Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Rússar sýna stolin listaverk 74 ómetanleg málverk sem sovéskir hermenn tóku frá Þýskalandi Pétursborg. Reuter. HERMITAGE-safnið í Péturs- borg sýndi í vikunni þrjú lista- verk eftir franska og hollenska impressjónista sem sovéskir hermenn tóku úr einkasöfnum í Þýskalandi í lok heimsstyrj- aldarinnar síðari. Er það aðeins forsmekkurinn að sýningu á 74 ómetanlegum málverkum sem sovéski herinn kom höndum yfir í stríðslok en hún hefst í mars. Myndirnar sem sýndar voru eru eftir Vincent van Gogh, Edgar Degas og Paul Gauguin. Ekki hefur áður verið sýnt jafn mikið af listmunum sem Sovétmenn rændu í stríðslok og sýndir verða í mars. Fyrsta sýning á þeim munum var árið 1992. Sýningin hefur vakið upp deilur um hverjir eigi lista- verkin. Þau voru áður í eigu þriggja fjölskyldna í Berlín og gera Þjóðveijar kröfu um að fá verkin afhent. Míkaíl Pjotrovskjj, forstöðumaður Hermitage-safnsins, sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um það. Þjóðveijar gáfu samþykki sitt fyrir sýningunni en sögðu hana ekki breyta neinu um kröfu þeirra til verk- anna. Fullyrða Þjóðveijar að öllum þeim verkum sem þýskir hermenn hafi tekið ófijálsri hendi, hafi verið og muni verða skilað um leið og þau finnist. Þýskir hermenn rændu þús- undum listaverka er þeir réðust inn í Sovétríkin 1941 og fluttu þau til Þýskalands. Þegar so- véskar hersveitir náðu hluta Þýskalands á sitt vald í stríðs- lok, voru verkin flutt aftur til Sovétríkjanna. Sum komust í hendur einkasafnara, önnur lentu í geymslu og hafa verið hulin augum almennings þar til pú. Verkin sem sýnd voru í vik- unni eru „Place de la Conc- orde“ (Concorde-torg) eftir Degas, „La Maison Blanche" (Hvíta húsið) eftir van Gogh og „Piti Teina“ eftir Gauguin. Verk eftir Picasso, Renoir og Cezanne Meðal þeirra verka sem sýnd verða í mars eru 15 verk eftir Renoir, fjögur eftir van Gogh, pastelskissu eftir Picasso, sjö Cezanne-verk og myndir eftir Camille Corot, Gustave Cour- bert og Edouard Vuillard. Sýn- ingin verður opnuð 30. mars og stendur fram í október. Á efri myndinni gætir öryggis- vörður „Piti Teina“ eftir Gauguin en sú neðri er af „Hvíta húsinu" eftir van Gogh. Reuter Bankamálin í Færeyjum ^ Olga vegna um- mæla lögmanns Þórshöfn. Morgunblaðið. SAMEINING færeysku bankanna og umdeild hlutabréfaskipti í kjöl- farið eru enn mikið fréttaefni í færeyskum og dönskum fjölmiðl- um, sérstaklega eftir að Edmund Joensen, lögmaður Færeyja, lýsti því yfir á fréttamannafundi í for- sætisráðuneytinu í Kaupmanna- höfn, að auðvitað væru til aðrar aðferðir við að rannsaka málið en dómsrannsókn. „Yfírlýsing lögmannsins gengur þvert á samþykkt lögþingsins, sem er, að danska stjómin skuli efna til dómsrannsóknar og einskis ann- ars,“ sagði Marita Petersen, forseti lögþingsins. I Færeyjum eru allir sammála um, að lögmaðurinn hafí ekki haft umboð til að semja við Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, um neitt annað en dóms- rannsókn og hafa nokkrir lögþings- menn lagt til, að Joensen segi af sér. Edmurid Joensen segir hins vegar að ummæli sín hafí verið misskilin og segist standa við samþykkt lög- þingsins um dómsrannsókn. Lögreglumaður sem fann lík Nicole Simpson yfirheyrður JOHNNIE Cochran, aðalveijandi O.J. Simpsons, yfirheyrir lög- reglumanninn Robert Riske sem fyrstur kom á morðstaðinn. Ofbeldisalda á Austur-Tímor Indónesíski herinn horfir á aðgerðalaus