Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995' 19 VERIÐ AUÐUNN Óskarsson við nýja bátínn, Skel 86. Morgunbiaðið/Svemr Ný trilla frá Trefjum TREFJAR hf. í Hafnarfirði hafa sett á markað nýja gerð af Skel trillu sem er framleidd undir heitinu Skel 86. Auðun Óskarsson fram- kvæmdastjóri Trefja segir að þessi nýi bátur sé mjög frábrugðinn gömlu Skel 80 bátunum sem hafi verið framleiddir nær óbreyttir í þrettán ár við miklar vinsældir trillusjómanna. Um tvö hundruð bátar þeirrar gerðar munu vera í notkun í dag. Skel 86 er 5,9 brúttótonn og er smíðaður sem „opinn bátur“. Hann er þó með lokaða lest fyrir 6-8 kör. 215 hestafla Perkins vél knýr bátinn áfram og er hún staðsett aftan í honum. Þá er hann búinn hefðbundnum skrúfubúnaði auk þess sem fullkomin siglingatæki frá R. Sigmundssyni eru í bátnum. „Nýja Skelin er framleidd þannig að hún falli beint að krókakerfinu,“ segir Auðun. „Helstu breytingar frá gamla bátnum eru að þessi er 60 sentimetrum lengri og borðhærri með heilplöstuðu vinnuþilfari alveg aftur í skut. í lúkar eru tvær koj- ur, eldunaraðstaða og vaskur." Fyrsta bátnum var hleypt af stokkunum á dögunum og hefur hann hlotið nafnið Valur HF 96. Mun hann verða til sýnis í Hafnar- fjarðarhöfn á næstu vikum. Auðun segir að ganghraði bátsins í prufu- siglingu hafí verið 18 mílur sem þýði að þetta sé hraðskreiðasta trilla landsins með hefðbundnu bátslagi. Kostar 8,6 milljónir króna Auðun segir að undirbúningur og mótasmíði hafí hafist í júlí síð- astliðnum þegar legið hafí fyrir hvaða stefnu stjórnvöld myndu fylgja gagnvart smábátum. Skei 86 bátarnir eru raðsmíðaðir og eru fjórir bátar nú í smíðum í verksmiðj- unni. Auðun gerir ráð fyrir að unnt verði að afgreiða einn bát á mán- uði. Skel 86 kostar frá sex milljón- um króna en sýningarbáturinn með öllum búnaði og veiðileyfí er á 8,5 milljónir króna. Norræni verkefnaútflutningssjóðurinn NOPEF Greitt fyrir fjárfestingum í sj ávarútveginum í Kína KÍNA er land tækifæranna fyrir norræn fyrirtæki á sviði sjávarút- vegs, að mati Norræna verkefnaút- flutningssjóðsins (NOPEF). Rágjaf- ar á vegum stofnunarinnar hafa bent á tíu verkefni, sem geta tryggt norrænum fyrirtækjum aðgang að þessum risastóra markaði. Verkefnin eru allt frá þróun út- hafsveiða til smíði trefjaplastbáta, fískeldis, framleiðslu og fullvinnslu sjávarafurða, auk umbúðafram- leiðslu og sölukerfa. Verkefnin voru valin eftir viða- mikla undirbúningsvinnu, fjár- magnaða af NOPEF, sem er sam- norræn fjárfestingastofnun með höfuðstöðvar í Helsinki. NOPEF hefur veitt jafnvirði tæpra tíu millj- óna króna í undirbúningsvinnuna. Stofnunin hyggst ennfremur greiða allt að helming kostnaðarins vegna undirbúningsferða til Kína í tengslum við verkefnin. NOPEF kann einnig að greiða allt að helm- ing kostnaðarins af undirbúnings- rannsóknum á einstökum verkefn- um. Miklir möguleikar Torben Vindelov, aðstoðarfor- stjóri NOPEF, segir að 35 norræn fyrirtæki hafi þegar sýnt mikinn áhuga á að leggja fé í frekari undir- búningsvinnu vegna verkefnanna. „Fjárfestingar í Kína gefa nor- rænum fyrirtækjum á sviði sjávar- útvegs möguleika á að færa út kvíamar meðan sá möguleiki er ekki fyrir hendi á Norðurlöndum, þar sem ekki er gert ráð fyrir aukn- um kvótum og settar hafa verið strangari takmarkanir við auknum umsvifum í fiskeldi,“ sagði einn