Morgunblaðið - 11.02.1995, Side 2

Morgunblaðið - 11.02.1995, Side 2
2 B LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING Spyrningar til formanna stlárnmáiaflokkanna 1. Hefur þinn flokkur mótað menntastefnu sína fyrír komandi kosningar? 2. Ef svo er hvað er þar nýtt að finna? 3. Hvernig telur þú hægt að fjármagna úrbætur í menntakerfinu? 4. Hversu margir úr þínum flokki greiddu atkvæði með áframhaldandi skerðingu á framkvæmd grunnskólalaga við afgreiðslu fjárlaga 1995? 5. Hvaða svið atvinnulífsins telur þú vera vaxtarbrodd framtíðarinnar? 6. Hvaða námsþætti í grunnskóla telur þú að ætti að efla með tilliti til nýsköpunar? 7. Hefur þú kynnt þér skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla íslands frá 1991 um lengingu skóladags í grunnskóla? (Ekki barst svar frá Ólafi Ragnari Grímssyni form. Alþýðubandalagsins) Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins 1. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á kjörtímabilinu unnið öílugt starf í menntamálum hvað varðar upp- byggingu og stefnumörkun til lengri tíma. Allt opin- bera skólakerf- ið frá leikskóla- stigi til loka framhaldsskóla hefur verið í endurskoðun. Þegar hafa ver- ið samþykkt ný lög um leik- skóla, þar sem leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið og Aiþingi fjallar nú um frumvörp til laga um grunn- og framhaldsskóla. Þessi vinna er í samræmi við stefnu- mið ríksstjórnarinnar, en í hvítbók- inni segir að ríkisstjórnin vilji vinna að því að koma á samfelldum skóla- degi, lögð verði sérstök áhersla á að endurskoða ákvæði um námsmat við lok grunnskólans og að unglinga- stigi grunnskólans verði sérstakur gaumur gefinn. Einnig segir það að leita skuli leiða til að framhaldsskól- inn geti þjónað æ fjölbreyttari þörf- um nemenda og búið þá undir sér- hæfðar námsbrautir og starfsnám. Ymislegt í hinni nýju stefnumörkun er þegar komið til framkvæmda, sumt enn á tilraunastigi. T.d. var samræmdum prófum við lok grunn- skóla fjölgað úr tveimur í fjögur vor- ið 1992, fleiri börn hefja nú nám að morgni dags þar sem einsetnum skólum hefur fjölgað og kennsludag- ur yngstu skólabai’nanna hefur verið lengdur með fjölgun kennslustunda. Tilraunir eru í gangi með nýskipan í starfsnámi með aukinni þátttöku at- vinnulífsins. í gangi er stefnumótun í þjónustu við fatlaða nemendur í framhaldsskólum og bryddað hefur verið upp á mörgum nýjungum þar að lútandi. 2. í frumvörpum til laga um grunn- og framhaldsskóla sem Ólafur G. Einarsson hefur lagt fyrir Alþingi er innleidd ný hugsun fyrir íslenskt skólakerfi. Um er að ræða verulega auknar kröfur um gæði í skólastarfi. Hér nægir að nefna örfá atriði: -Lögð er áhersla á að skýr mark- mið liggi fyrir um það hveiju eigi að ná fram í skólastarfinu, m.a. að skilgreind verði markmið um kunnáttu og færni nemenda á tilteknum aldursstigum. -Gerðar eru kröfur um mikla fag- mennsku í skólastarfi, m.a. að kennarar vinni sameiginlega að skipulagningu skólastarfsins að innleiddar verði aðferðir til að meta árangur þess. -Sérstök áhersla er lögð á aukna þátttöku foreldra í skólastarfi og nauðsyn þess að foreldrar taki á ábyrgan þátt í námi barna sinna. -Tryggður er réttur foreldra til að fá uppýsingar um gæði og gang skólastarfsins, svo og saman- burðahæfar upplýsingar um fram- vindu nemenda á hinum ýmsu stigum námsins, sem og við lok grunn-og framhaldsskóla. -Kröfur eru gerðar um að stjórn- völd verði virkari í mótun mennta- stefnu og fygist betur með framkvæmd skólahalds. Ná- grannaþjóðir okkar halda flestar uppi öflugu eftirlitskerfi, t.d. er yfir 100 ára hefð fyrir slíkum eft- irlitsstofnunum í Bretlandi og Hollandi. Þar þykir slíkt eft- irlit sjálfsagt og skólarnir sækjast eftir því. I heild má segja að þegar þessi stefna nær fram að ganga höfum við byggt upp skólakerfi sem er mun réttlátara gagnvart börnum og al- menningi en það kerfi sem við búum við i dag. Eins og sjá má er hér um að ræða verulega nýjar áherslur, þar sem menntunarhlutverk skólans er í fyrirrúmi. Vissulega felur stefnan einnig í sér að allir grunnskólar verði einsetnir og þjónusta aukin við fjölskyldufólk, þegar sveitarfélögin sjá alfarið um reksturinn og geta þannig sameinað menntunar-og gæsluhlutverk skólanna. 