Jakarta. Reuter. ALDA ofbeldisverka hefur riðið yfír Austur-Tímor undanfarnar vikur. Segja íbúarnir að sveitir ofbeldisseggja með hettur á höfði fari um götur, kveiki í húsum og ráðist á þá sem vitað sé að séu andvígir indónesískum stjórnvöldum. Á síðustu vikum hafa þrjátíu manns verið skotnir, pyntaðir eða eru horfnir. Vestrær.ir stjómarerindrekar í Indó- nesíu hafa lýst áhyggjum sínum af ástandinu á Austur-Tímor. Sönnun- argögn hreyfð? Los Angeles. Reuter. MYNDIR af blóði drifnum líkum Nicole Simpson og Ronald Goldman voru sýndar fyrir rétti í Los Angel- es á fímmtudag. Það var við yfír- heyrslur yfír lögreglumanninum Robert Riske, sem kom fyrstur á morðstaðinn. Kvaðst hann hafa séð blóðug fótspor liggja frá líkunum, að húsi Simpson og í kringum það. Þvertók hann fyrir það að þau væru eftir lögreglumennina sem komu.á staðinn. Hann viðurkenndi hins vegar að svo virtist sem sönnunar- gögn hefðu verið hreyfð úr stað en veijendur halda því fram að annar lögreglumaður hafí komið þeim fyr- ir. Par á kvöldgöngu fann lík Simp- son og Goldman eftir að blóðugur hundur Simpson vakti athygli þeirra á þeim. Er Riske hafði geng- ið úr skugga um að bæði væru lát- in, fór hann inn í húsið, hringdi í yfírmann sinn og sagði honum að tvennt hefði verið myrt og að „mál- ið tengdist O.J. Simpson á einhvem hátt“. Er hann var spurður hvers vegna hann hefði sagt þetta, sagðist Riske hafa séð myndir af O.J. Simpson í húsinu og að bréf stílað á hann hefði legið við símann. Meðal lögreglumannanna sem síðar komu á staðinn var Michael Fuhrmann sem veijendur Simpsons fullyrða að láti stjómast af kyn- þáttahatri. Saka þeir hann um að hafa komið blóðugum hanska, sem svaraði til annars er fannst á morð- staðnum fyrir á lóð Simpsons. Riske segist ekki hafa séð Fuhrmann snerta hanskann er við- urkenndi, er honum voru sýndar myndir af sönnunargögnunum, að svo virtist sem hanskinn og gler- augnahulstur hefðu verið hreyfð úr stað. Er myndir lögreglunnar af vett- vangi voru sýndar fyrir rétti í gær, bað sækjandinn, Marcia Clark, fjöl- skyldu Nicole Simpson um að líta undan. Simpson horfði í gaupnir sér lengst af, dæsti og hristi höfuðið. Hann bað síðar um að mynd, sem veijandinn lét varpa upp af Nicole, yrði tekin niður. Yfírheyrslur halda áfram á þriðjudag þar sem á mánudag er frídagur, forsetadagurinn. Indónesískar hersveitir réðust inn í Austur-Tímor nokkrum mán- uðum eftir að Portúgalir létu af stjóm þess árið 1975. Ári síðar var landið innlimað í Indónesíu. Þrátt fyrir viðræður undir stjóm Samein- uðu þjóðanna og aðrar óformlegri tilraunir hafa Indónesar útilokað nokkrar breytingar í sjálfstæðisátt á Austur-Tímor. Vesturlönd lýsa áhyggjum sínum Erlendir stjórnarerindrekar hafa staðfest að svo virðist sem hópar manna fari með ofbeldi um götur á Austur-Tímor og að indónesískir hermenn horfi aðgerðarlausir á. Hefur stjómarherinn drepið að minnsta kosti átta manns sem hann fullyrðir að hafí verið skæru- liðar. Vesturlönd hafa lýst áhyggj- um sínum vegna morðanna. Að sögn hj álparstarfsmanna, kaupsýslumanna og kirkjuleiðtoga, sem rætt var við, eru íbúamir dauðskelfdir og þora ekki að leggj- ast til svefns af ótta við að ráðist verði inn á heimili þeirra. Á fimmtudagsmorgun var ráðist á aðsetur innlendrar hjálparstofn- unar og starfsmenn hennar. Höfðu árásarmennirnir fjóra þeirra á brott með sér, alvarlega slasaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.