Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 4
4 D FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + DAGLEGT LIF AKBRAUT ökuskólans. Grái flöturinn er hála svæðið. Það er 70 m á lengd og 7 m á breidd. Að halda stefn- unni á glerhálu svelli Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir ÖKUKENNARAR ASSR segja bílstjórunum til um fjarskiptatæki. Hér er bílstjórinn minntur á að ein- beita sér alltaf að áttinni sem hann ætlar að aka í, þ.e.a.s. til ökukennarans. FYRSTA æfingin í ASSR-ökuskólan- um í Sviss er að fara framhjá hindrun og aka áfram í rétta átt á næstu akrein. Þetta hljómar auðvelt en er hægara sagt en gert. Akbrautin er glerhál og bifreiðarnar virka eins og þær séu á helmingi meiri hraða en þær eru í raun. Bílarnir dansa á hálk- unni og flestir fara í nokkra hringi áður en bílstjórarnir ná tökum á þess- ari einföldu æfingu. ASSR er einn örfárra ökuskóla í Sviss sem þjálfa bílstjóra í að aka í hálku. Skólinn býður upp á tvö eins dags námskeið. Rétt viðbrögð við hindrun á beinum, hálum vegi eru kennd á fyrra námskeiðinu og akstur á bugðóttum, ísilögðum vegi á hinu. Umferðarör- yggisráð og félög sviss- neskra bif- reiðaeigenda mæla með þessari öku- þjálfun. Slysahætta þeirra sem hafa hlotið hana er lægri en annarra, samkvæmt könnun sem svissneska slysavarnar- félagið gerði fyrir nokkr- um árum. Námskeiðið kostar 220 franka eða 11.600 kr. Umferðarör- yggisráð end- urgreiðir þátttakend- um hluta af gjaldinu og félög bif- reiðaeigenda bjoða upp á nokkur nám- skeið á ári fyrir sína fé- lagsmenn á niðursettu verði. Skólinn er einkaskóli og rekinn allan ársins hring. Hann er vel sóttur, einkum þó á veturna. Við vorum 12 á námskeiðinu. Tveir höfðu verið á því áður og nokkrir hefðu gott af að endurtaka það. Við vorum tvö og tvö um bíl og skipt- umst á að aka eftir endilöngu svell- inu, 70 m löngu og 7 m breiðu. Kon- an sem ég ók með lenti í bílslysi fyr- ir 30 árum. Hún var þá komin tæpa níu mánuði á leið, missti stjórn á bíln- um á klakabletti og klessti bílinn á tré. Síðan hefur hún alltaf ætlað að læra að aka í hálku og lét nú loksins verða af því. Námskeiðinu var skipt niður í akst- ursæfíngar og stutta fyrirlestra um útbúnað bifreiðarinnar, viðbrögð og umferðarreglur. Það mikilvægasta sem var brýnt fyrir okkur var að missa aldrei sjónir á áttinni sem við ætlum í. Ökumenn stýra ekki síst með augunum og meðan þeir horfa í rétta átt þá á bíllinn fara í hana, nema þeir missi alveg stjórn á honum. Til að koma í veg fyrir það eiga þeir að taka fótinn af bensíninu um leið og þeir finna að bíllinn fer að renna, stíga á kúplinguna og stýra snöggt í gagnstæða átt við þá sem bíllinn rennur í. Þannig ættu þeir að ná stjórn á bílnum og komast leiðar sinnar, svo fremi þeir viti enn í hvaða átt þeir ætla. Ef bíllinn lætur ekki að stjórn þá er ekki um annað að velja en klossbremsa og vona það besta. Önnur æfing var að bremsa á klaka. Fyrst við stansskilti og síðan í neyðartilfelli. Hið síðara var auðvit- að erfiðara. Leyndardómurinn þar er að stíga fyrst kröftuglega á brems- una, lyfta síðan fætinum og stíga aftur á hana með meiri tilfinningu. Það er mikilvægt að hafa hælinn allt- af í gólfinu, annars hefur ökumaður- inn ekki fullt vald á bensín- og bremsufætinum. Þriðja æfíngin var að aka fram hjá hindrun og halda ÞAÐ ER hægara sagt en gert að halda stefnunni á beinni en glerhállri brautinni. áfram á réttri akrein. Einbeitingin þarf að vera í lagi og augunum beint í rétta átt til að það takist á glerhálu svelli. Ökuskólinn lætur lítið yfir sér. Móttökuherbergi og skrifstofa í öðr- um enda lágrar byggingar og kennslustofa og salerni í hinum. Nem- endur geta prófað sjónina í sjónprófs- tæki frá Canon og séð hvort þeir þurfa að fara til augnlæknis. Kennslu- bifreiðarnar eru frá Toyota. Þær hafa sérútbúin afturdekk sem gera það að verkum að bílarnir virðast fara tvisv- ar sinnum hraðar á gerviísbrautinni en þeir gera í raun og veru. Brautin er úr gerviefni sem verður glerhált þegar vatni er sprautað á það. Georges Hedinger, ökukennara og fv. kappaksturskappa, kom á óvart að það er enginn ísakstursskóli á ís- landi. Hann sagði að eins dags æfíng gæti komið í veg fyrir að bílstjóri færi á taugum þegar hann fyndi að bíllinn færi að renna til í hálku eða skrensa í lausamöl. Bílstjórinn vissi hvernig hann ætti að bregðast við og gæti þannig frekar komið í veg fyrir alvarlegt slys. ¦ Anna Bjarnadóttir Reykingar, há blóðfita og mikil vanlíðan í vinnunni geta aukið líkur