Morgunblaðið - 10.02.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.02.1995, Qupperneq 8
8 D FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ■ FERÐIR UM HELGINA Fí SUNNUD. 12. febrúar verður skíðaganga kl. 10.30 og verð- ur gengið í 3-4 klst. Sama dag kl. 13 verður önnur skíða- ganga en hinni styttri eða í um 2'/2klst. Sunnud. 12. febr. kl. 13 verður gönguferð á Úlfarsfell sem er í Mosfellssveit, norð- vestan Hafravatns gegnt Korpúlfsstöðum. Hamramir norðan í fellinu em nú oftast nefndir Hamrahlíð en hétu til foma Lágafellshamrar. Kot- býli eitt sem stóð nærri norð- vesturhlíð Úlfarsfells og nú er komið í eyði hét Hamrahlíð. Úlfarsfell er 295 metrar yfir sjávarmál og er mikil og fögur útsýn yfir voga og sund í grennd við Reykjavík og inn yfir Mosfellsheiði. Austan Úlf- arsfells er jarðstöðin Skyggnir. _______FERÐALÖG_____ Fiði á feiðahátíð JAN Mortensen og Samal Blaahamar frá Ferðamálaráði Færeyja. málaráð, frá Trier, Þýskalandi, Spáni, Glasgow, Finnlandi, Bret- landi og nokkrar íslenskar ferða- skrifstofur voru með sína kynning- arbæklinga, svo sem Ferðaskrif- stofa stúdenta, Alís og Úrval-Útsýn og Prima — heimsklúbbur Ingólfs. Einnig voru bflaleigur, kreditkorta- fyrirtæki o.fl. Flugleiðabæklingurinn rann út eins og heitar lummur, lukkumiðar voru rifnir út og alls konar uppá- komur og skemmtan var í boði. „ÞETTA gengur eins og í lyga- sögu. Ekki hvarflaði að okkur að svona margir kæmu,“ sögðu Samal Blaahamar og Jan Mortensen frá Ferðamálaráði Færeyja á ferða- kynningunni sem Flugleiðir stóðu að í Kringlunni þar sem þeir kynntu • digran sumarbækling sinn. Þeir félagar sögðu að mikil ásókn væri í bæklinga en fólk virtist ekki stoppa mikið við hvern bás því öll- um lægi svo á að sjá fleira. Fólk fór að streyma að fljótlega upp úr hádegi og var orðið fullt út úr dyrum um hálftvöleytið. Fjöl- skyldur virtust vera í meirihluta, börn hrópuðu á lukkumiðakaup, blöðrur og uppi á annarri hæð voru nokkrir í bæklingapásu, börnin með ís eða popp og blöðrur og allir að fylgjast með dans- og spilverki. „Það verður næstu daga og vik- ur sem við sjáum hvort fólk er að velta ferðum fyrir sér í alvöru eða hvort það er bara að safna sér bæklingum. Ég hef þó á tilfinning- unni að mjög margir hugsi sér til hreyfings næsta sumar en líklega eru fáir sem hafa nú þegar ákveðn- ar hugmyndir um hvert þeir ætla,“ sagði Benedikte Blirup frá Ferða- málaráði Austurríkis. Hún bætti við að sér fyndist þetta ekki síður fjölskylduhátíð en ferðakynning og væri það í sínum huga mjög já- kvætt. Flestir tóku í sama streng en þeir sem höfðu verið með í fyrra voru líka á einu máli um að aðsókn væri langtum meiri en í fyrra. I fljótu bragði var ekki að sjá að einn bás væri eftirsóttari en annar en áberandi var þegar inn var komið Sumarbæklingur Flugleiða rann út eins og heitar lummur. að öllum fannst sjálfsagt að fá sér bækling Flugleiða. Þarna voru einnig fleiri ferða- Það var tvöföld jólatraffík í Kringl- unni þegar mest var, og horft yfír neðri hæðina þar sem flestir básar voru sást bara iðandi mannhaf og menn og konur reyndu að ryðja sér braut að næsta bæklingastað. ■ j.k Snjódýpi á austurrískum skíðasvæðum Staður ídal Áfjalli l5mJ (smj Badgastein/ — Bad Hofgastein 30 190 Bad Kleinkirchheim 20 50 Flachau/Wagrain 15 150 Innsbruck 10 195 Kitzbuhel/Kirchberg 50 110 Lech/Zurs 115 280 Saalbach/Hinterglemm 70 165 Sölden/Höchsölden 25 140 St. Anton/St. Christoph 95 