Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 AÐSEIMDAR GREINAR Annar áfangi einkavæðingar SÖLU á hlutabréf- um ríkissjóðs í Lyfja- verslun íslands hf. lauk þegar helmingur hlutabréfanna var seldur á tveimur klukkustundum fímmtudaginn 26. jan- úar sl. Fyrri helming- urinn seldist einnig upp á einum degi, fímmtudaginn 17. nóvember sl. Söluverð hlutabréfanna var samtals 402 milljónir króna og hluthafar eru rúmlega fímmtán hundruð. Ekki er hægt að segja annað én að almenningur hafí sýnt sölunni mikinn áhuga og eykur hún mönnum bjartsýni um framgang einkavæðingar á næstu árum. Með sölunni lauk jafnframt framkvæmd einkavæðingar ríkis- fyrirtækja á yfírstandandi kjörtíma- bili. í sérstakri hvítbók ríkisstjómar- innar, Velferð á varanlegum gmnni, sem kynnt var haustið 1991 og hafði að geyma stefnu- og starfsá- ætlun ríkissijómar Davíðs Oddsson- ar, var gert ráð fyrir, að seld yrðu fyrirtæki fyrir samtals 4 milljarða á kjörtímabilinu, eða sem nemur einum milljarði króna á hveiju ári kjörtímabilsins. í forsendum þessar- ar áætlunar var gert ráð fyrir sölu Búnaðarbanka íslands, en seinna var ákveðið að fresta þeirri sölu. Einkum voru tvær ástæður til þeirr- ar ákvörðunar. í fyrsta lagi vegna þess að pólitískan stuðning skorti á Alþingi. í öðru lagi var talið rétt að bíða með söluna þar til efnahags- lífíð tæki við sér á nýjan leik auk þess sem fjárhagsvandi viðskipta- banka í Noregi og Svíþjóð í upp- hafí þessa áratugar var í hugum manna. Eigi að síður hefur í tíð þessarar ríkissljómar farið fram mikilvægur undirbúningur varðandi einkavæðingu ríkisviðskiptabanka. Nauðsynleg lagafrumvörp hafa ver- ið samin og sérstök undirbúnings- nefnd um málið hefur skilað af sér ítarlegri skýrslu um alla þætti þess. Ekki þarf því að líða nema tiltölulega skammur timi frá því ákvörðun er tekin um sölu bankanna þar til hægt er að hefja sölu þeirra. Það verkefni býður þó næstu ríkis- stjómar og er tvímæla- laust mikilvægasta verkefni á sviði einka- væðingar á næstu ámm. Heildartekjur af sölu ríkisins á fyrirtækjum og eignum vegna einkavæðingar nemur 2,1 milljarði króna á kjörtímabilinu og skiptist þannig í tímaröð: Menn geta velt fyrir sér raun- verulegum áhrifum þessarar eigna- sölu fyrir ríkissjóð. Slíkar vanga- veltur verðaj)ó að taka mið af öllum aðstæðum. I sumum tilvikum yfír- tekur ríkissjóður skuldir áður en kemur að sölu, en í öðrum tilvikum getur sparast við einkavæðingu. Taka má sem dæmi Ríkisskip, sem hafði fengið í formi beinna framlaga o g yfírtekinna lána um 3,6 milljarða króna á tímabilinu 1983-92 á verð- lagi ársins 1994. Ríkissjóður losn- aði undan slíkri kvöð hvað framtíð- ina snertir þegar ákveðið var að leggja fyrirtækið niður og selja eignir þess. Hvað sem slíkum vangaveltum líður er staðreyndin um eignasölu ríkissjóðs vegna einkavæðingar einfaldlega sú, að seldar voru eignir fyrir rúma tvo milljarða króna og ríkið ber ekki lengur ábyrgð á rekstri þeirra fyrir- tækja sem í hlut eiga. Hjá fyrirtækj- um þessum starfa um 400 manns og velta þeirra var samtals hátt í 6 milljarðar króna síðasta árið fyrir einkavæðingu. Umsvif ríkisins hafa minnkað sem því nemur. Eitt helsta gagnrýnisefnið við sölu fyrirtækja er jafnan söluverðið. Því er oft haldið fram, að hlutabréf hafí verið verðlögð of lágt og að ríkisfyrirtæki séu seld á útsölu- verði. Reynt hefur verið að tryggja eðlilega og sangjama verðlagningu með aðstoð sérfræðinga verðbréfa- fyrirtækjanna. Stuðst hefur verið við verðmat þeirra og það yfírfarið af starfsmönnum framkvæmda- nefndar um einkavæðingu og við- komandi ráðuneytum. í því efni mega menn ekki gleyma aðalatrið- inu, sem er, að ekki verður af við- skiptum nema kaupandi og seljandi komi sér