Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 3
2 C FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 C 3 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR HESTAR Heimsmeistara- mdtið mun fyrr en venja hefur verið Móta- og viðburðaskrá hesta- manna hefur nú litið dagsins ljós. Mót sumarsins eru nokkuð svipuð að fjölda en vetrarmótum ýmiskonar fer fjölgandi og veldur tilkoma reið- halla nokkru um. Þrjú mót standa upp úr að um- fangi og mikilvægi. Er þar fyrst að nefna fjórðungsmót austurlenskra hestamanna sem haldið verður um mánaðamótin júní/júlí að Fomustekk- um í Homafirði. Þremur vikum síðar halda Borgnesingar svo íslandsmót að Vindási við Borgames. Ef að líkum lætur verður það fjölmennasta mót ársins hvað keppendafjölda viðkemur. Að síðustu er að nefna Heimsmeist- aramótið, sem nú verður haldið í Sviss. Athygli vekur að mótið er hald- ið talsvert fyrr en venja hefur verið til með þessi mót eða um verslunar- mannahelgina 2. til 6. ágúst. Verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þetta muni hafa á mótsbraginn á árlegu móti Skagfirðinga sem haldið hefur verið um þessa helgi í fjölda ára. Flest mót verða í júní eða 26 tals- ins. Hvítasunnumót Fáks verður hald- ið um hvítasunnuha eins og lög gera ráð fyrir og hefð er fyrir. Hinsvegar má geta þess að Fáksmenn íhuguðu alvarlega að fínna mótinu fastan stað í dagatalinu því hvítasunnan er sem kunnugt er á breytilegum tíma og veldur það oft vandræðum og raski á niðurröðun annarra móta í maí, sem er mikill annatími hjá hestamönnum. Samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu Fáks hefur hugmyndin ekki verið sett út af borðinu svo vera kann að væntanlegt hvítasunnumót verði hið síðasta sem fylgi dagsetninga- kenjum hvítasunnunnar. Keppnistímabilinu lýkur með íþróttamóti Þyts á Króksstaðamelum 28. og 29. ágúst, samkvæmt skránni, en ekki er ólíklegt að Harðarfélagar klykki út keppnistímabilinu með Lokaspretti í byijun september eins og þeir hafa gert nokkrum sinnum. En mót og aðrir viðburðir á árinu verða sem hér segir: Mótaskrá 1995 FEBRÚAR 18. Gustur, Vetrarleikar I, Glaðheimum 18. Andvari, Vetrarleikar, Kjóavöllum 18. Sörli, Innanfélagstölt (inni), Sörlast. 25. Fákur, Vetrarleikar, Víðivöllum 25. Hörður, Árshátiðarmót, Varmárb. MARS 3.-4. Léttir, Vetrarleikar, Akureyri 4. Sörli, Vetrarleikar (lokað), Sörlavöllum 4. Gnýfari, Vetrarleikar, Ólafsfirði 4.-12. Equitanasýningin, Essen/Þýskal. 11. Geysir, Vetrarleikar, Gaddstaðafl. 11. Sörli, Árshátíðamót, Sörlastöðum 18. Gustur, Vetrarleikar II, Glaðheimum 18. Hörður, Vetrarleikar, Varmárbökkum 18. Andvari, Vetrarleikar, Kjóavöllum 25. Fákur, Vetrarleikar, Víðivöllum 25. Sörli, PON-opið tölt, Sörlastöðum, (inni/kvöldmót) 25. Glaður, Vetrarleikar, Búðardal 31.