395 St.Johann/Oberndorf 45 90 Zell am See 40 105 Heimild: Ferðamálaráð Austumkis 1. febrúar 1995 Cathay tll StokkhólBis CATHAY Pacifíc; flugfélag Hong Kong, tekur Stokkhólm inn á áætl- un sína þann 14. febr. nk. og er það fyrsti staðurinn á Norðurlönd- um sem Cathay flýgur til. Flugið er um Frankfurt og verða tvær ferðir í viku a.m.k. til að bytja með. Ef allt fer að líkum mun þriðju ferðinni bætt við í mars. Notuð verður Boing 747- 400-vél í flugið. Ætlunin er svo að Cathay taki upp ferðir milli Stokkhólms og Hong Kong án millilendingar í október á þessu ári. COREGA í gervitönnum leynast hvers kyns afkimar og glufur sem eru gróðrarstía fyrir gerla (bakteríur). Tannsteinn hleðst upp og þegar fram Iföa stundir myndast andremma. Best er að eyða gerlum (bakterium) af gervitönnum með Corega freyðitöflu. Um leið losnar þú vlö óhreinindi, bletti og mislitun á tönnunum. Svona eintalt er þaðl Taktu út úr þér gervitennurnar og burstaðu þær meö Corega tannbursla. Leggðu þær i glas með volgu vatni og einni Corega freyðitöflu. löandi loftbólurnar smjúga alls staöar þar sem burstinn nær ekki til! Á meðan burstar þú góminn með mjúkum tannbursta. Gerðu þetta daglega. Þannig kemur þú í veg fyrir að gertar (bakterfur) nái að þrifast og þú losnar við tannsteininn og andardrátturinn verður frisklegur og þægilegur. Corega freyði- töflur - frísklegur andardráttur óg þú ert áhyggju- laus (návlst annarra. 02 tannsteini á Corega Legoland eða Jðrdanfa SUMARHÚSADVÖL í Kolding í Danmörku, beint flugtil Billund og skipulögð hópferð til Jórdaníu eru meðal þess sem er í boði hjá ferða- skrifstofunni Alís samkvæmt nýjum sumaráætlunarbæklingi hennar. Er hér minnst á nokkra kosti. Þýskaland, ítalfa aða Spánn FLUG og bíll er vinsæil valkostur og margir sem taka bíl t.d. í Danmörku vilja gjaman halda suður á bóginn, t.d. til Þýskalands, Lúxemborgar eða Austurríkis og fá sér gistingu þar ellegar dvelja í sumarhúsum. Geta má um beint flug til Mílanó í júlí, ágúst og fram í september og geta menn vitanlega tekið bíl og keyrt um að eigin vild eða dvalið í Mílanó og farið ferðir þaðan. Dæmi um verð á flug og hótel í Mílanó í viku er 50.360 á mann. Einnig er ferð til Rómar um Kaupmannahöfn og kostar sú ferð með gistingu í 5 nætur 62.150 kr. f sumar verða tveir áfangastaðir á Spáni, Barcelona og sólarströndin Vilanova Geltrú. Dæmi um flug og gistingu í Barcelona í viku er 44.900 á mann. Belnt í Legoland Einu sinni í viku er sumarflug til Billund á Jótlandi en þar er Legoland sem er mikið sótt af fj'ölskyldum. Ferðaskrifstofan hefur samninga við ýms hótel þar og geta menn hvort sem vill fengið þar hótelgistingu eða búið í smáhýsum. Verð á sólarhring er frá kr. 3.300 fyrir hvem. Sumarhús í Kolding og Ribe em em einnig í boði og síðustu ár hefur Danmörk verið valin af mörgum til að keyra vítt og breitt um landið og skoða sig um. Frá Petra í Jórdaníu. Fyrsta hópfer&ln tll Jórdaniu Alís hefur nú á áætlun fyrstu skipulögðu hópferðina til Jórdaníu með haustinu. Er þá flogið til Amman en síðan farið í skoðunarferðir m.a. til Jerash og Petm, hinnar rósrauðu borgar sem mörgum þykir hið mesta undur. í ferðalok er síðan 2ja daga ferð til Jerúsalem og Betlehem. Ástæða er til að nefna Kýpurferðir i samvinnu við bresku ferðaskrifsto- una Cypair Holidays. Sem dæmi um verð kosta 2 vikur í júní frá kr. 74.440 fyrir manninn í Porto Paphos. ■ j.k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.