Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ferdinand Smáfólk Ég vissi að við værum við rangt hús ... Ég vissi að þetta var ekki kennarinn okkar ... Þessi kona hélt eftir blómunum ... Kennarinn okkar er hærri og er Ef þú hefur svona miklar áhyggj- með gleraugu ... Hún hélt bíóm- ur af blómunum farðu þá til baka unum ... og náðu í þau ... Hvaða hús var það? BREF HL BLAÐSEMS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Er ITC fyrir þig? ITC-ráðsfundur Frá: Amal Rún Quase: Á MORGUN, 11. febrúar, verður haldinn 40. ráðsfundur Fyrstaráðs ITC á íslandi. Fyrir þá sem vita ekki hvað ITC er langar mig að segja ykkur frá samtökunum. ITC stendur fyrir Intem- ational train- ing in com- munication eða alþjóðleg þjálfun í mannlegum samskiptum. Aðal starf- Amai Rún Quase semi samtak- anna er að þjálfa fólk í ræðumennsku og kenna því að koma fram opinber- lega. Einnig er lögð mikil áherslu á fundarsköp og gott málfar. En til hvers þurfum við að sækja námskeið í ITC til að læra að tala rétt og yfirleitt til að þora að tjá okkur fyrir framan aðra? Er þetta ekki eitthvað sem við ættum að hafa lært í foreldrahús- um eða í skóla? Þurfum við að ganga í samtök eins og ITC til þess að geta flutt mál okkar opin- berlega? Kanadíski heimspekingurinn Brian Tracy segir frá könnunum sem voru gerðar í Norður-Amer- íku (Kanada og Bandaríkjunum) þar sem kemur í ljós að um 54% þátttakenda vildu frekar deyja en flytja ræðu opinberlega. Við sem höfum talið að lífið væri það síð- asta sem hver maður vildi fórna! Öll böm fæðast jákvæð, full af sjálfsöryggi, laus við fordóma og illgirni. (Takið eftir því hvað lítil börn eru fljót að segja nei þegar þeim líkar ekki eitthvað.) Hvað fer þá úrskeiðis þegar við stækkum? í mínu uppeldi varð öryggið og sjálfstraustið útundan. Állt upp- eldið miðaðist við það að ég fylgdi fjöldanum. Minn eiginn vilji var ekki talinn skipta máli. Kornið sem fyllti mælinn var þegar reynt var að selja mig í hjónaband, fyrst þegar ég var 13 ára og síðan aft- ur þegar ég var 15 ára. Annan eiginmanninn sá ég aldrei og hinn leist mér ekkert á! Svona lífs- reynsla er nokkuð sem maður gleymir aldrei. Margt fleira gæti ég nefnt sem dæmi um það virð- ingarleysi sem mér og öðrum kon- um hefur verið sýnt. Þátttaka mín í ITC hefur veitt mér dýrmætt tækifæn til þess að byggja upp sjálfstraust mitt og öryggi. Ég geri ráð fyrir því að þið ykkar sem eruð gift hafið sjálf fengið að ráða ykkar makavali, engu að síður er skortur á sjálf- strausti nokkuð sem virðist fylgja okkur öllum, þó í mismunandi mæli sé. Ég veit að virk þátttaka í ITC getur hjálpað ykkur mikið, ekki síður en mér. Á ráðstefnunni verður meðal fyrirlesara Vilhjálmur Árnason dósent og Þórkatla Aðalsteinsdótt- ir sálfræðingur. Rætt verður m.a. um hamingjuna og hvernig við getum höndlað hana. Ég hvet ykk- ur öll til þess að nota þetta tæki- færi til þess að koma og kynnast því hvað ITC hefur upp á að bjóða. AMALRÚN QASE, umsjónarmaður ráðstefnunnar. Vafasamur niðurskurður Frá Volker Schönwart: ÉG ER þýskur listamaður og hef ekki einvörðungu áhuga ferða- langsins á íslandi, heldur einnig á möguleikum sem hér bjóðast til að stunda vinnu mína. Sú mikla menningar- starfsemi sem einkennir þetta litla samfélag hef- ur snortið mig djúpt. Þetta á ekki einvörð- ungu við um ijölda þeirra listviðburða sem í boði eru heldur hefur það komið mér ánægjulega á óvart hvernig starf- semi þessi er ekki einvörðungu bundin við Reykjavík. Að mínu viti hafa yfirvöld í Hafnarfirði sýnt sérstaklega lofs- vert framtak með því að gangast fyrir listahátíð í bænum og með því að reka listamiðstöðina í Straumi. Þarna hefur íslenskum og erlendum listamönnum gefist kærkomið tækifæri til að kynnast og bera saman bækur sínar. Það kom mér því á óvart þegar mér barst sú fregn að núverandi yfirvöld í Hafnarfirði hygðust skera niður framlög til menningar- mála þannig að í ráði væri að loka listaskólanum auk þess sem starf- semin að Straumi væri í hættu. Mér sýnist sú ákvörðun að loka listaskólanum óg hefja rekstur hans á ný með nýju starfsfólki til marks um að núverandi bæjarstjóm vilji ekki að fram fari opinber umræða og misnoti vald sitt í flokkspólitísk- um tilgangi. Árangri uppbygging- arinnar er stefnt í voða. Þar sem ég er útlendingur get ég ef til vill betur en aðrir gert mér grein fyrir hversu alvarlegar afleiðingar það hefði í för með sér ef starfseminni í Straumi yrði hætt. Þar með yrði komið í veg fyrir áhugavert samvinnuverkefni sem vekja myndi athygli á alþjóða- vettvangi. Þessi áætlun má ekki verða fórnarlamb þröngra flokks- hagsmuna. Skaðinn yrði mikill og þá er ekki aðeins um að ræða lista- mennina heldur sjálfan Hafnar- fjarðarbæ og ímynd bæjarfélagsins á menningarsviðinu. Virðingarfyllst, VOLKER SCHÖNWART, Eberswalder Str. 19 D-10437 Berlin. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.