Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 23 Atta myndir ókeypis SENDIRÁÐ annarra Norðurlanda en íslands standa auk mennta- málaráðuneytis og Háskólabíós að norrænni kvikmyndahátíð í bíóinu frá deginum í dag fram á næsta laugardag. Tilefnið er hundrað ára afmæli kvikmyndarinnar og ekki spillir sá norræni menningarandi sem nú svífur yfír. Ókeypis er inn á allar sýningar hátíðarinnar. Hér fer á eftir örstutt frásögn af mynd- unum átta sem sýndar verða. Stella Polaris, Noregur, leik- stjóri Knut Eric Jensson. íbúar Finnmerkur höfðu dvalist í flótta- mannabúðum vegna yfírreiðar þýska innrásarliðsins í heimsstyij- öldinni síðari. Þeir sneru að lokum heim og byggðu nýtt líf á sviðnum og molnuðum grunni. Myndin byggist á reynslu leikstjórans. Sýnd þann 17. kl. 17 og daginn eftir kl. 23. Mannen pá balkongen, Sví- þjóð, leikstjóri Daniel Alfredson. Óhugur ríkir í Stokkhólmi vegna morða á tveim litlum stúlkum. Eina vitnið er glæpamaður á flótta und- an réttvísinni og lögreglan á í vanda. Góðvinur lesenda Sjöwahl og Wahlöö-bókanna, Martin Beck rannsóknarlögreglumaður, er kall- aður til. En morðinginn lætur enn til skarar skríða og Beck grípur til örþrifaráða. Sýnd þann 15. kl. 21 og þann 17. kl. 23. Ripa hits the Skids, Finnland, leikstjóri Christian Linblad. Ripa er ungur og orkumikill kvikmynda- gerðarmaður sem fínnur ekki kraftinum og hugmyndunum far- veg. Svo uppgötvar hann allt í einu að eitthvað hefur gerst; vinirnir, eiginkonan og peningamir fáu og smáu; allt fokið út í veður og vind. Örvæntingarfull viðleitni til að snúa þróun mála dregur dilk á eftir sér. Sýnd í dag kl. 21 og þann 16. kl. 23. Höyere enn himmelen, Noreg- ur, leikstjóri Berit Nesheim. Mari er geðvond, enda tólf ára og með nef sem passar ekki almennilega á andlitið, lítinn bróður sem angrar hana og leiðinlega kennslukonu. Þó fer hún til hennar í afmælisboð og fær að heyra gamla ástarsögu NORRÆN KVIKMYNDAHÁTÍÐ sem ekki fór vel. Mari ákveður að kippa málinu í liðinn fyrir kennslu- konuna. Sýnd þann 14. kl. 19 og daginn eftir kl. 17. Zappa, Danmörk, leikstjóri Bille August. Þrír ólíkir strákar á ungl- ingsaldri taka upp á æ alvarlegri prakkarastrikum. Einn þeirra kem- ur frá efnafólki en er heldur illa staddur andlega. Gullfískurinn Zappa er sá eini sem hann sýnir einhveija hlýju. Þessi drengur hvetur til strákaparanna og vill ekki að hinir tveir dragi sig í hlé. Þeir verða þá að gera eitthvað í málunum. Sýnd í dag kl. 17 og á sama tíma þann 14. Pariserhjulet, Svíþjóð, leik- stjóri Clas Lindberg. Klefafélagar í fangelsi eiga í eins konar viðskipt- um með Parísarhjól. Það reynist skuldum hlaðið og vinkona annars þessara manna dregst inn í at- burðarásina. Loksins þegar báðir eru lausir úr prísundinni leiðast þeir aftur út í vafasama starf- semi, stela jólatijám og selja til að borga Parísarhjólið. Þetta er ljúfsár saga um þijár sálir í leit að betri tilveru. Sýnd á morgun kl. 17 og þann 13. kl. 21. Goodbye Trainmen, Finnland, leikstjóri Kari Paljakka. Hér segir frá tveim drengjum sem sveijast í fóstbræðralag. Þeir eiga skemmti- lega æsku í finnskum smábæ og síðan skilja leiðir. Annar heldur til Helsinki í nám en hinn drabbast niður í fásinninu. Nokkrum árum sinna hittast þeir og hyldýpið milli þeirra kemur í ljós. Annar er greinilega farsæll en hinn feigur. Sýnd á morgun kl. 21 og þann 13. kl. 19. De Frigjorte, Danmörk, leik- stjóri Eddie Thomas Peterson. Lúmsk gamanmynd um logsuðu- manninn Viggó sem er rekinn eft- ir 25 ára dygga þjónustu. Sjálfs- mynd hans hrynur til grunna í kytrunni sem hann hefur deilt með konu sinni Odu. Þá birtist dís drauma hans og sviptir honum með De Frigjorte. sér á suðræna strönd, en Oda not- ar nýfengið frelsi til hins ítrasta. Viggó snýr til baka og klemmist á tilfinningatauginni. Verður að endurmeta allt það sem áður skipti mestu í lífinu. Sýnd þann 16. kl. 17 og á sama tíma 18. febrúar. Orka 113 kcal* . Orka 473 kJ* Prótín 4 g* Kolvetni 21,4 g* Fita 2,1 g* Natríum 314 mg* Kalíum 105 mg*. A-vítamín 38% (RDS) Ríbóflavtn 27% (RDS) Jám 58% (RDS) \________Þíamín 27% (RDS) «§Ssc5N ■■ ■-.'': Níasín 27% (RDS) Kalsíum 5% (RDS) D-vítamín 10% (RDS) C-vítamín 25% (RDS) B6-vítamín 25% (RDS) Fólínsýra 25% (RDS) Cheerios FÆÐUHRINGURINN Það er samhengi á milli mataræðis og heilsu. Heilsan er dýrmæt og þess vegna er ætíð skynsamlegt að hugaXð samsetningu fæðunnar sem við neytum. Cheerios er ríkt af hollustuefnum og inniheldur sáralítið af sykri og fitu. 1 hverjum Cheerios „fæðuhring“ er að finna bragð af góðum, trefjaríkum og hollum mat; fyrir fólk á öllum aldri. „Maður h*tt.T ekki aS S*......fjT,.. * 1 skammtur eöa 30 g. RDS: RAðlagður dagskammtur. Cheerios - einfaldlega hollt! YDDAF45.13/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.