Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 57 BRÉF TIL BLAÐSIINIS Frá Jóni Snædal: ÞESSI grein er skrifuð í tilefni ummæla ráðherra heilbrigðismála á nýliðnu heilbrigðisþingi. I pallborðs- umræðum gerði hann að umtalsefni þá tilhneigingu manna að vilja fá framlög úr ríkis- sjóði til sem flestra málefna. Þegar handhafar ríkisvalds beittu sér svo fyrir lausnum væri því ekki alltaf vel tekið. Sem dæmi nefndi hann stofnun sem löngum kvartaði Jon Snædal undan naumum framlögum. í þeim efnahagslegu þrengingum sem verið hafa síðustu misseri hefði ráðherrann beitt sér fyrir því að keypt yrði eitt glæsileg- asta hótel landsins, Holiday Inn, fyrir ákveðna starfsemi þessarar Holiday Inn sem sjúkrastofnun? stofnunar. Þetta hótel hefði hins vegar ekki þótt nægilega gott og því hefði stofnunin hafnað þessu boði. Fyrir þá sem ekki vita hvað ráðherrann átti við skal upplýst, að umrædd stofnun er Ríkisspítalar og að það er starfsemi öldrunarlækn- ingadeildar Landspítalans sem til stóð að flytja í hótelið. Undirritaður átti hér hlut að máli og skoðaði Holiday Inn ásamt yfirmönnum deildarinnar og fleirum í tilefni af tilboði ráðherra. í stuttu máli var niðurstaðan sú að gera yrði umtals- verðar og greinilega mjög kostnað- arsamar breytingar á húsnæðinu til þess að það gæti hentað þeirri starf- semi sem ætlunin var að flytti þang- að. Sem dæmi má nefna að lyfta er of lítil fyrir sjúkrarúm og gangar talsvert of þröngir til þess að flytja mætti rúmin um þá og inn í stofur. Breikkun ganga þýddi að flytja þyrfti til salemi í öllum herbergjum sem og lagnir þeim tengdar. Fleiri atriði þurfa breytinga við. Þessi nið- urstaða olli okkur að sjálfsögðu miklum vonbrigðum, því ef hús- næðið hefði hentað hefði mátt lýsa knýjandi húsnæðisvandræði deildar- innar sem býr við þröngan og óhent- ugan kost í leiguhúsnæði. Þessi nið- urstaða þarf hins vegar ekki að koma óvart þeim sem starfa við sjúkrahúsrekstur. Það er eðlilega talsverður munur á þeim kröfum sem gera þarf til húsnæðis sem á að þjóna fullhraustu fólki eða því sem notast á fyrir rúmliggjandi sjúklinga. Það skal tekið fram að boðinu var ekki hafnað, einungis bent á að gera þyrfti verulega kostn- aðarsamar breytingar á húsnæðinu. Það skal tekið fram að vinnulag ráðherra og ráðuneytis í þessu máli var að okkar dómi rökrétt og fag- legt. Ráðherra fól embættismönnum sínum að kanna fýsileika kaupanna og þeir höfðu beint samband við yfírmenn öldrunarlækningadeildar. Það voru því þeir sem best þekktu til þeirrar starfsemi sem um ræðir sem skoðuðu húsnæðið og að lok- inni skoðun þeirra var málið látið . niður falla vegna kostnaðar. í þess- ari athugun var ekki stofnað til neinna útgjalda og tíminn notaður vel því niðurstaða var fengin á nokkrum dögum. í svari okkar sem sent var ráðuneytinu 14. september sl. kom fram ánægja með að fá tækifæri til að taka þátt í umfjöllun ráðuneytisins um húsnæðsimál deildarinnar og látin í ljós von um að áframhald verði á þeirri umfjöll- un. Nú eru til umræðu aðrar lausn- ir fyrir starfsemi öldrunarlækninga- deildar og er því von til þess að það fari að sjá fyrir endann á áralangri bið. JÓN SNÆDAL, læknir og starfar sem sérfræðingur á öldrunarlækningadeild Landspítalans. Gjafir eru yður gefnar STÓR hópur ungs fólks hefur fengið vinnu á vegum borgarinn- ar við að planta trjám og öðrum gróðri á sumrin og lærir með því að bera virðingu fyrir náttúrunni og gróðri, segir bréfritari. Þeir eiga þakkir skilið Frá Guðbirni Guðmundssyni: ÞESSAR línur set ég á blað, sem áhugamaður fyrir skógrækt og reyndar öllum gróðri, hvort heldur er til nytja eða fegra landið í kring um okkur. Ég tek það fram, að ég hef ekki þekkingu á ræktun, aðra en þá sem ég fæ tilsögn með frá mönnum, sem hafa reynslu og lærdóm á þeim hlutum. Það var árið 1932, sem ég kom fyrst til Reykjavíkur með föður mínum og þá 12 ára gamall. Ég gleymi ekki hvað mér fannst borg- in stór og mikið af ljósum. Faðir minn eyddi nokkrum tíma til að sýna mér borgina, t.d. Náttúru- gripasafnið og svo tvö stór álmtré, sem hann sagði að væru þau falleg- ustu sem hann hefði séð. Annað stóð í gamla kirkjugarðinum á horni Tjamargötu og Kirkjustræt- is, hitt stóð við Þrúðuvangshúsið. Það sáust þá víða nokkur tré, helst nálægt Tjöminni. Skrautblóm sáust ekki nema í litlum mæli. Árin liðu, það fór að vakna áhugi hjá fólki að gróðursetja tré við hús sín og var það fyrir áeggjan góðra manna, t.d. Hákonar Bjarnasonar. Það kom í ljós að hægt var að rækta barrtré, ásamt lauftrjám, ýmsum tegundum af víði og mnn- um. Ég minnist þess að ég var staddur í Danmörku