Morgunblaðið - 11.02.1995, Side 4

Morgunblaðið - 11.02.1995, Side 4
4 B LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING Þaö sem fjölmiðlar þegja um Er Mttamat fjölmiðla ekki í takt við raunveruleikann Það er ekki furða þó að það gangi hálf illa að koma skólamálun- um ofar á forgangslista þjóðarinn- ar. Skólaumræðan er að mestu falin inni á kennarastofunum og í ryk- föllnum hirslum ráðuneyta. Um þennan málaflokk mega helst engir fjalla nema sérfræðingar með próf eða kennsluréttindi. Málþing um skólamál fara hljótt, þau eru sjald- an auglýst opinberlega og raunar bara boðuð fagfólki í dreiflbréfum sem hengd upp á töflu á kennara- stofu. BLÖÐIN ÞEGJA Skólamál eru feimnismál ef marka má þögn fjölmiðla um þenn- an málaflokk. Ekkert dagblað á Is- landi hefur reglulega pistla um skólamál nema Dagur á Akureyri. I Morgunblaðinu, blaði allra landsmanna eru stundum innsend- ar greinar um menntamál. Blaðið sjálft hefur engan á sínum snærum sem skrifar gagnrýna pistla um skólamál. Læknir skrifar um heil- brigðismáþveiðimaður annast veiðihornið á sumrin, ferðafélágs- menn og blómakonur skila reglu- lega pistlum og áhugasamur hesta- maður skrifar heilu síðurnar um stóðhross. Það skal tekið fram að ritstjórar blaðsins hafa tekið vin- samlega á móti foreldrum sem knýja dyra með óskir um slíka pist- la en þeir hafa þó ekki séð sér fært að gera neitt í málinu að svo stöddu. Það er ekki skárra ástandið á hin- um blöðunum. SJÓNVARPIÐ STENDUR SIG ILLA Vilji menn hlusta á skólamála- umræðu í útvarpi er ekki um auð- ugan garð að gresja. Þó er stundum fjallað um skólamál í morgunþátt- um á Rás 1 og í fyrra var reyndar þáttaröð um þessi mál en hún var kl. 9 á laugardagsmorgni og þá eru margir að vinna eða sofa út eftir vinnuvikuna. Ríkisjónvarpið stendur sig hörmulega, þar á bæ virðist aldrei tO króna til að gera neina þætti um skólamál, nema þegar ráðherrar birta nýja skýrslu. Það er synd að segja að frum- leiki svífi yflr vötnunum við slík tækifæri, venjulega er settur upp snyrtilegur umræðuþáttur og loka- orðin þekkja allir: „ Þá komumst við ekki lengra að þessu sinni þótt að nógu sé að taka, takk fyrir og verið þið sæl“. Fýrir nokkrum árum sýndi ríkis- sjónvarpið reyndar stutta þætti um uppeldismál en þeir voru sýndir á alversta tíma fyrir barnafólk, kl 19.00 sem sýnir nú forgangsröðina. Einnig keypti sjónvarpið þætti um leikskólamál en ekkert bólar á skólamálaþáttum. Stöð 2 er ekki skárri en Bylgjan má þó eiga það að þar stóðu menn fyrir skólaviku í haust og komust reyndar að því að hún hefði geta staðið miklu lengur því nóg var umræðuefnið. Megin niðurstaða er sú að fjöl- miðlar hundsa þennan málaflokk og þá hundsa stjórnmálmenn hann líka. ERU SKÓLAMÁL KERLINGAMÁL? Hvað ætli valdi þessu áhugaleysi á skóla- og menntamálum sem þó snerta daglega 100 þúsund manns? Eru þetta einhver kerlingamál? Það eru karlar á toppnum á öllum fjölmiðlum, flestir þeirra hafa átt börn í skólum. Þurfa þeir aldrei að hendast úr vinnunni til að keyra og sækja börnin sín? Skoða þeir aldrei í skólatöskuna og sjá glampa á gömlu stafsetninguna eftir Árna Þórðar og Gunnar Guðmundsson sem gefín var út í fyrsta sinn 1946. Þeir ættu að kynna sér hvað það er skammarlega lítil áhersla lögð á framsögn,tjáningu,ritun og gagn- rýna hugsun í skólum, þessi atriði sem skipta sköpum í fjölmiðlun. Þegar almenningur undrast fréttamat fjölmiðla eru slíkar ábendingar sjaldan teknar alvar- lega. Ef einhver vogar sér að gagn- rýna ofuráherslu á blessaðar íþrótt- irnar er svarið;, já, en það hafa svo margir áhuga á að lesa um og horfa á íþróttir". Auðvitað horfa margir á íþróttir af því að þær eru svo ríkj- andi í dagskránni.