ráðgjafanna, Johan H. Williams, sem starfar í nprska sjávarútvegs- ráðuneytinu. „I Kína er vaxandi þörf fyrir uppbyggingu á þessu sviði, sem skapar mikla möguleika fyrir norræna tækni. Einkum era áform Kínveija um uppbyggingu fískeldis mjög áhugaverð." Hugmyndir era um að fyrirtækin sem taka þátt í undirbúningnum leggi fé í sérstakan áhættusjóð sem þau fái síðan aðgang að þegar þau leggi út í fjárfestingar í Kína. Siglir „kominn heim“ TOGARINN Siglir sem skráður hefur verið í Belize en gerður út frá Siglufírði er kominn undir ís- lenskan fána. Skipið er smíðað í Þýskalandi árið 1975 en útgerðarfé- lagið Siglfirðingur hf. keypti það af kanadískum aðila í fyrra. Runólfur Birgisson fram- kvæmdastjóri Siglfirðings er ánægður með að Siglir sé „kominn heim“ en segir að til hafi staðið að skrá skipið á Siglufírði allar götur síðan það kom til landsins síðastlið- ið vor. Hann segir að ávinningurinn sé mikill og horfír sérstaklega á tollamál í því sambandi. Siglir muni nú ganga inn á sömu skilyrði og önnur íslensk skip á mörkuðum í Evrópu en Belize er, sem kunnugt er, ekki aðili að Evrópska efnahags- svæðinu. Þá segir Runólfur að auð- veldara verði að fá vottun fyrir af- urðirnar. Sigli er ætlað að frysta og bræða loðnu á næstu misseram en hann er eina íslenska skipið með starf- hæfa mjölvinnslu um borð. Runólfur segir að nýi fáninn komi því strax í góðar þarfir en Siglir hefði ekki getað fryst loðnu undir fána Belize. Hann telur þó að umskráningin breyti engu varðandi úthafsveiðarn- ar en Siglir mun fara á karfaveiðar með vorinu. „Við erum hins vegar mjög ánægðir enda viljum við hafa skipið á íslandi og á Siglufírði.“ EVRÓPA: FRÉTTIR Clarke hellir olíu á eld deilna um Evrópusambandið í Bretlandi Einfeldningar á báðum vængjum Ihaldsflokksins London. Reuter. KENNETH Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, hefur hellt olíu á eld deilna um Evrópusamstarf innan Ihaldsflokksins með því að gagn- rýna bæði hörðustu andstæðinga Evrópusambandsins og áköfustu stuðnings- mennina. Clarke sagði í ræðu hjá brezku Evr- ópuhreyfingunni að sjónarmið beggja fylk- inganna um sameigin- legan gjaldmiðil Evr- ópuríkja væra „ein- feldningsleg“. Clarke sagði að sameiginlegur gjaldmiðill gæti orðið til margvíslegra hagsbóta, væri rétt að undirbún- ingi staðið. Hins vegar gæti það valdið glund- roða að flýta sér um of. John Major forsætis- ráðherra hefur að und- anförnu reynt að koma • til móts við ESB-andstæðinga í Ihaldsflokknum, sem hafa í raun svipt stjóm hans meirihluta í þing- inu. Major hefur því gagnrýnt Evr- ópusambandið og um hugsanleg endalok notkunar sterlingspundsins, sem er Bretum hjartfólgið tilfínn- ingamál, hefur hann sagt að Bret- land muni ekki taka þátt í sameigin- legum gjaldmiðli árið 1997 og muni skoða hug sinn vel áður en það gangi í myntbandalag. Næstráðandi Clarkes í fjármála- ráðuneytinu, Jonathan Aitken að- stoðarráðherra, hefur sagt að hann muni hika „til eilífðar" við að styðja myntbandalag. Ummæli Clarkes hafa verið túlkuð sem svo að hann vilji vega á móti þessum áherzlum innan Ihaldsflokksins. Kjánalegt að láta undan þrýstingi „Það væri kjánalegt af okkur að taka endanlega ákvörðun á annan hvorn veginn, eingöngu til að láta undan pólit- ískum þrýstingi dagsins í dag,“ sagði Clarke um myntbandalagið. Hann sagði að sameiginlegur gjaldmiðill