Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 6
6 D . FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ "t FERÐALOG Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson NÝKJORIN stjórn ferðamálafélagsins. Ferðamálaf élag stoínaö í Vogum Vogum - „Markmið samtakanna er að fá þjónustuaðila í byggðarlaginu til að starfa saman," sagði Guðmundur Guðbjörnsson, form. nýstofn- aðs Ferðamálafélags Vatnsleysustrandarhrepps. Félagið var stofnað af nokkrum aðilum sem hafa áhuga á ferða- málum. í stjórn eru, auk Guð- mundar, Gunnar Helgason, Guð- rún Hallgrímsdóttir, Bára Einars- dóttir og Kristín Einarsdóttir. Guðmundur segir að félagið muni stuðla að merkingum á þeirri þjónustu sem er í boði í byggðar- laginu og reyna að auka streymi ferðamanna til staðarins. Hann segir mikla möguleika hérna, sérstaklega með tilliti til legu svæðisins og segir eðlilegt að gamli Suðurnesjavegurinn verði opnaður reiðhjólafólki, ekki síst vegna slysahættu á Reykjanes- brautinni. Guðmundur segir að- stöðu góða í Vogum, íþróttahús og tjaldstæði, en mikið starf sé óunnið í þessum málaflokki og af nógu að taka. ¦ Deng á úlnliðinn EKKI eru allir íbúar Hong Kong himinlif- andi yfir því að landssvæðið rennur und- ir kínverska stjórn 1997 eins og al- kunna er. En hvað sem því líður er nú byrjað að framleiða ýmsa gripi í tilefni þessa. Það sem hvað eftirsóttast er í augnablikinu er úr með mynd af Deng Xiao Ping á j skíf unni og er sagt að að- eins verði framleidd 1997 úr með Deng. Verðið er rétt innan við 7 þús. kr. Væru nú einhverjir hérlendis sem hefðu ágirnd á Deng-úri verð- því miður að taka fram að þau fást aðeins í nokkrum út- völdum búðum í Hong Kong og ekki eru afgreiddar pantanir erlendis frá. Um þetta má lesa í blaði Cathay Pacific, Disco- very, sem er flugblað Hong Kong. ¦ Skíðakennsla Snæfrííar í Bláf jöllum SKÍÐASKÓLINN Snæfríður verður með kennslu í Blá- fjöllum fyrir fólk á öllum hæfnisstigum og segir Þor- grímur Kristjánsson, einn fimm kennara, að þátttakend- um sé skipt í hópa og því fái hver og einn kennslu við sitt hæfi. Hann sagði að kennararnir hefðu allir kennt hjá Skíðaskólanum í Kerlingafjöllum og í Austurríki. Nú eru tíu ár síðan skíðaskóla Snæfríðar var hleypt af stokkunum en sl. tvö ár hefur hann ekki starfað. Hann tekur nú upp þráðinn af endurnýjuðum krafti. Kennslan er um helgar frá kl. 11-16,30 og hver kennslustund er 90 mínútur. Verð er 800 kr. fyrir full- orðna og 600 kr. fyrir börn. Einnig geta stærri hópar og starfsmannafélög pant- að kennslu fyrírfram og fer hún þá fram á því skíða- svæði sem óskað er. Loks má nefna að einkakennslu er að fá fyrir þá sem þess óska og eru þá aðeins þrír í hverjum hóp. ¦ ^sxá. Hvað er heitt hjáþeim? JI Meðalhiti febrúarmánaðar, Acapulco Accra Amman Anchorage Aþena 14 Bagdad Belgrad 19 5 Blantyre Caracas 28 26 Dallas/Ft. Worth 15 Dubai 21 Guatemalaborg Hong Kong Istanbul 25 18 9 Jóhannesarborg 25 Kuala Lumpur 32 Kharoum 34 LaPaz Madras Madrid Maputo Nairobi Peking Prag Rio de Janeiro Seattle Santo Domingo Tel Aviv Túnisborg Heimild: Executive Travel. °c 31 32 14 -3 14 19 5 28 26 15 21 25 18 9 25 32 34 18 31 11 Tuttugasta öldin í helli SÞAÐ er sérkennileg tilfinning að standa í fyrsta skipti í sand- ¦¦% öldunum á Maspalomasströnd- ^" inni á Gran Canaria. Loksins Ui gat aðdáandi Frank Herberts Sfundið á eigin iljum tilfinningu Sandheimsins og það er auðvit- _.p að engin lygi, að gullinbrúnn *"j sandurinn bylgjaðisl fyrir ferð \ sandormsins. Um tíma stóð ¦6 mér ekki á sama um hóp ferða- manna, sem var þarna í kamelferð, en svo hvarf sandormurinn og þeir björguðust allir saman. Sandhólarnir skilja í milli ensku strandarinnar og Maspalomas- strandar og eru nú friðuð náttúru- vætti. Það er skrýtið að geta grafið sig í þessari auðn og þurfa svo ekki annað en rétta úr sér til að vera mitt í túrisma 20. aldarinn- ar. Þetta sama datt mér í hug að hellafólkið í Guayadequegljúfri lifði. Frumbyggjar Kanarí- eyja, Guanchemenn, voru