Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 35 SKODUN STJÓRNARSKRÁR almenna borgara, til dæmis til að ákvarða hvaða mannréttindi ættu erindi í stjórnarskrá. Einnig varpaði hann fram þeirri spumingu hvort rétt væri að leyfa lágmarksfjölda kjósenda eða þingmanna að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekið málefni. Hik við að beita 26. grein stjómarskrárinnar, sem leyfír for- seta að knýja fram þjóðaratkvæði, gæfi tilefni til að gaumgæfa það. Stjórnlagaþing Var Geir H. Haarde spurður hvort skipun sérstaks stjórnlagaþings hefði komið til greina vegna stjórnar- skrárbreytinganna nú. „Þá hefðum við fyrst þurft að setja inn nýtt ákvæði í stjórnarskrána um stjórn- lagaþing og samþykkja það áður en hægt hefði verið að hefjast handa,“ sagði Geir en núverandi ákvæði kveða á um að stjórnarskrárbreyt- ingar þurfí að samþykkja á tveimur þingum með kosningum á milli. „Náist fmmvarpið í gegn með þeim breytingum sem væntanlega verða gerðar er ég ekki í vafa um að hér er á ferð eitthvert merkasta mál sem Alþingi hefur afgreitt lengi. Detti málið upp fyrir nú er hætt við að því verði ekki hreyft í mjög mörg ár. Ég vil ekki bera ábyrgð á því að svo fari og trúi því ekki að raun- verulegir áhugamenn um stjórnar- skrárambætur vilji það,“ segir Geir. Sigurður Líndal telur að eðlileg- asti hátturinn á setningu stjómar- skrár sé að efna til stjómlagaþings. „Rökin fyrir því eru þau að þarna er verið að setja Alþingi sjálfu reglur þannig að það má deila um hvort rétt sé að Alþingi sé að fjalla um sjálft sig, auk þess að setja umgjörð um aðrar stjómarstofnanir, svo sem framkvæmdavaldið, til dæmis ráð- herra, og dómsvaldið. Á móti mælir töluvert umstang og kostnaður í kringum það að efna til stjómlaga- þings og hugsanlegir erfíðleikar við að fá menn til þess,“ segir Sigurður. Málamiðlun þings og þjóðar Að mati Ragnars Aðalsteinssonar er stjómarskráin málamiðlun milli þings og þjóðar. „Það hefði átt að skrifa kynningarrit þar sem einstök atriði eða málið í heild hefði verið kynnt í stað þess að ætlast til þess að þjóðin læsi greinargerðina með framvarpinu, sem hvorki hefur birst í dagblöðum né verið lesið upp í út- varpi eða sjónvarpi. Kynningin er því í sjálfu sér ekki byijuð, nema gagnvart þeim sem era áhugasamir og bera sig eftir greinargerðinni," segir Ragnar og gagnrýnir líka að ekki skuli hafa verið leitað til ís- lenskra sérfræðinga af yngri kyn- slóðinni á sviði mannréttindamála. Útkoman aðalatriði Eiríkur Tómasson hæstaréttarlög- maður segir ekki skipta máli hvemig framvarpið sé unnið. „Það sem mér fínnst skipta máli er hvernig frum- varpið lítur út,“ segir hann og árétt- ar að það sé borið upp af formönnum þingflokkanna sem einir beri ábyrgð á því. „Það er frumvarpið sjálft sem stendur fyrir sínu að mínum dómi. Það eiga menn að ræða,“ segir hann og bætir við að ekki hafi verið bent á að framvarpið sé gallað í heild sinni. „Skýringin á þessari ómálefna- legu gagnrýni er að stóram hluta kannski sú að ekki var leitað til þeirra manna sem hafa hana í frammi.