Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR1995 47 + Lise Gíslason hjúkrunar- fræðingur var fædd í Nakskov á Lálandi 26. febrúar 1920 i Danmörku. Hún lést í Borgar- spítalanum 2. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Peter Sveis- trup stórkaupmað- ur og kona hans Ingeborg Helene fædd Mathiesen. Systkini hennar sem náðu fullorð- insaldri voru Aage, Inge og Bent, sem einn er eftirlifandi þeirra systkina. 8. september 1945 giftist Lise Ólafi Gísla- syni raftæknifræðingi. Hann var fæddur 14. júní 1913 á Húsavík, sonur hjónanna Gísla Péturssonar héraðslæknis og konu hans Aðalbjargar Jak- obsdóttur. Ólafur rak eigin rafteiknistofu í Reykjavík í 45 ár. Hann lést 30. janúar 1994. Þau áttu eina dóttur, Evu, fædd 22.10. 1946, sem lengst HÚN LÍSA er farin - einu ári á eftir honum Óla. Þau, sem voru fastur hlekkur í keðju allra sam- skipta fjölskyldunnar í hálfa öld, hafa nú lagt yfir móðuna miklu og þeim fylgja okkar hlýju endur- minningar. Óli með sína ljúfu glettni og Lísa sem lagði hönd á plóginn. Um hugann renna myndir af Lísu sem birtist hvar sem frænd- fólk hafði mótbyr, tók til hendi og létti undir með okkur. Hún kom eins og hlý sending að utan - frá sinni dönsku heimagrund - og þegar hún sá að hjálpar var þörf lá hún ekki á liði sínu. Lísa var auk annars gædd þeim stórkostlega hæfíleika að muna alla fæðingardaga - ekki aðeins hinna fullorðnu heldur líka hvers einasta bams í fjölskyldunni - og það er langt síðan við sum vorum börn. Þegar það varð mátulega langt kallaði hún okkur saman til að glæða tengslin og efla sam- kennd þessa fjölmenna hóps. Meðal okkar hét hún Lísa og var íslensk en hún fæddist í Dan- mörku og var skírð Lise. Hún kom hingað ung með Óla og varð smám saman sami íslendingurinn og við öll. Þau höfðu um stund búið í Danmörku og í Englandi og voru heimsborgarar sem á góðum af hefur starfað við tækniteikningar. Lise hóf starfsferil sinn með námi í bamfóstrun og vann við Vanlose Daghjem frá 1. maí 1938 til 1. maí 1939. Lise lærði hjúkrun við Roskilde Amts og Bys Sygehus frá 1. okt. 1940 til 1. okt. 1943. Eftir það fór hún í fram- haldsnám við Bleg- danshospital í Kaupmannahöfn (farsóttir), síðan við geðveikra- spítalann í Risskov, Árósum, og eftir það við fæðingarheim- ilið Den kommunale Fodeklin- ik til 1. jan. 1945. Lise fluttist með manni sínum til íslands í febrúar 1946 og hóf að starfa aftur við hjúkrun 1955, við Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur, í fyrstu við afleysingar, en síðan í föstu starfi þar til í apríl 1988. Útför Lise fór fram frá Laugarneskirkju. / stundum fóru víða um heiminn og höfðu frá mörgu að segja ef eftir var leitað. Atvikin höguðu því svo til að á næstliðnum áratugum höf- um við átt margar ferðir saman austur á Eyrarbakka og þau voru úrvals samferðamenn. Eg veit að ég mæli fyrir munn okkar frændfólksins og fjölskyldna okkar þegar ég nú á kveðjustundu ber fram alúðarþakkir okkar til Lísu fyrir góða og trausta sam- fylgd og innilegar samúðarkveðjur til Evu og eftirlifandi systkina Lísu. Gísli Ólafur Pétursson. Nú eru þau bæði dáin vinir okk- ar Ólafur og Lise Gíslason, eigin- kona hans. Ólafur lést 30. janúar 1994 eða fyrir rúmu ári, en Líse 2. febrúar sl. Lísa, eins og við kölluðum hana ávallt, var ein þeirra vel gerðu erlendu aðila hér á landi, sem stofnaði sit.t heimili með maka sín- um og samdi. sig að hérlendum siðum með alúð og umhyggju, eignaðist fljótt góða vini og sætti sig við óblíðari náttúruskilyrði en í hennar heimalandi. Lísa og Ólafur Gíslason voru mjög samrýnd hjón og báru mikla MINNINGAR umhyggju hvort fyrir öðru. Það sást vel þegar eitthvað bjátaði á. Þegar Ólafur var orðinn heilsutæp- ur var Lísa, þrátt fyrir hennar mikla heilsubrest síðustu