hellafólk, þegar Spánverjar komu þangað fyrst, og allar götur síðan 1 fólk víða búið í hellum. Reyndar hafa sumir hellabúar í Guayadequeg tekið 20. öldina inn til sín og búið betur um sig en forfeður þeirra létu sér lynda. En hins eru líka dæmi, að í hellum búi fólk við frumstæðari skilyrði og annan tíma, en þann sem við hin lifum eftir. Sumir þessara hella eru grafnir langt inn í gljúpt bergið. Og það er ekki bara að menn búi í þessum hellum, þarna í klettinum eru veit- ingastaðir og kirkja. Eigandi eins veitingastaðarins hefur grafið sig upp fjallið og á sér draum um veit- ingastað á mörgum pöllum innan í klettinum. Annar hefur haldið sér láréttum og innréttað veitingastað fyrir 200 manns, sem Tagoror, heit- ir. Við ákváðum að borða þar. Við vorum þarna á ferð á sunnuðegi. Þá leggja heima- menn leið sína í gljúfrið og fjölskyldan slær þar upp grill- veizlu. En við áttum ánægju- lega stund á Tagoror, snædd- um sitt lítið af hverju, þjóðlega rétti eins og geitaost og hangiskinku. Voram í fyrra lagi á ferðinni og engin skemmti- atriði uppi við, en hljómlistar- menn, 3em skemmta á kvöldin hafa komið til ís- lands og leikið í Reykjavík. ÞÓTT þess séu dæmi að fólk búi enn við frumstæð skilyrði í hellum, þá hafa aðrír búið betur um sig og sumir byggt yfir innganginn. Og sjónvarp- ið er að sjálfsögðu á staðnum! Tagoror teygir sig í nokkrum klettagöngum, sem hafa verið skemmtilega löguð til, og er staður- inn verðlaunaður fyrir hugkvæmni og gestavináttu. Kliðurinn bergmál- ar um hvelfingarnar. Öðru sinni á ævmni upplifði ég nú furður hljóm- burðarins. Fyrra skiptið var ég staddur í þinghúsinu í Washington. Þar í húsi er staður, þar sem heyra má greinilega, hvað hvíslað er lengra f rá. I klettinum á Gran Canaria barat rödd konu, sem sat við borð á bak við okkur, eftir berginu svo því var líkast að hún léti dæluna ganga beint í eyrað á mér og framan í þá sem snéru baki í hana! PAtMA wnzarote Kanaríeyiar TENERIFE " COMERA HIERRO FUERTEVENTURA Las hkta GRAN CANARIA Palmas Punta delaAlaeac: Puntade Gando Cando- fíugvöllur Playa de Inglés (Enska ströndin) MiupahmaslTemtíu KLARA dreifir Morgunblað- inu á íslendingabarnum. Ellefu Islendlngar og öldungaráðlð íslendingarnir á Gran Canaria búa ekki í hellum, heldur eru þeir allir 20. aldar menn í hýbýlum og háttum. Okkur taldist til að ellefu íslend- ingar hefðu fasta búsetu á Ensku ströndinni og dæmi heyrðum við um að einstaka Islendingur ætti sér skjól annars staðar á eyjunni, höfuðborg- inni Las Palmas m.a. Ferðamanna- þjónustan á eyjunni snýst ekki sízt um fjölskyldufólk og margt er til fyrir börnin. En fullorðna fólkið kemur til lengri dvalar, æ fleiri þetta frá 3 og upp í 6 mánuði á ári. Og þrír herramenn eyða þar „öllum elli- lífeyrinum", eins og sagt var. Út á það eru þeir nefndir „öldungaráðið" á íslendingabarnum. íslendingabarinn, sem heitir auð- vitað Cosmos upp á útlenzku, reka hjónin Klara og Fransisco Casades- us. Cosmos er miðstöð Íslendinga- lífsins á Ensku ströndinni. Þar hljómaði íslenzk tónlist, þegar við komum, þar var íslenzka töluð við hvert borð. Og auðvitað kemur Morgunblaðið þangað, 40 eintök daginn sem við litum inn. Auður Sæmundsdóttir kom tíl Kanaríeyja fyrir 18 árum til farar- stjórnar á vegum Flugleiða. Hún gift- ist Kanaríeyjamanni og settist að. Klara bjó fyrst á meginlandi Spánar, en kom til Kanaríeyja í frí og svo fór að þau hjón settust hér að. Þessar konur eru auðvitað starfans vegna í stöðugu sambandi við íslendinga. En líf sitt eiga þær á erlendri grund og segja það því vera með svolítið öðru sniði en ef þær væru ferðafólk þarna suðurfrá, eins og við. En það sér ekki á þeim. Og ég get ekki orða bundist þegar ég kveð Klöru, að segja henni, hvað mér finn- ist hún íslenzk í framgöngu og tals- máta þrátt fyrir áralanga búsetu erlendis. Þá hlær hún og segir: „Það þarf enginn að týna sjálfum sér, þótt hann fari að heiman." • ¦ Freysteinn Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.