3. Þegar nefnd um mótun mennta- stefnu var skipuð árið 1992 höfðum við enn ekki unnið sigur í baráttunni um efnahagsvandann. Við létum það þó ekki koma í veg fyrir að hefja stefnumörkun til framtíðar, sem nú liggur fyrir fullunnin. Á sama tíma horfum við nú fram á batamerki í efnahagslífinu hvar sem litið er og óhætt er að fullyrða að framundan eru betri tímar. Eg vænti þess því að við getum á næstu árum framfylgt þeirri umbótastefnu sem mótuð hef- ur verið fyrir íslenst menntakerfi. 4. Með hliðsjón af því sem ég sagði hér að ofan höfum við þurft að fara okkur hægar í undirbúningi en við fyrst ætluðum okkur. Allir þing- menn Sjálfstæðisflokksins standa saman að því. 5.1 umræðum um íslenskt atvinnulíf að undanfornu virðast menn nokkuð sammála um að íslendingum beri að leggja megináherslu á tiltekin svið atvinnulífsins í ipótun atvinnustefnu næstu ára. Þar eru nefnd efling út- flutnings á sviði sjávarútvegs, bæði hvað varðar fullvinnslu og betri nýt- ingu sjávarafurða, svo og hönnun tæknibúnaðar til nýtingar í grein- inni; þá er ferðaþjónusta tvímæla- laust vaxtarsvið atvinnulífs okkar, einnig hefur verið nefnd hugbúnað- argerð á ýmsum sviðum svo og tölvusamskipti. Þá er uppbygging orkufreks iðnaðar og orkusala þátt- ur sem nýtast mun þjóðinni á næstu árum. Hvað menntun áhrærir er ljóst að sú þjóðfélagsgerð sem við erum að ganga inn í gerir kröfur um breytta menntun. Atvinnuþátttaka í þjóðfé- lagi framtíðarinnar er talin byggja öðru fremur á samvinnu einstak- linga og hópa, þekkingaöflun og upplýsingamiðlun, gi-einingu vanda- mála og sameiginlegri úrvinnslu þeirra. Hæfni á þessum sviðum, svo og í sjálfstæðum vinnubrögðum, samskiptum og því að skipuleggja tíma sinn eru eiginleikar sem rækta má með skipulegu uppeldisstarfi. 6. Efla þarf og styrkja nám í grunn- greinum, því þær eru undirstaða alls annars náms. Einnig ber að leggja aukna áherslu á verklega náms- þætti, bæði hinar hefðbundnu verk- greinar eins og handavinnu og mat- reiðslu, en ekki síður verklega þætti í greinum eins og eðlisfræði og tölvufræði. 7. Hagfræðistofnun Háskóla Is- lands kemst að þeirri niðurstöðu að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að einsetja grunnskóla. Rökin fyrir því er m. a. að foreldrar eyði tilteknum fjölda vinnustunda í að flytja börn sín á milli staða, í hádegi svo og það álag og slysahætta sem þessum ferðum fylgir. Hin nýja mennta- stefna tekur á þessum vanda með því að leggja til verulega lengingu skóladags grunnskólanemenda og að öllum börnum standi til boða lengd viðvera við tómstundastörf og heimanám að skóladegi loknum. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins Mér sýnist efnið betur komast til skila með því að svara í samfeldu máli fremur en að búta það í sundur eftir einstökum spurningum. Á tímum sam- dráttar í efna- hagsmálum þurfa stjórn- völd að sýna þá ábyrgð að laga ríkisútgjöld að efnahagslegum veruleika. Auð- vitað er það alltaf álitamál hvar draga á úr útgjöldum en þá er ljóst að þeir málaflokkar sem ki-efjast mestra út- gjalda bera hitan og þungan af sam- drættinum. Menntamál eru hér eng- in undantekning. Vegna minnkandi tekna ríkissjóðs hefur á