Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLADW, KIUNGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK ______________________________________________________ Morgunblaðið/RAX GSM stækkað í tveimur áföngnm í ár fyrir 250 milljónir Stór hluti þjóð- arinnar tengdur PÓSTUR og sími mun stækka GSM-kerfið í tveimur áföngum í vor og í haust með uppsetningu á annan tug nýrra stöðva um allt land. Kostnaður við stækkunina er áætlaður um 250 milljónir króna að sögn Gústavs Amars yfirverkfræðings P&S. Tilvísana- kerfi í gildi 1. maí V HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur gefíð út reglugerð um tilvísanir og samkvæmt henni á útgáfa tilvísana vegna sérfræðilæknisþjónustu að hefjast 20. febrúar næstkomandi. Nýjar reglur um greiðsluþátttöku vegna tilvísana taka hins vegar ekki gildi fyrr en 1. maí. Talið er að komum til sérfræðinga fækki um 30% vegna tilkomu tilvísanakerfis- ins og spamaður Tryggingastofnun- ar ríkisins verði um 100 milljónir króna. Almennt verða greiðslur sjúk- linga fyrir tilvísanir frá heilsugæslu- lækni 600 krónur, eins og greiða þarf fyrir hveija komu á heilsu- gæslustöð, en lífeyrisþegar og börn >““*'undir 16 ára aldri greiða á sama hátt 200 krónur. Tryggingastofnun ríkisins tekur ekki þátt í að greiða kostnað vegna komu sjúklinga til þeirra sérfræðinga, sem ekki em með samning við Tryggingastofnun, og þeir sem leita til sérfræðings án tilvísunar þurfa auk þess að greiða allan kostnað vegna komunnar þangað að greiða allan kostnað vegna þeirra rannsókna sem sér- fræðingurinn telur nauðsynlegar. „__- ■ Reiknað er með 30%/6 -------------- Slysatrygging við heimilisstörf Gildir ekki í innkaupa- ferðum SKILMÁLUM slysatryggingar við heimilisstörf hefur verið breytt, að- allega til þrengingar á bótarétti. Fólk fær þessa tryggingu með því að krossa við ákveðinn reit á skatt- framtali en í dag er síðasti dagur til að skila framtölum einstaklinga. Ekki hafa verið í gildi formlegir skilmálar fyrir slysatryggingunni. Tryggingaráð ákvað að bæta úr því. Helsta breytingin felst í því að fólk er ekki lengur tryggt í inn- kaupaferðum vegna heimilisins en tryggingin hefur hingað til bætt slys við þannig aðstæður. Jón Sæmund- ur Siguijónsson, formaður trygg- ingaráðs, segir að Vátryggingaeftir- litið hafi gert alvarlegar athuga- semdir við þennan þátt tryggingar- innar og ráðið hafi ákveðið að taka tillit til þeirra. Erfitt hefði verið að -—framkvæmda þetta ákvæði, ekki væri hægt að véfengja frásagnir fólks ef það segðist hafa verið í inn- kaupaferð þegar slysið átti sér stað. „Fólk sem býr utan við núver- andi þjónustusvæði, sem er höfuð- borgarsvæðið, Suðumes og Eyja- flörður, hefur áhuga á að notfæra sér GSM-kerfið í sínum byggðar- lögum, og með stækkuninni kom- um við til móts við þessar óskir. Auk þess hyggjumst við þétta nú- verandi þjónustusvæði og bæta við rásum því það hefur sýnt sig að á ákveðnum stöðum eru tormerki á þjónustu, ég nefni Mosfellsbæ og Garðabæ sem dæmi,“ segir Gústav. Hann segir að eftir stækkunina muni um 180 þúsund manns geta notað GSM-kerfið, en um leið og þeir fara út fyrir sitt byggðarlag sé hætta á að sambandið rofni. Stór hluti landsins t Talsvert langan tíma muni taka að ná sömu þjónustu í GSM-kerf- inu og gamla farsímakerfinu, enda séu stöðvarnar fyrir eldri kerfið fleiri og langdrægari en GSM- stöðvarnar vegna þess að síðar- nefna kerfið er á helmingi hærri senditíðni. Reynt verði að bæta úr því á næstu árum, enda geri not- endur þær kröfur til kerfisins að .