Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 CiAJffMUOífOM MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Litið eftir bátnum Kringlan og Borgarkringlan Um600 fermetrar lausir SAMTALS er um sex hundruð fer- metra verslunarhúsnæði laust til leigu eða sölu í Kringlunni og Borg- arkringlunni ef marka má upplýs- ingar frá forsvarsmönnum þessara verslunarmiðstöðva. Um 113 fermetrar losna þegar Ostabúðin hættir starfsemi sinni í Kringlunni. Eftir er að ráðstafa 15 fermetrum af því svæði sem verslun Sævars Karls stóð á áður. Þá er verslunarpláss upp á 120 fermetra til sölu, eða alls tæpir 250 fermetrar. Einar I. Halldórsson fram- kvæmdastjóri Kringlunnar segir að um þijár til fimm einingar á ári losni eða skipti um eigendur í Kringlunni, sem sé eðlileg endurnýj- un og breyting og hafi sú þróun verið nær stöðug frá upphafi versl- unarreksturs í Kringlunni. Hann segir að Kringlan hafí sloppið sæmilega vel frá kreppuhug- arfari í verslun sem hefur leitt til að ýmsir aðilar hafa lagt upp laup- ana. „í Kringlunni eru menn að velta miklu meira á hvem fermetra en samsvarandi búðir á Laugavegi og auðvitað er kostnaður heldur meiri, en veltuaukningin á að jafna hann út og rúmlega það," segir Einar. Á þriðju hæð Kringlunnar er eitt bil laust í þjónusturými, um 80 fer- metrar að stærð. Nýtanlegt svæði í Kringlunni er um 20 þúsund fer- metrar að stærð. TRILLUKARLAR á ísafirði höfðu ekki komist á sjó lengi vegna veðurs og bátar þvi legið bundnir við bryggju meðan norðanáhlaup gengu yfír. Sumir gáfu sér þó tíma til að líta eftir bátunum milb lægða í vikunni og hreinsa af þeim spjó og ís. íslenska útvarpsféiagið hf. kaupir 35% hlut í Fijálsri fjölmiðlun hf. Stofnað verður fyrirtæki á sviði margmiðlunar ISLENSKA útvarpsfélagið hf. keypti í gær 35% hlut í Frjálsri fjölmiðlun hf. Sigurður G. Guðjónsson, stjómarformaður íslenska út- varpsfélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að samstarf félag- anna tveggja myndi beinast í annan og nýrri farveg en núver- andi fjölmiðlun félaganna. Þá væri einnig stefnt að víðtæku samstarfi í markaðs- og tækni- málum. í fréttatilkynningu félag- anna segir, að stofnað verði fyrir- tæki á sviði margmiðlunar og rafrænnar fjölmiðlunar. Aðdragandi kaupanna mun vera um þrjár vikur og að samningum stóðu einkum þeir Sveinn R. Eyj- ólfsson fyrir hönd Fijálsrar fjölm- iðlunar og Jón Ólafsson fyrir hönd íslenska útvarpsfélagsins. Hörður Einarsson, meðeigandi Sveins í Fijálsri fjölmiðlun, seldi honum sinn hlut á fimmtudag. íslenska útvarpsfélagið rekur Stöð 2, Bylgjuna, Fjölvarp, Sýn, Verksmiðjuna og Sjónvarpsmark- aðinn. Frjáls íjölmiðlun gefur út dagblöðin DV og Tímann, tímaritið Úrval og á ísafoldarprentsmiðju. Fram kemur í nýlegri skýrslu Samkeppnisstofnunar að velta Fijálsrar fjölmiðlunar er rúmlega eitt þúsund milljónir. Velta Is- lenska útvarpsfélagsins er u.þ.b. hálfur annar milljarður, svo sam- anlagt velta félögin um 2.500 milljónum króna á ári. Ný stjóm Fijálsrar fjölmiðlunar hefur verið kjörin og skipa hana þeir Sveinn R. Eyjólfsson, formað- ur, Jón Ólafsson, varaformaður og Eyjólfur Sveinsson, meðstjóm- andi. Fyrir eiga fyrirtækin saman um það bil fjórðungs hlut í Framtíðar- sýn hf., sem gefur út vikublaðið Viðskiptablaðið og að auki sérbækur um viðskiptamál á Ís- landi og erlendis. Núverandi rekstur óbreyttur Sigurður G. Guðjónsson sagði, að samstarf