undanförn- um árum þurft að draga úr framlög- um til menntamála og hefur Alþýðu- flokkurinn samþykkt tillögur menntamálaráðherra í þessa veru. Fjárlög ársins 1995 eru engin und- antekning hvað þetta varðar (spurning 4). Efnahagsstefna nTdsstjórnarinn- ar er nú að skila árangri. Alþýðu- flokkurinn leggur mikla áherslu á að efnahagsbatinn verði notaður til úr- bóta í menntakerfinu (spurning 3). Á næsta kjörtímabili þarf að auka verulega framlög til menntamála, jafnvel á kostnað annarra mála- flokka. Á flokksþingi Alþýðuflokks- ins í júní á síðasta ári var samþykkt stefnuskrá í menntamálum undir heitinu „Menntun til nýsköpunnar". Stefnan leggur áherslu á heil- stæða stefnumörkun fyrir allt skóla- kerfið frá forskóla til háskóla og nauðsyn símenntunar (spurning 1). Samfélag framtíðarinnar mótast í æ ríkari mæli af hröðum tækni- breytingum og atvinnugreinum sem byggjast á almennri menntun og verksviti. Grunnskólinn bregst best við þessu með því að veita trausta al- menna menntun og vera sveigjan- legur í starfi sínu og skipulagningu (spurning 6). Til að ná þessu markmiði þarf að taka upp innra gæðaeftirlit í skóla- starfi, setja skýr almenn markmið og auka þarf sjálfstæði skólanna, þannig að ákvarðanir verði teknar eins nálægt vettvangi og frekst er unnt. Með þessu móti á skólinn auð- veldara með að laga sig að breyttum aðstæðum og nýjum kröfum sem til hans eru gerðar. Alþýðuflokkurinn telur rétt að sveitarfélögin reki grunnskólana, en ríkið reki áfram framhaldsskólana. Eg hef ekki kynnt mér sérstak- Iega skýrslu Hagfræðistofunar Há- skóla íslands um lengingu skóladags í grunnskóla (spurning 7). í mennta- stefnu Alþýðuflokksins segir: „Al- þýðuflokurinn vill að allir grunn- skólar verði einsetnir fyrir næstu aldamót og skólatími nemenda verði samfelldur. Grunnskólanemendum gefíst kostur á skólamáltíðum á vægu verði, þar sem nemendur greiði efniskostnað en viðkomandi sveitarfélög annan kostnað." Við getum auðvitað gert margar hag- fræðilegar rannsóknir á lengingu skóladagsins, en hin félagslegu rök vega þó þyngra. í flóknu borgarsam- félagi nútímans gegnir skólinn viða- meira hlutverki en áður. Ég hef þá trú að sveitarfélögin muni sinna þessu betur en ríkisvaldið og minni á skýra stefnu Reykjavíkurlistans í þessu efni. Mannafla fer fækkandi í sjósókn og frumframleiðslu (landbúnaði). Fjölgunin er mest í úrvinnslu-og þjónustugreinum og hingað til hefur hún verið mest í opinberum rekstri ( heilbrigðisstéttii- og kennarar ). Sú þróun getur ekki haldið áfram enda- laust. Okkur er lífsnauðsyn á meiri fjölbreytni í atvinnulífi og þar með í störfum. Stækkun heimamarkaðar- ins ( með EES-samningum og aðild að Evrópusambandinu) mun skipta sköpum um framtíðarþróun at- vinnulífsins og er nauðsynleg til þess að skapa störf við hæfi fyrir ungu kynslóðina, sem notið hefur mestrar skólagöngu heima og erlendis allra Islendinga til þessa dags. Sem dæmi má nefna að við þurfum fleiri sér- hæfða matvælafræðinga, tækni- fræðinga, kerfisfræðinga, hönnuði, tölvutækna, sölumenn, markaðssér- fræðinga o.s.frv. til þess að nýta bet- ur tækifæri til lúllvinnslu matvæla og til útflutnings í kjölfar EES og Gatt-samninga. Tölvu- og hugbúnaðarþjónusta mun kalla á fleiri ný störf sem og ferðaþjónusta, sem skapar fjöl- breytt starfsumhverfi með öflugum margfeldisáhrifum. En aðalatriðið er þó að vel menntaður maður getur gengið að hvaða starfi sem er og er fljótur að laga sig að breytingum í umhverfinu, nýrri tækni og nýjum þörfum (spurning 5). „ Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins 1. Já, og þar segir m.a. Fi-am- sóknarfokkurinn leggur áherslu á að traust menntun þjóðarinnar er for- senda bættra lífskjara, velferðar og framfara. Stuðningur er við einsetn- ingu skóla óg flutning grunn- skólans til sveitarfélaga. Þá lýsir flokk- urinn yfir stuðningi við öflugt starf for- eldra grunn- skólabarna og samtakanna Heimili & skóli. 