-2.apríl, Framhaldsskólamót, Reiðhöll- in/Víðidal APRÍL 1. Sörli, Hróa Hattar mót, Sörlavöllum, (böm/ungl.) opið 8. Geysir, Vetrarleikar, Gaddstaðaflötum 13. Sörli, Skírdagskaffi, Sörla 14. Háfeti, Töltmót, Þorlákshöfn 15. Gustur, Vetrarleikar, Glaðheimum 15. Andvari, Firmakeppni, Kjóavöllum 15.-17. Léttir, íþróttamót, Akureyri 20. Funi, íþróttamót, Melgerðismelum 20. Hringur, Firmakeppni, Hringsholti 20. Kópur, Firmakeppni, Kirkjubæjarkl. 20. Geysir, Firmak./Rangárv.deild, Gadd- staðaflötum 20. Fákur, Firmakeppni, Víðivöllum 20. Hörður, Firmakeppni, Varmárbökkum 22. Máni, Firmakeppni, Mánagrund 22. Sóti, íþróttakeppni, Mýrarkoti 22. Fáksreið Harðarfélaga 22.-23. Sörli, Hestadagar, Sörlavöllum 29. Geysir, Firmak./Hvolhreppsd., Gadd- staðaflötum 29. Gustur, Firmakeppni, Glaðheimum 29. Sleipnir, Firmakeppni, Selfossi 29. Sóti, Firmakeppni, Mýrarkoti 30. Sörli, Firmakeppni, Sörlavöllum 30. Dreyri, Firmakeppni, Æðarodda MAÍ 1. Smári, Firmakeppni, Árnesi 1. Glaður, íþróttamót, Búðardal 5. -7. Fákur, Hestadagar, Reiðhöll- in/Víðidal 6. Stóðhestastöðin, Sýning, Gunnarsholti 6. Skuggi, íþróttamót, Borgamesi 12.-13. Hörður, íþróttamót, Varmárb. 12.-13. Sörli, íþróttamót, Sörlavöllum 12.-13. Sleipnir, Iþróttamót, Selfossi 12. -14. Fákur, Rvíkurmeistaramót/hesta- íþróttir, Víðivöllum 13. Geysir, Vetrarleikar, Gaddstaðafl. 13. Dreyri, íþróttamót, Æðarodda 13. Ljúfur, Úrmakeppni, Reykjakoti 14. Háfeti, Firmakeppni, Þorlákshöfn 19. Kvennareið Fáks 19. -20. Máni, íþróttamót, Mánagrund 20. Sóti, Gæðingakeppni, Mýrarkoti 20. Skuggi, Gæðingamót, Borgamesi 20. Hlégarðsreið Fáksfélaga 20.-21. Gustur, íþróttamót, Glaðheimum 20.-21. ÍDL, Deildarmót, Hlíðarholtsvelli 20. -21. Andvari, íþróttamót, Kjóavöllum 25. Gustsreið Harðarfélaga 26. -27. Sörli, Gæðingakeppni, Sörlavöllum 27. Blær, Firmakeppni, Kirkjubólseymm 27. Léttir, Firmakeppni, Breiðholtsvelli 27. Dreyri, Gæðingamót, Æðarodda 27. -28. Gustur, Gæðingak., Glaðheimum JÚNÍ 1.-5. Fákur, Hvítasunnukappr., Víðivöllum 3. Glaður, Firmakeppni, Búðardal 3.-5. Léttir, Gæðingakeppni, Hlfðarholts- velli 3.-5. Freyfaxi, Félagsmót/Úrt. f. HM’95, Stekkhólma 6. -11. Geysir, Félagsmót/Héraðssýning, Gaddstaðaflötum 9.-10. Hörður, Gæðingakeppni, Varmár- bökkum 9. -10. Máni, Gæðingakeppni, Mánagrund 10. Homfirðingur, Félagsmót, Fomu- stekkum 10. Blær, Félagsmót/Úrt. f. HM’95, Kirkjubólseyrum 10. Funi, Gæðingakeppni, Melgerðismelum 10. Trausti, Gæðingakeppni, Bjamastaða- velli 10.-11. Andvari, Gæðingakeppni, Kjóa- völlum 10.-11. Léttir, Unglingamót, Breiðholts- velli 16.-18. Andvari, Bikarm. fél. vestan Hell- isheiðar, Kjóavöllum 18. Léttfeti, Félagsmót, Sauðárkróki 18. Glófaxi, Firmakeppni, Skógarmelum 18. Ljúfur, Félagsmót, Reykjakoti 18. Þytur, Firmakeppni, Króksstaðamelum 21. -23. Úrtaka vegna HM’95 23.-24. Glaður, Hestaþing, Nesodda 23.