árin, ávallt reiðubúin til að aðstoða Ólaf eftir því, sem hún frekast gat. Meðal annars sem hún gerði var að ganga með honum úti, þótt ekki væri nema spöl í nágrenni heimilis þeirra, en slíkar göngur voru Ólafí bæði þörf og ánægja. Við það, eins og svo margt ann- að, var Eva dóttir þeirra þeim sí- fellt mikil aðstoð, svo og vinir Ól- afs, sem gengu oft með honum úti. Á síðustu gönguferð Ólafs var Lísa með honum. Sú gönguferð var nöpur fyrir Lísu, eins og íslenskt veðurfar var þá líka, því Ólafur hné þá niður og var látinn er kom- ið var með hann á sjúkrahús. Þann- ig sá hún á eftir elskulegum eigin- manni sínum, sem hafði verið hennar stoð og stytta í gegnum öll þeirra samvistarár. Við hjónin kynntumst Lísu og Ólafí fljótlega eftir að þau komu til landsins, skömmu eftir heims- styijöldina síðari og höfum því þekkst í nærfellt 50 ár. Oft höfðum við glaðst saman með þeim hjónum, dóttur þeirra og góðkunningjum. Með Lísu og Ólafi var aldrei annað en gleði, þótt oft væri nokkur gáski með í spili meðan heilsa leyfði. Vinsemdin var hrein og ótvíræð. Þau var gott heim að sækja. Lísa var hjúkrunarfræðingur og vann að starfi sínu í fjölda ára, bæði í Danmörku og hér á landi. Hún var mjög vel liðin í starfi enda sérstak- ur persónuleiki, sem aldrei lét sér um munn fara neitt misjafnt um nokkum mann. Okkur öllum, sem líður vel, er í brjóst borið að fá að lifa áfram okkar lífi hér á jörð. Við, sem eram orðin fullorðin, erum þó sífellt að missa vini, skylda og vandalausa. Þá verðum við ávallt vinafærri, þótt aðrir yngri bætist í hópinn, en það er önnur saga. Sú vinsemd hefur ekki skapast með sömu lífs- reynslu, gleði eða sorgum, þótt hún sé góð og ómissandi. Með þessari litlu vinakveðju söknum við Lísu og biðjum styrks og blessunar fyrir Evu, dóttur hennar, sem nú hefur misst báða foreldra sína á rúmu ári. Guðrún Soffía og Friðgeir Grímsson. Ljúfasta gleði allrar gleði er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt, engu, sem manni er á valdi eða í vil, gleði yfir engu og gleði yfír öllu, gleðin að vera til. Sárasta hryggð allrar hryggðar er hryggð yfir því, sem er alls ekki neitt, ðbundin hugboði, orðum og gjörð, hryggð yfir einhverri erindisleysu á óskiljanlegri jörð. Þessar ljóðlínur danska ljóð- skáldsins Axel Juel í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar eiga vel við nú þegar vinkona mín og næst- um því frænka, Lise Gíslason, er öll. Ég segi næstum því vegna bjargfastrar sannfæringar minnar um skyldleika okkar Lise. Lise Gíslason var ekkja frænda míns, Ólafs Gíslasonar raftæknifræð- ings, en hann lést 30. janúar á síðasta ári. Hann hafði átt við veik- indi að stríða, en honum hafði far- ið fram og ég man að ég gerði mér vonir um að hann myndi e.t.v. eiga nokkur ár eftir þrátt fyrir veikindi og háan aldur, en hann varð áttræður h. 14. júní 1993. Þau hjónin héldu veglega veislu á hinu fallega heimili sínu og léku bæði á als oddi. Lise hafði orð á því að þetta myndi verða síðasta veislan sem hún héldi og reyndist hún þar sannspá. Lise Sveistrap Gíslason fæddist í Nakskov á Lá- landi. Hún var fædd fyrir tímann ásamt tvíburabróður sínum, en hann lést stuttu eftir fæðingu. Lise var lögð í hitakassa og var henni vart hugað líf. Á þessum tíma voru ekki miklir lífsmöguleikar fyrir fyr- irbura en eftir margra mánaða lífs- baráttu hinnar agnarsmáu stúlku fengu foreldrar Iise hana heim. Hún ólst upp í Nakskov til 6 ára aldurs en þá flutti Sveistrap-fjöl- skyldan til Roskilde. Lífsgleðin var mikil og Lise sem vart var hugað líf í upphafí, varð aldrei misdægurt. Hún sagði mér að það hefði verið til þess tekið hvað hún var sérstaklega hraust ung stúlka. Hún stundaði íþróttir og útivist og eins og hún sagði sjálf: „gat aldrei stoppað“. Það