Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PÉTUR GUÐJÓNSSON + Pétur Guðjónsson fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1924. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn 31. janúar sl. Útför Péturs fór fram frá Bústaðakirkju 6. febrúar sl. MINNINGARNAR leita fram þeg- ar ég rifja upp mín fyrstu kynni af Pétri rakara og umboðsmanni á Skólavörðustígnum. Það hefur verið á vordögum 1966 og hljóm- sveit í hverjum skóla eins og segir í laginu. Við strákamir í bílskurs- hljómsveitinni vorum búnir að æfa nokkur lög og þá var labbað niður á litlu rakarastofuna til Péturs, en þar var nokkurs konar mekka eða miðstöð hljómsveita og hann beð- inn að athuga hvort ekki væri möguleiki á að fá að spila í pásu hjá hinum ýmsu þekktari hljóm- sveitum. Þannig byijaði tónlistar- ferill margra jafnaldra minna af ’68-kynslóðinni. Svo smá saman vafði þetta uppá sig, þeir litlu urðu sumir þekktir og vinsælir en aðrir frægir og eru einhveijir þeirra enn að. Það var ekki fyrr en nokkrum ámm síðar eða haustið 1969 að kynni okkar Péturs tóku á sig allt aðra mynd er leiðir dóttur hans, Önnu Siggu, og mín lágu af tilviljun saman í Glaumbæ eins og margra annarra á þessum ámm. Það vom hlýjar móttökur sem ég fékk er ég gekk fyrstu 'skrefin inn á fallega heimilið þeirra hjóna, Hjördísar og Péturs, og bama þeirra. Pétur var mikill fagurkeri og aðdáandi margs konar listar svo sem myndlistar, formsköpunar eða arkitektúrs og komu margar góðar hugmyndirnar frá honum þegar við krakkamir voram að stofna okkar fyrsta heimili. Þegar ég lít til baka er ég þakklátur fyrir þessi ár sem ég var samferða honum og óska honum góðrar ferðar. Elsku Hjördís og börn, við svo skyndilegt fráfall eiginmanns og föður vil ég biðja algóðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar og sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um góðan mann mun lifa. Magnús Ólafsson. Látinn er í Reykjavík Pétur Guðjónsson, rakarameistari, þekktur borgari og vinsæll vel. Um miðja öldina, þegar við báð- ir vomm ungir menn, vissi ég vel af Pétri, sem var nokkmm ámm eldri og þegar orðinn þekktur mað- ur í sinni grein, meðan ég var enn- þá skólapiltur. Pétur var ætíð vel til fara og snyrtilegur, þekkti marga og kom víða við. Á vellinum lét hann sig ógjaman vanta og studdi sitt fé- lag, Val, vel og dyggilega. Þá var hann og þekktur sem góður dans- maður og var oft fenginn til að sýna dans á böllum. Ekki kom mér þá til hugar, að þessi „stælgæi" sem sennilega hefði verið kallaður „svingpjatti" í Svíþjóð, yrði fljótlega svili minn og samferðamaður um áratugi. En atvikin höguðu því svo, að við gerðum samtímis hosur okkar grænar fyrir yngstu dætrum Ág- ústar og Sigríðar í Rafstöðinni við Elliðaár, en þær voru þá enn ógefnar í föðurgarði. Pétur var reyndar tíu árum eldri en Hjördís og hún kornung, svo manni kom jafnvel orðið „barnaræningi“ í hug. En örlög ráða og ástin spyr oft ekki sömu spurninga og halda mætti. Með Pétri og Hjördísi tók- ust góðar ástir, sem entust meðan bæði lifðu. Milli Ingunnar konu minnar, sem lést fyrir tíu árum, og Hjördísar systur hennar var alla tíð mikil væntumþykja og reyndar djúpstæð vinátta. Við Pétur náðum fljótt vel saman, þótt ólíkir værum að eðli og upp- runa, og ræktuðum góðan vin- skap, sem ekki bar skugga á og bárum tilhlýðilega virðingu hvor fyrir öðrum, sem fullorðnir menn á ólíkum starfssviðum. Pétur reyndist hinn ágætasti