-24. Þytur, Félagsmót (gæðk./kappr.), Króksstaðamelum 23. -24. Sindri, Félagsmót, Pétursey 24. Svaði, Félagsmót, Hofsgerðisvelli 24. Hending, Félagsmót, Búðartúni 24. Funi, Bæjakeppni, Melgerðismelum 24. Gnýfari, Innanfélagsmót, Ólafsfirði 24.-25. Neisti/Óðinn/Snarfari, Hestamót Húnvetninga, Blönduósvelli 24.-25. Feykir/Snæfaxi, Félagsmót, Ás- byrgisvöllum 28. -2. júlí Fjórðungsmót Austfírðinga, Fomustekkum JÚLÍ 1. Gnýfari, íþróttamót, Ólafsfirði 7. -8. Kópur, Hestaþing, Sólvöllum 8. Gnýfari, Kvennareið 8.-9. Logi, Félagsmót, Hrfsholti 14. -15. Stormur, Gæðingakeppni/kapp- reiðar, Söndum, Dýraf. 15. Blakkur/Kinnskær, Gæðinga- keppni./kappr., Heiðarbæjarmelum 15.-16. Sleipnir/Smári, Mumeyrarmót, Mumeyri 20.-24. Islandsmót! hestaíþróttum, Borg- amesi 22. Gnýfari, Firmakeppni, Ólafsfirði 28.-29. Snæfellingur, Hestaþing, Kaldár- melum 28. -30. Eyfirsku félögin, Uppskeruhátfð, Melgerðismelum 29. -30. Þolreiðarkeppni íslands, Laxnes- Skógarhólar ÁGÚST 2. -6. Heimsmeistaramót á fsl. hestum, Fehraltorf, Sviss 4.-7. Léttfeti/Stígandi/Svaði, Stórmót, Vindheimamelum 12. Svaöi, Tölt/Firmakeppni, Hofsgerðis- velli 12. Trausti, Vallarmót, Laugardalsvelli 12.-13. Hringur, Félagsmót, Hringsholti 12.-13. Faxi, Faxagleði, Faxaborg 12.-13. Grani/Ijálfi, Félagsmót, Einars- stöðum 14.-15. Stígandi, Félagsmót, Vindheima- melum 19. -20. Dreyri, íþróttamót opið, Æðar- odda 19.-20. Bikarmót Norðurlands, Melgerðis- melum 26. Hörður, Kappreiðar/tölt opið, Varm- árbökkum 26. Þráinn, Firmakeppni, Áshóli 28.-29. Þytur, íþróttamót, Króksstaða- melum KORFUKNATTLEIKUR BLAK BRIaust hjá HK Guömundur H. Þorsteinsson skrifar Reykjavíkur Þróttarar lögðu HK í þremur hrinum gegn einni í gærkvöldi, en HK hefur fylgt Þrótti eins og skugginn í baráttunni um efsta sætið. Hrinumar end- uðu, 15:7, 13:15, 15:8 og 15:11 fyrir gestina sem léku nokkuð vel í gærkvöldi og deildarmeistaratitilinn er innan seil- ingar. Leikmenn HK náðu sér hins vegar aldrei almennilega á strik. Uppgjafimar vom nánast bitlausar og Einar Ásgeirsson stigahæsti kant- skellur landsins fékk það oft óþvegið hjá hávöm Þróttar. Andrew Hancock sem þjálfaði og lék með HK í fyrra lék með liðinu í gærkvöldi en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Innkoma hans var nokkuð óvænt en hann hafði átt í viðræðum við önnur félög hérlendis eftir að samningur sem hann hafði í Hollandi gekk til baka. Valur Guðjón Valsson uppspil- ari Þróttar lék ágætlega í gærkvöldi og gamli “jaxlinn" Jón Ámason virk- aði ömggur í móttökunni. íslandsmótið í blaki ABM deild karla. LaugardagurH. leb. Hagaskóli 14.00 ÍS-Þróttur N. Ásgarður 15.30 Stjarnan-KA ABM deild kvenna. Laugardagur 11.feb. Víkin 14.00 Víkinpur-KA Hagaskóli 15.30 IS-Þróttur N. FOLK ■ MARGIR sem sáu leik Vals og UMFA í fyrrakvöld hafa bent á að Gunnar Andrésson leikmaður UMFA eigi ekki alla sök