2. Það sem er nýtt er að Fram- sóknarflokkurinn telur að framlög til menntamála skuli hafa forgang í útgjöldum ríkissjóðs. Flokkurinn tekur þannig undir ábendingar frá OECD en Island ver nú lægra hlut- falli þjóðartekna til menntamála en almennt tíðkast meðal OCDE-ríkja. 3. Segja má að svar við þessari spurningu felist í svari við annari spurningu þar sem hér er spurning um forgangsröðun og það er skoðun Framsóknarflokksins að það séu tengsl á milli efnahagslegrar vel- gengni þjóða og menntunar. 4. Enginn. 5. Þekkingin er að mati allra þeir- ra sem í dag meta þróun efnahags- mála í heiminum mikilvægasta auð- lindin. Framleiðslan í þróuðum lönd- um breytist jafnt og þétt úr fjölda- framleiðslu í sérhæfða framleiðslu sem mæta verður sérstökum kröfum neytenda. Til þess þarf aukna þekk- ingu á öllum sviðum framleiðslunn- ar. Vaxandi samkeppni krefst hag- ræðingar sem aftur krefst þekking- ar. Við íslendingar erum engin und- antekning að þessu leyti. Fiskur mun í vaxandi mæli þurfa að vera sérunninn í neytendaumbúðir fyrir ákveðna kaupendur og sömuleiðis afurðir landbúnaðarins. Þessi þróun er einnig vaxandi í iðnaði ekki síst í hátækniiðnaði. Því er það grundvall- aratriði að bæta menntunina í öllum greinum jafnvel þótt verja þurfi auknu fjármagni til menntamála. Þar liggur lykillinn að framtíð þjóð- arinnar. 6. Grunnskólanám þarf að efla í heild með áherslu á læsi, málskiln- ing, rökhugsun og tjáningu. Ný- sköpun byggist á því að frumkvæði einstaklingsins fái að njóta sín auk þess að traustur grunnur sé lagður í raungreinakennslu. Þá þarf að efla áhuga barna á efri stigum grunn- skólanáms á atvinnulífinu í landinu og á fyrirtækjarekstri almennt. 7. Lítillega. Kristín Ástgeirsdóttir Kvennalistanum 1. Já, endurskoðun stefnuskrár er lokið. Við reynum ætíð að læra af reynslunni og bæta við nýjum hug- myndum, enda höfum við frá upp- hafi lagt mikla áherslu á menntamál. Ekki síst að bæta grunn- skólann þannig að hann komi betur til móts við þarfir nem- enda foreldra .og samfélagsins og að nemendur séu ekki um- hyggjulausir hluta úr degi. 2. I megindráttum er stefnan sú sama; áhersla á jafnrétti til náms. Það er þó ýmislegt nýtt að finna í stefnuskránni svo sem mun meiri áhersla á rétt nemenda til sköpunar í skólastarfi, listnám, verk-og starfs- nám. Þá leggjum við mikla áherslu á mismunandi þarfir stúlkna og pilta og nauðsyn þess að ýta undir stelpur og bæta sjálfsímynd þeirra enda greinilega pottur brotinn í þeim efn- um, sem m.a. sést á starfsvali kven- na síðar meir og hverjir stjórna fé- lagslífi og taka þátt í ræðu-og spurn- ingakeppnum skólanna. Við tökum afstöðu með flutningi grunnskólanna til sveitarfélaganna að því tilskyldu að þau fái nauðsyn- lega tekjustofna til að standa undir bættu skólastarfi. Þá er mjög mikil- vægt að auka áhrif kvenna á mótun og stjórnun skólanna enda endur- spegla þeir um of veröld og sjónar- mið karla. 4. Enginn. 5. í matvælavinnslu og fullnýt- ingu íslenskra hráefna, ferðaþjón- ustu, hugbúnaði, smáfyrirtækjum af ýmsu tagi (þjónustufyrirtæki), fram- leiðslu á vélum og þekkingu tengd- um sjávarútvegi, ráðgjöf og kennslu á sviði orku, bygginga, heilbrigðis- mála, menntunar o.fl. 6. Skapandi hugsun og tækifæri til útrásar fyrir sköpunargáfu nem- enda. Meðferð móðurmálsins og þekkingu á erlendum tungum, stærðfræði og raunvísindi, sam- skipti við aðra og samvinnu, svo og tækifæri til starfsnáms og verk- þekkingar. 7. Já.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.