heimilisfaðir og komu þau hjónin upp fimm bömum, sem öll bera foreldram sínum og æskuheimili fagurt vitni, ekki síst fyrir dugnað og þrautseigju. Frá því snemma á 6. áratugnum hefur Pétur starfrækt rakarastofu sína á neðanverðum Skólavörðu- stíg, nú síðast í glæsilegu nýju húsi nr. 10. í byijun var Valur Magnússon félagi Péturs um þenn- an rekstur, en lengi síðan hefur Pétur verið einn um reksturinn. Nú síðast er til kominn gamall nemandi hans, Pétur Pétursson, og er það von mín að stofan haldi áfram og að hann haldi uppi góðu orðspori hennar, að ekki sé talað um nafnið. Þarna hef ég og mitt fólk sótt þjónustu alla tíð og notið þess að hitta í leiðinni þennan glaðbeitta meistara, hinn dæmigerða þjón- ustulundaða rakara, eins í viðmóti við háa og lága, víðast með á nótunum og einstaklega þægileg- ur í umgengni. Ekki verður rekstri Péturs lýst að fullu svo, að ekki sé minnst á umboðsmennsku hans fyrir tónlistarmenn. Allt fram á síðustu ár var hann umboðsmaður fjölmarga hljómsveita og tón- listarmanna og annaðist þau störf af mikilli prýði. Var reyndar alveg makalaust að fylgjast með.þeim störfum hans bæði á rakarastof- unni og heima við. Allt virtist vera á fljúgandi ferð og óskiljan- legt ókunnugum hvernig þetta gat allt gengið upp. Skýringin á því hve þessi rekstur gekk vel, mun ekki hvað síst hafa legið í því, að Pétur var ærið kröfuharður, þótt mjúkur virtist ætíð í umgengni. Sú kröfuharka bitnaði hins vegar fyrst og síðast á honum sjálfum og gerði hann ætíð að skilyrði, að allir stæðu við sitt. Sjaldan varð ég vár við, að Pétur þyrfti að tukta til hina oft á tíðum ungu skjólstæðinga sína, en það held ég hafi oftast endað svo, að báðir hefðu sóma af, ella yrðu leiðir að skilja. Um miðjan sjöunda áratuginn voru þau hjón farin að hugsa til að byggja myndarlega yfir sína stóm fjölskyldu og eignuðust lóð- ina á Gmndarlandi 10 í Fossvogi. Við lá, að Pétur minn lenti þar af leið í hönnun hússins, en leiðrétti kúrsinn í tíma. Taldi ég mig hafa átt þar nokkurn hlut að máli og minntumst við svilarnir oft á, að þar hefði lánast vel, enda er húsið bæði fagurt og hentugt. Innan húss er fögur myndlist og ekki spillir góð tónlist, sem þar var ætíð í hávegum höfð. Reyndist Pétur naskur á gæði í þeim efnum og hefði ég ekki spáð því að óreyndu, að popparinn Pétur yrði sá fagurkeri sem raunin varð. Þegar leiðir nú skilja er mér efst í huga þakklæti fyrir hið ljúfa föruneyti, sem Pétur og Hjördís hafa ætíð reynst mér og mínum. STEFANIAINGIGERÐUR MARTEINSDÓTTIR + Stefanía Ingi- gerður Marteins- dóttir fæddist á Hól- um í Norðfirði 14. maí 1906. Hún lést 21. janúar sl. Inga Marteins, eins og hún var alltaf kölluð, var dóttir hjónanna Ingibjargar Einars- dóttur og Marteins Sigfússonar. Inga fluttist með foreldr- um sínum að Skála- teigi í sömu sveit. Hún giftist Björgvini Björnssyni sjómanni 20. des. 1929. Hann lést 4. júní 1941. Þau eignuðust einn son, Geir, f. 7. septembyr 1932. Kona hans er Helga Ásmunds- dóttir. Dætur þeirra eru Katr- ín Inga, Björg Helga, Sóley Ósk og Sonja Iðunn. Um 1950 hóf hún sambúð með Ríkharði Iljálmarssyni málarameistara, hann lést árið 1992. Bræður Ingu voru Sigfús Þorsteinsson, giftur Mörtu Einarsdóttur, bæði látin; Svavar Marteins- son, giftur Fjólu Sigmunds- dóttur, bæði látin; og Karl Marteinsson giftur Dagmar Óskarsdóttur, bæði látin. Útför hennar fór fram í kyrrþey 31. jan. sl. MEÐ söknuði kveð ég Ingu frænku