Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 1
AUGLÝSING LANDSSAMTOKIN HEIMILIf Útg. Landssamtökin Heimili og skóli Ábm. Unnur Halldórsdóttír Umsjón Bergljót Davíðsdóttír MUNIÐ FORELDRALINUNA UPPELDIS- OG LÖGFRÆÐILEG RÁÐGJÖF Grænt númer 800 6677 Mánudag og miðvikudag kl 17 -19 ■ Bamaheill Heimili og skóli auglýsir eftir þingmönnum Bömin vantar þingmann sem hefur dug og þor til að berjast Eins og fram kemur á síð- unni hér fyrir neðan þá auglýsa Landssamtök- inn Heimili & skóli eftir þingmönnum. Það er ekki algengt að auglýst sé eftir þingmönnum og af því tilefni innt- um við Unni Halldórsdóttur for- mann samtakanna eftir því hverju það sætti. „Þessi hugmynd varð til yfir kaffíbolla á skrifstofu Heimilis & skóla fyrir skömmu, „segir Unnur“. Við vorum að tala um hve fáir þing- menn virðast bera hag grunnskól- ans fyrir brjósti á alþingi. í því sambandi rifjuðust upp nöfn þing- mann sem eiga sér sína uppáhalds málaflokka. Menn eins og Eggert Haukdal, Páll Pétursson, Egill Jónsson og Pálmi Jónsson rísa upp landbúnað- inum til varnar að ógleymdum land- búnaðarráðherranum Halldóri Blöndal. Þá hefur Ingi Björn Albertsson verið dyggur talsmaður þyrlukaupa og ef minnst er á umhverfismál þá eru Össur, Hjörleifur og sumar þingkonur kvennalistans komin í ræðustól. Sjávarútvegurinn á sína talsmenn eins og Halldór Asgríms- son eða þá Guðmund Hallvarðsson og Guðjón A. Kristinsson sem allir hafa persónulega reynslu af sjó- mennsku og þannig mætti lengi telja. Við reiknum með því að hags- munagæslusamtök í landbúnaði, dýravernd eða sjávarútvegi geti náð á þessa þingmenn með litlum fyrirvara og sett þá inn í máhn sem heitast brenna hverju sinni. Unnur kveðst oft velta því fyrir sér hvort þingmenn gleymi því að þeir eru eða voru einhverntíma for- eldrar eða ættingjar grunnskóla- nemenda. Kannski er það ef því að þeir eru flestir karlmenn og hafa ekki þurft að hlaupa úr vinnunni til ■ 5i ■ iiii íslensk börn þarfnast þingmanna sem hafa dug og áræði ti il að berjast fyrir hagsmunum þeirra á þingi. að redda pössun á starfsdögum. Kannski af því að þær konur sem eru á þingi eru annað hvort hættar að vera með börn í skóla eða hafa ráð á að hafa „au pair“ stelpur. Hún segir kvennalistakonurnar hafa vissulega reynt að ýta á skólamálin, en þeim hafi ekki tekist að hrista upp í þingheimi. „Núverandi menntamálaráðaherra hefur notað kjörtímabilið til að móta mennta- stefnu og semja ný lög en því miður hefur lítið orðið úr framkvæmdum. Þau Sigríður Anna Þórðardóttir, Pétur Bjarnason, Valgerður Sverr- isdóttir og Svavar Gestsson hafa vissulega borið menntamál fyrir brjósti en betur má ef duga skal.“ Unnur segir að niðurstaðan af þessum kaffistofuumræðum hafi verið að auglýsa hreinlega eftir stjórnmálamanni sem vildi vera talsmaður grunnskólans á þingi. „Þá á ég við þingmann sem virki- lega kynnir sér málin frá öllum hliðum og berst þvert á alla flokks- hagsmuni þegar sótt er að mennta- málum. Gott væri að sá maður væri duglegur að hefja umræður utan dagsskrár og bæri fram fyrirspurn- ir þegar við ætti. Hann þyrfti að halda menntamálaráðherranum hverju sinni við efnið og ýta á eftir því að lögum væri framfygt. Auðvit- að er það ekki eins manns verk og við viljum helst sjá heilu þingflokk- ana helga sig þessum málstað sem varðar 100 þúsund manns daglega. Við finnum það t.d. að þingmenn átta sig ekki á mannlegu þáttunum bak við tölurnar. Hvaða