saman um verðið. Sölu- verðið hlýtur að taka mið af aðstæð- um hveiju sinni. Hafa verður í huga þá lægð, sem verið hefur í efna- hagslífinu undanfarin misseri. Sú efnahagslega lægð hefur ekki verið hagstæð einkavæðingunni. Auðvelt er að halda því fram, að þá eigi einfaldlega að bíða með sölu, en þá gleymist, að veigamikil rök önn- ur en tekjumarkmiðið eru fyrir einkavæðingu. Mikilvægasta rök- semdin fyrir einkavæðingu er að draga úr ríkisrekstri og efla mark- aðshagkerfíð, en það stuðlar að auknum hagvexti. Ekki er nokkur spuming, að Hreinn Loftsson Prentsmiðjan Gutenberg hf. (júní 1992) kr. 85.600.000,- Framleiðsludeild ÁTVR (júni 1992) kr. 18.900.000,- Ríkisskip(eignasalahófstl992) kr. 350.400.000,- Ferðaskrifstofa íslands hf. (ágúst 1992) kr. 18.768.750,- Jarðboranir hf. (sala hófst í ágúst 1992) kr. 88.000.000,- Menningarsjóður (eignasala fór fram haustið 1992) kr. 26.000.000,- Þróunarfélag íslands hf. (nóvember 1992) kr. 130.000.000,- íslensk endurtrygging hf. (desember 1992) kr. 162.000.000,- Rýni hf. (desember 1993) kr. 4.000.000,- SR-mjöl hf. (desember 1993) kr. 725.000.000,- Þormóður rammi hf. (mars 1994) kr. 89.400.000,- Lyljaverslun íslands hf. (nóvember 1994 og janúar 1995) kr. 402.000.000,- Ein mikilvægasta rök- semd finir einkavæð- ingu, segir Hreinn Loftsson, er að draga úr ríkisrekstri og efla markaðshagkerfíð. Það stuðlar að aukn- um hagvexti. áfram verður haldið á braut einka- væðingar hér á landi á næstu árum. Hún er einfaldlega eitt þeirra verk- efna sem vinna verður að þegar áherslur breytast í ríkisrekstrinum og ákveðið er að leggja niður rekst- ur, þætta starfsemi eða selja eign- ir. Á sínum tíma kann að hafa ver- ið nauðsynlegt að ríkið sinnti til- teknum rekstri, en menn eru al- mennt orðnir sammála um að ríkið eigi að draga sig út úr rekstri sem betur verður sinnt úti á markaðnum af einstaklingum og fyrirtækjum þeirra. Einkavæðing felst einfaldlega í framkvæmdinni við það, að ríkið hættir starfsemi á einhveiju sviði. Með tilkomu Framkvæmdanefnd- ar um einkavæðingu hefur í fyrsta sinn verið reynt að samhæfa vinnu- brögð við einkavæðingu og koma þeim fyrir á ákveðnum stað í stjóm- kerfínu. Er þá öðru fremur átt við söluþáttinn. Settar hafa verið sér- stakar reglur um framkvæmdina sem taka mið af reynslunni fram til þessa. Samhæfingin hefur reynst vandaverk í ljósi þess að einstakir ráðherrar og ráðuneyti hafa ógjam- an viljað sleppa hendinni af fram- kvæmdinni. Dæmi um þetta er salan á SR-mjöli hf. sem ekki var á vegum nefndarinnar. Nefndin hefur gegnt leiðbeiningarhlutverki, verið til ráð- gjafar og annast um ákveðna þætti við framkvæmdina í umboði ein- stakra ráðherra. Reynt hefur verið að mynda ákveðinn kjama og sér- hæfingu varðandi einkavæðingu og (ííoa uiv'nqnw MORGUNBLAÐIÐ einnig hefur verið unnið að því að gera meðferðina faglegri með nánu samstarfi við sérfræðinga úti á markaðnum. Eftirfarandi lærdóm má einkum draga af framkvæmd einkavæðingar á kjörtímabilinu: í fyrsta lagi er nauðsynlegt að reglur um fram- kvæmdina verði lögbundnar. í öðru lagi er einnig nauðsynlegt að fram- kvæmdin verði samhæfð á einum stað í stjómkerfínu. Þannig yrði tryggt að reynsla á þessu sviði safn- ist fyrir á einum stað í stjómkerf- inu. í þriðja lagi er skynsamlegt að leita sem mest út á markaðinn og hafa sem best samstarf við verð- bréfafyrirtækin í stað þess að koma upp of miklu starfsliði í stjómkerfinu á þessu sviði. Þannig nýtist líka reynslubrunnur einkavæðingarinnar úti á markaðnum. í fjórða lagi hefur reynst skynsamlegt við sölu fyrir- tækja að gefa almenningi fyrst kost á hlutabréfakaupum í stað þess að ávallt sé um að ræða sölu til stórra fjárfesta. Reglan ætti framvegis að vera