mína, sem reyndist mér bæði sem faðir og móðir þegar ég þurfti á að halda. Hún var einstök fyr- ir sitt stóra hjarta- rými, mannkærleika og örlæti. Gjafmildi hennar átti engin takmörk. Alltaf gat hún vikið ein- hveiju að þeim sem þurfandi var, hvort sem það var til líkama eða sálar. Enginn fór svangur frá henni, þó að oft væri þröngt á garðanum, eins og hún orðaði það. En það var undravert hvern- ig hún gat alltaf satt alla þá svöngu munna sem til hennar leit- uðu, þrátt fyrir lítil efni oft og tfðum. Hennar lífsskoðun var sú að til lítils væri að safna að sér veraldarauði vegna þess að við færum ekki með hann í gröfina og sagði: „Það er nefnilega enginn vasi á síðasta sloppnum.“ Hún velti fyrir sér veraldar málum, bæði þessa heims og annars, og las mikið af bókum, hún var með á köttinn, eins og hún orðaði það, og mátti þá einu gilda hvar drep- ið var niður. Inga var ung í anda þó að aldur færðist yfir hana og átti samleið með fólki á hvaða aldri sem var. Það var áberandi hve unglingar hændust að henni alla tið, en sá aldurshópur er þekktur fyrir að sækja eftir öðrum félagsskap en gömlu fólki. Góð músik og gleði var henni að skapi og sérstaka ánægju hafði hún af því að lyfta glasi í góðra vina hópi. Hún var fagurkeri og hafði alltaf lag á því að láta líta vel út í kringum sig, þrátt fyrir misjöfn húsakynnin. Það var margt sem mátti af henni Ingu frænku minni læra, þó var eitt sem reis hærra en annað, það var sáttfýsi og skilningur á mannlegan breyskleika, umburðar- lyndi hennar var meira en ég hef hjá öðmm kynnst. Hún lifði langa æfi, oftast með veðrið í fangið, en hafði þó lag á því að halda sjó hvernig sem blés. Blessuð sé minn- ing hennar. Ingibjörg Sigfúsdóttir. LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 51 Drúpum við nú öll höfði með fjöl- skyldunni og söknum vinar í stað. Blessuð sé minning^ Péturs. Björn Árnason. „Ég er svo nærri, að hvert ykk- ar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látin sé, tek þátt í gleði ykkar yfír lífinu." (Höf. óþ.) Þessar línur komu mér í hug þegar við gufufélagar Péturs Guð- jónssonar spurðum andlát hans, eftir hörmulegt slys, er hann varð fyrir hinn 18. janúar síðastliðinn. Öllu er afmörkuð stund og sér- hvert mannsbarn og hlutir allir undir himninum hafa sinn tíma, segir í hinni helgu bók. Pétur heitinn var maður lífsgleð- innar. Skemmtikraftur mikill á yngri ámm og hrókur alls fagnaðar á góðri stund, hjartagóður og næm- ur á tilfínningar og líðan annarra. Nokkuð örgeðja, en fljótur til sátta og vildi helst vinur allra vera. í okkar hópi var hann að öllu jöfnu glaður, spaugsamur og gat verið smáglettinn en aldrei ill- skeyttur og mikill vinur vina sinna. Höfðingi var hann heim að sækja á yndislega heimilið, sem hann og hin ágæta kona hans, Hjördís Ágústsdóttir, höfðu búið sér og bömum sínum í Fossvogin- um. Minnast margir okkar indælla gleðistunda með þeim hjónum, sem hér skal þakkað af heilum hug. Nú er skarð fyrir skildi í vinahópn- um, en sárastur harmur er þó kveð- inn að eiginkonu hans og fjölskyldu við skyndilegt fráfall, elskulegs eiginmanns, föður, afa og bróður. Við félagar hans söknum góðs drengs og biðjum Pétri Guðjóns- . syni allrar blessunar á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á. Hjördísi, eiginkonu hans, og börnum þeirra svo og öðmm ætt- ingjum vottum við innilega samúð. Blessuð sé minning Péturs Guð- jónssonar og láti Guð nú raun lofí betra. Gufufélagar. SIGURBORG Á. GUÐMUNDSDÓTTIR + Sigurborg Árný Guðmunds- dóttir fæddist á Eyri í Skötufirði 14. ágúst 1928. Hún lést í snjóflóðinu í Súðavík 16. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Súðavíkur- kirkju 27. janúar. Æ, tak nú, Drottinn, fóður og móður mína í mildiríka náðarvemdan þína og ættlið mitt og ættjörð virztu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. (MJ.) Mig setti hljóða, að heyra hörm- ungarnar sem voru að gerast í Súðavík þegar 14 manns fórust þar í þessu átakanlega snjóflóði. Ég missti þar elskulega frænku mína hana Boggu, hún bjó þar ein í húsi neðarlega í þorpinu á Njarðarbraut 10. Hún var ekki hrædd við nein snjóflóð hjá sér. Enda mátti hún sjaldan vera að því að hugsa um sig um sína daga. Bogga mín var mikil reynslu- manneskja. Aðeins átta ára missti hún móður sína, Sigríði Jónatans- dóttur. Þá varð hún alveg á Eyri hjá föður sínum Guðmundi og ömmu okkar Maríu og bróður henn- ar Matthíasi, sem er á lífi og búsett- ur í Reykjavík. Þarna var Bogga blessuð í góðu skjóli og atlæti gott. Svo við ólumst upp hlið við hlið, því þar var tvíbýli og hefur alltaf verið síðan. Faðir minn, Jón, og faðir hennar, Guðmundur, keyptu Eyri. Þeir eru löngu látnir. Þegar Bogga er ekki nema 14 ára deyr elsku amma okkar. Alvar- an tók þá aftur við. Bogga réð sig þá fljótlega í vist, eins og þá var mikið um. Svo var hún líka annað slagið á Eyri og eins eftir að faðir hennar og bróðir var hún líka ann- að slagið á Eyri og eins eftir að faðir hennar og bróðir fluttu að Hvítanesi. Og öllum vildi hún hjálpa. Ég er Guð mjög þakklát fyrir að hafa kynnst henni svona vel. Hún var mikið tryggðatröll þeim sem hún tók. Svona liðu árin. Hún kynntist manni sínum hér fyrir sunnan, Ingi- bjarti Helgasyni. Þá flytja þau vest- ur og hefja búskap á Hesi í Hest- fírði. Þau eignuðust þijú börn og bjuggu þar meðan bömin ólust upp. Síðan flytja þau til Súðavíkur. Barði sonur þeirra var þá búinn að byggja sér mjög fallegt hús. Þau fluttu þá til hans og búa þar þangað til Bjart- ur deyr sem var 8.5.1978. Síðan flyst Bogga mín í litla húsið eins og áður var nefnt. Hún lætur eftir sig þijú börn og sjö barnabörn, öll mjög elskuleg og dugleg. Þau eru: 1) Barði, kvæntur Oddnýju Bergsdóttur, og þau eiga þijú böm og eru þau þessi: Ingi- bjartur Már 14 ára, Gyða Borg 11 ára og Hafliði Emil eins árs. 2) María Sigríður, búsett í Reykjavík. Börn hennar em: Kristján Haukur Magnússon 13 ára, Sigurborg Eva, f. 8.11.1983,d. 4.3.1984, og Ingi- björt Eva, átta ára, Magnúsdætur. 3) Guðrún Björg, búsett í Reykja- vík. Böm hennar era: Fjóla Baldurs- dóttir, sex ára og Björk Baldurs- dóttir fjögurra ára. Elsku Barði, Oddný Maja, Gunna og börn. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja ykkur. Svo vil ég einnig votta öllum hinum sem misstu ástvini sína mína dýpstu samúð. María E. Jónsdóttir. t Hjartans þakklæti til allra, er sýndu okkgr samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HULDU KRISTJÁNSDÓTTUR frá Látrum. Einnig þökkum við starfsfólki deildar 11E, Landspítala, allan stuðning. Sigmundur Sigmundsson, Ragnhildur Sigmundsdóttir, Kristján Bjarni Sigmundsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Valdimar Gestsson, Sigmundur Hagalín Sigmundsson, Jóhanna Karlsdóttir, Þórólfur Sigmundsson, Sigríður Sigmundsdóttir, Helgi Hrafnsson, Stefán Aðalsteinn Sigmundsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.