félaganna yrði fram- þróun á hugmyndum þeirra Stöðv- ar 2 manna og Jónasar Kristjáns- sonar ritstjóra DV um nýtingu möguleika nútímafjölmiðlunar, m.a. í tölvum. „Við munum kanna nánar í hvaða formi þetta samstarf verð- ur, en við ætlum okkur að taka þátt í örri þróun fjölmiðlunar. Hins vegar verður núverandi rekstur félaganna tveggja áfram í óbreyttri mynd. Stöð 2 mun til dæmis ekki hafa nein afskipti af DV. Á næstu mánuðum munum við hins vegar væntanlega sjá ávexti af samstarfi félaganna á nýjum vettvangi." Á síðasta ári kom fram, að skuldir íslenska útvarpsfélagsins væru um einn milljarður og mynd- Iyklaskiptin kostuðu um 400 millj- ónir. Sigurður var inntur eftir því hvort kaupin á 35% hlut í Frjálsri fjölmiðlun samræmdust þessari skuldastöðu. „Við höfum hvergi hvikað frá þeirri stefnu að grynnka á skuld- unum, heldur greitt þær niður jafnt og þétt,“ svaraði Sigurður, en vildi ekki gefa upp hver skulda- staðan væri nú. „Ég bendi á að íslenska útvarpsfélagið var rekið með 150-170 milljóna króna hagnaði árlega síðustu þrjú á ári og við stefnum að því að hagnaður okkar haldist a.m.k. 10% af veltu.“ Reynslan nýtist í margmiðlun Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, sagði að samstarf félaganna myndi beinast að margmiðlun og rafrænni fjölmiðlun. „Sú fjölmiðl- un, sem er að ryðja sér til rúms, liggur á mörkum þeirra fjölmiðlun- ar sem við fáumst nú við í dagblöð- um og sjónvarpi. í margmiðlun tengjast myndir, texti, hljóð og kvikmyndir og þar gæti verið heppilegt að nýta þá reynslu sem þessi tvö fjölmiðlafyrirtæki búa yfir.“ Jónas sagði skýrast í náinni framtíð hvernig þessum málum yrði háttað. Aðspurður hvort rætt hefði verið um nýtingu á sjón- varpsrás Sýnar í þessu sambandi sagði hann að það hefði ekki verið gert. „Þetta samstarf er enn á frumstigi." 350 fermetrar í Borgarkringlu í Borgarkringlunni er eitt bil á neðri hæð verslunarrýmis laust, um 100 fermetrar að stærð, og fjögur bil á efri hæð verslunarrýmis, sam- tals um 250 fermetrar að stærð eða alls um 350 fermetrar. Ekki tókst að fá upplýsingar um heildarfer- metrafjölda á þessum tveimur hæð- um. -----»-♦ ♦------ Rafiðnaðarsambandið Félög hvött til að undirbúa aðgerðir MIÐSTJÓRN Rafíðnaðarsambands íslands samþykkti í gær að hvetja stjórnir og trúnaðarráð aðildarfé- laga til að halda fundi og afla heimj- ilda til aðgerða náist ekki fljótlega árangur í yfírstandandi viðræðum um gerð nýs kjarasamnings. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafíðnaðarsambands ísr lands, segir að ef ekki takist að Ijúka kjarasamningum á næstú dögum og samstaða náist með stjómvöldum um aðgerðir, sem ASÍ hefur kynnt, muni launakröfur stéttarfélaganna hækka. verulega. i „Annaðhvort semja menn á næstu dögum ásamt þessum að- gerðum, sem búið er að kynna stjómvöldum, eða launakröfur stéttarfélaganna munu hækka un 8-10%. Þessu þarf að vera lokið næstu viku svo hægt sé að keyr; májið í gegnum þingið," segir hann. Á fundi miðstjórnar Rafíðnaðar- sambandsins með stjómum og trún- aðarráðum aðildarfélaga í gær var samþykkt ályktun þar sem seina- gangur í viðræðum um endurnýjur kjarasamninga er harðlega gagn- rýndur. „Rafiðnaðarmenn vom tilbúnir með kröfur sfnar fyrir tveim mánuð- um og enn hafa ekki fengist viðræð- ur um þær hjá fjármálaráðuneyti og Reykjavíkurborg," segir í álykt- uninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.