og eldri undanþegin skatti. Frek- ari breytingar í þessum efnum hafa ekki verið gerðar. Annars er það ekki á færi ríkisskattstjóra að svara spurningum um pólitíska stefnu einstakra stjórnmálamanna eða flokka í skattamálum. Skyldusparnaður Thora Ásmundsson: Thora er aðgera skattaskýrslu fyrir son sinn sem er ínámi erlend- is. Hann þurfti á skyldusparnaði sínum að halda vegna námsins og nú spyrhún (því) hvort telja þurfi skyldusparnaðinn fram ogíhvaða dálk hún eigiþá að setja hann. Einnig vildi hún vita hvort það væri ekki alveg öruggt að þessi fjárhæð sem hann tók út, væri ekki skattlögð. Svar: Það nætir að setja í athuga- semdir á fyrstu síðu framtals að skyldusparnaður hafí verið inn- leystur á árinu. Fjárhæðin telst ekki til tekna og er ekki skattlögð. Tap á bílasölu Arnór Ragnarsson: Efégsel bifreið á 800þúsund kr. sem keypt var árið áður á 500 þúsund, eru lagðir skattar á 300 þúsund kr. hagnað?Ef dæminu er snúið við og ég tapa 300 þúsund krónum fæ égþá skattafslátt? Svar: Hagnaður eða tap af sölu einstak- lings á fólksbifreið hefur engin áhrif á opinbergjöld hans. Vertaka Hjálmar Steinn Pálsson: Eiginkona hans vann sem verk- taki við að selja snyrtivörur. Upp- hæðin sem hún þénaði var um 50 þúsund krónur. Hvernig ber að telja svoleiðis fram? Er ekki mögu- legt að kostnaður við vinnuna sé frádráttarbær, svo sem akstur o.fl., oghvernig á að færa inn þann kostnað? Svar: Þeir sem fá verktakagreiðslur þurfa að gera rekstrarreikning og skila honum með framtalinu (skila- frestur til 15. mars). Á rekstrar- reikning má færa til frádráttar þann kostnað sem framteljandi lagði í til að afla teknanna. Sé aksturskostnaður færður til frá- dráttar á slíkum rekstrarreikningi þarf að gera grein fyrir honum sérstaklega á eyðublaði RSK 4.03. Tekjur af verktakastarfsemi eins og hér um ræðir færast sem reikn- að endurgjald í lið 7.5, reit 24. Nám barna Þarf að fá staðfestingu frá skóla áað 19 ára unglingur, sem er á framfæri framteljanda, sé ískólan- um og er frádráttarbært að hafa ungling í framhaldsskóla á fram- færi sínu? Svar: Þeir sem hafa á framfæri sínu ungmenni sem stundar nám eftir 16 ára aldur geta fengið lækkun á tekjuskatts- og útsvarsstofni sín- um, ef tekjur námsmannsins sjálfs eru lægri en 417.000 kr. á árinu 1994. Sækja þarf um slíka lækkun á eyðublaði RSK 3.06 og þarf stað- festing frá skóla alltaf að fylgja umsókninni. Um útreikning á lækkun vísast í dæmi á bls. 23 í leiðbeiningum ríkisskattstjóra. Andlát maka Hrefna Jónsdóttir: Eiginmaður Hrefnu lést íoktó- ber 1993. Henni var tjáð aðhún gæti notað persónufrádrátt (sam- kvæmt skattkorti) hans íníu mán- uði eftir andlát hans. Það rann út íjúlíífyrra oghún vill vita (í) undir hvaða lið hún eigi að setja þá tölu. Svar: Það þarf ekki að gera grein fyr- ir persónuafslætti vegna látins maka á framtali sínu. Skattstjóri gætir þess að tillit sé tekið til slíks afsláttar í álagningu. Rétt er þó að benda á að afsláttur látins maka nýtist í níu mánuði, frá og með andlátsmánuði. í þessu tilfelli erþví júní 1994 síðasti mánuðurinn sem afsláttur reiknast fyrir. Bílasölur Dagnýspyr: Á árinu 1993 seldi ég dýra bif- reið og var að skipta niður eins og kallað er. Þegar upp var staðið hafði éghagnast á viðskiptunum um einhverja tugiþúsunda og var látin borga skatt skv. 99. grein laga nr. 75/1981. Efdæminu er snúið við og ég hefði tapað 200-300 þúsund krónum á bílavið- skiptum erþá heimild ískattalög- um að égfái skattaafslátt vegna tapsins? Svar: Hagnaður einstaklings af sölu fólksbifreiðar telst almennt ekki til skattskyldra tekna og tap af slíkri sölu veitir ekki rétt til frá- dráttar. Sé hins vegar um að ræða bifreiðaviðskipti í ágóðaskyni telst söluhagnaður til tekna og sölutap má þá draga frá samskonar tekj- um. Sama gildir um bifreið sem notuð er í atvinnurekstri. í 99. grein skattalaganna, sem vitnað er til í spumingunni, er að finna ákvæði um rétt framteljanda til að kæra álagningu gjalda sinna til skattstjóra. Verður því að álykta að spyijandi hafí fengið kæruúr- skurð frá skattstjóra þar sem nið- urstaða hans er væntanlega skýrð o g rökstudd. Úrskurðir skattstjóra skv. 99. grein eru kæranlegir til yfirskattanefndar. WtÆkSÞAUGLYSINGAR Uppboö Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér seglr: Torfustaðir 2, Vopnafirði, þingl. eig. Sigurður P. Alfreðsson, geröar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Stofnlánadeiid landbúnaðarins og Vátryggingafélag fslands hf., 15. febrúar 1995 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 9. febrúar 1995. Byrjun uppboðs Byrjun uppboðs á neðangreindum fasteignum í Vestmannaeyjum verður háð á skrifstofu sýslumannsins í Vestmannaeyjum, Heiðar- vegi 15, 2. hæð, miðvikudaginn 15. febrúar 1995, kl. 10.00: 1. Áshamar 63, 2. hæð til hægri, þinglýst eign Stefáns Einarsson- ar, eftir kröfum Byggingarsjóðs ríkisins og Ríkisútvarpsins, inn- heimtudeildar. 