árið 1961 og skoðaði þar marga skrúðgarða, sem mér fannst undurfagrir, þá datt mér ekki í hug að við ættum eftir að sjá hér heima neitt í lík- ingu við þá. Nú er hægt að sjá hér heima ótrúlega fallega garða. Það hafa komið fram margir hvatninga- og athafnamenn á sviði skógræktar hér á landi. Þeirra áeggjan átti í miklum erfiðleikum með að ná til þjóðarinnar. Þetta áttu bara að vera draumórar. Á seinni ámm er þetta mikið að breytast, enda má sjá víða um land stórkostlegan árangur. En hver er sér næstur, það er því stolt okkar Reykvíkinga hve borgin okkar hefur tekið miklum framföram og er að verða falleg borg. Þó er mikið óunnið og menn þurfa að læra meiri snyrti- mennsku, ekki síður utan dyra en innan. Það sem einna mest hefur fegr- að borgina okkar er sá mikli gróð- ur og áhugi fólks á þeim fegurðar- auka. Fyrir þær framkvæmdir vil ég einna helst þakka Skógræktar- félagi Reykjavíkur og því fólki sem þar á hlut að máli. Skógræktin hér á Reykjavíkursvæðinu er nú sú stærsta hér á landi og tel ég hér nokkra staði, svo sem Öskjuhlíð- ina, Elliðaárdalinn, Heiðmörkina, auk þess eru víða um borgina fal- leg tré meðfram akbrautum og öðmm trjá- og blómagróðri. Skóg- ræktarstöðin var fyrst lítil í snið- um, en hefur vaxið með ámnum og nú era öll skilyrði til trjáræktun- ar mun betri, kunnátta, reynsla og söfnun á nýjum tegundum er- lendis frá er stórt átak. Það hefur líka verið ómetanlegt fyrir okkur, sem em að koma lóðum okkar í stand, að fá valdar plöntur með góðri tilsögn. Eitt er það sem ekki má gleym- ast og það er sá stóri hópur af ungu námsfólki, sem hefur fengið vinnu við skógrækt að sumrinu. Þetta fólk nýtur sumarsins og lær- ir að bera virðingu fyrir náttúmnni og fegra landið. Fyrir allt þetta getum við þakk- að. GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON, Vesturhúsum 14, Reykjavík. Frá Þórði E. Halldórssyni: FRAM AÐ þessu hefur það verið takmark flestra íslendinga að eign- ast skjól yfír höfuð sitt og fjölskyld- una. Einkaeign á íbúðarhúsnæði á íslandi er með því hæsta sem gerist í Evrópu. Þess vegna er það hagur hverrar þjóðar að fólk sem komið er á efri ár geti búið sem lengst í eigin íbúð. Ellilaun hjóna em það lág að naumast er fýrir nauðþurftum nema til komi lífeyrissjóður eða aðrar tekj- ur. Þegar maki fellur frá lækka að sjálfsögðu tekjur þess sem eftir lifir og það mikið, að flestir verða að taka þann kostinn að selja hús- næðið og leita fyrir sér með hús- næði á öldranarheimilum, sé þar húsnæði að fá. Fyrir þetta fólk var það því hnefahögg í andlitið að fá nú eftir áramótin um 20% hækkun á fasteignagjöldum í formi klósett- gjalds. Þetta var nýársgjöfin hennar Ingibjargar Sólrúnar til eldri borg- aranna í Reykjavík. Hún Sólrún var ekki lengi að kippa þessu í liðinn. Hún fórnaði 5% af kaupinu sínu, sennilega til þess að sýna hve fádæma ást hún ber til eldra fólksins. Hún sagði fyrir stuttu í umræðum að laun hennar væru um 330 þúsund krónur á mánuði. Við lauslega athugun kemur í ljós að árslaun Sólrúnar em þijár milljónir níu hundrað og sex- tíu þúsund og af þessari upphæð ætlar hún að fóma fimm prósent, sem em að hennar mati fagurt for- dæmi þeirra sem betur mega sín, en era í reynd ekkert annað en hræðslupeningar til að strika yfír afglöpin að koma þessum skatti á. Með klósettgjaldinu á að ná í borgarsjóð 700 milljónum, þvert á loforð R-Iistans fyrir síðustu borg- arstjómarkosningar um að skattar skyldu ekki hækka í stjórnartíð hans, næði hann meirihluta. Brotin loforð R-listinn hefur nú starfað sem meirihluti í borgarstjórn Reykajvík- ur í níu mánuði. Eftir þann með- göngutíma fæddist sú ófreskja sem sá dagsins ljós á innheimtuseðli fast- eignagjalda og ber nafnið holræsa- gjald. „Brostin loforð alls staðar“ heyr- ist í einum raultexta Bubba Morth- ens. Þessi texti varð til nokkru áður en Sólrún sveik klósettgjaldið inná Reykvíkinga. Svona hefur Bubbi séð fram í tímann. Verði framhald á svipuðum afrekum R-listans þarf Sólrún ekki að efast um að lífdögum hans fækkar í hlutfalli við gjaflrnar og sýndarmennskuna. ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON, Sólheimum 23, Reykjavík. Sérblöð Morgunblaðsins Heimili/fasteignir er helsti vettvangur fasteignavibskipta. í blaðinu eru fréttir sem tengjast fasteignum og fjallað er um heimilið og hvernig prýða má það og lagfæra. Daglegt líf/ferbalög er upplýsan- di og skemmtilegt blab sem fjallar um allar hlibar mannlífsins. Einnig er skrifað um ferbalög og fylgst meb feröamálum hér á landi og erlendis - kjarni málsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.