Morgunblaðið - 11.02.1995, Side 1

Morgunblaðið - 11.02.1995, Side 1
96 SIÐUR B/LESBOK/D/E STOFNAÐ 1913 35. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR11. FEBRÚAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Frjálsí fímmár NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, fór í gær í kalknámu á Robben-eyju þar sem hann vann í 18 ár þegar honum var haldið í fangelsi á eyjunni. Um 1.300 fyrr- verandi pólitískir fangar komu saman í fangelsinu í tilefni þess að í dag eru fimm ár liðin frá því 27 ára fangelsisvist Mandela lauk. Á myndinni heggur Mandela í gijót sem á að verða undirstaða minnisvarða um fórnarlömb að- skilnaðarstefnunnar. Reuter Fundur Samveldis sjálfstæðra ríkja Lofa að hindra átök og bínda enda á ólguna Forðast að ræða stríðið í Tsjetsjníju Alnm-Ata. Reuter. LEIÐTOGAR Samveldis sjálfstæðra ríkja, samtaka tólf fyrrverandi sov- étlýðvelda, lofuðu á fundi sínum í Alma-Ata í gær að koma í veg fyr- ir átök í þessum heimshluta og binda enda á áralanga þjóðaólgu. Lítið var hins vegar fjallað um stríðið í Tsjetsjníju. Leiðtogamir forðuðust að gagn- rýna hernaðaraðgerðir Rússa í Tsjetsjníju. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, greindi þeim frá ástand- inu í uppreisnarhéraðinu og sagði að verið væri að gera ráðstafanir til að binda enda á stríðið. Viktor Tsjemomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, gerði leiðtog- unum ljóst að Rússar myndu ekki sætta sig við íhlutun annarra ríkja í Tsjetsjníju-málinu. „Þetta er rúss- neskt innanríkisvandamál og við verðum að leysa það sjálfír," sagði hann. Leiðtogamir samþykktiu ályktun að frumkvæði Nursultans Naz- arbajevs, leiðtoga Kasakstans, þar sem þeir lofa að stuðla að friði og stöðugleika á svæðinu. í ályktuninni segir að aðgerðir til að hindra breyt- ingar á landamæmm og upplausn séu réttlætanlegar, en Rússar notuðu þau rök þegar þeir sendu hersveitir til Tsjetsjníju 11. desember. Hins vegar segir þar að leysa beri deilu- málin án þess að beita hervaldi. Ályktunin þótti rýr eins og svo margar samþykktir á leiðtogafund- um Samveldis sjálfstæðra rílqa til þessa. Varnarskuldbindingum hafnað Leiðtogamir náðu aðeins sam- komulagi um óljósa yfirlýsingu þess efnis að stefna bæri að sameiginlegu öryggiskerfi ríkjanna og þótti það til marks um þá tortryggni sem ein- kennt hefur samskipti ríkjanna. Úkraína, Aserbaídsjan og nokkur fleiri ríki höfnuðu tillögu Rússa um að rikin skuldbyndu sig til að vetja landamæri hvert annars. Meira en 30 mál voru rædd á þessum 17. fundi leiðtoga Samveld- is sjálfstæðra ríkja, en fátt var sam- þykkt. Nazarbajev og Tsjernomyrd- ín virtust helst binda vonir við áform um að fjölga aðildarríkjum tolla- bandalags sem Rússland, Hvíta- Rússland og Kasakstan sömdu um í síðasta mánuði. Nazarbajev beitir sér fyrir því að ríkin stofni evró- asískt efnahagsbandalag í líkingu við Evrópusambandið. Hláleg karlaráð- stefnaí Kanada Toronto. Reuter. FYRSTA stóra alþjóðlega karlaráðstefnan fór út um þúfur í Kanada í fyrradag, að sögn fréttastofunnar Canadian Press. Aðeins fimm þátttakendur mættu og vonsviknir skipu- leggjendur stungu af frá öllu saman án þess að borga þann kostnað sem þeir höfðu stofn- að til. „Erum í vondri klípu“ „Við erum í vondri klípu," stundi einn þátttakendanna fimm, David Shackleton, í sæti sínu í ráðstefnusalnum þar sem allt var til reiðu fyrir 200 manna fund. Helsti frummælandinn, Hans Lehmann, var kominn frá Genf í Sviss og átti von á að tala fyrir fullum sal af fjörmiklum körlum. Bókuð höfðu verið á annað hundrað hótelherbergja, fundarsalir fráteknir og fréttatilkynningar og ræður höfðu verið prentaðar í bunk- um. Stakk af Skipuleggjandi ráðstefn- unnar, Tom Oaster, prófessor frá Kansas City, stakk af án þess að borga kostnað sem hrúgast hafði upp. „Eg þurfti að sækja blóð- þrýstingslyfin mín ... Ég skal hringja og gera upp,“ sagði hann í símasamtali við Cana- dian Press í gær. Deilt um málverk SÝNING á 74 málverkum, sem sovéski herinn flutti frá Þýska- landi til Rússlands í lok síðari heimsstyijaldarinnar, hefst í Pét- ursborg í mars. Sýningin hefur vakið deilur um hver eigi verkin og Þjóðveijar hafa gert kröfu um að fá þau afhent. Á myndinni er eitt verkanna, eftir Degas. ■ Rússar sýna stolin verk/20 Miðausturlandasamningar í uppnámi Arafat skorar á erlend ríki Gaza, Tókýó, Jerúsalem. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, skoraði í gær á þjóðarleið- toga víða um heim að leggja sitt af mörkum til að bjarga friðarsamn- ingum ísraela og Palestínumanna eftir að fundur hans með Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, fór út um þúfur í fyrradag. Utanríkis- ráðherra Egyptalands sagði í gær, að tækist ekki að höggva á hnútinn í viðræðunum, væri hætta á, að allt friðarstarfið væri til einskis. Arafat kom áskorun sinni á fram- færi við fulltrúa Bandaríkjanna, Rússlands, Egyptalands og Noregs aðeins nokkrum klukkustundum eft- ir að fundi hans með Rabin lauk og hann sendi leiðtogum ýmissa ann- arra ríkja bréf, þar sem hann skýrði fyrir þeim hvemig komið væri. 77% styðja ferðabann Á fundinum á fimmtudag varð ekkert samkomulag um næsta skref í sjálfstjórnarmálum Palestínu- manna, kosningar og brottflutning ísraelsks herliðs frá fjölmennustu byggðunum á Vesturbakkanum. Rabin vildi heldur ekki fallast á að opna aftur landamæri ísraels fyrir Palestínumönnum og það kemur fram í skoðanakönnun meðal ísra- ela, að 77% styðja ferðabannið, sem staðið hefur í nærri þijár vikur. Amr Moussa, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í Tókýó í gær, að nú væri að hrökkva eða stökkva í friðarviðræðum ísraela og Palest- ínumanna. Núverandi ástand væri vatn á myllu öfgamanna og yrði ekkert að gert væri friðurinn úti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.