Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 8
8 D FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG FERÐIR UM HELGINA Fl SUNNUD. 12. febrúar verður skíðaganga kl. 10.30 og verð- ur gengið í 3-4 klst. Sama dag kl. 13 verður önnur skíða- ganga en hinni styttri eða í um 2'/2klst. Sunnud. 12. febr. kl. 13 verður gönguferð á Úlfarsfell sem er í Mosfellssveit, norð- vestan Hafravatns gegnt Korpúlfsstöðum. Hamrarnir norðan í fellinu eru nú oftast nefndir Hamrahlíð en hétu til foma Lágafellshamrar. Kot- býli eitt sem stóð nærri norð- vesturhlíð Úlfarsfells og nú er komið í eyði hét Hamrahlíð. Úlfarsfell er 295 metrar yfír sjávarmál og er mikil og fögur útsýn yfír voga og sund í grennd við Reykjavík og inn yfir Mosfellsheiði. Austan Úlf- arsfells er jarðstöðin Skyggnir. Fjör ð ferðahátfO „ÞETTA gengur eins og í lyga-, sögu. Ekki hvarflaði að okkur að svona margir kæmu," sögðu Samal Blaahamar og Jan Mortensen frá Perðamálaráði Færeyja á ferða- kynningunni sem Flugleiðir stóðu að í Kringlunni þar sem þeir kynntu • digran sumarbækling sinn. Þeir félágar sögðu að mikil ásókn væri í bæklinga en fólk virtist ekki stoppa mikið við hvern bás því öll- um lægi svo á að sjá fleira. Fólk fór að streyma að fljótlega upp úr hádegi og var orðið fullt út úr dyrum um hálftvöleytið. Fjöl- skyldur virtust vera í meirihluta, börn hrópuðu á lukkumiðakaup, blöðrur og uppi á annarri hæð voru nokkrir í bæklingapásu, börnin með ís eða popp og blöðrur og allir að fylgjast með dans- og spilverki. „Það verður næstu daga og vik- ur sem við sjáum hvort fólk er að velta ferðum fyrir sér í alvöru eða hvort það er bara að safna sér bæklingum. Ég hef þó á tilfinning- unni að mjög margir hugsi sér til hreyfings næsta sumar en líklega eru fáir sem hafa nú þegar ákveðn- ar hugmyndir um hvert þeir ætla," sagði Benedikte Blirup frá Ferða- málaráði Austurríkis. Hún bætti við að sér fyndist þetta ekki síður fjölskylduhátíð en ferðakynning og væri það í sínum huga mjög já- kvætt. Flestir tóku i sama streng en þeir sem höfðu verið með í fyrra voru líka á einu máli um að aðsókn væri langtum meiri en í fyrra. í fljótu bragði var ekki að sjá að einn bás væri eftirsóttari en annar en áberandi var þegar inn var komið Morgunblaðið/Árni Sæberg JAN Mortensen og Samal Blaahamar frá Ferðamálaráði Færeyja. málaráð, frá Trier, Þýskalandi, Spáni, Glasgow, Finnlandi, Bret- landi og nokkrar íslenskar ferða- skrifstofur voru með sína kynning- arbæklinga, svo sem Ferðaskrif- stofa stúdenta, Alís og Úrval-Útsýn og Prima — heimsklúbbur Ingólfs. Einnig voru bílaleigur, kreditkorta- fyrirtæki o.fl. Flugleiðabæklingurinn rann út eins og heitar lummur, lukkumiðar voru rifnir út og alls konar uppá- komur og skemmtan var í boði. Það var tvöföld jólatraffík í Kringl- unni þegar mest var, og horft yfír neðri hæðina þar sem fiestir básar voru sást bara iðandi mannhaf og menn og konur reyndu að ryðja sér braut að næsta bæklingastað. ¦ lí Sumarbæklingur Flugleiða rann út eins og heitar iummur. að