á uppá- komunni í upphafi síðari hálfleiks, sem við sögðum frá í gær. Segja þeir að Stefán Carlsson læknir Vals hafi gengið að Gunnari þar sem hann lá, beygt sig niður og sagt honum síðan að standa upp- því það væri ekkert að honum. Þess má geta að Gunnar tognaði lítillega á hálsi, en mun ekki missa af leik vegna þess. ■ ÁHORFENDUR sem mættu klukkan átta til að sjá leik KR og Skallagríms, brá í brún því nokkr- ar mínútur voru liðnar af leiknum. En húsvörðurinn var ekki í vafa um hvenær leikurinn ætti að byija og benti á klukku uppá vegg og sagði: „Þessi klukkar ræður hér“. ■ RÚSSNESKI leikmaðurinn og þjálfari KAí blaki, Alexander Korneev sleit krossbönd í hægra hné í síðustu viku og leikur ekki meira með, en mun halda áfram . að þjálfa liðið. ■ EYJÓLFUR Sverrisson hefur leikið í vörn Besiktas að undan- fömu. Hann fékk að sjá sitt fjórða gula spjald á keppnistímabilinu í 3:0 sigurleik gegn Vanspor og verður í leikbanni um næstu helgi. ■ ERIC Clapton er mikill stuðn- ingsmaður WBA í ensku knatt- spymunni. Félagið vantar peninga til að kaupa leikmenn og ætlar að biðja rokkstjörnuna um að halda tónleika til styrktar málefninu. SHAQUILLE O’Neal og samherjar í Orlando standa best að vígl í NBA-deildinni en Seattle og Shawn Kemp sem hér hefur betur gegn Shaq er f öðru sætl í Kyrrahafsriðlinum á eftir Phoenix sem jafnframt er með næst besta árangurinn í delldlnni. Phoenix sigraði í toppslagnum Phoenix Suns sigraði lið Utah Jazz 104:108 í toppslag efstu liðanna í Vesturriðlinum. Charles Barkley lék aðeins fyrri hálfleikinn, meiddist eitt- hvað lítillega á auga, en það kom ekki í veg fyrir sigur Suns. „Þetta er trúlega besti sigur okkar í vetur,“ sagði Dan Majerle en Suns vann þarna sinn 12. sigur í síðustu fjórtán leikjum, en nýver- ið missti liðið Danny Manning vegna meiðsla. Stigahæstur í liði Suns var nýliðinn Wesley Person sem gerði 23 stig, Danny Ainge gerði 19, Majerle 18 og Elliot Perry 17. Karl Malone fór fremstur í liði Jazz og gerði 30 stig auk þess sem hann tók 17 fráköst. John Stockton gerði 21 stig og átti 12 stoð- sendingar. Patrick Ewing gerði 24 stig þegar Knicks vann Indiana 77:96. Ewing tók auk þess 22 fráköst sem er það mesta sem hann hefur gert í vetur. Reggie Miller gerði 22 stig fýrir Indiana. Olajuwon gerði 31 stig fyrir Houston í Sacramento og tók 17 fráköst og varði átta skot. Houston vann 86:97. Clifford Robinson gerði 28 stig fyrir Portland þegar liðið sigraði í þriðja leiknum í röð. Að þessu sinni lá lið Chicago fyrir Trail Blazers 116:103 og gerði Scottie Pippen 26 stig fyrir gest- ina. Nýliðinn Glenn Robinson hjá Milw- aukee gerði 37 stig, persónulegt met í ár, er liðið vann Minnesota 100:93. Hann hitti úr 10 af 16 skotum utan af velli og var með 100% nýtingu á vítalínunni, 15-15. Steve Smith setti persónulegt met