á bakverkjum FITURÍK fæða, reykingar og van- líðan í vinnunni eða heima fyrir. Þetta eru atriði sem kunna að auka líkur á bakverkjum. Þó svo að aukin hætta sé á ferðum þegar þessi ofantalin atriði eru annars- vegar þá er ekki borðleggjandi að það séu einu orsakirnar. Viðkom- andi getur hæglega fengið brjósk- los þó hann reyki ekki, sé í góðri vinnu og borði mjög heilsusamlegt fæði. Sérfræðingar eru þó sam- mála um að þessir áhættuþættir séu áhrifa miklir þegar bakverkir eru annars vegar. Brjóskiðerfátækt af æoum Magnús Ólason er endurhæf- ingarlæknir á Reykjalundi. Þar er hann í forsvari fyrir svoköll- uðu verkjasviði þar sem teymi meðferðaraðila hefur sérhæft sig í meðferð fólks með langvarandi verkjavandamál m.a. bakverki. Hann segist fá til sín ýmsa sem ; þjást af verkjum í baki án sýni- legra orsaka. „Brjóskið milli hrygg- jarliðþófa er einn viðkvæmasti hlekkurinn í hryggnum. Trefja- brjósk myndar eins og hring í kringum mýkri kjarna og gerir að verkum að liðþófarnir verða fjaðr- andi, nokkurskonar höggdemparar fyrir hrygginn. Þessu brjóski eins og annarsstaðar í líkamanum er illa séð fyrir næringu og það er fátækt af æðum." Æðakölkun áhættuþáttur Á síðasta ári birtist grein í tímaritinu Spine um finnska rannsókn á slagæðum 86 með- alþungra karlmanna. Leiddi hún í ljós að hætta jókst á hrörn- un í hryggjarliðþófum eftir því sem æðakölkun var meiri. Magnús seg- ir að aðrar rannsóknir hafi sýnt fram á samband milli þröngra sla- gæða og verkja neðarlega í baki. Fram til þessa hafa fáir rannsakað sérstaklega blóðstreymi til hryggjarins hjá þeim sem eru með verki í baki. Minnkað blóðflæði hefur áhrif á liðþófana milli hryggjarliðanna, vöðva, taugarætur og fleiri vefi líkamans og leiðir til hrörnunar eins og gerist hjá öllum öðrum líf- færum sem fá lítið blóðmagn. Æðarnar þrengjast fyrr hjá reykingamönnum Ástæðan fyrir því að brjóskið hrörnar fyrr hjá reykingarmönn- Stuðla þarf að lágværri en markvissri umræðu um sjálf svíg RANNSOKNIR benda til að sjálfs- vígum geti fjölgað í kjölfar opinberr- ar umfjöllunar um sjálfsvíg og að almenn fræðsla og forvarnarstarf gegn sjálfsvígum geti jafnvel haft þveröfug áhrif við það sem ætlast var til. Því þarf að stuðla að lág- værri en markvissri umræðu um þennan vágest. Þóroddur Bjarnason, félagsfræð- ingur, segir að ákveðin umræða um sjálfsvíg sé nauðsynleg, en hafa verði í huga að forvarnargildi almennrar umræðu sé í besta falli takmarkað. Erlendar rannsóknir benda til að sjálfsvigum geti fjölgað í kjölfar slíkrar umræðu. Mikilvægasta for- varnarstarfið felist í stuðningi fjöl- skyldu og vina og handleiðslu sér- fróðra manna við þá, sem eiga við alvarlega vanlíðan að stríða. Sjálfsvíg algengarl meðal karla, en konur gera f lelri tllraunlr Skráð sjálfsvíg hafa nær alls stað- ar í heiminum verið algengari meðal karla og meðal eldra fólks, og er Island þar engin undantekning. Um 75% þeirra sem fremja sjálfsvíg eru karlar, og sjálfsvíg eru afar sjaldgæf meðal pilta yngri en 16 ára og stúlkna yngri en 20 ára. Engin við- hlítandi skýring hefur fundist á þess- um kynjamun, en ýmsar félagslegar, sálfræðilegar og líffræðilegar tilgát- ur hafa verið á kreiki, sem margar hverjar tengjast árásargirni karl- manna. Þessi kynjamunur er sér- kennilegur í ljósi þess, að sjálfsvígst- ilraunir eru mun algengari meðal kvennaen karla. í mörgum löndum, þ.á.m íslandi, gera tvær til þrjár konur tilraun til sjálfsvígs á móti hverjum karii. Engln almenn aukning hériendis Þóroddur segir að yfir heildina hafí sjálfsvígum hér ekkert fjölgað síðustu 40 árin. Meðal íslendinga 15 ára og eldri voru á árunum 1951- 1990 að meðaltali skráð 16 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa. Hins vegar hafa töluverðar sveiflur verið á tíðni sjálfsvíga milli ára. I grein sem Þór- oddur birti ásamt Þórólfí Þórlindssyni í læknatímaritinu Arctk Medical Research sýna þeir fram á að þessar sveiflur séu reglubundnari en svo að um tilviljun geti verið að ræða, og leiða að því getum að þessar sveiflur megi tengja hagsveiflum í íslenska hagkerfinu. Ungir plltar Þótt sjálfsvígum hafi ekkert fjölgað í heildina á síðustu árum, hefur þeim fjölgað' í einstökum hópum. Þannig hefur sjálfsvígum meðal ungra pilta fjölgað jafnt og þétt og svo virðist sem piltar séu ekki lengur í minni hættu en aðrir karlar. Þóroddur bend- ir á að þetta kunni að einhverju leyti að stafa af þeim breytingum, sem orðið hafa á þjóðfélagsgerðinni og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.