Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 D 7 FERÐALÖG ðendanleg fjðlbreytnl á skfðasvæðinu við Kirchberg FLUGLEIÐIR hófu flug til Salz- borgar í Austurríki 4. febrúar og fljúga þangað alla laugardaga til 11. mars. í tengslum við flugið bjóða Flúgleiðir skíðapakka með gistingu í Kirchberg í Tíról og ís- lenska fararstjórn. Kirchberg er ákaflega fallegur bær þar sem lífið á veturna snýst um skíði og aðrar vetraríþróttir. Skíðalönd Kirchberg og Kitzbúhel eru hin sömu og þar finna allir brekkur við sitt hæfi. Lyftur og kláfar eru 65 talsins, skíðabrekk- urnar um 200 km að lengd og gönguskíðaleiðir jafnlangar. Það tekur góðan skíðamann um tvo mánuði að kynnast öllum brekkun- um og þeim leiðum sem hægt er að velja sér á svæðinu. Fjöibreytn- in er nánast óendanleg. Brekkurnar eru allar merktar þannig að skíðamenn vita hvort þeir eru að leggja í auðvelda, miðl- ungs eða erfiða brekku. Þá ér hægt að renna sér tugi kílómetra á einum degi í svokölluðu skíða- safaríi. Lyftukort fást í ýmsum útgáfum en sem dæmi má nefna að 6 daga kort kostar rúmar 11 þús. kr. og 13 daga kort 19.500. Lyftukortin gilda einnig í skíðarútur sem aka á milli Kirchberg og Kitzbúhel all- an daginn og fram á kvöld. I boði er skíðakennsla fyrir alla og mjög góð aðstaða er fyrir böm- in. Skíðaskóli fyrir böm frá 4ra ára aldri er við fjallsræturnar og þar er vel hugsað um þau allan daginn í skemmtilegu umhverfi. Kennslá fyrir börn með hádegis- verðarhléi frá kl. 9.30-15 í skíða- skólanum Total kostar t.d. 3.100 kr. á dag og 7.450 í 5 daga. Hádeg- ismatur og gæsla kostar um 500 kr. á dag. Dæmi um verð fyrir kennslu fullorðinna er 3.400 á dag, 7.140 kr. í 3 daga og 7.760 í 5 daga. Kennt er á gönguskíði í minnst fjögurra manna hópum. Kennsla á dag kostar um 3.700 krónur og um 5.600 kr. fyrir tvo daga. Ekki má gleyma mat og drykk sem hvort tveggja er hægt að nálg- BÖRNIN verða ekki svikin af skíðaferð til Austurríkis. Að- staða er öll eins og best verður á kosið, skíðakennsla við allra hæfi og ekki spillir fyrir að veðrið er næstum alltaf gott. ast fyrir hóflegt verð nánast á hveiju horni og hverri brekku. Og fyrir þá sem ekki hníga niður úr þreytu strax eftir kvöldmat er úr ýmsu að velja. í Kirchberg em fjöl- mörg kaffíhús, öldurhús og dans- staðir þar sem hægt er að skemmta sér fram undir morgun. Þar verða ýmsar óvæntar uppákomur eins og sú sem austurríska dagblaðið Kleine Zeitung sagði frá fyrir skömmu. Þá lá litlu barni mikið á að komast í heiminn. Móðir þess sat og hafði það huggulegt á kaffi- húsi i Kirchberg þegar hún fékk hríðir. Og hún komst ekki langt því að innan fárra mínútna var drengurinn fæddur. Flugleiðir bjóða gistingu á hótel- um, gistihúsum eða íbúðahótelum sem eru öll í göngufæri við skíðar- útur og/eða skíðalyftur. Tekið er á móti Flugleiðafarþegum á flug- vellinum í Salzburg af austurríska fararstjóranum og skíðakennaran- um Rudi Knapp. Hann hefur aðset- ur í Kirchberg og skipuleggur skoðunarferðir þaðan. í boði er m.a. skoðunarferð um Hahnenk- amm-svæðið, skíðasafarí í einn dag, skíðaferð á stuttum skíðum (sk. ,,big-foot“-skíðum) og sleða- kvöld. Rudi hefur mikla reynslu af fararstjórn með íslenskum ferðamönnum og talar prýðilega íslensku. Flugleiðir hafa gefið út bækling um skíðaferðir til Austurríkis og þar eru allar upplýsingar um gisti- möguleika, bílaleigubíla, verð o.fl. Gréta Ingþórsdóttir \ ca eða Víetnam, fari eða i"-"— Hönnunarnám og afsláttarkort í ár er í boði námskeið eða lengra nám í hönnunarskólanum Istuto Europeo di Design í Mílanó sem einnig má stunda í Róm, Madrid eða Toledó. Kennd er m.a. fatahönnun, skart- gripasmíði, leikmynda- . hönnun, tölvu- og sjón- - varpsgrafík og iðn hönnun. Bækling- ur um skólann kemur út mars. Sem fyrr býður FS fargjöld fyrir ungt fólk og námsmenn, s.s. Kilroyfargjöld- in sem gilda í langan tíma og eru sveigjanleg. Einnig er að fá að- gang að Countdown afsláttar- klúbbnum og næst þá ýmis konar afsláttur víðs vegar í heiminum. Þetta kort er fyrir fólk