Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Fjölskyldustefna verði miðuð við þarfir allra fjölskyldumeðlima SAMFARA breyttum lífsháttum hafa verkefni heimilanna breyst. Samfé- lagið er orðið flóknara og heimilislíf- ið hefur orðið að laga sig að því. Farsælt samspil atvinnu og fjöl- skyldulífs er nánast orðið kjarni máls- ins um tilvist heimilanna. Atriði eins og langur vinnudagur fullorðinna utan heimilis, stærra hlutverk skóla i uppeldi barna og fjölgun aldraðra á vistheimilum hefur líklega leitt til að fjölskyldur hafa á vissan hátt fengið önnur hlutverk. Þetta kemur m.a. fram í' loka- skýrslu landsnefndar um ár fjölskyld- unnar sem var 1994. Landsnefndin setti sér það heildarmarkmið að efla íslenskar fjölskyldur svo að þær verði viðurkenndar í raun sem grunnein- ingar samfélagsins, þar sem einstakl- ingar deila tilfinningum, efnahag, ábyrgð, verkefnum og hvíld. Kosið var að fara þrjár leiðir að þessu markmiði. í fyrsta lagi að móta heild- stæða fjölskyldustefnu, sem hefur ekki verið til. í öðru lagi stuðla að viðhorfsbreytingu gagnvart fjöl- skyldunni meðal ráðamanna og al- mennings svo að mikilvægi hennar komi skýrar í ljós og verði almennt og fqrmlega viðurkennt. Jafnframt hafi viðurkenning í för með sér að fjölskyldunni verði búnir betri af- komumöguleikar og að þeir skili sér til allra fjölskyldugerða. Loks átti að huga sérstaklega að barnafjölskyld- um og koma með tillögur tií úrbóta. Félagsmálaráðherra hefur nýlega kynnt þingsályktunartillögu um mót- un opinberrar fjölskyldustefnu og aðgerðir til að styrkja stöðu hennar. „Opinber fjölskyldustefna verður að taka mið af þörfum allra fjölskyldu- meðlima, barna jafnt sem aldraðra, kvenna jafnt sem karla. Hún viður- kennir fjölskylduna sem vettvang til- finningalegra tengsla og gagn- kvæmrar ábyrgðar og leitar jafnvæg- is milli þess að mæta þörfum hennar fyrir opinbera þjónustu annars vegar og þess að varðveita hlutverk hennar og mikilvægi hins vegar," segir í skýrslu Iandsnefndarinnar. FJölskylduvænt vinnuumhverfl Þrátt fyrir að íslendingar eigi hlut- fallslega flest börn verjum við minnstu til velferðarmála af Nörður- löndunum. „Fjölskyldum verður að vera gert kleift að takast á við þau verkefni, sem þær eru best fallnar til að annast. Eitt helsta viðfangsefni heimilanna er uppeldi og umönnun barna. Oft er þetta tímabil í lífi fjöl- skyldunnar tiltólulega stutt og því mikilvægt að þannig sé búið að barnafjölskyldum að þær geti, á við- unandi hátt, sinnt þessu verkefni. Hér skiptir atriði eins og samspil heimilanna, atvinnulífs og skóla miklu máli, ekki síður en örugg dag- gæsla fyrir ung börn. Samskipti heimila og skóla hafa mikil áhrif á velferð barna og mikilvægt að sam- vinna foreldra og þeirra, sem annast born þeirra daglangt flesta daga viku, sé í góðum farvegi. Það kann því að vera rétt að endurskoða í heild hefðbundnar starfsaðferðir í því skyni að ná fram nánari og sveigjanlegri samskiptum milli þessara aðila. Ymis uppeldisleg atriði sem for- eldrar eru að kljást við frá degi til dags yrðu viðráðanlegri ef samstarf heimila og skóla væri markvissara, meira og opnara, en margt bendir nú til að áhugi foreldra á skólastarfi sé að aukast. Kennarar hafa einnig sýnt samstarfi við