Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 1
20 körfu- boltavellir í Kolaportinu KÖRFUBOLTAUNNENDUR geta nú fengið aðstöðu í Kolaportinu frá því á mánudögum og fram á fimmtudag og nýtist húsnæðið því þann tíma sem seh'endur bjóða vör- ur sínar þar um helgar. Það er Körfuknattleikssamband íslands sem hefur húsnæðið á leigu og er opið frá klukkan fjögur og fram til klukkan ellefu á kvöldin. Þeir sem vilja geta fengið aðstoð hjá þjálfara sem er á svæðinu á meðan opið er. Hægt er að hafa um tuttugu velli á svæðinu og kostar hver völl- -ur 600 krónur á klukkustund. Körf uboltamót í næstu vlku Þann 14. og 15. febrúar næst- komandi verður haldið körfubolta- mót í Kolaportinu, tveir á tvo, en fram til þessa hafa mótin verið þrír á þrjá. Mótið, sem er öllum opið, verður aldursflokkaskipt, þátttak- Morgunblaðið/Þorkell ALDURSSKIPT kðrfubolta- mót verður í Kolaportinu 14. og 15. febrúar næstkomandi. endur verða frá 11-15 ára og síðan 16 ára og eldri. Væntanlega verður í Kolaportinu haldið skólamót í körfubolta þann 28. febrúar. ¦ Hver feroamaour skilar um 95 púsund krónum HEILDARGJALDEYRISTEKJUR af ferðaþjónustu árið 1994 voru 16.846 milh'arðar króna en 14.928 milljarðar 1993. Aukning milli ára er því 12,8%. Þetta er samkvæmt upplýsingum sem Seðlabanki íslands birti í gær. Þar sést að tekjur af hverjum ferðamanni eru 93.985 krónur og hafa lækkað um 0,6%. í frétt Seðlabankans koma einnig fram heildartekjur í Bandaríkjadollur- um; 243,3 milljónir sem er aukning um 11,3%. Séu meðaltekjur af ferðamanni reiknaðar í dollurum hafa þær lækkað um 2%. Erlendum ferðamönnum hingáð fjölgaði á árinu 1994 um 13,5% eins og fram hefur komið í blaðinu. Hver erlendur gestur skildi því eftir um 540 krónum minna en árið 1993. Rétt er að benda á að í þessum tölum er einvörðungu gjaldeyrisskil til Seðla- bankans en alls konar aðrar tekjur, s.s. bensínsala þegar menn ferðast um á bílaleigubílum/eigin bílum, matar- kaup, afþreying o.fl. er ekki í þessum tölum. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, sagðist aðspurður telja að skýringin á því að tekjur hefðu lækkað lítillega á hvern ferðamann væri sú að eftir því sem meiri aukning væri á ferðamönnum utan háannatíma kæmu gestir hingað á ýmsum sértilboðum, hótelverð væri lægra og flugmiðar og því kæmi út eilítið lægra meðaltal. Samkvæmt skýrslum Alheimsferðar- áðsins eru meðaltalstekjur af hverjum erlendum gesti hér með því hæsta sem gerist í heiminum. ¦ FRÁ ÁRAMÓTUM hefur konum, sem eiga við vímuefnavandamál að stríða, verið boðin sérstök kvennameðferð á eftirmeðferðar- stöðinni Vík á Kjalarnesi. Þórar- inn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, segir starfsemina á tilraunastigi, en reynslan sýni að konur þurfi aðra meðferð en karlar. ¦m „Undanfarin ár hefur Z hlutfall kvenna í vímuefna- JJj meðferð verið um 25%. Sl. ¦í tíu ár höfum við reynt að S mæta þörfum þeirra með því að bjóða þeim sérstaka *555 hópfundi, tíma í eftirmeð- ^T ferð þar sem aðeins eru konur auk þess sem þær hafa stjórnað fundum til jafns við karla. Kvennameðferðin er eðli- legt framhald þessarar þróunar," segir Þórarinn. Um 80% kvennanna eiga maka sem neyta ví muef na Eftirmeðferð hefst yfirleitt að lokinni tíu daga dvöl á Vogi. Þar taka læknar og ráðgjafar, í sam- ráði við sjúklinga, ákvörðun um hvers konar eftirmeðferð henti viðkomandi. Að sögn Þórarins hafa margar konur áhuga á kvennameðferðinni í Vík og nú eru 9 konur í slíkri meðferð. Þórarinn skipulagði og útfærði meðferðina og ráðgjafar SÁÁ, sem eru konur, framfylgja henni Kvennameðferð og sérstök úrræði fyrir „berserki" MARG AR vímuefnasjúkar konur eiga maka sem neyta vimuefna með þeim og halda því áfram eftir að þær koma úr meðferð. á hópfundum, í fyrirlestrum og ýmsum öðrum verkefnum. Kon- urnar eru 3 klst. á dag í 4 vikur í kvennameðferðinni en að öðru leyti eru þær í meðferð með kðrl- unum. „Vandamál kvenna í vímuefna- neyslu eru önnur en karla. Það er mikill munur á félagslegri stöðu þeirra, þær mæta meiri fordómum og fá minni stuðning frá mökum, sem í 80% tilvika hafa drukkið eða neytt annarra vímuefna með þeim og halda því áfram eftir að þær koma úr meðferð." „Berserkjameðferd" Þórarinn segir að stöðugt verði að þróa meðferðarúrræði í takt við kröfur tímans og af fenginni reynslu. Fyrir þremur árum hafi SAÁ boðið nýtt úrræði fyrir al- varlega, vímuefnasjúka karla', þá sem áttu ótal meðferðir að baki en höfðu engan hemil á fíkninni þegar út í samfélagið var komið. „Þetta er svokölluð „berserkja- meðferð", en eftir meðferð á Vogi og eftirmeðferð á Staðar- felli eiga karlarnir kost á áfram- haldandi meðferð þar. Þeir mega fara í bæinn einu sinni í mánuði og gista á sambýli í Reykjavík frá þriðjudagsmorgni til fimmtu- dagskvölds." Þórarinn segir að „berserkjun- um" sé beint smátt og smátt út í þjóðfélagið, kennt hvernig þeir geti sinnt sínum málum og haft ofan af fyrir sér án vímuefna. Aðspurður hvað sé til ráða hefji þeir notkun vímuefna að nýju, sagði Þórarinn, að svo framar- lega sem þeir láti vita af sér inn- an sólarhrings sé mögulegt að leggja þá inn á Vog og síðan geti þeir komið á göngudeild tvisvar í viku í ákveðinn tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.