“ Fjölbreytt sjónarmið Sigurður Líndal segir, aðspurður hvort eðlilegt sé að hæstaréttardóm- arar eigi hlut að máli við endurskoð- un stjórnarskrárinnar, að sem flest sjónarmið eigi að fá að njóta sín. Dómarar eigi ekki að vera útilokaðir sakir reynslu sinnar en alltaf megi deila um það hversu mikið dómarar eigi að blanda sér í lagasetningu. „Það sem helst mælir gegn því er það að þeir bindi sig of mikið fyrirfram. Dómari hefur kannski samið greinargerð um hvernig beri að skilja ákvæði og er því hagsmuna- tengdur löggjafanum að vissu leyti. Þetta gæti veikt traust. Ef um er Geir H. Haarde Detti málið upp fyrir nú er hætt við að því verði ekki hreyft í mjög mörg ár. Sigurður Líndai Rökin gegn félagslegum rétt- indum eru að þau leggja verkn- aðarskyldu á hina þjóðfélags- þegnana. að ræða lög sem grípa inn í mjög víða í þjóðfélaginu væri óheppilegt að hann þyrfti stöðugt að vera að víkja sæti,“ segir Sigurður. Endalaus deila Hvað einstök ákvæði stjórnar- skrárframvarpsins áhrærir segir Geir H. Haarde að athugasemdir hafi verið gerðar við nær allar greinar þess enda megi deila um ákvæðin endalaust. Gagnrýnina á jafnréttis-, tjáningar-, og félagafrelsisákvæðin hefur borið hæst en miklar breyting- ar vora gerðar á ákvæðum 3. og 8. greinar í tillögum stjórnarskrár- nefndar, sem urðu að 11. og 12. grein í framvarpinu. í tillögunum hljómar tjáningar- frelsisákvæðið svo: „Virða ber skoð- anafrelsi manna. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Þ6 verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir á tjáningarfrelsinu má aldrei í lög leiða. “ Ákvæði um félagafrelsið hljóðar þannig: „Allir skulu njóta fijálsræðis tii að stofna féiög og efna til funda. “ Ragnar Aðalsteinsson segir grein- arnar í tillögunum „þaulhugsaðar og vel byggðar” sem ekki megi segja um texta frumvarpsins. Að auki bendir hann á að greinargerðin inni- haldi innri mótsagnir. Jafnræðisregl- an í 3. grein þess sé sögð vera form- en ekki efnisregla, samt haldi stjórn- arskrárnefnd því fram að ekki þurfi Ragnar Aðalsteinsson Ekki nægjanlegt að tryggja ein- göngu borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi í stjómarskrá. Eiríkur Tómasson Formenn þingflokkanna bera einir ábyrgð á stjómarskrár- fmmvarpinu. að setja inn ákvæði um jafnrétti karla og kvenna vegna jafnræðisreglunnar; allir séu jafnir fyrir lögum. Hann gagnrýnir líka að hugtakið mannréttindi, sem hafí verið í tillög- um frá 5. apríl, hafí verið fellt út. „Það eitt að nefna það hugtak í stjórnarskránni gjörbreytir öllu inni- haldi textans. Ef svo væri gert bæri íslenskum dómstólum að skýra hug- takið í samræmi við alþjóðlega þróun °g þjóðréttarlegar skuldbindingar okkar íslendinga. Mikilvægasta ákvæði sem hægt væri að setja að mínum dómi væri það, að ríkisvaldinu væri skylt að virða og framfylgja mannréttindum með hliðsjón af al- þjóðalögum á mannréttindasviði. Þá hefðu lögmenn mjög merkilegt túlk- unarákvæði til þess að byggja á, fyr- ir stjómarskrána í heild sinni og lög í landinu. Þetta er meðal annars til umræðu í Finnlandi og verður til lykta leitt á næstu dögum.