Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félög semja á Fáskrúðsfiröi Samið til hálfs annars eða tveggja ára um 8,5% hækkun EIRÍKUR Stefánsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fá- skrúðsfjarðar, segir að verkalýðsfé- lögin eigi kost á því að semja við ýmis fyrirtæki heimafyrir. Félag hans hefur þegar samið við tvö at- vinnufyrirtæki og sveitarfélagið um 8,5% launahækkun en hjá þessum aðilum vinnur um helmingur félags- manna. Verkalýðsfélagið hefur staðið í samningum frá því í byijun desem- ber. Samningarnir sem náðst hafa eru við Búðahrepp, Goðaborg hf. og Sólborg hf. Samningurinn við hreppinn gildir í tvö ár, frá 1. októ- ber síðastliðnum. Samningamir við fyrirtækin gilda frá áramótum til 1. júlí á næsta ári. Samið er um 8,5% hækkun áður gildandi launa, auk annarra smávægilegra breyt- inga á samningum, að sögn for- mannsins. Samningamir hafa verið staðfestir af báðum aðilum. Samn- ingaviðræður sem staðið hafa yfir við Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga sígldu í strand í gær. Ýmsir möguleikar til samninga á heimavelli Eiríkur segir að ýmis fyrirtæki úti á landi standi utan stóru at- vinnurekendasamtakanna, Vinnu- veitendasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna. Stjómendur margra þeirra séu starfsfólki sínu velviljaðir og sjái sér hag í að greiða því hærra kaup til að gera fólkið ánægt og fá meira út úr vinnu þess. Sjálfsagt sé að nýta þessa möguleika til að gera samninga um hækkun launa sem víðast á heimavelli. Hann telur að í stórum samflot- um í samningum á undanförnum árum hafí verið drepið niður frum- kvæði fólks og verkalýðsfélaga til að leysa sjálft sín samningamál, heldur hafi verið beðið eftir því að málin væm leyst suður í Reykjavík. Með því móti hafi laununum verið haldið niðri. Morgunblaðið/Kristinn Skíðasvæðin vel nýtt ÞAÐ hefur viðrað ágætlega á höfuðborgarsvæð- inu undanfarið og borgarbúar hafa flykkst á skíðasvæðin í nágrenninu, eins og þessar myndir úr Bláfjöllum bera með sér. Þeir sem hafa ætlað á skíði sunnanlands um helgina gætu þurft að breyta um áætlun því samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er útlit fyrir frekar hvasst og leið- inlegt veður. Á Akureyri og víðar norðanlands gæti þó orðið þokkalegt skíðaveður næstu daga. Alþýðubandalagið vill breyta skattalögum Iþrótta- og tómstundaráð 5-7 milljarðar kr. verði Rúm 31 milljón fluttir til með sköttum greidd í styrki ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalagsins hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að skattalög verði endurskoðuð með það fyrir augum að draga úr skattbyrði á lágar tekjur og meðaltekjur og flytja til fjármuni í skattkerf- inu til að auka jöfnuð í lífskjörum. Fram kemur í greinargerð að tillagan geri ráð fyrir að 5-7 millj- arðar að minnsta kosti verði flutt- ir frá fjármagnseigendum, há- tekjufólki og vel stæðum fyrir- tækjum til lágtekjufólks og fólks með meðaltekjur. í tillögunni eru talin upp nokkur atriði sem stefnt skuli að í þessu sambandi. Þar á meðal að hækka skattleysismörk og veija til þess tveimur milljörðum króna í fyrsta áfanga. Bent er á að hækkun skattleysismarka í 60 þúsund krónur kosti ríkissjóð um 1,2 millj- arða á ári, og hækkun í 65 þúsund krónur kosti 5 milljarða. Þingmennimir vilja gera greiðslur í lífeyrissjóði frádráttar- bærar frá skatti í áföngum, að ónýttur persónuafsláttur unglinga í heimahúsum verði gerður milli- færanlegur til foreldra með lágar tekjur og að ónýttur persónuaf- sláttur greiðist út að hluta. Stighækkandi hátekjuskattur Lagt er til að tekin verði upp stighækkandi hátekjuskattur á fjölskyldutekjur yfir 400 þúsund krónur á mánuði, þannig að skatt- urinn hækki úr 5% í 8% á hæstu tekjurnar. Þá verði skattar á mikl- ar eignir hækkaðir. Einnig verði sett þak á tekjutengda skerðingu bóta, svo sem vaxtabóta og bama- bóta þannig að jaðarskatthlutfall fari aldrei yfir 55%. Varðandi fyrirtæki vilja þing- mennirnir að hlutafélög eða önnur fyrirtæki í félagsformi greiði hlið- stæðan tekjuskatt og fyrirtæki sem rekin em á ábyrgð einstakl- inga. Einnig er lagt til að þrengdar verði heimildir fyrirtækja til að draga frá skattskyldum tekjum tap fyrirtækja sem þau hafa keypt. Á móti er lagt til að fyrirtæki fái sérstakan frádrátt frá tekjuskatti vegna nýsköpunar- og þróunar- verkefna. Hert skatteftirlit Loks er í tillögunni