Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Þess vegna eru launin svona lág I. Landlæg óhagkvæmni ÞAÐ ER sorglegt, en satt: Við íslending- ar höldum áfram að dragast aftur úr öðrum Evrópuþjóðum í efna- hagslegu tilliti. Olgan á vinnumark- aðinum nú, þegar allir samningar eru lausir, segir sína sögu um lág laun og léleg kjör mik- ils fjölda fólks. Fjár- þröng Háskóla íslands og flestra eða allra annarra helztu stofn- ana samfélagsins er angi á þessum meiði. Ég er ekki að gera lítið úr ýmsu því, sem hefur þokazt í betra horf á íslandi undanfama áratugi, en hagkerfið heldur samt áfram að drabbast niður. Því miður. Um þessa hnignun má hafa margt til marks. Hér læt ég duga að vitna í nýja skýrslu frá Alþjóða- bankanum í Washington (World Bank Atlas 1995). Þar kemur fram, að þjóðarframleiðsla okkar á mann er komin niður í 17. sæti af 24 í hópi iðnríkjanna í OECD miðað við kaupmátt (sjá mynd 1). Þá er tekið mið af þeirri einföldu staðreynd, að verðlag er hærra hér heima en víða annars staðar vegna landlægr- ar óhagkvæmni, sem er mestan part af mannavöldum. Við sitjum einfaldlega ekki lengur við háborðið í heimsbúskapnum. Það er liðin tíð. Við erum enn aftar (í 21. sæti af 24) á listanum yfir þjóðarfram- leiðslu á hveija vinnustund, en sá kvarði er notaður til að taka fyrir- höfnina við framleiðsluna með í reikninginn. Óhagkvæmnin í þjóð- arbúskap okkar birtist ekki aðeins í háu verðlagi, heldur einnig í nauð- syn þess að vinna mikið til að ná endum saman. Á þennan mæli- kvarða erum við Islendingar nú aðeins hálfdrættingar á við Banda- ríkjamenn. Við erum nú þegar komnir aftur úr öllum Evrópulönd- um nema Portúgal og Grikklandi, sem eru langfátækustu lönd álfunn- ar (sjá mynd 2). Þessi lönd geta þó huggað sig við öran hagvöxt, en það getum við ekki. Bilið á milli okkar og þeirra heldur því áfram að mjókka. Þau laða til sín erlenda fjárfestingu í stórum stíl í stað þess að flæma hana frá sér eins og við gerum. Og* þau eru bæði í Evrópusam- bandinu, ekki við. Svo er eitt enn. Flestar aðrar OECD- þjóðir hafa safnað eignum eða grynnkað á skuldum erlendis undangengin ár. Við íslendingar höfum á hinn bóginn safnað óhóflegum skuldum er- lendis og skert fiski- stofna okkar með ske- fjalausri ofveiði. Væri tekið tillit til eigna- skerðingar og skulda- söfnunar í opinberum þjóðhagsreikningum, þá myndi ísland dragast enn lengra aftur úr ríkustu löndum heims. Yfir- lýsingar ríkisstjórnarinnar um batn- andi hag nú skyndilega rétt fyrir kosningar breyta engu um þessa þróun, þegar til langs tíma er litið. II. Djúpar rætur Lífskjör og laun ráðast ekki fyrst og fremst af gangi efnahagsmála frá ári til árs, heldur mótast þau líka mjög af innviðum og umgerð efnahagslífsins. Hnignun undan- genginna ára hér heima á rætur sínar að rekja langt aftur í tímann. Hún á upptök sín í djúpum skipu- lagsbrestum, sem gera þröngsýnum hagsmunahópum kleift að ríghalda í ýmsa óhagkvæmni á kostnað al- mennings og koma í veg fyrir um- bætur, sem myndu duga til að snúa öfugþróuninni við. Þessi óhag- kvæmni leyndist árum saman á bak við ofveiði til sjós og oftöku er- lendra lána líkt og í Færeyjum, én nú er farið að fjúka í bæði skjólin. Ríkisstjóm og stjómarandstaða em enn sem fyrr eins og strengja- brúður í höndum hagsmunahóp- anna. Skoðum nú verksummerkin, þegar lqortímabili núverandi ríkis- stjómar er í þann veginn að ljúka. Við búum enn við umfangsmik- inn ríkisbankarekstur. Stjómmála- menn halda áfram að ráðskast með sparifé landsmanna og skipa sjálfa sig og hveijir aðra í bankastjómir og bankaráð. Þeir em búnir að drekkhlaða þjóðarskútuna með gríðarlegri fjárfestingu, sem skilar rýmm eða engum arði. Það er ekki að sjá, að ofíjárfestingin og 45 milljarða króna afskriftir og útlána- skaðar í banka- og