öllum fannst sjálfsagt að fá sér bækling Flugleiða. Þarna voru einnig fleiri ferða- Snjódýpi á austurrískum skíðasvæðum Staður ídal Áfjalli (sm) Bad Hofgastein 30 190 Bad Kleinkirchheim 20 50 Flachau/Wagrain 15 150 Innsbruck 10 195 Kitzbuhel/Kirchberg 50 110 Lech/Zurs 115 280 Saalbach/Hinterglemm 70 165 Sðlden/Höchsölden 25 140 St. Anton/St. Christoph 95 395 St.Johann/Oberndorf 45 90 Zell am See ' 40 105 Heimlld: Ferðamálarið Austumkis 1. febrúar199S CATHAY Pacifíc; flugfélag Hong Kong, tekur Stokkhólm inn á áætl- un sína þann 14. febr. nk. og er það fyrsti staðurinn á Norðurlönd- um sem Cathay flýgur til. Flugið er um Frankfurt og verða tvær ferðir í viku a.m.k. til að byrja með. Ef allt fer að líkum mun þriðju ferðinni bætt við í mars. Notuð verður Boing 747- 400-vél í flugið. Ætlunin er svo að Cathay taki upp ferðir milli Stokkhólms og Hong Kong án millilendingar í október á þessu ári. Legoland eða Jðrdanía SUMARHÚSADVÖL í Kolding í Danmörku, beint flug til Billund og skipulögð hópferð til Jórdanlu eru meðal þess sem er í boði hjá ferða- skrifstofunni Alís samkvæmt nýjum sumaráætlunarbæklingi hennar. Er hér minnst á nokkra kosti. Þýskaland, ítalía e&a Spánn FLUG og bíll er vinsæll valkostur og margir sem taka bíl t.d. í Danmörku vilja gjarnan halda suður á bóginn, t.d. til Þýskalands, Lúxemborgar eða Austurríkis og fá sér gistingu þar ellegar dveh'a í sumarhúsum. Geta má um beint flug til Mílanó í júlí, ágúst og fram í september og geta menn vitanlega tekið bfl og keyrt um að eigin vild eða dvalið í Mflanó og farið ferðir þaðan. Dæmi um verð á flug og hótel í Mílanó í viku er 50.360 á mann. Einnig er ferð til Rómar um Kaupmannahöfn og kostar sú ferð með gistingu í 5 nætur 62.150 kr. í sumar verða tveir áfangastaðir á Spáni, Barcelona og sólarströndin Vilanova Geltrú. Dæmi um flug og gistingu í Barcelona í viku er 44.900 á mann. Belnt f Legoland Einu sinni í viku er sumarflug tíl Billund á Jótlandi en þar er Legoland sem er mikið sótt af fjölskyldum. Ferðaskrifstofan hefur samninga við ýms hótel þar og geta menn hvort sem vill fengið þar hótelgistingu eða búið í smáhýsum. Verð á sólarhring er frá kr. 3.300 fyrir hvern. Sumarhús í Kolding og Ribe eru eru einnig í boði og síðustu ár hefur Danmörk verið valin af mörgum til að keyra vítt og breitt um landið og skoða sig um. i| mm *U S j 8 '.'••! W wF~ ^SmwJm : ]£3BKf^p-*mii&t£t ^fe'^H ^fcjB Biv-i^^jifi^pB ¦;' <Bl % ¦ \ ^ ^p&s^* Frá Petra í Jórdaníu. Fyrsta hópfer&ln tll Jórdanfu Alís hefur nú á áætlun fyrstu skipulögðu hópferðina til Jórdaníu með haustinu. Er þá flogið til Amman en síðan farið í skoðunarferðir m.a. til Jerash og Petru, hinnar rósrauðu borgar sem mörgum þykir hið mesta undur. í ferðalok er síðan 2ja daga ferð til Jerúsalem og Betlehem. Ástæða er til að nefna Kýpurferðir í samvinnu við bresku ferðaskrifsto- una Cypair Holidays. Sem dæmi um verð kosta 2 vikur í júní frá kr. 74.440 fyrir manninn í Porto Paphos. ¦ j.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.