Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 1
«t r>» 3KhtSfmM$StíSb 1995 FOSTUDAGUR 10. FEBRUAR BLAÐ c : ¦ ...,..¦ BLAK Hávörn Morgunblaðið/Þorkell ÞROTTARIIMN Magnús Aöal- stelnsson verst gegn HK í 1. deildar leik llöanna f gærkvöidi en Þróttur vann 3-1 og stendur best að vígl. FRJALSAR Heimsmet Irina Privalova frá Rússlandi setti heimsmet í 50 metra hlaupi inn- anhúss í Madrid á Spáni í gærkvöldi og jafnaði met sitt í 60 metra hlaupi frá því fyrir ári á sama stað. Hún fór fyrstu 50 metrana í hlaupinu á 5,96 sekúndum en Merlene Ottey átti metið, hljóp á 6,0 sekúndurri í Moskvu í fyrra. „Ég kann vel við mig á Spáni og sérstaklega i Madrid," sagði Privalova sem fór 60 metrana á 6,92 sekúndum. KNATTSPYRNA Anton Björn í Val Anton Björn Markússon hefur gengið frá fé- lagaskiptum úr Fram í Val. „Eg hef æft með liðinu að undanförnu til að vera viss um að hverju ég geng og nú er þetta frágengið," sagðl hann við Morgunblað- ið í gærkvöldi. Anton Björn lék með Eyjamönnum sumarið 1993 en skipti aftur yfir í Fram í fyrra. Hann sagðist hafa verið vel stemmdur fyrir tímabilið en dæmið hefði ekki gengið upp. „Eg byrj- aði á því að meiðast, fékk ekki tækifæri og hætti á miðju sumri," sagði miðju- maðurinn, sem lék þrjá leiki með Fram í 1. deild í fyrra. Hörður Hilmarsson þjálf- ar Val og sagði Anton Björn að það hefði ráðið miklu auk þess sem leikmannahópur- inn væri spennandi. „Ég var að spá í nokkur lið en Valur varð fyrir valinu," sagði hann. Anton BJörn KORFUKNATTLEIKUR Maxwell fékk 10 leikja bann og um 1,3 millj. kr. ísekt VERNON Maxweli, leikmaður hjá Houston Rockets í NBA-deiIdinni í körfuknattleik, var gert að greiða 20.000 doilara (um 1,3 millj. kr.) í sekt og dæmdur í a.m.k. 10 leikja bann fyrir að ráðast á áhorfanda á leik líðsins f byrjun vikunnar. Sektar- greiðslur hafa aldrei verið hærri f sögu deildarinn- ar og aðeins einu sinni hefur leikmaður verið úr- skurðaður í lengra bann, en eftir á að taka málið fyrir og svo getur farið að Maxwell fái harðari refsingu. FRJALSIÞROTTIR Fimm íþróttamenn féllu á lyfjaprófi FEMM frjáisíþróttamenn voru dæmdir I bann í gær eftir að fyrir lá að þeir höfðu fallið á lyfjaprófí og eiga þeir fjögurra ára bann yfír höfði sér. AI- þjóða frjálsíþróttasambandið sagði í tilkynningu um málið að fjórir umræddra íþróttamanna hefðu fallið á lyfjaprófi sem hefði verið framkvæmt fyrir- varalaust utan keppni í desember s.l. og boðaði auknar aðgerðir á árinu. Bandaríski kringlukastar- inn Michael Gravelle og Freddy Fernando Caiza frá Ecuador mældust með of hátt hlutfall af karl- honaóninu testósterón en Gea Johnson frá Banda- rfkjunum sem keppir í sjöþraut, Spretthlauparinn Aston Morgan frá Jamaíka og 800 metra blaupar- inn Dalia Matuseviciene frá litháen höfðu tekið stera. Aðeins Morgan féil i lyfjapréfi sem tekið var í keppni. SKVASS Norðurljósamótið í fyrsta sinn á íslandi ALÞJÓÐLEGT skvssmót, Norðurijósamótið, verður haldið f Veggsporti helgina 17. og 18. febrúar og er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram. Mótshald- arar eru mjög ánægðir með viðtökurnar sem mót- íð hefur fengið erlendis og verða erlendir keppend- ur um 20 talsins auk íslenskra keppenda. Meðal annars koma Jandsliðsmenn frá Danmörku, Nor- egi, Lúxemborg og Möltu auk sterkra spilara frá írlandi og Skotlandi. Peningaverðlaun verða i boði fyrir þqú efstu sætin ásamt verðlaunagripum. GOLF Ragnar liðsstjóri kvennalandsliðsins RAGNAR Ólafsson verður liðss^óri íslenska kvennalandsliðsins i golfi næsta sumar. Ragnar tekur við starfinu af Kristínu Pálsdóttur, sem ekki gaf kost á sér til aframhaldandi starfa. Ragnar verður því bæði með kária- og kvennaliðið. .FJðJ- mörg verkefni eru fyrir iiðin. Fyrsta verkefnið er NorðurJandamót karla og kvenna sem fram fer í Svfþjóð i Jok júní og þann 6. - 9. júlí tekur karla- liðið þátt í Evrópumótinu sem fram fer í Belgíu, en kvennaliðið keppir f Mílanó á ítaliu 12. - 16 júJí. Evrópukeppní einstakJinga í karlaflokki fer fram á Spáni 24. - 27. ágðst og einstaklíngs- keppni kvenna i Þýskalandi nokkrum dögum síð- ar. Hörður Arnarson er liðsstjóri unglingalandsliðs- ins sem keppir á Norðurlanda- ogEvrópumóti liða. Landsliðsmáiin verða efst á bavigi í ársþingi Golfsambandsins sem sett verður i Golfskálanum að Jaðri á Akureyri kl. 17 í dag en landsliðsnefnd skipuð þeim Óiafi Jónssyni, Arnari Má Ölafssyni, Ragnari ólafssyni Jóni E. Arnasyni, Herði Arnar- syni og Jóhönnu Ingólfsdóttur hefur sett sér mark- mið fyrir landsiiðshópana tii næstu fimm ára. Ljóst er að umræður um forgjafarbreytinguna munu einnig taka drjúgan tfma en um næstu áramót verður farið ór Congu-kerfínu yfir í Slope - kerfið sem notað er í Bandarfkjunum og flest Evrópuriki taka i notkun á næstu árum. KÖRFUKNATTLEIKUR: MARK HADDEIU LÉK MEÐ HAUKUM / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.