sú sama og unnið hefur verið eftir við tvær síðustu sölumar, þ.e. að almenningi og starfsmönnum verði gefínn kostur á hlutaijárkaup- um í ákveðinn tíma á ákveðnum kjömm. í kjölfarið færi síðan fram tilboðssala þar sem stærri fjárfestum gæfíst færi á kaupum. Einkavæðing á íslandi er komin tiltölulega skammt á veg miðað við það sem er að gerast með nágranna- þjóðunum. Eigi að síður er reynslan almennt séð góð af einkavæðing- unni. Arðsemissjónarmið ráða nú ferðinni í einkavæddum fyrirtækj- um, en starfsemi þeirra hvílir ekki á pólitískum forsendum. Önnur markmið, þ.e. að efla einkaframtak, styrlq'a samkeppni og að auka þátt- töku almennings á hlutabréfamark- aði, hafa og náðst fram. Þó að tekju- markmiðið sé mjög til umræðu við sölu einstakra fyrirtækja má ekki gleyma öðrum mikilvægum mark- miðum sem hér hefur verið minnst á. Aldrei má gleyma því undirstöðu- atriði, að fyrirtækin, sem verið er að selja, standi sjálf á traustum fjár- hagsgrundvelli og geti þannig til frambúðar verið aflvaki úti á mark- aðnum. Höfundur erformaður framkvæmdanefndar um einkaveeðingu. Olíubirgðastöðvar í Reykjavík ÞRIÐJUDAGINN 31. janúar sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Elínu Pálmadóttur sem hún nefnir „Olía inn á sund?“. Hún rifjar þar upp starf sitt í umhverfísmálaráði Reykjavíkur 1974 til 1978 og ág- ætt samstarf sitt við embættismenn á þeim tíma. En tilefni greinarinnar eru áhyggjur hennar vegna vænt- anlegrar olíubirgðastöðvar Irving Oil á Klettasvæði svokölluðu við Sundahöfn. Þótt ég þykist vita að Elínu gangi gott eitt til verð ég að segja að les- andinn fær einkennilega mynd af því sem gert hefur verið í sambandi við aðalskipulag Reylq'avíkúr og staðsetningu olíubirgðastöðva sam- kvæmt því, svo og fyrirheit til Irv- ing Oil um lóð fyrir birgðastöð á Klettasvæði. Því eru þessar línur ritaðar. Samkvæmt lögum um umhverf- ismat ber að athuga umhverfisáhrif olíubirgðastöðva. Sú skylda er lögð á byggjandann sjálfan að láta gera þær athuganir og greinargerðir sem nauðsynlegar eru til að skipulagsyf- irvöld geti tekið afstöðu til áætlana um byggingu slíkra stöðva. Af- greiðsla Hafnarstjómar í Reykjavík á erindi Irving Oil er því auðvitað gerð með vissu um að slík vinna verði unnin af framkvæmdaaðila og lögð fyrir yfírvöld. Raunar var það Hafnarstjóm sem ákvað hvaða lóð væri álitlegust af þeim sem nefndar voru og gátu komið til álita. Margar og illa útbúnar olíu- birgðastöðvar voru á sínum tima þymir í augum borgaryfirvalda. Raunar er hér land- lægt virðingarleysi fyr- ir lögum og reglum sem er áhyggjuefni og getur valdið því að hér verði slys af ýmsum toga, og alltof algengt er að ströngustu ör- yggiskröfum sé ekki fylgt. Samt er ekki hægt að segja að um neitt kæruleysi hafí verið að ræða í þau tvö skipti sem óhöpp hafa orðið við löndun á olíu í Reykjavík. Önnur til- vik eru svo óveruleg að segja má að mjög lítið hafi verið um óhöpp af þessu tagi. Leggjast þó olíuskip ekki að bryggju heldur við legufæri og dæla um tiltölulega langar leiðslur í birgðageyma á landi. Þessu stendur nú til að breyta, bæði í Örfírisey og á Kletta- svæði. Jafnframt hefur birgða- stöðvum verið fækkað f tvær, og era og verða gerðar strangar örygg- iskröfur til þeirra. Gegnum tíðina hefur við og við verið til umræðu hvort betra sé að liafa olíubirgðastöðvar í Reykjavík tvær, í Örfírisey og á Klettasvæði, eða einungis eina, og þá í Örfirisey. Það sem mælir með einni stöð í Örfírisey era þau sjónarmið sem Elín minnti á að þá væra birgðirnar betur staðsettar og fjær Sundunum. Það sem mælir með tveim stöðum er annars vegar það að þá þurfa ekki allir olíuflutningar að fara í gegnum gamla bæinn frá Örfírisey og svo hitt, að öraggara