sjóðakerfinu síð- ustu ár hafi dregið úr sjálfstrausti stjórnmálamannanna á þeim vett- vangi. Austur-Evrópuþjóðimar em nú í óðaönn að einkavæða viðskipta- banka sína til að ijúfa tengslin á milli stjómmála og bankamála og efla hagkvæmni, en ekki við. Við búum enn við óhagkvæma og óréttl- áta fiskveiðistefnu, sem hefur ekki dugað til að draga úr ofvexti fiski- skipaflotans. Ofveiðin heldur áfram. Þorskveiðum hefur verið leyft að fara meira en fjórðung fram úr tillögum fiskifræðinga á hveiju ári að jafnaði síðan 1976. Þorsk- stofninn hefur ekki verið minni, síð- Kæfandi faðmlag hags- munahópanna hefur kreist allan mátt úr efnahagslífínu, segir Þorvaldur Gylfason, og skert lífskjör fólksins í landinu með því móti. an mælingar hófust. Sterk rök hafa verið færð að því, að álagning veiði- gjalds ásamt öflugum hliðarráðstöf- unum myndi duga til að draga úr ofveiði og erlendum skuldum og efla iðnað, verzlun og þjónustu við hlið sjávarútvegs. Stjórnvöld hafa þverskallazt við þessum ábending- um. Þau hafa þvert á móti skellt þjóðinni í skuldafen til að fjármagna eyðingu fiskistofnanna. Við búum enn við óhagkvæmustu landbúnaðarstefnu í allri Evrópu. Þessi óhagkvæmni liggur eins og mara á öllu efnahagslífínu. Til land- búnaðarins veijum við áþekku hlut- falli af þjóðartekjum okkar beint og óbeint og Bandaríkjamenn veija til vígbúnaðar. Allar Austur-Evr- ópuþjóðimar, jafnvel Albanar, flytja nú inn búvörur í stórum stíl, en ekki við. Við búum enn við miðstýringu kauplags á vinnumarkaði. Fáeinir forkólfar verklýðsfélaga og vinnu- veitenda semja beint eða óbeint um kaup og kjör langflestra launþega. Þeir eru búnir að eyðileggja launa- kerfið, en þeir halda samt upptekn- um hætti í skjóli löngu úreltrar vinnulöggjafar. Þeir hafa það í hendi sér að hleypa efnahagslífinu í bál og brand með gamla laginu, hvenær sem þeim þókknast. Þetta Þorvaldur Gylfason Mynd 1. Þjóðarframleiösla á mann (Ðandarikjadollarar, kaupmáttarkvaröi, 1993) lúœmborfl Austurrlki Baégia island NýH-SjaUnd Spdrm Iriand Podúgal GrtkUand Tyrktand 5000 10000 15000 20000 25000 30000 Mynd 2. Þjóöarframleidsla á vinnustund (BanUarikjadollarar, kaupmáttarkvarói, 1993) Bandarkín | 0*;gi* j itatta j Kanada AusturrlW j Spárm j Finnlnnd ( UMemborg ( DanmUrt j Nctagur j Ásfral.'s | ÞýzkstexJ j SviM Sviþjóö | er að sönnu ekki séríslenzkur vandi, ekki frekar en landbúnaðarvandinn, en það er ekki haldbær afsökun á óbreyttu ástandi. III. Kæfandi faðmlag Þessi atriði valda miklu um það, hvers vegna atvinnurekendur - með ríkið, stærsta vinnuveitandann, í broddi fylkingar - eru ekki borg- unarmenn fyrir betri launum en raun ber vitni. Kæfandi faðmlag hagsmunahópanna hefur kreist all- an mátt úr efnahagslífínu og skert lífskjör fólksins í landinu með því móti. Þess vegna höldum við áfram að dragast efnahagslega aftur úr öðrum þjóðum. Núverandi ríkisstjórn bar skylda til að taka á þessum vanda til að búa í haginn fyrir framtíðina. Það hefur hún ekki gert. Á sama tíma og ríkisstjórnir Austur-Evrópuríkj- anna hafa ráðizt í róttækar umbæt- ur á flestum sviðum með heilbrigð- an markaðsbúskap og einkarekstur að leiðarljósi og búast nú þar að auki til inngöngu í Evrópusamband- ið sem allra fyrst, hefur ríkisstjóm íslands staðið heiðursvörð um áframhaldandi ófremdarástand á öllum þeim sviðum, þar sem efna- hagsumbótaþörfín er mest. Dýrmætur tími og tækifæri hafa áður farið til spillis á íslandi. En þegar framfarasóknin úti í heimi síðastliðin 4-5 ár - ekki sízt í Austur-Evrópu, þar sem gríðarleg umskipti hafa átt sér stað í efna- hagslífl og hugsunarhætti - er bor- in saman við aðgerðaleysið og ábyrgðarleysið hér heima þrátt fyr- ir ítrekaðar aðvaranir úr ýmsum áttum, þá virðist mér augljóst, að einstæðu tækifæri til að leiða ísland út úr ógöngum liðinna ára