“ Þröngar skorður Hvað endurskoðun ákvæðis um félagafrelsið varðar segir Sigurður Líndal að ef halda ætti skylduaðild að verkalýðsfélögum til streitu yrði jafnframt að setja starfsemi þeirra mjög þröngar skorður. „Því er haldið stíft fram að ekki sé félagaskylda á íslandi en þetta er alls ekki rétt. Forgangsréttarákvæði í kjarasamn- ingum útiloka ófélagsbundna menn frá vinnu. í lögum ýmissa verkalýðs- félaga er beinlínis ákvæði um það að félagsmenn vinni ekki með ófé- lagsbundnum. Auk þess era til ákvæði í lögum stéttarfélaga þar sem atvinnurekendur era skyldugir til að taka eingöngu félagsbundna menn, til dæmis hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Ef einungis segði að engan mætti skylda til félagsaðildar yrði forgangs- réttarákvæðið hugsanlega talið ólög- legt. Ég legg óbeina lögskyldu til jafns við lögbundna skyldu," segir hann. Orðalag 12. greinar stjórnarskrár- framvarpsins er af mörgum talið auka svigrúm til að hefta tjáningar- frelsið en þar segir: „Allir eru frjáls- ir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsjónir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tján- ingarfrelsi má aldrei í lög leiða. Framangreind ákvæði standa ekki í vegi því að með lögum má setja tján- ingarfreisi skorður í þágu allsheijar- reglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra. “ Ragnar Aðalsteinsson segir til dæmis að þess hefði átt að geta í greinargerð hvers vegna viðbótin „nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi", sem er að fínna í tjáningarfrelsis- ákvæðinu í Mannréttindasáttmála Evrópu, hafí verið undanskilin. En Sigurður Lindal telur það oftúlkun að ætla að ákvæðið auki svigrúm löggjafans í þessu skyni. Eirikur Tómasson segir umræðuna byggða á misskilningi, löggjafínn hafi í framkvæmd sett fjölmargar undantekningar við prentfrelsisá- kvæðið til þessa án þess að bein heim- ild sé til þess í núgildandi stjóm- arskrá. „Þegar undantekningará- kvæðið er sett inn einskorðað við ákveðin tilvik eru menn að þrengja heimild löggjafans. Ef umrædd máls- grein væri felld burtu hefði löggjafínn tiltölulega fijálsar hendur í skjóli þessarar venju,“ segir Eiríkur. Hann segir ennfremur aðspurður, hvort ekki hefði þurft nánari útskýr- ingar í greinargerð við þetta ákvæði: „Eg held að megi gagnrýna þetta atriði og á von á því að það verði eitt af því sem menn skoði. Ég get fallist á að það hefði mátt hafa í því áþekkan fyrirvara og er í Mannrétt- indasáttmála Evrópu," segir hann. Engin framtíðarsýn? Við endurskoðun mannréttinda- kaflans var að sögn Geirs H. Haarde lögð megináhersla á að koma ákvæð- um hans í nútímalegan búning og að tillit yrði tekið til þeirra sáttmála sem íslendingar era aðilar að. Ragnar Aðalsteinsson segir hins vegar að stjómarskráin eigi að horfa til framtíðar. „Eitt af þvi sem skiptir máli þegar menn setja sér stjómar- skrá era skilaboðin sem hún flytur öðram þjóðum. Þess vegna era það gríðarleg vonbrigði fyrir okkur, sem áhuga höfum á stjórnarskrám og mannréttindum, að geta ekki sett okkur stjómarskrá sem yrði öðrum þjóðum fyrirmynd," segir hann. Sigurður Líndal leggur hins vegar áherslu á uppeldisgildi stjómarskrár- innar. „í þessari stjórnarskrá era réttindagreinar meginatriðið, sem ekki er undarlegt. Þær voru aðallega mótaðar á 17. og 18. öld og í byijun 19. aldar í andófí við einveldið. Ég hlýt að spyija sjálfan mig hvort rétt sé að ganga sífellt út frá einveldinu og alræðinu. Mín framtíðarsýn er miklu frekar í þá átt