Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/LESBOK/D/E STOFNAÐ 1913 35. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR11. FEBRÚAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Frjálsí fímmár NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, fór í gær í kalknámu á Robben-eyju þar sem hann vann í 18 ár þegar honum var haldið í fangelsi á eyjunni. Um 1.300 fyrr- verandi pólitískir fangar komu saman í fangelsinu í tilefni þess að í dag eru fimm ár liðin frá því 27 ára fangelsisvist Mandela lauk. Á myndinni heggur Mandela í gijót sem á að verða undirstaða minnisvarða um fórnarlömb að- skilnaðarstefnunnar. Reuter Fundur Samveldis sjálfstæðra ríkja Lofa að hindra átök og bínda enda á ólguna Forðast að ræða stríðið í Tsjetsjníju Alnm-Ata. Reuter. LEIÐTOGAR Samveldis sjálfstæðra ríkja, samtaka tólf fyrrverandi sov- étlýðvelda, lofuðu á fundi sínum í Alma-Ata í gær að koma í veg fyr- ir átök í þessum heimshluta og binda enda á áralanga þjóðaólgu. Lítið var hins vegar fjallað um stríðið í Tsjetsjníju. Leiðtogamir forðuðust að gagn- rýna hernaðaraðgerðir Rússa í Tsjetsjníju. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, greindi þeim frá ástand- inu í uppreisnarhéraðinu og sagði að verið væri að gera ráðstafanir til að binda enda á stríðið. Viktor Tsjemomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, gerði leiðtog- unum ljóst að Rússar myndu ekki sætta sig við íhlutun annarra ríkja í Tsjetsjníju-málinu. „Þetta er rúss- neskt innanríkisvandamál og við verðum að leysa það sjálfír," sagði hann. Leiðtogamir samþykktiu ályktun að frumkvæði Nursultans Naz- arbajevs, leiðtoga Kasakstans, þar sem þeir lofa að stuðla að friði og stöðugleika á svæðinu. í ályktuninni segir að aðgerðir til að hindra breyt- ingar á landamæmm og upplausn séu réttlætanlegar, en Rússar notuðu þau rök þegar þeir sendu hersveitir til Tsjetsjníju 11. desember. Hins vegar segir þar að leysa beri deilu- málin án þess að beita hervaldi. Ályktunin þótti rýr eins og svo margar samþykktir á leiðtogafund- um Samveldis sjálfstæðra rílqa til þessa. Varnarskuldbindingum hafnað Leiðtogamir náðu aðeins sam- komulagi um óljósa yfirlýsingu þess efnis að stefna bæri að sameiginlegu öryggiskerfi ríkjanna og þótti það til marks um þá tortryggni sem ein- kennt hefur samskipti ríkjanna. Úkraína, Aserbaídsjan og nokkur fleiri ríki höfnuðu tillögu Rússa um að rikin skuldbyndu sig til að vetja landamæri hvert annars. Meira en 30 mál voru rædd á þessum 17. fundi leiðtoga Samveld- is sjálfstæðra ríkja, en fátt var sam- þykkt. Nazarbajev og Tsjernomyrd- ín virtust helst binda vonir við áform um að fjölga aðildarríkjum tolla- bandalags sem Rússland, Hvíta- Rússland og Kasakstan sömdu um í síðasta mánuði. Nazarbajev beitir sér fyrir því að ríkin stofni evró- asískt efnahagsbandalag í líkingu við Evrópusambandið. Hláleg karlaráð- stefnaí Kanada Toronto. Reuter. FYRSTA stóra alþjóðlega karlaráðstefnan fór út um þúfur í Kanada í fyrradag, að sögn fréttastofunnar Canadian Press. Aðeins fimm þátttakendur mættu og vonsviknir skipu- leggjendur stungu af frá öllu saman án þess að borga þann kostnað sem þeir höfðu stofn- að til. „Erum í vondri klípu“ „Við erum í vondri klípu," stundi einn þátttakendanna fimm, David Shackleton, í sæti sínu í ráðstefnusalnum þar sem allt var til reiðu fyrir 200 manna fund. Helsti frummælandinn, Hans Lehmann, var kominn frá Genf í Sviss og átti von á að tala fyrir fullum sal af fjörmiklum körlum. Bókuð höfðu verið á annað hundrað hótelherbergja, fundarsalir fráteknir og fréttatilkynningar og ræður höfðu verið prentaðar í bunk- um. Stakk af Skipuleggjandi ráðstefn- unnar, Tom Oaster, prófessor frá Kansas City, stakk af án þess að borga kostnað sem hrúgast hafði upp. „Eg þurfti að sækja blóð- þrýstingslyfin mín ... Ég skal hringja og gera upp,“ sagði hann í símasamtali við Cana- dian Press í gær. Deilt um málverk SÝNING á 74 málverkum, sem sovéski herinn flutti frá Þýska- landi til Rússlands í lok síðari heimsstyijaldarinnar, hefst í Pét- ursborg í mars. Sýningin hefur vakið deilur um hver eigi verkin og Þjóðveijar hafa gert kröfu um að fá þau afhent. Á myndinni er eitt verkanna, eftir Degas. ■ Rússar sýna stolin verk/20 Miðausturlandasamningar í uppnámi Arafat skorar á erlend ríki Gaza, Tókýó, Jerúsalem. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, skoraði í gær á þjóðarleið- toga víða um heim að leggja sitt af mörkum til að bjarga friðarsamn- ingum ísraela og Palestínumanna eftir að fundur hans með Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, fór út um þúfur í fyrradag. Utanríkis- ráðherra Egyptalands sagði í gær, að tækist ekki að höggva á hnútinn í viðræðunum, væri hætta á, að allt friðarstarfið væri til einskis. Arafat kom áskorun sinni á fram- færi við fulltrúa Bandaríkjanna, Rússlands, Egyptalands og Noregs aðeins nokkrum klukkustundum eft- ir að fundi hans með Rabin lauk og hann sendi leiðtogum ýmissa ann- arra ríkja bréf, þar sem hann skýrði fyrir þeim hvemig komið væri. 77% styðja ferðabann Á fundinum á fimmtudag varð ekkert samkomulag um næsta skref í sjálfstjórnarmálum Palestínu- manna, kosningar og brottflutning ísraelsks herliðs frá fjölmennustu byggðunum á Vesturbakkanum. Rabin vildi heldur ekki fallast á að opna aftur landamæri ísraels fyrir Palestínumönnum og það kemur fram í skoðanakönnun meðal ísra- ela, að 77% styðja ferðabannið, sem staðið hefur í nærri þijár vikur. Amr Moussa, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í Tókýó í gær, að nú væri að hrökkva eða stökkva í friðarviðræðum ísraela og Palest- ínumanna. Núverandi ástand væri vatn á myllu öfgamanna og yrði ekkert að gert væri friðurinn úti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.