er að hafa birgðimar á tveim stöðum frekar en ein- um. Um þetta hafa löngum verið skiptar skoðanir. í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984- 2004, sem staðfest var 1988, segir svo um ol- íubirgðastöðvar: „Olíu- höfn: Reiknað er með, að í lok skipulagstíma- bilsins verði í Reykja- vík tvær olíustöðvar, í Örfírisey og Laugar- nesi. Stækkunarmögu- leikar era miklir í Örfírisey, en þeir era hins vegar mjög takmarkaðir í Laugamesi." Þetta aðalskipulag er fyrsta heildarendurskoðunin á aðalskipu- laginu síðan 1964. Sú vinna að endurskoðun, sem þar á undan var unnin, kom fram í tveim skýrslum: „Aðalskipulag - Austursvæði 1981-1998“ frá mars 1981 og „Vinnuskýrsla til skipulagsstjómar dkisins. Aðalskipulag Reykjavíkur 1975-95 ásamt fylgiskjölum. Þró- unarstofnun Reykjavíkur apríl 1977". Þær vora til umfiöllunar hjá borginni en ekki var litið á þær sem endurskoðun á aðalskipulagi og þær voru ekki staðfestar sem slíkar. I hvoragri þeirra er minnst á olíu- birgðastöðvar. Þetta er rakið hér vegna frásagnar Elínar af umræðu um þetta á áranum kringum 1975, Vilyrði fyrir nýrrí lóð undir olíubirgðastöð á Klettasvæði, segir Stef- án Hermannsson, felur ekki í sér neina stefnu- breytingu. sem vafalaust er rétt, en aðalatriðið er auðvitað að skipulagsyfírvöld í Reykjavík hafa fyrir löngu skipt um skoðun og vilyrði fyrir nýrri lóð nú undir birgðastöð á Klettasvæði felur ekki í sér neina stefnubreytingu í þessu efni. Sú ákvörðun hefur held- ur ekki áhrif á áform um bryggju- gerð eða forgangsröðun verkefna við það. Eingöngu er flýtt landgerð með fyllingum, sem lóðagjöld fé- lagsins standa undir. Nokkuð góðar upplýsingar liggja fyrir um hafstrauma og sjávarfalla- strauma kringum Reykjavík og er sífellt verið að bæta við þá vitn- eskju með viðbótarmælingum. Reiknilíkan hefur verið notað til að áætla dreifíngu mengunar frá hol- ræsaútrásum og bera saman mis- munandi lausnir í því efni. Þó að við stöndum vel að vígi varðandi mengun vegna mikilla sjávar- strauma og nálægð við úthaf, og mun betur en flestir bæir í Evrópu er það auðvitað ekki alveg vansa- laust að við séum ekki komin lengra með framkvæmdir við aðalútrásir, Stefán Hermannsson en fyrsta útrásin verður lögð 1996. Auðvitað er mikil framför fólgin í þeim lögnum sem komnar era með- fram sjónum og tekið hafa við skólpi úr hinum mörgu litlu lögnum sem lágu út í fjöruna. En þetta var nú útúrdúr. Þetta reiknilíkan mætti ef til vill nota til að meta áhrif olíu- leka frá skipum, löndunarstöðum eða birgðastöðum, en það hefur aldrei verið gert. Yæntanlega era það fyrst og fremst yfirborðsstraumar sem hafa áhrif á þáð hvernig olíumengun flyst til og þar era oftast vind- straumar ráðandi. Nefna má dæmið frá síðasta ári þegar olíuleki kom frá skipi sem tók niðri við Valhúsa- bauju á Álftanesi og barst olía á fjörar á Seltjarnarnesi. Sjávarfalla- straumar era hins vegar ráðandi um það hvemig holræsamengun dreifíst í sjó við Reykjavík. Sjávar- fallastraumar munu líklega flytja olíuflekk mest um 1 km. Lýsingar Elínar minna mig á Eiðsvík, sem er 4 km frá Laugamesi og Kletta- svæðinu. Það hefur verið mat tæknimanna sem að þessu hafa komið nýverið að varðandi áhættu við löndun megi Ieggja Örfírisey og Kletta- svæði að jöfnu. Á báðum stöðuin vex öryggi þó veralega þegar olíu- skip geta lagst að bryggju. Á það verður að leggja mesta áherslu að aðbúnaður allur og tæki við löndun sé eins og til er ætlast og að allra öryggissjónarmiða sé gætt og er það jafn mikilvægt á báðum stöðun- um, en bryggja er mikið nauðsynja- mál, ekki síður í Örfirisey, sem er meira áveðurs og útsettari fyrir öldu og sjó- Höfundur er borgar- verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.