það spanni yfir flest byggðarlög og þjóðvegi á milli þeirra. Sumarið 1995 bætast fimmtán staðir við þjónustusvæði GSM-far- símakerfísins; Seyðisíjörður, Egils- staðir, Húsavík, Sauðárkrókur, ísafjörður, Borgarnes, Akranes, Grundahverfí á Kjalamesi, Garður, Hveragerði, Selfoss, Hella, Hvols- völlur, Langholt og Grímsnes. Haustið 1995 eiga enn fleiri staðir að bætast við; Ólafsfjörður, Dalvík, Siglufjörður, Varmahlíð, Blönduós, Bolungarvík, • Hvammstangi, Stykkishólmur, Norðurárdalur, Borgarfjörður, Lambhagi, Skála- fell, Geitháls, Njarðvík, Vogar, Eyrarbakki, Stokkseyri, Svína- hraun, Þorlákshöfn, uppsveitir Ár- nessýslu, Vík, Vestmannaeyjar, Höfn, Reyðarfjörður, Eskifjörður og Neskaupstaður. Trommað í Bláa lóninu TROMMARI dönsku rokkhljóm- sveitarinnar „Disneyland After Dark“ eða DÁD, Peter Lindholm Jensen, lét fara vel um sig i volgu vatni Bláa lónsins, enda kalt að tromma í 7 stiga frosti og létt- klæddur. Hljónisveitin er við gerð tónlistarmyndbands hér- lendis, en hún hlaut athygli í Bandarikjunum eftir að Walt Disney-fyrirtækið höfðaði mál og vildi meina hljómsveitinni að nota Disney-nafnið. Að öllum lík- indum eru öll hljóðfæri hljóm- sveitarinnar ónýt eftir volkið í lóninu. Karl Óskarsson kvik- myndatökumaður tekur mynd- ina, leikstjóri er Thorleif Hoppe og framkvæmdastjóri á íslandi er Hlynur Óskarsson. -----» ----- Erlendir ferðamenn Gjaldeyris- tekjur jukust um 12,8% HEILDARGJALDEYRISTEKJUR af ferðaþjónustu árið 1994 jukust um tæpa tvo milljarða árið 1994 miðað við árið á undan og voru samtals 16.846 milljarðar króna miðað við 14.928 milljarða árið 1993. Hækkun milli ára er því 12,8%. Tekjur af hveijum ferða- manni eru 93.985 kr. og hafa lækkað um 0,6%. í Bandaríkjadollurum reiknað hafa tekjurnar aukist ögn minna í prósentum eða 11,3% og heildar- tekjur eru því 242,3 milljónir dollarar. Eins og komið hefur fram áður fjölgaði erlendum ferðamönn- um hér á landi um 13,5% sl. ár. ■ Hver ferðamaður/lC Sparisjóðir stofna eignarleigu NOKKRIR af helstu sparisjóðum landsins og Sparisjóðabanki íslands hf. hafa ákveðið að stofna nýtt eignarleigufyrirtæki. Formlega verður gengið frá stofnun þess í dag og hefur Kjartan Georg Gunnarsson, fráfarandi fram- kvæmdastjóri Féfangs hf., verið ráðinn fram- kvæmdastjóri. Stefnt er að því að hið nýja eignarleigufyrir- tæki taki til starfa um mánaðamótin aprfl/maí. Hlutafé er 120 milljónir og mun Sparisjóða- bankinn eiga 40 milljónir, Sparisjóður Reykja- vjkur og nágrennis 20 milljónir og Sparisjóður Ætlar sér stóran hluta af eignarleigumarkaðn- um eftir hræringar þar vélstjóra 20 milljónir en annað hlutafé skiptist á milli ýmissa sparisjóða. Fyrirtækið mun stunda alla almenna eignar- leigustarfsemi og aðra fjármálaþjónustu eftir því sem lög leyfa. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins ætla sparisjóðimir sér stóran hlut af eignarleigumarkaðnum, en hann hefur heldur verið að rétta úr kútnum undanfarið. Stofnun félagsins kemur í kjölfar mikilla hræringa í eignarleigustarfsemi, sem að mestu hefur verið í höndum bankanna. íslandsbanki keypti nýlega öll hlutabréf Féfangs og verður fyrirtækið sameinað Glitni hf. innan tíðar. Aður hafði Landsbankinn ákveðið að hætta rekstri Lindar hf. og fela sérstakri deild innan bankans umsýslu með eignum og skuldum fýrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.