þegar hann gerði 35 stig fyrir Atlanta er liðið vann Nets 111:88. Washington tapaði áttunda leik sín- um í röð er liðið skrapp til Miami og lá 111:107 í miklum villuleik. Dæmdar voru 64 villur í leiknum og leikmenn tóku alls 84 vítaskot. Glen Rice gerði 27 stig og Bimbo Coles 25 og er það met í ár hjá honum. Hjá Bullets var Juwan Howard stigahæstur með 31 stig, það mesta sem hann hefur gert í ár, og Chris Weber gerði 26 stig, átti 11 stoðsendingar og tók átta fráköst. Einstaklingur getur auðveldlega myndað hóp í hópleik íslenskra Getrauna, hringdu í síma 568 8322 og við úthlutum þér hópnúmeri og ert þú þá orðinn hópur sem hefur raunhæfan möguleika á að dreifa þér á vinninga að verðmæti um 2 milljónir króna Hópleikur er þegar tippari, einn eða fleiri hafa sérstakt hópnúmer og Getraunir skrá árangur hópsins í viku hverri og veitir þeim hópum sem best standa sig sérstök verðlaun. Morgunblaðið/Bjami Bikarmeistarar Keflvíkinga KEFLAVÍKURSTÚLKUR urðu bikarmeistarar kvenna í körfuknattleik á dögunum, þriðja árlð í röð. Aftari röð frá vlnstri: Guðmundur Bjarnl Kristinsson, formaður körfuknattlelksdeildar, Lóa Björg Gestsdóttir, Kristín Stefanía Þórarinsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Anna María Sveinsdöttir, fyrlrliði með Hafllða Má son sinn, Björg Hafstelnsdóttir. Fremrl röð frá vinstri: Siguður Ingimundarson þjálfari, Ingibjörg Emllsdóttlr, Ásta Krlstín Guðmundsdóttir, Júlía Jörgensen, Anna María Sigurðardóttir, Erla Reynisdóttir og Árný Árnadóttir. Kristinn með 43 stig í flugeldasýningu Þórs Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri Frábær leikkafli Þórs um miðjan seinni hálfleik gerði útslagið á móti nágrönnunum frá Sauðárkróki í hörkuleik á Akur- eyri í gær. Þórsarar breyttu stöðunni úr 69:72 í 91:72 ákafla þar sem allt gekk upp og þar með var öruggur sigur í höfn, 109:90. „Við vorum dálítið stressaðir og hræddir við Tindastól í fyrri hálf- leik en náðum að þjappa okkur sam- an. Þetta kom allt á stuttum kafla í seinni hálfleik, vömin lokaðist og við náðum að keyra yfír þá með hraðaupphlaupum. Við gefum ekk- ert eftir í baráttunni við Borgnes- inga og þetta var mjög mikilvægur sigur,“ sagði Hrannar Hólm, þjálf- ari Þórs. Þórsarar náðu upp mun betri stemmningu en í síðustu heimaleikj- um. Kristinn Friðriksson var dijúg- ur með sín 43 stig en hitti fremur illa fyrir utan 3ja stiga línuna þótt þrír slíkir boltar hafi farið niður. Sandy átti stórgóðan leik í sókn og vöm og skyggði algjörlega á landa sinn hjá Tindastóli. Konráð var líka góður að vanda, Hafsteinn lipur og Birgir sterkur í vöm. Hinrik var bestur í liði Tindastóls og Ómar og Láms Dagur hittu vel. Leikmenn Tindastóls gerðu 12 þriggja stiga körfur og Þórsarar 8. Stefán Stefánsson skrifar , Ermolinski bjargvætturinn Alexander Ermolinski færði Borgnesingunum