að líta á ríkið í anda þjóðfélagssáttmálans og ganga að því vísu að menn séu frjáls- ir og hafí öll þessi réttindi, þau séu okkur meðfædd. Það mætti orða þau í yfírlýsingu fyrir framan stjórnarskrána en í henni væra skylduákvæði frjálsra manna. Mér fínnst þetta miklu sæmra en að vera klifa á endalausum réttindum. Stjómarskráin á að hafa visst uppeldisgildi og þegar klifað er á réttindum í sífellu er hætta á að menn gleymi skyldunum. Ef kveðið er á um skyldur í stjómarskránni muna menn skyldur sínar við samfé- lagið og meðbræður. Það held ég að sé miklu hollara." Gagnrýni á stjórnar- skrár- frumvarpið ► HJÁLPARSTOFNUN kirlg- unnar gerir athugasemd við það að sleppt sé almennum yfir- lýsingum um mannhelgi, rétt- inn til lífs og til að njóta mann- réttinda, auk annars sem fram komi í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar af leiði að stjórnarskráin verði hugsjónalaus og rislág. Stjórn- arskrár eigi að sýna veginn fram á við, vera nokkurs konar kyndill sem menn beri í við- leitni sinni til að skapa sem best og réttlátast þjóðfélag, þar sem áhersla sé lögð á göfgi mannsins, frelsi, jafnrétti og bræðralag. ► LÖGMANNAFÉLAG fslands vekur athygli á því að ekki sé sett fram almenn stefnuyfirlýs- ing um að allir menn eigi rétt til lífs eða skuli njóta mann- helgi. í mannhelgishugtakinu felist meðal annars bann við pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refs- ingum. Einnig vanti ákvæði um þjóðaratkvæði og hvergi sé vik- ið að menningarlegum réttind- um. í þeim felist meðal annars réttur til að njóta eigin hug- verka og til að taka þátt í vís- indalegum og menningarlegum framförum. ► AMNESTY International tel- ur frumvarpinu nieðal annars áfátt að því leyti að ekki sé kveðið á um að ætíð skuli virða tiltekin grundvallarréttindi, þótt almennt neyðarástand ríki. Einnig vanti ákvæði sem tryggi rétt til sanngjarnrar og tafar- lausrar málsmeðferðar. Vakin er athygli á áhyggjum mann- réttindanefndar SÞ af þeim möguleika að hægt sé að dæma í allt að eins árs fangelsi fyrir meiðyrði verði nýtt ákvæði um tjáningarfrelsi samþykkt. Einn- ig sé því sleppt að banna grein- armun milli fólks á grundvelli tungumáls, þjóðernislegs eða félagslegs uppruna. ► RAUÐI krossinn bendir á að missir sé að ákvæðum um jafna stöðu karla og kvenna, almennu banni við mismunun og ákvæði um réttarstöðu útlendinga. Sér- staklega þurfi að tryggja rétt þeirra sem hælis óska vegna ofsókna og að réttur manna til viðunandi lífskjara, meðal ann- ars vegna fátæktar sé ekki skýrt tryggður. ► BISKUP íslands telur ástæðu til að kanna hvort ekki megi kveða skýrar á um efna- hagsleg og félagsleg réttindi í frumvarpinu. Draga megi í efa aðgreiningu sem gerð sé í greinargerð þeirra á milli og einnig sé eðlilegra að kveða á um rétt flóttamanna í frum- varpinu. ► BLAÐAMANNAFÉLAG ís- lands bendir á að skýrar tak- markanir skorti við heimildir til að setja almennu tjáningar- frelsi skorður og leggur til að þriðja málsgrein 11. greinar verði felld út. ► SAMTÖKIN ’78 krefjastþess að hugtakið kynhneigð bætist við upptalningu þeirra sem tryggja skuli jöfnun fyrir lög- um í 3. grein frumvarpsins um jafnræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.