foreldra aukinn skilning og áhuga. Gæti skólastarfið orðið enn árangursríkara ef foreldrar bæru meiri ábyrgð á því en nú er. Á sama hátt skiptir máli að samræmi sé milli vinnudags foreldra og skóla- dags barna og að vinnuumhverfi sé „fjölskylduvænt" svo að tillit sé tekið til fjölskylduábyrgðar starfsmanna." Fáar samverustundir barna með foreldrum eru landsnefndinni áhyggjuefni og sú staðreynd er ugg- vænleg að um 37% sex og átta ára barna í Reykjavík eru án umsjár full- orðinna, eða að meðaltali í um átta og hálfa klst. í viku á eigin ábyrgð. Nefndin óskaði upplýsinga um slysatíðni barna og kom fram að slys á börnum eru mun algengari hér en á hinum Norðurlöndunum. Miðað við íbúafjölda deyja fleiri börn hér vegna slysa og einnig meiðast fleiri í um- ferðarslysum hér en á hinum Norður- löndunum. Nefndin telur erfitt að benda á skýringu en líklegt má telja að eftirlitsleysi sé ein þeirra. „Viðurkenning á heimilisstörfum og sá kostnaður, sem foreldrar hafa af því að sækja vinnu, eru atriði sem skipta fjölskyldulíf miklu. Hjón og sambýlisfólk fær ónóga aðstoð frá opinberum aðilum vegna barna- gæslu, samfelldur skóladagur er ekki orðinn almennur og ekki er samræmi milli vinnudags foreldra og viðveru barna í skóla. Efnahagsaðgerðir rík- isstjórna undanfarinna áratuga hafa almennt ekki tekið mið af þörfum fjölskyldunnar sem heildar og barna- fjölskyldur hafa því miður liðið fyrir það að ekki er ti' opinber fjölskyldu- stefna í landinu," segir í skýrslunni. Uppspretta lífsgllda Lögð er áhersla á að við mótun opinberrar fjölskyldustefnu þurfi að virða fjölskylduna sem uppsprettu lífsgilda, en á hverjum tíma þurfi stefnan að taka mið af breytilegum þörfum heimila. Aðbúnaður á heimil- um sé þannig að börn njóti öryggis og að þau fái tækifæri til að þroska hæfileika sína. Fjölskyldan njóti verndar sem vettvangur tilfinninga- tengsla og að heimilin verði viður- kennd sem tilfinningalegt athvarf einstaklinga. Áhersla verði á að gæta samræmingar milli at- vinnu/skóla og fjölskyldulífs og að afkomumöguleikar fjölskyldna séu tryggðir. Síðast en ekki síst er lagt til að tekið sé markvisst á vandamál- um er steðja að vegna heimilisofbeld- is og fíkniefnaneyslu. Þá er lagt til að undirbúin ^verði löggjöf um stofnun opinbers fjölskyld- uráðs, sem stuðli að eflingu og vernd fjölskyldunnar. Skuli þau veita stjórn- völdum ráðgjöf í fjölskyldumálum, eiga frumkvæði að opinberri umræðu um málefni hennar, koma á framfæri ábendingum í málefnum fjölskyldna, að hvetja óopinbera aðila til aðgerða á sviði fjölskyldumála og stuðla að rannsóknum á högum og aðstæðum íslenskra fjölskyldna. Ráðið annist tillögugerð um framkvæmdaáætlanir í málefnum fjölskyldunnar. Þá leggur nefndin til að stofnaður verði sjóður um fjölskylduvernd, sem skuli styrkja og efla fjölskyldumál. Ætti hann að veita fé til styrktar tilraunaverkefnum til að bæta þjón- ustu við fjölskyldur og skilyrði þeirra til að rækja hlutverk sín og að veita fé til rannsókna á högum og aðstæð- um íslenskra fjölskyldna. ¦ JI STUND milli stríða — Ellý t.v. og kaliforníska sýningarstúlkan Tamaru hvíía sig í einum jeppanum. KARLAFYRIRSÆTURNAR Kiwi og Redo búa sig undir að stinga sér til sunds af 30 m hæð til að myndatökumað- urinn