Það þýðir ekki að fólk myndi ekki vilja sjá eitthvað fleira. Auðvitað lásu flestir Rússar Prövdu, það var kannski eina blaðið sem fólkið fékk. Það segir ekkert um ánægju lesendanna með Prövdu. FANNST HANN VERA KOMINN í RÁÐSTJÓRNARRÍKIN I öllum löndum hér f kringum okkur eru dagblöðin meira vakandi fyi-ir skóla- og menntamálum. Skólamaður sem nýkominn er heim frá tveggja ára námsdvöl í Englandi kvaðst hafa notið þess að lesa ensk blöð því þar voru daglega vandaðar greinar og útttekir á skólamálum. Þegar hann kom heim fannst hon- um hann eiginlega vera kominn i einhverskonar ráðstjórnarríki þar sem fjölmiðlar mega bai-a fjalla um vissa málaflokka en ekki aðra. Fjölmiðlar hafa oft gengt lykil- hlutverki og komið brýnum málum upp úr hjólförunum með gagnrýn- inni umfjöllun. Má þar nefna itar- lega umræðu um ofbeldi gegn kon- um, sifjaspell, áfengisvandamálin og nývaknaða umræðu um siðferði í stjórnmálum. Hrun kommúnistastjórnanna í austri byggðist hvað mest á því að almenningur í þeim löndum fékk að sjá annan veruleika fyrir tilstuðlan gerfihnattaútsendinga. Fólkið í þessum löndum lét þá ekki lengur ljúga að sér og öðlaðist kjark til að krefjast úrbóta. Eigi úrbætur að nást í skólamálum á Islandi verða fjölmiðlar að axla sína ábyrgð og fjalla um þau mál til jafns við önnur þjóðþrifamál. Unnur Halldórsdóttir Sýningin „Börnin og framtíðin“ í Kolaportinu Heimili & skóli með kynningarbás A morgun sunnudag lýkur formlega í markaðshúsi Kola- portsins barna og unglingaviku sem samtökin Heimili & skóli hafa staðið fyrir í samvinnu við Kaupstefnuna h.f. A sýningunni verða Heimili & skóli með kynn- ingarbás þar sem hægt verður að leita upplýsinga um samtök- in. I Kolaportinu verður sett upp skemmtidagsskrá bæði laugar- dag og sunnudag og hefst hún kl 14. báða dagana. og verður hún í flutningi barna og unglinga. Við hvetjum alla sem leið eiga um Kolaportið um helgina að líta við í kynningarbás Heimili & skóla og spjalla við okkur. HVAÐ YRÐI ÞITT FYRSTA VERK SEIVI MENNTAIVIALARAÐHERRA? Fara kirfilega ofan í saumana á rekstri RUV Elín Hirst fréttastjóri Stöðv- ar tvö og Bylgjunnar „Mitt fyrsta verk sem menntamála- ráðherra væri að fara kirfi- lega ofan í saumana á rekstri Ríkis- útvarpsins. Ég held að hjá þeirri stofunun megi hagræða miklu. Ég er ekki að tala út í loftið því ég hef horft á bruðlið með eigin augum. A dögunum var tekið við mig tveggja mínútu langt viðtal fyrir Dagsljós, og viti menn það mættu fjórir á staðinn til að taka viðtalið. Fréttamaður, myndatöku- maður, hljóðmaður og pródúsent. Er eitthvað vit í þessu? Reyndar held ég að þetta myndi leysast af sjálfu sér ef ríkisreknu ljósvaka- miðlarnir og þeir einkareknu sætu við sama borð í samkeppni. Það er öngvu fyrirtæki hollt að hafa að- gang að vasa sem aldrei tæmist. Eins og staðan er núna hefur Ríkis- útvarpið lögverndaða forgjöf á öll- um sviðum, og núverandi mennta- málaráðherra hefur sýnt litla til- burði í þá átt að breyta því. Sem foreldri myndi ég vilja stuðla að því að lengja skóladaginn og skólaárið, en stytta heildarnáms- tímann á móti. Þannig gætu nem- endur lokið menntaskólanámi 18 ára eins og víða á Norðurlöndunum. Þá finnst mér mjög mikilvægt að koma á samfelldum skóladegi í öll- um skólum og fyrir því myndi ég beita mér. Synir mínir eiga því láni að fagna að vera nemendur í Mýr- arhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Sá skóli er einsetinn sem þýðir að skóladagurinn er samfelldur. Einnig er að mínu mati afar mikil- vægt að tengsl skólans við atvinnu- lífið aukist. Þegar ég stundaði há- skólanám í Bandaríkjunum í