að þurfa beijast fyrir lífí sínu í upp- hafí setur sitt mark á manneskju og það gefur henni vídd lítillætis í sálu sína. Það var einkennandi í fari Lise hvað hún gladdist — yfír engu og yfír öllu og bara því að vera til. Oft er talað um hina sérkenni- legu menningarstrauma í Dan- mörku og þau alþjóðlegu áhrif sem maður verður fyrir þar. Danir virð- ast vera svo miklir heimsborgarar en samt svo danskir og hugguleg- ir. Einhver orðaði það svo að Dan- mörk væri hlið Skandinavíu inn í Evrópu og vissulega era erlend áhrif áberandi í Danmörku svo sem í tungumálinu, þar sem bregður fyrir frönskum, þýskum og enskum áhrifum, — en sennilega era Danir heimsborgarar vegna þessara áhrifa. Að hjúkranamámi loknu giftist Lise Ólafi Gíslasyni, raftæknifræð- ingi, Gísla Péturssonar læknis á Eyrarbakka, ömmubróður míns, og Aðalbjargar Jakobsdóttur, afasyst- ur minnar. Þau eignuðust eina dótt- ur, Evu, og lifir hún foreldra sína. Lise bjó yfír öllum þeim kostum sem prýða góðan Dana auk þeirra íslensku, því íslendingur varð hún og vildi vera. Hún var íslendingur með danska fortíð. Lise starfaði sem hjúkranarkona hér í Reykjavík í 33 ár og átti þar afar farsælan feril. Hún lét líka til sín taka í félagsmálum en hún var formaður Dansk kvindeklub á íslandi um tíma. Hún hafði lag á því — eins og við systkinin sögðum — að vera boðberi gleðilegra tíðinda, því það var Lise sem sagði manni frá gift- ingum, barnsfæðingum, útskrift- um og utanlandsferðum sem áttu sér stað í okkar stóra fjölskyldu en eins og gengur er oft erfitt að fylgjast með atburðarás og var því svo gaman að fregna hvað hinir og þessir í íjölskyldunni vora að taka sér fyrir hendur. Við unga fólkið í Qölskyldunni á sínum tíma nutum góðs af þess- um eiginleikum Lise — að tengja fólk í fjölskyldunni saman — og er mér minnisstæð veisla mikil er þau hjónin héldu okkur og fengum við þar tækifæri til að kynnast og bindast vináttuböndum. Ég hitti þar fólk sem var mér náskylt en sem ég hafði ekki haft tækifæri til að kynnast áður. Eins og tíðkast oft með eldra fólkið er því ekki eiginlegt að bera sorgir sínar á torg og svo var með Lise. Hún átti við veikindi að stríða hin síðari ár og þurfti að vera á lyijum vegna þess, en það var ekki fyrr en rétt undir lokin sem ég gerði mér grein fyrir hversu alvar- leg þessi veikindi vora. Hún bar sig alltaf svo vel og mér fínnst svo stutt síðan við voram að hlæja og skemmta okkur saman. Lise og Ólafur voru bestu vinir foreldra minna og reyndust þau móður minni ómetanleg stoð við fráfall föður míns, en hann lést langt fyrir aldur fram. Mig langar að lokum til að þakka allt og allt og það að fá að vera vinur þessa sómafólks. Ég vil votta dóttur þeirra Evu mína dýpstu samúð og bið Guð að gefa henni styrk í sorg- inni. Margrét Árnadóttir. ÞÓRUNN KARLSDÓTTIR + Þórunn Sigur- laug Karlsdótt- ir var fædd á Garðsá á Hafnar- nesi í Fáskrúðsfirði 17. ágúst 1910. Hún lést á dvalar- heimilinu Huldu- hlíð 3. febrúar síð- astliðinn. Þórunn var yngst þriggja barna þeirra hjóna Karls Emils Stef- ánssonar frá Djúpavogi og Jór- unnar Þórunnar Hófu þau búskap í Árbakka, en flutt- ust fljótlega í Sjávarborg eða Sjóborg, eins og mörgum er enn tamt í munni. Þar bjuggu þau ásamt fjölskyldum Óskars Snædals, Einars Hólms, Natalíu Krag og börnum og Einarínu Guð- mundsdóttur kenn- ara. Voru þar um skeið 36 einstakl- ingar til heimilis. Daníelsdóttur frá Borgarhöfn í Suðursveit. Eldri voru bræðurnir Sigurður og Jón og eru þeir báðir látnir. Þórunn ólst upp á æskuheimili sínu. Fimmtán ára að aldri missti hún móður sína og tveim árum síðar fluttist hún til Eski- fjarðar með unnusta sínum og nágranna, Einari Rósmundi Kristjánssyni frá Víkurhaga í Fáskrúðsfirði. Giftu þau sig 25. október árið 1928. I^jónin