ekki aðeins 77:71 sigur með stórleik í síðari hálfleik gegn KR á Seltjarnarnesinu í gærkvöldi, heldur bjargaði leiknum með frábæmm leik. Fyrri hálfleikur var mjög hraður en algjörlega á kostnað gæðanna og áttavilltir leikmenn réðu ekki neitt við neitt. Jafn var á flestum tölum og byijun síðari hálfleiks lof- aði ekki góðu. En líf færðist í leik- inn þegar Vesturbæingar byijuðu þriggja stiga skotsýningu og náðu mest níu stiga forskoti eftir 7 þriggja stiga körfur á stuttum tíma. Borgnesingar svömðu með pressu- vörn og hún gekk upp. Ermolinski átti stórleik á þeim tíma og þegar KR-ingar náðu að halda honum niðri tók Henning Henningsson við. Þeir félagar gerðu 33 af 43 stigum Skallagríms eftir hlé. „Við spiluðum ekki sem lið og þeir höfðu trúna á sigur,“ sagði Birgir Mikaelsson, sem var bestur KR-inga og tók 10 fráköst. Falur Harðarsson var þokkalegur en aðrir náðu sér aldrei á strik. „Ég var seinn í gang, ætli að það sé ekki aldurinn enda orðinn 35 ára,“ sagði Ermolinski eftir leikinn. „Við voram mjög taugaveiklaðir í fyrri hálfleik og spiluðum afar Gunnlaugur Jónsson skrifar frá Akranesi slæma vörn en þegar varnarleikur- inn small saman eftir hlé náðum við að loka fyrir þriggja stiga skot- in hjá þeim og klára leikinn,“ bætti hann við. Fum og fát á Skaganum mr IR gerði góða ferð á Akranes í gærkvöldi og sigraði heima- menn öragglega, 111:97. Herbert Amarson var heitur í fyrri hálfleik, gerði 19 stig fyrir ÍR og hélt uppteknum hætti eftir hlé, var óstöðvandi á tímabili. Skagamenn náðu góðri baráttu í seinni hálfleik og þegar sex mínútur vora liðnar af honum komust þeir yfír í fyrsta sinn, 65:64, en ÍR-ingar reyndust sterkari á lokasprettinum. Tveir af lykilmönnum heima- manna, Haraldur leifsson og Dagur Þórólfsson, þurftu að yfirgefa völl- inn með fímm villur þegar leið á síðari hálfleik. Herbert var sem fyrr sagði oft illviðráðanlegur og gerði 42 stig, þar af níu þriggja stiga körfur úr 15 tilraunum auk þess sem hann átti níu stoðsendingar. B. J. Thomp- son var atkvæðamestur heima- manna með 33 stig en fyrir leikinn var óttast að hann gæti ekki leikið vegna veikinda. Jón Þór Þórðarson og Brynjar K. Sigurðsson áttu einn- ig góðan leik. I kvöld Handknattleikur 2. deild karla: Smárinn: Breiðablik - Þór...20 Eyjar: ÍBV - Fylkir.........20 Körfuknattleikur 1. deild karla: Þorlákshöfn: Þór - ÍH.......20 Frjálsar Meistaramót íslands í atrennulausum stökkum fer fram í Kaplakrika í kvöld og hefst kl. 20. Keppt verður í 200, 800 og 1.000 metra hlaupi á gerviefni og í kúluvarpi karla og stangarstökki. Þjálfaranámskeið Barnastig HSÍ, ætlað leiðbeinendum í 5. 6. og 7. flokki, verður haldið sunnudaginn 19. febrúar. Skráning í síma 685422. Fræðslunefnd. Vinningar að verðmæti um 2 milljónir króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.