margfeldis- áhrif hefur það að hrófla við há- marksfjölda í bekkjum? Vita þing- menn hvað það er dýrkeypt að skól- ar mega ekki hafa fasta forfalla- kennara á launaskrá í stað þess að láta hina kennarana hlaupa í skai'ð- ið á yfirvinnutaxta? Það er í svo mörg horn að líta og ég nefni hér tO að mynda aðþrengda Námsgagna- stofnun sem enn er að endurprenta úreltar kennslubækur vegna fjár- skorts og áfram mætti lengi telja.” Unnur segir Heimili og skóla m.a. geta boðið væntanlegum um- sækjendum að vera í nánum tengslum við það fólk sem verður að nota þjónustu skólanna. „Við erum allan daginn allan ársins hring í stöðugu sambandi við for- eldra og það má segja að við séum með fingur á púlsinum og vitum hvar slátturinn er mestur hverju sinni. Það dugar ekki að það séu eingöngu upplýsingar frá ráðu- neyti og fræðsluskrifstofum sem berast til þingmanna, því veruleik- inn getur verið annai' en þau fögru orð sem standa í opinberum sam- antektum” segir Unnur. Hún leggur áherslu á það að samtökin Heimili & Skóli séu þverpólitísk samtök sem hafa það meginmarkmiði að bæta uppeldis- og menntunarskilyrði barna. Á stuttum ferli samtakanna hafi margt áunnist t.d. hafi umræða um skólamál stóraukist hin síðari ár. Hún segist vænta þess að þeir ungu og efnilegu frambjóðendur sem nú eru að búa sig undir þing- mennsku beri gæfu til að skilja að skólamálin eru mál málanna og hvetur alla þingmenn til að íhuga alvarlega nýársboðskap forseta Is- lands. „Ef grunnskólinn eignast öfluga málsvara á þingi þá verður það stórt skref fram á við, því öll menntun hvílir á þeim gi-unni sem þai- er lagður. Við getum ekki enda- laust mokað fiski upp úr sjónum; auðlind framtíðarinnar er menntuð MUNIÐ SÝNINGUNA BÖRNIN 0G FRAMTÍDIN IK0LAP0RT1NU UM HELGINA WVERÐUMÞAR IU!/; Verkfall - nei takk! Það er alveg ljóst að foreldrar munu ekki sitja þegjandi hjá ef til verkfalls kennara kemur. Samtökin Heimili & skóli hafa þegar sent mennta- málaráðherra og fjármálaráðherra beiðni um fund til að ræða málin. Þar verður farið verður fram á að stjórnvöld upplýsi foreldra um til hvaða úrræða þau ætla að grípa til að sinna þeirri skyldu sinni að sjá nemendum í grunnskóla fyrir menntun eins og grunnskólalög kveða á um. Stefnt er að fundi á veg- um Heimilis & skóla eftir helgi þar sem lagt verður á ráðin um aðgerðir ef til verkfalls kemur. Foreldr- ar eru hvattir til að vera í viðbragðsstöðu og fylgj- ast með auglýsingum í fjölmiðlum. Þingmenn óskast Landssamtökin Heimili og skóli auglýsa hér með eftir stjórn- málamönnum sem eru reiðubúnir til þess að vinna að hags- munum grunnskólanemenda á næsta kjörtímabili. Æskilegt er að viðkomandi: • þekki af eigin raun aðstæður grunnskólanemenda t.d. sem foreldri • sé tilbúinn að hlusta á sjónarmið foreldra af öllu landinu • vilji vinna með fólki úr öllum flokkum að raunverulegum framförum í skólakerfinu Heimili og skóli eru samtök foreldra með tíu þúsund félagmenn um allt land. Þau reka m.a. upplýsingaþjónustu fyrir foreldra og foreldrafélög í grunnskólum landsins. Samtökin hafa sem meginmarkmið að bæta uppeldis- og menntunarskilyrði íslenskra barna og leita nú eftir sam- starfsaðilum á Alþingi til að sinna því verkefni. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Heimilis og skóla í Sigtúni 7 105 Reykjavík þar sem nánari upplýsingar eru veittar í síma 562-7475. Með umsóknir verðurfarið sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.