eignuðust ellefu börn. Þau eru: Jórunn, Guð- rún, Enril Svan, sem er látinn, Katrín, Kristin, Anna, Sigur- rós, Hulda, Björk, Adólf Viðar, Þóra Karólína, Sigurjón, Frið- rik Hlíðberg, Þráinn og Alma Karen. Eftir 27 ára búskap í Sjávar- borg fluttust hjónin Þórunn og Rósmundur inneftir í Sól- brekku eða Steinholtsveg 4. Þar höfðu bræðurnir Svanur og Viðar í félagi reist hús. Þangað fylgdu þeim hjónum synirnir Friðrik, Þráinn, Siguijón og Svanur. Þórunn var ein af stofnend- um og velunnurum Slysa- varnadeildarinnar Hafrúnar. Á dánardægri sínu var hún ásamt fleirum gerð að heiðurs- félaga, en þá var 60 ára afmæl- is deildarinnar minnst. Einnig starfaði hún i stúku ásamt föð- ur sínum. Þórunn missti eiginmann sinn í október 1994 og son sinn Emil Svan í nóvember sama ár. Þórunn dvaldi á dvalarheim- ili aldraðra Hulduhlíð frá ár- inu 1991. HÚN fæddist ekki í þennan heim til að láta þjóna sér, heldur til að þjóna öðrum. Svo sannarlega ekki. Hún var heldur ekki há í loftinu, þess vegna undraðist ég fyrst og fremst hverju hún kom í verk og aldrei sá ég eins glöggt hversu gleðin, hin sanna gleði, gat komið miklu í verk og smitað út frá sér til annarra. Þessa reynslu mína af viðskiptum okkar er erfítt að meta, hvað þá að þakka. Og eins að láta engan finna fyrir því hvað væri til næsta máls. Ég fann svo greinilega að það er eins og hulin hönd hjálpi er mest á liggur. Það vora fleiri en ég sem áttu ógleymanlegar stundir í eldhúsinu hjá Tótu í Sjó- borg. Hún virtist hafa haft tíma til alls. Mæta á stúkufundi, setja fjör í þá, gera þá aðlaðandi, vera fræðandi og taka þátt í því sem þar fór fram og leggja gott til málanna. Ekki má gleyma pabba hennar, Karli Stefánssyni frá Garðsá í Hafnarnesi við Fáskrúðs- fjörð. Hann var meiri félagsmaður en þeir sem gorta af því nú að vera það og hann tók ekkert fyrir að þjóna bindindis- og samvinnu- hugsjónum, ólíkt þeim sem era á fullu kaupi við það í dag. Rósi og hún áttu fjölda barna sem öl) hafa reynst bæði af lífi og sál þeim til sóma og þjóðinni til gagns og blessunar. Þau kunnu að neita sér um ýmsa hluti sem ekki má minnast á í dag. Þar var þvegið í þvottabala, bæði foreldra, böm og bleiur, um annað var ekki að ræða. Við Tóta þurftum engin eitur- efni til að örva fótaburðinn. Síður en svo. Böllin voru ekki mörg en nýtt til hins ýtrasta. Ósköp er gam- an að rifja upp þessar minningar og hugsa sér að þurfa aldrei að óttast timburmennina, síður en svo, dansað fram undir morgun. Ég fór snemma ævi frá Eskifirði. Það voru erfiðir dagar, en þá var tekið til bréfaskrifta og mörg geymi ég bréfin hennar Tótu og mun varðveita. Þessi bréf segja meira en margt annað hversu hug- arfarið og hugurinn var þá. Bílam- ir voru fáir „boddy“-bílar á skemmtunum upp á Egilsstaði og Hallormsstaðarskóg. Vissulega var fátæktin heima á Eskifírði og þá lærðu menn að spara og vildu það heldur en eyðslu og óheiðarleika. Þetta voram við Þórann svo hjart- anlega sammála um og líka vorum við ekki í vafa um að þótt við ættum allan heiminn en týndum sálinni væru það ekki góð við- skipti. Kristinfræðikennarinn benti okkur á að ekkert jafnaðist á við að heyra og finna alla dýrðina, taka við orði Drottins og vita að Frelsarinn stendur við sitt. Þetta og svo ótalmargt annað kemur í hugann nú á kveðjustund. Elsku Tóta mín, kvöldvökumar í eldhúsinu þínu í Sjóborg gáfu okkur svo mikið að það getum við aldrei þakkað. Þökk fyrir allt. Ég trúi og treysti því að að til samfundar verði boðað á ný á öðrum vettvangi, annað kemur ekki til mála. Og þá er margt að rifja upp. Hittumst aftur hinum megin. Þá getum við í gleði okkar gengið suður Laufásveginn. góður Guð fylgi þér og þínum. Arni Helgason, Stykkishóimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.