2. Brekastígur 5B, þinglýst eign Heiðars Stefánssonar og Birnu Haraldsdóttur, eftir kröfum Reynistaöar hf. og Byggingarsjóðs ríkisins. 3. Brekastígur 29, þinglýst eign Sæfinnu Sigurgeirsdóttur og Þor- björns Númasonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. 4. Búhamar 62, þinglýst eign Jóhönnu Grétu Guðmundsdóttur, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. 5. Faxastígur 21, þinglýst eign Ásdísar Gísladóttur, eftir kröfum Samvinnuferða Landsýnar, Vátryggingafélags Islands, Islands- banka hf. og Ríkisútvarpsins, innheimtudeildar. 6. Fjólugata 7, efri hæð, þinglýst eign Engilberts Sigurðssonar, eftir kröfu Olíufélagsins hf. 7. Foldahraun 38F, þinglýst eign Lofts Guðmundssonar, eftir kröfu Landsbanka Islands, Isafirði. 8. Foldahraun 41, 3. hæð A, þinglýst eign Guðbjörns Guðmunds- sonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. 9. Goðahraun 24, 50% eignarinnar, þínglýst eign Guðmundar Elm- ars Guðmundssonar, eftir kröfu Vestmannaeyjabæjar. 10. Hásteinsvegur 45, efri hæð, þinglýst eign Þorvaldar Guðmunds- sonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. 11. Hátún 4, efri hæð, þinglýst eign Katrínar Gísladóttur og Auöuns A. Stefnissonar, eftir kröfum Vestmannaeyjabæjar og Byggingar sjóðs ríkisins. 12. Hólagata 19, kjallari, þinglýst eign Ásu Maríu Ásgeirsdóttur og Agnars Torfa Guðnasonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs rlkisins. 13. Hólagata 33, þinglýst eign Guðmundar Pálssonar, eftir kröfum Innheimtu ríkissjóðs, Sparisjóðs Vestmannaeyja og Rikisútvarps- ins, innheimtudeildar. 14. Kirkjuvegur 19, efri hæð, þinglýst eign Bjarkar Mýrdal og Árna Mars Friðgeirssonar, eftir kröfum Byggingarsjóðs rikisins, Vá- tryggingafélags (slands og Ríkisútvarpsins, innheimtudeildar. ______________________J___________ 15. Nýjabæjarbraut 8b, þinglýst eign Viðars Einarssonar, eftir kröf- um Jöfurs hf. og Vestmannaeyjabæjar. 16. Vestmannabraut 32b, þinglýst eign Jóns Inga Guðjónssonar, eftir kröfu Vátryggingafélags Islands. 17. Vesturvegur 13A, þinglýst eign Halldórs Magnúsar Christensen, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. 18. Vesturvegur 21, þinglýst eign Páls Róberts Óskarssonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 10. febrúar 1995. Allsherjaratkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnaðarstörf félagsins fyrir árið 1995, og er hér með auglýst eftir tillögum um félags- menn í þessi störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 17. febrúar 1995. Hverjum lista þarf að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50A. Stjórnin. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Þorraskemmtun verður haldin í safnaðar- heimilinu, Laufásvegi 13, annað kvöld kl. 19. Þorramatur, skemmtiatriði og dans. Safnaðarfólk fjölmennið og takið með ykkur gesti. Félaganefndin. Rúmgott einbýlishús óskast til leigu í Garðabæ, Hafnarfirði eða Kópavogi sem hentar fyrir tvær fjölskyldur. Bílskúrar þurfa að fylgja (geymslur). Tilboð sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „Hús - 16032“. Kópavogsbúar - opið hús Munið að opið hús er á hverjum laugar- degi milli kl. 10.00 og 12.00 í Hamra- borg 1, 3. hæð. Bæjarfulltrúarnir Guðni Stefánsson, forseti bæjarstjórn- ar, formaður bygg- ingarnefndar og for- maður skipulags- nefndar HM í Kópavogi og Halla Halldórsdóttir, formaður húsnæðis- nefndar, verða til viðtals á morgun, laugardaginn 11. febrúar. Allir velkomnir. Kaffi á könnunni. Sjálfstæöisfélag Kópavogs. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins Málfundafélagið Sleipnir, Akureyri Fundur Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og Málfundafélagið Sleipnir á Akureyri halda sameiginlegan fund laugardaginn 11. febrúar 1995 kl. 14.00 í Glerárgötu 32, Akureyri. Fundarefni: Staðan í kjaramálum. Framsögumenn: Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmanna- félags Reykjavíkur og Elínbjörg Magnúsdóttir, varaformaður fisk- vinnsludeildar Verkamannasambands Islands. Fundarstjóri: Anna Blöndal. Allir velkomnir. Stiórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.