Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 5 LOKSINS LOÐIMA Magnús á Sunnubergi Fyrsta loðnan til Vestmannaeyja Trúi því að loðnuveiðin sé komin í gang FYRSTA loðnan á þessu ári kom til Grindavíkur í gær þegar loðnu- skipin Sunnuberg, Háberg og Vík- urberg komu með um 1.700 tonn. Skipin héldu strax aftur á miðin fyrir austan land. Magnús Þor- valdsson, skipstjóri á Sunnubergi, sagðist hafa trú á að loðnuveiðin væri að komast í gang þrátt fyrir fréttir um að nánast engin loðna hefði veiðst í fyrrinótt. Sunnuberg kom tii Grindavíkur með 400 tonn af loðnu í fyrri- nótt. Magnús var ekki ánægður með veiðiferðina vegna þess að nótin rifnaði í þriðja kasti og hann neyddist þvi til að sigla í land með hálfa lest. „Það er stundum hægt að gera við um borð ef nótin rifnar, en í þessú tilfelli rifnaði hún svo mik- ið að það var ekki annað að gera en að sigla í land,“ sagði Magnús. Hann sagði þetta ergilegt því að sólarhringssigling væri af miðun- um við Hvalbak. Lokið var að gera við nótina um klukkan þrjú í gær og þá var strax haldið aftur á miðin. Loðnunætur austur á bílum Sunnuberg var búið að vera við loðnuleit fyrir austan land í hálf- an mánuð áður en loðnan fannst. Hluta af tímanum hefur skipið legið við festar á Austfjarðahöfn- um því að mikið hefur verið um brælur á miðunum. Loðnan hefur verið dreifð og staðið djúpt og þess vegna hefur skipunum sem hafa verið með djúpnót gengið best. Bæði Sunnu- bergið og Háberg voru með grunnar nætur og því var tekin sú ákvörðun um síðustu helgi að senda þeim dýpri nætur með flutningabílum. Skipin tóku næt- urnar um borð á Höfn í Horna- firði og settu grunnu nætumar í land þar til geymslu. Magnús sagði að skipin hefðu ekki náð neinu í fyrrinótt ef þau hefðu ekki fengið þessar djúpu nætur. Þetta væru hins vegar ekki eins sterkar nætur og því væri meiri hætta á að þær rifnuðu eins og Sunnubergið hefði fengið að kynnast. Háberg og Víkurberg komu til Grindavíkur með um 650 tonn hvort skip, en það er fullfermi. Reynir Jóhannsson, skipstjóri á Víkurbergi, sagði að erfitt hefði verið að ná loðnunni. Hún hefði staði djúpt og verið dreifð. Þreytandi að leita lengi Snorri Guðmundsson, yfirvél- stjóri á Hábergi, sagði að það væri þreytandi að leita lengi ár- angurslaust að loðnu. Magnús á Sunnuberginu tók undir með Snorra. „Eg hef verið í uppvask- inu hjá konunni síðan loðnan hætti að veiðast í september. Von- andi er þetta allt að koma núna.“ Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson LOÐNUSKIPIÐ Kap kom með um 690 tonn til Vestmannaeyja í gær. Hann hélt beint á miðin aftur að lokinni löndun. Sighvatur er á leið til Eyja með um 550 tonn. Skipstjórar svartsýnir Vestmannaeyjar. Morgunblaðið. FYRSTA loðnan á vertíðinni barst til Eyja í gær er Guðmundur og Kap lönduðu tæpum 1.600 tonnum. Loðnan fór öll í bræðslu en hrogna- fylling í henni var 11-12% og tals- verð áta var einnig í henni. Skip- stjóramir voru báðir frekar svart- sýnir á framhaldið því lítið væri að finna á miðunum og svæðið sem hún fyndist á væri frekar lítið. Grímur Jón Grímsson, skipstjóri á Guðmundi VE, sem kom með fyrstu loðnuna til Eyja um sjö í gærmorgun, sagði að þeir hefðu verið með 880 tonn af ágætis loðnu. Hrognafylling hefði verið 11-12% en talsverð áta í henni. Grímur sagði að þeir hefðu verið einn og hálfan sólarhring að fá aflann og kastað 13 sinnum. Hefur gerst áður Hann sagðist ekki vera bjartsýnn á framhaldið en huggaði sig þó við að svipaðir hlutir hefðu gerst áður. Hann sagði að í ársbyrjun 1991 hefðu þeir tekið þátt í loðnuleit ásamt fleiri loðnuskipum og rann- sóknarskipum frá Hafrannsókna- stofnun. Þeir hefðu þá verið búnir að leita um allan sjó fyrir austan en ekkert fundið og voru nánast orðnir ráðalausir þegar loðnan gaus allt í einu upp í Lónsdýpinu þegar vika var liðin af febrúar. Loðnan gekk síðan mjög hratt vestur með ströndinni og endaði vestur í Jökul- fjörðum og stóð vertíðin ekki nema í einn mánuð en síðasta túrnum þá landaði Guðmundur 14. mars. Aflinn á þessum mánuði varð 10.500 tonn, svo Grímur sagðist enn halda í vonina nú vegna þess hvernig þetta hefði verið fyrir fjór- umárum. Lítur ekki vel út Ólafur Einarsson, skipstjóri á Kap, sagði að það hefði gengið hálf brösuglega að ná aflanum sem var tæp 700 tonn. Þeir fengu aflann á tveimur sólarhringum í níu köst- um en 12 dagar voru þá liðnir frá því þeir héldu til veiðanna. Ólafur sagðist ekkert of bjartsýnn á vertíð- ina því þetta liti óneitanlega ekki vel út í upphafi vertíðar. Hann sagð- ist þó ekki vera að mála skrattann á vegginn og vonaðist til að loðnan færi að gefa sig til en það virkaði illa á sig hve lítið hefði fundist og hve veiðisvæðið væri takmarkað. Skipin héldu aftur til veiða í gær. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Strax út aftur Neskaupstaður. Morgunblaðið. LOÐNUFRYSTING hófst í Nes- kaupstað í fyrrakvöld þegar Guð- mundur Ólafur kom með tæp 600 tonn af loðnu. Þetta er fyrsti loðnu- farmurinn sem berst á land í Nes- kaupstað á þessu ári. Hrognafyll- ing loðnunnar var um 12%, sem er nægilegt fyrir frystingu á Kóreumarkað. í gær komu Börkur og Súlan með fullfermi af loðnu til Neskaup- staðar. Börkur var með um 1.200 tonn og Súlan um 650 tonn. Skip- in héldu öll strax á veiðar að lok- inni löndun. Spáð er bræðlu á mið- unum um helgina. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs í Búnaðarbankanum a í dag laugardag O I U*>!f Alisturstrssti 7, ÆT ) Urval ávöxtunaríeiða ) Traustir ráðgjafar BUNAÐARBANKINN - Traustur banki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.