Morgunblaðið - 10.02.1995, Side 3

Morgunblaðið - 10.02.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 D 3 DAGLEGT LÍF Þótt Ellý sé e.t.v. ekki dæmigerð ímynd tískusýningarstúlkunnar, sem alla jafna er himinhá og þvengmjó, þótti hún hafa ákjósan- legt útlit fyrir tískumyndir af hraustlegu ungmenni í sportfatnaði með villta og óspjallaða náttúru í bakgrunni. Hún er snaggaraleg, fremur lágvaxin, grönn, ljóshærð með dökkan hörundslit og áberandi sterka augnaumgjörð. Henni svipar reyndar svolítið til 'frægra systra, sonardætra Hemmingways, en þær hafa getið sér gott orð í heimi tísku og kvikmynda. „Eg var valin vegna þess að ég þyki hafa sérstakt útlit og andlit sem þolir að vera ófarðað, enda hafði ég aldrei tækifæri til að mála mig og snurfusa í ferðinni. Allt átti að vera sem náttúrulegast. Þegar við kom- um til Darwin fékk hver fyrirsæta, þrjár stelpur og þrír strákar, stóra ferðatösku, fulla af tískufatnaði. Það var ekkert amast við þótt fötin yrðu skítug og þvæld á leiðinni, því þannig áttu þau einmitt að vera. Þessi ferð hefði ekki hentað snyrti- legum veimiltítum. Við komumst ekki í sturtu nema á fimm daga fresti og urðum þess á milli að láta okkur hafa það að baða okkur í misgruggugum lækjarsprænum hingað og þangað. Við vorum að frá morgni til kvölds, innan um krókó- díla, snáka, kengúrur, kóngulær og úlfa. Alltaf var verið að mynda, jafn- vel þegar átti að heita smáhlé á tökum, 'gátu ljósmyndaramir ekki haldið að sér höndum, heldur beindu myndavélinni að manni og sögðu: „Já, svona ...“ eða „gerðu þetta aftur, þetta verður fín mynd.“ Allt gekk út á myndatökur í mismunandi umhverfi, við mismunandi aðstæð- ur.“ Ógleymanlegt ævlntýrl Ellý lýsir ferðinni, sem endaði í Perth, sem allsheijar ævintýri. Hóp- urinn var samstilltur og góður andi sveif yfir vötnum. „Við ferðuðumst á þremur jeppum, hlöðnum tækja- búnaði, og hvarvetna blasti við okkur ósnortin náttúra og fjölbreytt dýra- líf. Ógleymanlegast fannst mér að synda með höfrungum, þessum gull- fallegu og gáfuðu dýrum. Ég eignað- ist góða vini og ef ég kærði mig um gæti ég efalítið notað sambönd mín til að koma mér á framfæri í tísku- heiminum," segir Ellý, en bætir við að þá yrði hún trúlega að grenna sig um sjö kíló. Henni fínnst fráleitt að leggja út í slíka sjálfspíningu, sem jafnvel gæti leitt til anorexíu. „Ævintýrið mitt í Ástralíu verður sagan fyrir bömin mín og barna- börn,“ segir Ellý, sem þó er ekkert farin að huga að bameignum. Hún á kærasta og saman leigja þau íbúð „með öllu“, þ.e. húsgögnum, heimil- istækjum og búsáhöldum. „Miklu þægilegra svoleiðis, ef ég skyldi skyndilega ákveða að fara í langt ferðalag, t.d. til Kína eins og hugur- inn stendur til. Mig langar til að dvelja þar um lengri tíma og læra tungumálið." Aðspurð hvað yrði þá um kærastann segir Ellý að hann kæmi vitaskuld á eftir sér. ■ vþj Tveggja vikna hönnunarhátíð Ný íslensk húsgagna- og innréttingahönnun í Hafnarhúsinu HÖNNUNARDAGAR 95 er yfírskriftin á hönnunarhátíð sem er í vænd- um í lok febrúar. Meðal þeirra fimm sýninga sem verða settar upp er sýning sem húsgagna- og innanhússhönnuðir auk framleiðenda verða með í 400 fermetra rými í Hafnarhúsinu. Það er