á öllum aldri. Ennfremur tvö alþjóðleg afsláttarskírteini fyrir ungt fólk og námsfólk; ISIC er alþjóðlegt námsmannaskírteini og G025 sem er alþjóðlegt afsláttarskír- teini. Ferðir með Encounter Overland Ferðir með Encounter Overland eru vinsælar hjá FS. Þetta eru safaríferðir um Afríku, Asíu og S-Ameríku; 70 ferðir, stuttar og langar. Ferðast er í sérbúnum trukkum og allir hjálpast að við störf svo sem eldamennsku og matarinn- kaup. Þá eru ferðir um önnur fjarlæg lönd t.d. Víetnam og einnig eru Kúbuferðir, borgarferðir og FS selur In- terrail kortið sem gildir um ákveðin svæði í Evrópu í allt að 30 daga. ■ j.k. Kók til Norður-Kóreu FORSVARSMENN Coca Cola- fyrirtækisins eru nú að þreifa fyrir sér hjá Norður-Kóreu- mönnum um að setja upp verk- smiðju þar í landi inn- an tíðar. Engin niður- staða hefur verið birt, en viðræður fóru fram milli Park Gil Yon, fulltrúa N-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum og yfirmönnum fyrir- tækisins í Atlanta ný- lega. Coca Cola er fáan- legt á stærstu hótelun- um í Pyongyang og í dollarabúðum og eitt- hvað á svarta markað- inum. En það er hvorki auglýst né hefur fyrirtækið neinn um- boðsmann í landinu. „Við erum til í að fara hvert á land sem er, jafnvel á Norðurpólinn ef við héldum að við gætum selt vöru okkar,“ er haft eftir Ric- hard Nicholas, eins fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Frá þessu segir í Far Eastern Economic Review. Bætt er við að Norður-Kórea hlyti að verða meiriháttar prófsteinn á markaðs- stefnu fyrirtækisins, því erfitt gæti reynst að fá fólk til að kaupa drykk sem það tengir samstundis hinum úrgu og úrkynjuðu Vesturlöndum, að dómi markaðsfræð- inga í Suður-Kóreu. En forráðamenn Coke eru hvergi bangnir og benda á að þeir hafi brotið niður ýmsa múra og taka þá Kina sem nýjasta dæmið. _ Ferðamanna- Mönusta í Gambíu í rúst í DÖNSKUM blöðum er sagt frá því að ferðamannaþjónusta í Gambíu hafi gersamlega hrunið eftir að byltingin var gerð í landinu í júlí. Hún fór fram án blóðsúthell- inga en engu að síður standa nú hótelin auð og á ströndunum sést ekki sála. Síðustu árin hefur Gambía ekki getað tekið á móti öllum þeim ferðamönnum sem vildu koma til landsins, einkum frá Skandinavíu, en nú er öldin önnur. 1993-94 komu 150 þús. ferðamenn til lands- ins en fólk í ferðaþjónustu spáir því að í ár verði gestir varla yfír 30 þúsund. FARÐU þínar eigin leiðir heitir bæklingurinn frá Ferðaskrifstofu stúdenta 1995 enda er þar fjallað um ýmsar ferðir utan alfaraleiða og fítjað upp á ýmsum nýj- ungum. Árið 1995 er 15. starfsár ferðaskrifstofunnar sem annast einnig almenna ferðaþjónustu, hvort sem eru orlofs- og viðskiptaferðir. Jamalca og klúbbur 18-30 Geta má ferða til Jamaica m í Karíbahafi og einnig eru £ ferðir með Klúbb 18-30 til þekktra sólarstaða Miðjarð- arhafsins, Ibiza, Korfu, Ró- £| dos, Krít og Kos. Markmið £ þeirra er að menn njóti lífsins ftU en minna lagt upp úr gisti- stöðum og þjónustu. DANS og hljómlist er í háveg- um höfð i Gambíu eins og er í öllum V-Afríkuríkjunum. Skandinavar, einkum Danir og Svíar, hafa sótt til Gambíu síðan 1965 og hefur landið verið kallað Karabía Afríku vegna ómengaðs sjávar og fagurra stranda. ■ Morgunblaðið/JK Frá Damaskus. British flir- ways aftur til Damascus TALSMAÐUR British Airwa- ys hefur greint frá því að á árinu muni flugfélagið hefja á ný reglulegt flug til Damascus á Sýrlandi eftir tíu ára hlé. Haft var eftir aðalfram- kvæmdastjóra BA að vegna breytinga í pólitísku landslagi og loftslagi Miðausturlanda væri talið eðlilegt að taka Damascus inn á áætlun. Eng- um blandaðist hugur um að á næstu árum mundi vaxa mjög eftirspurn farþega til Miðaust- urlanda. BÁ ákvað fyrir nokkru að hefja einnig ferðir til Beirút og Ámman. Víetnam elnnig i sjónmálí Þá eru að hefjast samningar um flug BA til Víetnams, sem án efa verður það einstaka land í þessum heimshluta sem hvað hröðust ferðamanna- fjölgun verður til á næstu árum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.