nái góðum myndum. Skítug og þvæld með tískusýningarflokki á ferðalagi um vesturströnd Ástralíu ö 1 KANNT þú á sjóskíði... brim- [ bretti? Einhvern tíma kafað ... ' stungið þér í sjó eða vatn af 1 20 m.hæð? Ellý Ármannsdóttir, 24 ára verslunarstjóri í tísku- 1 verslunum Cosmo, var allsendis óbangin að svara þessum "2l spurningum játandi, þótt hún hefði aldrei á ævinni reynt iggf nokkuð þessu líkt. Hún vildi ekki láta tækifæri um þriggja ^^ vikna ferðalag um vesturströnd ¦J Ástralíu sér úr greipum ganga, ?^JJfinda segist hún vera mikil Um ævintýramanneskja, náttúru- unnandi og flökkukind. „Mér fannst allt í lagi að skrökva svolítið, sagði bara: „Já, ekkert mál," við öllu, því ég vissi að þegar á hólminn væri komið, yrði ég að þora hvað sem tautaði og raulaði," segir Ellý, sem óvænt fékk boð um að ferðast um óbyggðir Ástralíu ásamt öðrum fyrirsætum, mynda- tökumönnum og fylgdarliði. Þar voru teknar tískumyndir í sumar- auglýsingabækling þýska tískufyr- irtækisins Bogner, sem er í eigu auðkýfingsins Willys Bogners, en hann er jafnframt þekktur kvik- myndaframleiðandi. Tildrögin voru þau að í fyrra komu hingað bresk hjón ásamt fríðu föru- neyti vegna myndatöku í Bogner- vetrarauglýsingabæklinginn. Þeim og vinnuveitendum Ellýar varð vel til vina og er þau stöldruðu við í ÞESSA mynd tók Ellý af samferðafólkinu. Cosmo hittu þau Ellýí nokkrar mín- útur. Þeim fannst hún kjörin fyrir- sæta í næsta bækling og báðu hana að senda þeim Ijósmyndir og mynd- band af sér. ÁHERSLA verði lögð á að gæta samræmingar milli atvinnu/skóla og fjölskyldulífs og að afkomumöguleikar fjölskyldna verði tryggðir. UR FERDADAGBOK ELLYAR Skelja- ströndin EITT kvöldið fékk hópurinn sér sundsprett. Kveiktur varðeldur eins og vanalega til að bægja villtu hundun- um í burtu. Við stukkum út í ána og þrifum þriggja daga skítinn af fyrir svefn- inn. Eftir smátíma þóttumst við heyra lujóð í fjarska - tókum upp vasaljósin okkar og lituðumst um. I vatninu allt í kring sáum við rauð augu hreyfast hægt. Krókó- dílarnir voru að bjóða góða nótt er þeir skoluðu sig í okkar sameiginlegu einka- sundlaug. Ég ákvað að vera EKKI augljóslega hrædd . . . vera sterk. Ef aðrir gátu lifað þetta af ætti ég að geta það. Ég huggaði sjálfa mig í htjóði, f ór með bænirnar minar og lokaði augunum. Stjörnurnar fylgdust með mér. Þessa nótt svaf ég ágætlega - himinninn var þakið okkar. Otrúlegt. ¦ Meö spanglr á tönnunum „Ég hef aldrei haft áhuga á tísku- sýningarstörfum, enda ekki talið mig með rétta útlitið til slíkra starfa. Fyrir utan að vera með spangir á tönnunum, vil ég fá að borða það sem mig langar í og hafa minn rass, mín brjóst og læri í friði. Ferðalög og ævintýri freista mín samt alltaf og því bað ég Pál Stefánsson, ljós- myndara, að taka nokkrar myndir af mér. Mamma spreytti sig á mynd- bandsupptökutækinu og myndaði mig í bak og fyrir í gallabuxum og strigaskóm heima í stofu." Banda- rísk vika Texas kgúklingur ______3 stk. hvítlauksgeirar______ 2 tsk. cayenne pipar 1 tsk. chili pipor, safi úr 1 sítrónu _______2 msk. pgprikuduft _________% bolli ólífuolía ______ 1 stk. stór kjúklingur eða 2 litlir Merjið hvítlauksgeirana og saxið mjög fínt. Blandið öllu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.