Hönnunarstöðin sem sér um skipulagningu hátíðarinnar. Um tíu húsgagnaframleiðendur og milli 10-14 hönnuðir taka þátt í samsýning- unni í Hafnarhúsinu. Hönnuðum ber saman um að gróska sé í greininni, hlutdeild íslenskrar framleiðslu eykst stöðugt í eldhúsinnréttingum og skrifstofuhúsgögnum og nú vilja hönnuðir virkja áhuga íslendinga á að kaupa íslensk húsgögn og auka úrvalið á heimilishúsgögnum til muna. Skrifstofu húsgögn fyrir lítið pláss Sturla Már Jónsson hús- gagna- og inannhússhönn- uður verður með ný skrif- stofuhúsgögn á sýningunni í Hafnarhúsinu. Húsgögnin heita Seria nett og um er að ræða viðbót við Seria húsgögnin sem þegar eru til tvær tegundir af. Eins og nafnið gefur til kynna eru þessi húsgögn nettari en þau sem til eru fyrir og hugsuð til að búa tií góða vinnuaðstöðu á litlu svæði. Húsgögnin eru fram- leidd úr beyki og mahóní með hliðum í sama lit eða gráar. Þeim fylgir ný teg- und af skermveggjum sem geta staðið sjálfstæðir og má hengja á húsgögn ef vill. Skrifstofuhúsgögnin eru framleidd af Á. Guðmunds- syni hf. í Kópavogi sem Sturla hefur unnið fyrir síðastliðin tíu ár. Sturla Már er um þessar mundir að vinna að hinum og þessum innréttinga- verkefnum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. ■ Vilja sjá grósku í hönnun heimilishúsgagna Húsgagna- og innanhúshönnuðirnir Guð- rún Margrét Olafsdóttir og Oddgeir Þórð- arson reka saman teiknistofu á Háteigs- vegi. Þau verða á sýningunni með skápa sem eru hluti af borðstofulínu. Hlutimir voru á sýningu í Bella Center í haust og þar komust Oddgeir og Guðrún Margrét í samband við aðila sem er að kanna mögu- leika á útflutningi. Auk þess sem þau vinna við almenna innanhúshönnun, þá hanna Guðrún Mar- grét og Oddgeir skrifstofur, innréttingar í verslanir og fyrir einstaklinga. Þau starfa fyrir Brunás innréttingar, hafa unnið fyrir Epal og eru að reyna fyrir sér sem sjálfstæðir hönnuðir og framleið- Blindir flétta setu o g bak ERLA Sólveig Óskarsdóttir húsgagna- og iðnhönnuður verð- ur með stól á hönnunarsýning- unni. „Mig langaði til að gera hlýjan stól fýrir nútímafólk, koma með mýktina og hlýjuna úr gömlu stólunum. Eg reyndi engu að síður að hanna hann með tilliti til nútímatækni upp á framleiðslu." Samningar tókust með hús- gagnaframleiðandanum GKS hf. og Blindrafélaginu um að þeir síðamefndu tækju að sér að flétta bak og sæti með tágum. Það verður gert í höndum og Erla segir það dagsvinnu að flétta bak og setu fyrir einn stól. Stóllinn verður kynntur í end- anlegri mynd á sýningunni. Þessa dagana er Erla Sólveig að hanna olíuflöskur undir mata- rolíur fyrir Sól hf. og síðan sér hún um að hanna skrifstofuhús- gögn fyrir skandinavíska kvik- myndaframleiðendur sem leigja sér húsnæði í Cannes fyrir kynn- ingarhátíðina sem verður þar í maí næstkomandi. Húsgögnin verða smíðuð á íslandi og fara héðan með gám til Cannes. endur undir merkinu GO húsgögn. Þau leggja áherslu á heimlishús- gögn en þeim flnnst ekki hafa verið nógu mikil gróska í framleiðslu á íslenskum heimilishús- gögnum í langan tíma. Hefur verið að selja Þjóðverjum hönnun sína Sigfuijón Pálsson húsgagna og innanhússarkitekt hefur haft í nógu að snúast undanfarin tvö ár