Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ Landssamtökin heimili og skóli Sýning í Kolaporti HEIMILI og skóli, ein stærstu hagsmunasamtök barna og unglinga, hafa staðið fyrir bama og unglingaviku sem lýkur sunnudaginn 12. febr- úar. Vikunni lýkur með sýningu í markaðshúsi Kolaportsins dagana 11. og 12. febrúar þar sem þátttakendur eru fyrir- tæki, félagasamtök og ein- staklingar. Listi sjálf- stæðismanna á Norður- landi vestra FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra við alþingiskosn- ingarnar 8. apríl nk. hefur verið ákveðinn. Listann skipa eftirtaldir: Hjálmar Jóhsson, prófastur, Sauðárkróki, Vilhjálmur Eg- ilsson, alþingismaður, Reykjavík, Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri, V-Húna- vatnssýslu, Þóra Sverrisdótt- ir, bóndi og skrifstofumaður, A-Húnavatnssýslu, Friðrik Hansen, verkfræðingur, Reykjavík, Björn Jónasson, s_parisjóðsstjóri, Siglufirði, Agúst Sigurðsson, bóndi, A- Húnavatnssýslu, Elvur Þor- steinsdóttir, skrifstofumaður, Siglufirði, Gunnlaugur Ragn- arsson, hagfræðinemi, V- Húnavatnssýslu og Pálmi Jónsson, alþingismaður, A- Húnavatnssýslu. Hamingjan rædd á ITC- fundi FERTUGASTI fundur 1. ráðs ITC á íslandi verður haldinn í dag kl. 10.15 í gömlu Rúg- brauðsgerðinni, Borgartúni 6. Á ráðstefnunni verða m.a. fyrirlesararnir Vilhjálmur Árnason og Þórkatla Aðal- steinsdóttir sálfræðingur og rætt verður um hamingjuna og hvemig við getum höndlað hana. Allir velkomnir. Félag heyrn- arlausra 35 ára FÉLAG heyrnarlausra var stofnað 11. febrúar 1960 í Málleysingjaskólanum í Stakkholti. Stofnfélagar voru 33. Síðan þá hefur félagið vaxið og heldur nú upp á 35 ára afmælið laugardaginn 11. febrúar. Afmælishátíðin hefst með messu á táknmáli í Áskirkju í Reykjavík kl. 12.30. Prestur er sr. Miyako Þórðarson. Kl. 14-17 verður boðið upp á kökur og kaffi á Hótel ís- landi. Ymis skemmtiatriði verða, m.a. mun danski lát- bragðsleikarinn Rodtop sýna. LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 55 FRÉTTIR TAFLFÉLAG Reykjavíkur býð- ur börnum og unglingum 14 ára og yngri á ókeypis skákæf ingu í dag, laugardaginn 11. febrúar, kl. 14. Æfingin er haldin í fé- lagsheimilinu í Faxafeni 12. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Keppt er eftir Monrad-kerfi, en það leiðir til þess að þeir sem eru svipaðir að styrkleika tefla saman eftir því sem líður á mótið. Því ættu bæði byrjendur og þeir sem eru lengra komnir að fá mótherja við hæfi. Skákæfíng fyrir böm hjá TR Samhliða æfingunni geta þeir sem vilja spreytt sig á skákverk- efnum. Verkefnin skipast í þijú stig, brons, silfur og gull og er sérstök viðurkenning veitt fyrir hvert stig. Brons-stigið er auð- veldast og ættu flestir að hafa gaman af að reyna. Taflfélagið útvegar töfl og klukkur og því þurfa þátttak- endur ekkert að hafa með sér til að geta tekið þátt í æfing- unni. Vegna mikils fjölda þátttak- enda er nauðsynlegt að mæta tímanlega, en allt að 70 krakkar hafa tekið þátt í mótum og æf- ingum hjá Taflfélaginu undan- farna laugardaga. Fúría frumsýn- ir Morfín í kvöld FÚRÍA, leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík, frumsýnir í kvöld kl. 20 leikritið Morfín eftir Svend Engelbrechtsen. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson og verður sýnt í Héðinshúsinu, Seljavegi 2. í kynningu segir: „Leikrit- ið ijallar um ungan mann sem lagður er inn á sjúkrahús með snert af magasári. Hann býst ekki við að þurfa að liggja lengi en sér fljótlega að ekki er allt með felldu og að hann gæti þurft að eyða ailri ævinni innilok- aður ef hann tekur ekki strax í taumana. Leikritið er gamanleikur með lifandi tónlist og mörgum leik- urum.“ Sýningar verða alls sjö og er miðaverð 400 krónur fyrir nem- endur Kvennaskólans og 600 krón- ur fýrir aðra. Umræðufundur FF J um fisk- veiðistjómun Einar Oddur Ágúst Þorvaldur Kristjánsson Einarsson Gylfason MORGUNBLAÐ- INU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Félagi fijáls- lyndra jafnaðar- manna: „Útlit er fyrir að sjávarútvegs- mál verði meðal helstu kosninga- mála að þessu sinni. Þar kemur meðal annars við sögu útspil vestfirskra sjálfstæðis- manna fyrir nokkrum vikum þar sem þeir lýsa hugmyndum sínum um breytt stjómkerfí fískveiða. Kristján Ragnarsson, ■ formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, hafa lýst sig andvíga þessum hugmyndum. Á sama tíma hafa Al- þýðuflokkur og Þjóðvaki kynnt tillög- ur sínar í þessum málaflokki, þar sem gert er ráð fyrir upptöku veiðigjalds o g „uppstokkun" kvótakerfisins, hvað sem það nú þýðir. Er óánægjan með núverandi stjórnkerfi að verða því um megn? Er unnt að slá á gagnrýnisraddir með lítilsháttar leiðréttingum eða er þörf á alveg nýju kerfi? Er sókn- arstýring betri kostur? Eru aðrir valkostir? Er unnt að beita veiði- gjaldi sem stjórntæki? Hvemig ætti að reikna slíkt gjald — sem hlutfall af afla, sem hlutfall af sókn eða á annan hátt? Á að selja veiðileyfi til hæstbjóðanda eða úhluta þeim undir markaðsverði eftir aflareynslu eða til byggðarlaga? Eiga smábátar að njóta sérstakra ívilnana? Hver eiga markmið fiskveiðistjórnkerfis að vera? Hvaða leiðir eru færar að þeim markmiðum, pólitískt og parktískt? Er unnt að fjalla um sjávarútvegs- mál frá sjónarhóli almannahags- muna? Til að ræða þessi mál efnir FFJ til fundar á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti þriðjudagskvöldið 14. febrúar nk. kl. 20.30. Einar Oddur Kristjánsson, útgerð- armaður, kynnir hugmyndir vestfir- skra sjálfstæðismanna um nýtt stjómkerfi í fiskveiðum. Hvað er nýtt í þessum tillögum og hvað hafa þær umfram núverandi kvótakerfi? Er opnað á veiðileyfagjald? Getur sóknarstýringin tryggt hagkvæmni veiða og öryggi sjómanna? Hver er staða sjávarútvegsmála í Sjálfstæðis- flokknum? Ágúst Einarsson, prófessor og rit- ari Þjóðvaka, fjallar um kosti og galla kvótakerfís og ber það saman við sóknarstýringu. Hvemig sér hann fyrir sér útfærslu veiðigjalds, sem Þjóðvaki hefur á stefnuskrá sinni? Hvemig metur hann pólitíska mögu- leika á breytingum á næsta kjörtíma- bili? Þorvaldur Gylfason, prófessor, fjallar um hagræn og siðferðileg rök í þessum málaflokki og hvort og hvernig beita megi veiðigj aldi sem hagstjórnartæki. Þorvaldur skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið undir nafninu Hollenska veikin, þar sem hann varaði við því að sjávarútvegi væri gert of hátt undir höfði með hjálp gengisskráningar og ókeypis afnota af auðlindum sjávar á kostnað annarra atvinnugreina, sérstaklega ■ útflutningsiðnaðar og þjónustu. Fundurinn er öllum opinn. Að loknum framsögum verða fyrirspurn- ir og umræður. Fundinum lýkur kl. 23. Kaffigjald er 500 kr. Fundar- stjóri er Vilhjálmur Þorsteinsson, rit- ari FFJ.“ mest seldu fólks- bílategundirnar í janúar 1995 Fjöldi % Br.frá fyrraári % 1. Hyundai 50 18,2 25,0 2. Toyota 49 17,8 -47,3 3. Nissan 37 13,5 -14,0 4. Volkswaqen 36 13,1 50,0 5. Opel 27 9,8 800,0 6. Mitsubishi 11 4,0 -69,4 7. Renault 11 4,0 0,0 8. Volvo 10 3,6 25,0 9. Jeep 8 2,9 -27,3 10. Skoda 6 2,2 -33,3 Aðrar teg. 30 10,9 -60,5 Samtals 275 100,0 -22,3 354 Innflutningur bifreiða í janúar 1994 og 1995 275 | - FÓLKSBÍLAR, nýir VÖRU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 29 37 1993 1994 1993 1994 NOKKRAR villur slæddust inn i tðfluyfir bílainnflutning í janúar sem birtist á viðskiptasíðu (gær. Taflan er því endurbirt hér um leið og beðist er velvirðingar á þessum místökum. Eins og fram hefur komið fækkaði nýskráningum um 22% i janúar frá sama mánuði í fyrra. Þá hafa að sama skapi orðið miklar sveiflur í sölu einstakra tegunda milli ára og vekur þar sérstaka athygli að Hyundai hefur leyst Toyota af hólmi í efsta sætinu. Frönsk vika á Kaffi Reykjavík VIKUNA 10.-16. febrúar stendur yfir frönsk vika á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2. Dagskrá með frönsku ívafi verður alla daga og á boðstólum verður einungis franskur matur og frönsk vín. Þá verður frönsk tónlist ráð- andi á veitingastaðnum þessa viku. Opnað af franska sendiherranum Franska vikan var formlega opnuð í gærkvöldi af franska sendiherranum Robert Cantoni. Á eftir borðhaldi voru kynningar á matvælum, snyrtivörum og vínum, en átta fyrirtæki munu kynna vör- ur á þessari viku. í dag, laugar- dag, verður snyrtivörukynning klukkan 17. Jóna Einarsdóttir leik- ur frönsk lög á harmóníku og stig- inn verður dans við undirleik hljómsveitarinnar Vanir menn. Á morgun, sunnudag, og á mánudag verður snyrtivörukynn- ing klukkan 17. Klukkan 21 lesa Bragi ólafsson og Sigurður Páls- son frönsk ljóð og síðan leika hljómsveitirnar Texas Jesús og Kolrassa krókríðandi. Heiða Ei- ríksdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og Margrét Örnólfsdóttir syngja. Kennir margra grasa Á franska matseðlinum kennir margra grasa. Meðal annars er boðið upp á fisksúpur, andalifrar- paté, snigla í pemod-sósu, rauð- víns-kjúklinga, kálfasneið Paillard Bordelaise og lambahryggjarsteik með tricastin-kartöflum, svo eitt- hvað sé nefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.