Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR11. FEBRÚAR 1995 39 AÐSEINIDAR GREIIVIAR Litla ffula hænan og GATT Helga Guðrún Jónasdóttir BALDVIN Hafsteinsson, lög- maður Félags íslenskra stórkaup- manna, ij'allaði nýlega (11. janúar sl.) um réttmætan ótta stórkaup- manna við kröfur landbunaðarfor- ystunnar um tollbindingar vegna GATT. Eins og svo oft þá er þessi uggur byggður á töluverðum mis- skilningi og vona ég að eftirfar- andi punktar leysi FIS úr fjötrum ástæðulaus ótta. Við ráðum ekki tollaígildunum Tollaígildin, sá þáttur GATT- samningsins sem hvað mestu um- róti hefur valdið, eru reiknuð út eftir forskrift yfírstjómar GATT. Þessi háu tollaígildi, allt að 700%, eru af þeim sökum ekki einhver stærð sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið af eigin geðþótta, hvað þá fyrir þrýsing ónefndra hagsmuna- samtaka. Þessir út- reikningar hafa verið sendir út til annarra aðildarríkja GATT. Þau geta síðan gert athugasemdir við þá í gegnum yfirstjómina (þ.e. World Trade Organization eða arf- taka GATT). Á þeim bráðum fjórum árum sem liðin eru frá því ríkisstjómin sendi inn tilboð íslands hafa engar athugasemdir borist, mér vitanlega, sem þýðir væntanlega að tollaígildin hafa verið samþykkt. Ástæðan er kannski sú að við eram á ósköp svipuðu róli í okkar tilboði og önnur aðildar- ríkií? Óviðeigandi samlíking Þá má deila um hversu „há“ tollaígildin era. Með þeim hæstu er ígildið fyrir smjör eða 674%. Heimsmarkaðsverðið á srpjöri er um 60 kr/kg. Hversu hár verður þessi tollur með hliðsjón af óeðli- lega lágu verði á smjöri á heims- markaði? Jafnframt lækkar tollaí- gildið um a.m.k. 15% á næstu áram en samtals eiga öll tollaígildi að lækka að meðaltali um 36%. Á sama tíma er smjörverðið ólíklegt til að hækka mikið ef nokkuð á heimsmarkaði. Að líkja beitingu þessara „háu“ tollaígilda við „Ber- línarmúr“ er tæpast viðeigandi. Staðreyndimar í þessu máli era þær að hátt tollaígildi endurspeglar annaðhvort hátt vöraverð hér heima eða lágt heimsmarkaðsverð. í fyrmefnda tilvikinu mun lækkun- in á tollaígildunum veita strangt aðhald og sjá til þess að vöraverð- ið lækkar en í því síðamefnda veit- ir ekki af tollaígildinu til að veija innlendu vörana gegn óréttmætum undirboðum. Við skulum ekki gleyma því að GATT-samningurinn kveður ekki á um nema 36% lækkun útflutn- ingsbóta. Það þýðir að þau hrika- legu undirboð sem stunduð era í alþjóðaviðskiptum með landbúnað- arvörar lifa enn góðu lífi þrátt fyr- ir GATT. Við afnámum hins vegar einhliða allar okkar útflutnings- bætur fyrir nokkram áram og það var því mikið áfall fyrir ísienskan landbúnað þegar ljóst var að ekki næðist samstaða innan GATT um nema þessa 36% lækkun. Fortíðarbindingin „Rauntollar á þeim lanbúnaðar- vöram sem heimilaður er innflutn- ingur á era í dag mun lægri en þær tollbindingar sem felast í til- boði íslands. Tilboðið kann að leiða til þess að sá árangur sem náðst hefur með innflutningi og aðhaldi að íslenskum framleiðendum verði að engu gerður," er meginröksemd Baldvins fyrir því að beita ekki tollaígildunum af ráði. Þá fullyrðir hann að beiting þeirra feli í sér beinar viðskiptahindranir sem ganga þvert á tilganginn með WTO, arftaka GATT. Það er hár- rétt að tollur á innfluttum landbún- aðarvöram er yfirleitt lágur eða enginn. Mér er því í senn ljúft og skylt að benda Bald- vini á að samkvæmt GATT-samningnum eram við skuldbundin til að flytja inn sama magn og áður (þ.e. á viðmiðunartímabili samningsins) á sömu tollum. Þetta er nokk- urs konar „fortíðar- bundinn innflutn- ingskvóti" sem flytja verður inn á sömu gjöldum áður en beita má tollaígildunum. Hér er af þeim sökum engum árangri stefnt í hættu, heldur þvert á móti. Hvað þá að verið sé að ganga þvert á tilganginn með WTO með því að beita tollaígildum eftir þeim regl- um sem samningurinn sjálfur heimilar! Allt innflutningsbann verður bráðlega fellt niður og fé- lagsmenn FÍS geta þá væntanlega veitt öllum greinum landbúnaðar- ins aðhald með innflutningi í stað aðeins örfárra greina áður. Eru öll dýrin í skóginum vinir? Baldvin spyr í grein sinni hvort verið sé að fóma meiri hagsmunum fyrir minni og krefst svara við þeirri spumingu í hverra þágu GATT eiginlega sé? Að hans