síðan hann hóf fyrir alvöru að hanna og senda frá sér hluti. Hann tók þátt í húsgagnasýn- ingu í Bella Center 1993 og seldi þar stól sinn, Rapsodíu, til þýsks framleiðanda, Brune Gmbh & Co. Stóllinn er þegar kominn í framleiðslu og selst vel. Hann er markaðssettur sem kaffihúsa- stóll og verður til sýnis á hönnunarsýningunni. Siguijón tók þátt í Bella sýn- ingunni árið eftir, eða 1994, og þá keypti sami þýski aðili af honum sófalínu sem verður sett á markað í Þýskalandi nú i mars. Von er á sýningarsófa til lands- ins sem var á Orgatec sýning- unni í Köln í október sl. Hann verður til sýnis í Epal en sú verslun selur húsgögn frá Brune Gmbh & Co. Þá verður Sigurjón einnig með á sýningunni stól sem hann hefur hannað í samvinnu við nokkur íslensk fyrirtæki. Stóll- inn, sem heitir Vikivaki, verður framleiddur á Akureyri og mun borðalína fylgja í kjölfarið. Um er að ræða fjölnota stól fyrir skóla, félagsheimili og aðrar stofnanir. Rúsinan í pylsuendanum segir hann að sé stóll sem hefur verið í þróun síðastliðin tvö til þrjú ár. Fram til þessa hefur hann aðallega hannað stál- og viðar- húsgögn en hér er um að ræða álstól. „Þetta er frakkur stóll og ég hef valið að fara óhefð- bundna leið í hönnuninni. Ég hef verið að þróa aðferð við hönnun úr áli. Fram til þessa hafa menn notað einn lit í álhönnun en þessi aðferð gefur möguleika á lita- samsetningum. Annars er best að segja sem minnst um stólinn, það kemur í \jós hvernig hann lítur út.“ GúðbjörgR. Guðmundsdóttir Meistarakokkarnir saman þannig að úr verði þykkt mauk. Hlutið kjúklinginn í 6 hluta og smyrjið maukinu á hlut- ana og látið standa í kæli yfir nótt, takið úr kæli klukkutíma fyrir eldun og saltið. Steikt í 180°C heitum ofni í 20-30 mín. Borið fram með salati. Þessi réttur er rótsterkur enda gætir mexíkanskra áhrifa í honum. Góður réttur fyrir unn- endur sterkra rétta. New York vöfflur 300 gr hveiti 1 tsk. matarsódi Vi tsk. salt 2 msk. sykur ___________um /2 I mjólk_________ _________3 stk, egg (skilinl_____ 90 gr smjör Setjið þurrefnin í skál og hrærið mjólk, eggjarauðum og bræddu smjörinu smátt og smátt út í og hrærið uns bland- an er kekkjalaus. Bætiö örlítilli mjólk í ef deigið er of þykkt. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið í deigið fyrst 1A svo rest. Bakið á hefðbundinn hátt í vöfflujárni, haldið heitum í ofni en ekki stafla. Þessarvöfflureru bornarfram með sýrópi, gjarn- an hlynsýrópi. Þessi aðferð, þ.e. að stíf- þeyta eggjahvíturnar í deigið, veldur því að vöfflurnar verða loftkenndari og stökkar. lykillinn að eilífri æsku? Eitt hæsta hlutfall Q-10 í frumum líkamans er í hjartanu. Upp úr miðjum aldri minnkar framleiðslu á því og getur það leitt til minni mótstöðukrafts, skerts starfsþreks og ótímabærrar öldrunar. Hlutverk Coensims Q-10 er að breyta næringarefnum í orku í sérhverri frumu likamans þegar fæðan er brotin niður. Auk þess hefúr það sterk andoxandi áhrif. Þá sem skortir Q-10 geta fundið greinilegan mun eftir neyslu þess í nokkum tíma, í auknu þreki og betri líðan, en jafnffamt er stuðlað að heilbrigðari efri árum. Éh leilsuhúsið Skólavörðustíg & Kringlunni J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.