gæti leitt til þess að viðskipta- og fj árfestingartengsl Bretlands innan ESB efldust, haft áhrif til lækkunar verðbólgu og vaxta og lækkað kostn- að, bæði hjá fyrirtækj- um og ferðamönnum. Hins vegar myndi ótímabær ákvörðun um myntbandalag, í anda áköfustu Evrópu- sinnanna, aðeins valda öngþveiti. Ummæli Clarkes fóru ákaflega í taugarnar á ESB-andstæðingum, en fyrr um daginn höfðu 97 af 321 þingmanni íhaldsflokksins skrifað undir tillögu, þar sem ummælum Majors, um að Bretland gengi ekki í myntbandalag árið 1997 og að ekki yrði fallizt á neinar breyting- ar, sem skertu fullveldi Bretlands, var fagnað. Clarke sagði hins vegar að mynt- bandalag væri ekki það sama og pólitískur samruni. „Við megum ekki láta pólitískar trúarsetningar villa okkur sýn um það hvort við eigum að taka þátt í gjaldmiðils- samstarfi eða ekki,“ sagði hann í ræðunni. Kenneth Clarke Grikkir reyna enn að hindra tollabandalag • GRIKKIR hafa gert stjórnvöld í öðrum Evrópusambandsríkjum æf með því að setja enn ný skil- yrði tíl að reyna að hindra tolla- bandalag ESB við Tyrkland. Mik- ill timi fór í það fyrr i vikunni að hamra saman samkomulag, þar sem hin ríkin töldu sig hafa fengið samþykki Grikkja við tollabandalagi, gegn þvi að heita aðildarviðræðum við Kýpur sex mánuðum eftír lok ríkjaráðstefn- unnar, sem hefst á næsta ári.' Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, segir að allar breyt- ingar á samkomulaginu, sem Þjóðverjar beittu sér nvjög fyrir, getí stefnt því í hættu. Kinkel segir að þegar hafi verið seilzt svo langt tíl móts við Grikki að öllu lengra verði ekki gengið. • EVROPSKA gervihnattafyr- irtækið Eutelsat mun á næstu tveimur til þremur árum skjóta upp fjórum nýjum gervihnöttum til að bregðast við æ meiri eftir- spurn eftir stafrænum sjónvarps- útsendingum og fjarskiptum á sviði viðskipta og fjármála. Fyr- irtækið, sem er í eigu evrópskra ríkisstjórna, gætí breytzt í al- menningshlutafélag um aldamót- in. • ALAIN Juppe, utanríkisráð- herra Frakklands, er nú á ferð um Miðausturlönd ásamt emb- ættísmönnum frá þríeykinu svo- kallaða, þ.e. núverandi forystu- ríki ráðherraráðs ESB (Frakk- landi), síðasta formennskulandi (Þýzkalandi) og því næsta (Spáni). Juppe hyggst reyna að greiða fyrir friðarviðræðum Israelsmanna og araba, sem eru nú í kreppu. Hann hittí í gær forseta Líbanons, Elias Hrawi, og áttí fund með Yitzhak Rabin, forsætísráðherra ísraels.á fimmtudag. Juppe lofaði ísraels- mönnum m.a. nánari aðgangi að mennta- og rannsóknaráætlun- um ESB en önnur riki utan sam- bandsins nytu. Juppe áttí jafn- framt að hitta Jasser Arafat, leið- toga Palestínumanna. • HANS van den Broek, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdasfjórn ESB, segir að aukaaðildarsamningur við Lett- land, svokallaður Evrópusamn- ingfur, verði líklega gerður í maí. • BÚIZT er við að samstarfs- samningur ESB og Víetnams verði undirritaður fljótlega eftír að Þjóðverjar og Víetnamar náðu samkomulagi um aðgerðir vegna ólöglegra innflyljenda frá Víet- nam í Þýzkalandi. ESB mun styðja uppbyggingu atvinnu- og viðskiptalífs í landinu. • VOLKER Ruhe, varnarmála- ráðherra Þýzkalands, segir í við- tali við Financial Times að hann sé hlynntur stækkun NATO aust- ur á bóginn. Hann vill jafnframt að ESB-ríkin tali einum rómi í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.