hefur verið gloprað niður. Höfundur er prófessor í Háskóla íslands. Hvað er leikskólauppeldi? LEIKSKÓLAUPPELDI á sér hugmyndafræðilegan bakgrunn í sérstökum uppeldisaðferðúm fyrir börn á leikskólaaldri. Þessi hug- myndafræði á sér langan feril og rætur í vestrænni menningu. Þeir sem vinna að leikskólauppeldi sækja hugmyndir og kenningar til rita og starfs heimspekinga og uppeldis- frömuða frá ýmsum löndum. Nefna má hugsuðina Rousseau, Pestalozzi og Dewey og skólamenn eins og Fröbel, Montessori og Steiner. Nær í tíma má nefna Jean Piaget og ýmsa sem útfært hafa kenningar hans og Loris Malagozzi svo fáir séu nefndir. í ritum uppeldisfrömuða koma fram margar sömu grundvallarhug- myndir um leikskólauppeldi: - Virðing fyrir bömum og því sér- staka þroskastigi sem leikskóla- aldur er. - Börn á leikskólaaldri læra og þroskast best og mest í gegnum leik. - Skynjun og athafnir eru mikil- væg undirstaða undir nám bam- anna. - Böm þurfa að njóta frjálsræðis, en jafn- framt öryggis í fjöl- breytilegu um- hverfí. - Léikskólauppeldi getur dregið úr skaðlegum áhrifum einhæfs uppeldis- umhverfis og erfiðra heimilisaðstæðna. Á undanfömum árum og áratugum hef- ur verið mikil gróska í þeim vísindagreinum sem fjalla um uppeldi ungra bama. Rannsóknir leiða æ betur í ljós mikilvægi fyrstu æviár- anna og þar með leikskólauppeldis. Fyrsta skólastigið íslenskt samfélag hefur ákveðið að uppeldis- og kennslufræðilegar forsendur séu meginforsendur fyrir leikskólauppeldi. Strax í fyrstu lögum um leik- skóla var málaflokkn- um markaður staður í menntamálaráðuneyt- inu við hlið annarra uppeldis- og mennta- stofnana. Leikskólinn er fyrsta skólastigið í íslenska skólakerfinu. Kjarninn Leikur bamanna í leikskólanum er helsta náms- og þroskaleið þeirra. Leikurinn er jafnframt helsta „kennslutæki" leik- skólakennarans. Leik- skólakennarinn býr yfír þekkingu og færni til að vinna með leikskóla- börn í hóp og nýta þá kosti og möguleika sem hópurinn gefur til uppeldis, þroska og náms einstakl- inganna sem í hópnum em. Mennt- un leikskólakennarans beinist að því að gera hann færan um að Leikur barnanna í leik- skólanum, segir Sesselja Hauksdóttir, er helsta náms- og þroskaleið þeirra. skipuleggja af þekkingu leikum- hverfi barnanna og taka þátt í leik þeirra á þann hátt að bömin læri og þroskist sem mest og best. Hvað læra börnin? Börnin í Ieikskólanum takast á við margvísleg verkefni sem beinast að öllum þroskaþáttum, þ.e. vits- munaþroska, félags- og tilfínninga- þroska, siðgæðisþroska, líkams- og hreyfiþroska og fagurþroska. Leikskólinn veitir börnum félags- lega fjölbreytni, barn á samskipti við fullorðna, yngri og eldri börn og síðast en ekki síst jafnaldra, jafn- ingja, en margir fræðimenn telja Sesselja Hauksdóttir að félags- og siðgæðisþroska sé ekki hægt að öðlast nema í sam- skiptum við jafningja. I góðum leikskóla þroskar bam með sér víðsýni og umburðarlyndi gagnvart viðhorfum og skoðunum annnarra svo og virðingu fyrir öðr- um. Börnin í leikskólanum læra að starfa í hóp sem ábyrgir einstak- lingar, hóp sem vinnur að sameigin- legum markmiðum. í góðum leikskóla læra börn að leysa deilur á jákvæðan hátt. Leik- skólinn miðlar og viðheldur menn- ingu samfélagsins. Börn læra vísur, þulur, þjóðsögur og gamla leiki. I góðum leikskóla er notað vandað og fjölbreytt málfar. Börnin hlusta á góðar bamabókmenntir og þau fá margvísleg tækifæri til að nota málið, tjá sig um hin margvísleg- ustu hugðarefni og atburði. í leikskólum fer fram sérstakt uppeldi og kennsla sem er ólík því uppeldi sem fram fer á heimilum bamanna. Leikskóli kemur ekki í stað uppeldis foreldra, heldur er mikilvæg viðbót við það. Höfundur er leikskólakcnnari og starfar sem leikskólnfulltrúi í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.