mati yrði það a.m.k. ekki í þágu land- búnaðarins að reisa hér tollamúra, þar sem arðbær landbúnaður verð- ur ekki rekinn í skjóli þeirra. Og neytendur, þeir myndu missa aug- ljósan spón úr sínum aski. Þessu er til að svara í fyrsta lagi: Ef öll dýrin í skóginum væra vinir og Litla gula hænan annað og meira en lítil sæt saga, glitti e.t.v. í skuggann af forsendu fyrir raun- veralegri fríverslun með landbún- aðarvörur. En dýrin í skóginum era bara ekki vinir og Litla gula hænan stendur fyrir litlu öðra en miklu uppeldisfræðilegu gildi. Af öllum sólarmerkjum að dæma munu önn- ur aðildarríki GATT ekki ganga millimetra lengra en samningurinn kveður á um. Þá er harla ólíklegt að aðildarríki, sem eiga mikilla hagsmuna að gæta í landbunaði s.s. ESB og Bandaríkin, geri ekki allt sem í þeirra valdi stendur til að milda áhrif samningsins. Það er a.m.k. margfrægt dæmið um hvemig þessum tveimur stórveld- blatiit) - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! Á GATT að vera í þágu landbúnaðar í Evrópu og Bandaríkjumim, spyr Helga Guðrún Jónasdóttir, sem hér svarar lögmanni Fé- lags íslenzkra stór- kaupmanna. um tókst að fara á sveig við allar GATT-reglur um milliríkjaviðskipti með bifreiðar. Ég hlýt því að spyija Baldvin á móti: Á GÁTT að vera í þágu landbúnaðarins í ESB og Bandaríkjunum; eigum við að ganga lengra en öll hin aðildarrík- in í bamslegri trú á raunverulega tilvist Litlu gulu hænunnar? Ef sú verður reyndin er ég ansi hrædd um að við fáum eitthvað annað og meira en nýbakað brauð fyrir að sýna gott fordæmi. Borgar það sig að flytja allt inn? í öðra lagi er það vissulega ekki öfundsvert hlutskipti að tala með tollum á þessum síðustu og verstu tímum. Ég vil þó benda á að mat- vælaverð hefur lækkað veralega á undanfömum áram; samkvæmt framfærsluvísitölunni hafa hlut- fallsleg útgjöid til matvælakaupa lækkað um 4 til 5 prósentustig og afurðaverð til bænda um 15 til 40%. Þá liggur ekkert í augum uppi að hagur neytenda og þjóðar- búsins felist í því að veita matvæl- um á undirboðsverðum inn í land- ið. Kannski ef til skemmri tíma er lítið en varla til langframa. Öll nágrannalönd okkar tolla undir- boðsvörar á samkeppnismarkað f bak og fyrir og munu gera það áfram. Þau hafa lagt háa tolla á samkeppnisvörar í gegnum tíðina og „fortíðarbinding" GATT-samn- ingsins kemur af þeim sökum ekki jafn hart niður á þeim og á okkur. Þá hefur Hagfræðistofnun Háskól- ans reiknað út að innlend sam- keppnisvara verður að vera 25% hærri í verði áður en það borgar sig þjóðhagslega að flytja hana inn. Það gera margfeldisáhrifin margumtöluðu. Bændur era á sjötta þúsund. Við getum síðan lengi deilt um margfeldisáhrif þeirra en áætla má að atvinna ekki færri en 10 til 12 þúsund manna hangi samtals á spýtu land- búnaðarins. Þetta era staðreynd- imar sem blasa við skattgreiðend- unum, hinni hlið neytendanna. Höfundur er forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. BORNJ UNci-INCAR - KENNARN^ ' Börnin og framtfðin $TÓRSÝNING UM HELGINA Opið iaugardag kl. 10-16 og sunnudag kl. 11-17. Landssamtökin Heimiii og skóli standa fyrir stórsýningu í Kolaportinu um helgina. Fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir kynna þar starfsemi, vörur og þjónustu sem tengist börnum og unglingum. Heimili og skóli kynna starfsemi sína ó sýningunni og innrita nýja félaga. Barnablaðió Æskan Barnasmiðjan hf. Fræðsludeild kirkjunnar Félag ungra uppfinningamanna Hreysti hf. Heilsuhringurinn KFUMog K Þroskahjálp Vistforeldrar í syeitum Manneldisráð ísland Reiðskólinn Hrauni Saumagalierí J.B.J. Vímulaus æska Tóbaksvarnarnefnd Námsgagnastofnun Skátabúðin Bandaiag íslenskra skáta Rauði krossinn Skákhúsið Umferðarráð Tónastöðin íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkur Myndlistarskóli Margrétar Borgarspítalinn Hljóðfæraverslun Leifs Magnússonar ' Borgarbókasafnið UNGUNGAR SKEMMTA ,.ó sýningunni laugardag og sunnudag kl. 14.00 Bylgjan og Rás 2 verða á staðnum og spjalla við gesti og gangandi. NY tSLENSK LEiKTÆKI UNGIR UPPFINNINGAMENN MiKILL FJÖLDi FÉLAGASAMTAKA ..ÁSAMT MÖRGU ÖÐRU ATHYGLISVERÐU V' 11 \ " 30RNIN . .og framtíðin sr MARKAÐSTORGIÐ ER LIKA 0PIÐ UM HELGINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.