lagt til að stórherða skatteftirlit og aðgerðir gegn skattsvikum. í því sambandi verði hert viðurlög vegna stærri brota, svo sem fangelsisvistir, missir starfsréttinda og rekstrar- leyfa. Einnig verði stofnaðar sér- þjálfaðar eftirlitssveitir gegn skattsvikum. BORGARRÁÐ hefur samþykkt úthlutun styrkja á vegum Iþrótta- og tómstundaráðs. Styrki hlutu KFUM og KFUK, sem fær 4 miljj. til reksturs og 1,329 miiy. vegna fasteignaskatta. Skáksamband íslands 400 þús. vegna skólaskákmóta og 510 þús. vegna Reykjavíkurmóts. Ólympíu- nefnd íslands 1,5 miljj., jfyróttafé- lag fatlaðra 500 þús. og Taflfélag Reykjavíkur fær 1,250 millj. í rekstrarstyrk og að auki 6,6 millj. vegna afborgana _og vaxta Iþróttafélagið Ösp fær 300 þús., Afreksmannasjóður Reykjavíkur 1,1 miHj. og íþróttafélag heyrnar- lausra 1,5 miiy. HSÍ 3,5 millj. vegna undirbúnings HM ’95, landssamtökin íþróttir fyrir alla fá 200 þús. og Skátasamband Reykjavíkur fær 3 millj. vegna skátaheimila og 420 þús. vegna fasteignaskatta og loks fær skáta- sambandið ásamt Bandalagi ís- lenskra skáta, Hjálparsveit skáta, St. Georgsgildi 610 þús. vegna fasteignaskatts. AFS á íslandi fær 250 þús., Kristileg skólahreyfing 100 þús., Félag áhugafólks um íþróttir aldr- aðra 400 þús., Sportkafarafélagið 200 þús. og Ungt fólk með hlut- verk 165 þús. Bridgefélag Reykjavíkur fær 500 þús., Brokey-siglingafélag fær 500 þús., Þingstúka Reykja- víkur 100 þús., Unglingaregla Stórstúku íslands 100 þús. og Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi fær 300 þús. Svifflugfélag íslands fær 400 þús., Æskulýðsfélag Fella- og Hólakirkju 100 þús. og Taflfélagið Hellir 300 þús. Karatefélag Reykjavíkur fær 250 þús., Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík 100 þús., Kramhúsið, dans- og leiksmiðja fyrir börn 250 þús., HM áhugamanna í snóker 200 þús. og Vélþjólafélag gaml- ingja fær 100 þús. Formaður Framsóknarflokksins tekur undir mögulega aðild að hvalveiðiráðinu Vísindaveiðar í kjölfar inngöngn FORMAÐUR Framsóknar- flokksins sagði á AIþingi á fimmtudag að ef íslending- ar gengju aftur í Alþjóðahvalveið- iráðið væri eðlilegt að teknar yrðu upp vísindaveiðar á nýjan leik, og nefndi einkum hrefnu í því sam- bandi. í skýrslu sinni um utanríkis- mál, sem Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra flutti á AI- þingi, fjallaði hann meðal annars um hvalamálið. Hann hvatti til að á því yrði tekið af varfærni og festu, enda væri um viðkvæmt utanríkispólitískt mál að ræða. Starfshópur „Við lausn þessa máls verður að gefa gaum að hvorutveggja í senn, grundvallarsjónarmiðum okkar og langtímahagsmunum varðandi nýtingu auðlinda, og samskiptum okkur við helstu við- skiptaaðila og bandamenn. Lausn málsins verður að finna stað innan alþjóðlega viðurkenndra vé- banda,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að þeir sjávarútvegsráðherra hefðu ákveðið í lok síðasta árs að setja á fót starfshóp til að meta hvernig hagsmunum íslands verði best borgið á alþjóðavettvangi í málinu og undirbúa viðræður við þá erlendu aðila sem málið varð- aði. Engir kvótar við inngöngu Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins sagði að svo virtist vera að aðrir ráðherrar en sjávarútvegsráðherra væru þeirrar skoðunar að Islendingar ættu að ganga aftur í Alþjóðahvalveiðiráð- ið. Hann sagði að úrgangan á sín- um tíma hefði að sumu leyti ekki heppnast vel vegna þess að Norð- menn og fleiri þjóðir sátu þar áfram. En menn hlytu að þurfa að svara því hvað ætti að gerast við inngöngu á ný. „Halda menn að það verði gefn- ir út kvótar daginn eftir? Nei, ekki aldeilis. Ef við göngum þar inn tel ég að við þurfum að halda áfram þeim rannsóknum sem menn hófu vorið 1987'. Það er ekki hægt að fylgjast með hvalastofnunum án einhverra veiða,“ sagði Halldór, og benti á að vísindaveiðar væru heimiiar samkvæmt stofnsamningi hvalveiðiráðsins. Samþykkt Alþingis vandamál Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks hvatti til vark- árni í málinu og sagðist fagna þeim ummælum Halldórs að aðild að hvalveiðiráðinu kæmi til álita til að tryggja hagsmuni íslands. En vandinn væri samþykkt Al- þingis 1983 um að mótmæla ekki hvalveiðibanni ráðsins og ef tækist að létta því af íslendingum með aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu teldi hann skynsamlega að málum staðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.