frétta- mennsku voru nemendur látnir vinna með náminu á útvarpsstöðv- um og sjónvarpsstöð sem reknar voru innan veggja skólans. Þessar stöðvar þurftu hins vegar að spjara sig í samkeppni á útvarpsmarkaðn- um sem þýddi að gerðar voru strangar kröfur til nemenda, sem voru undir handleiðslu reyndra frétta- og dagskrárgerðamanna. Með þessa reynslu að baki ákvað ég í haust að bjóða nemendum í hag- nýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands að vinna sem aðstoðarmenn á fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgj- unnar með námi. Margir hafa nýtt sér þetta í vetur. Samstarfið hefur gengið ljómandi vel og við erum staðráðin í að bjóða nemendum þetta áfram. Einsetning skóla yröi mitl fyrsta verk Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri í Reykjavík „Það fyrsta sem ég myndi gera er að gera grunnskólann að alvöru vinnustað barnanna. Til þess þarf að einsetja skól- ana og gera þá að heilsdagskólum þar sem börnun- um liði vel. Þau myndu fá mat í há- deginu og væru í skólanum frá 8-9 á morgnanna til 2-3 á daginn. Ég á ekki við að allur sá tími fari í lestur, skrift eða reikning: heldur vil ég sjá metnaðarfullan skóla þar sem ekki síður er lagt upp úr menningarleg- um þroska og félagslegu uppeldi ásamt fræðslu. Þar sem börnin geta einnig lagt stund á íþróttir, tónlist og dans í skólanun. Ég þekki það svo vel úr starfi mínu að það hafa ekki öll börn sama rétt til náms. Að- eins fjársterkar fjölskyldur hafa bolmagn til að kosta börnin sín í íþróttir, tónlistarnám og allt það sem þeim stendur til boða utan skól- anna. Foreldrar myndu losna við öll hlaup úr vinnu til að aka börnum sínum til og frá skóla í gæslu. Sam- verustundum fjölskyldunnar myndi einng fjölga þegar allir lykju vinnu um svipað leyti. Að mínu mati hefur aldrei fyrr verið eins áríðandi að við leggjum allt okkar í að mennta börnin okkar því við erum að gera okkur ljóst að ekki verður endalaust hægt að moka upp fiski úr sjó. Að byggja upp heilbrigð börn og gera þau hæf til að taka við af okkar er undirstaða velmegunar í framtíð- inni.” Samkeppni á milli skóla. Páll Kr. Pálsson fram- kvæmdastjóri Sól h.f. Ég myndi reyna að skapa einhversskon- ar samkeppni á milli skól- anna þannig að gæði kennsl- unnar yrðu höfð að leiðar- ljósi í ríkari mæli en nú er. Þetta mætti t.d. gera með því að ríkið legði hverjum skóla til ákveðið framlag fyrir hvern nemanda sem skráði sig í við- komandi skóla. Foreldrar myndu síðan ráða hvar þeir skráðu börn sín í skóla. Þetta yrðu stjórnendum skólanna hvatning til að bæta gæði kennslunnar sem mest til að geta rekið sem öflugastan skóla. Það sem ég á í raun við er ákveð- ið form einkavæðingar á skólastarf- inu þannig að skólarnh- gengju ekki að því sem vísu að fá ákveðið fram- lag frá ríkinu óháð því hvert mat foreldra væri á gæðum þeirra kennslu sem færi fram. Stjórnkerfi hvers skóla mætti síðan hugsa sér þannig að foreldrar ættu sína full- 'trúa í stjórn skólans og gætu þann- ig haft bein áhrif á rekstur og stjórnun í viðkomandi skóla. Með þessu yrði aukinni ábyrgð ýtt yfir á foreldra sem þeir myndu axla með að leggja t.a.m. áherslu á að grunnskólin í hverju hverfi byði upp á sem mest gæði til að þurfa ekki að fara með börnin sín í skóla utan hverfisins. Þar með myndum við losna við stjórnendur sem ekki uppfylla væntingar og þarfir neyt- endanna ( foreldrar og börn ) auk þess sem svigrúm gæfist til að reka skólana betur, ná niður kostnaði og greiða kennurum betri laun. Þær hremmingal• sem foreldrar hafa átt í við stjórnendur einstakra skóla myndu minnka til muna, auk- ið aðhald skapast og börnin okkar ættu kost á gæðakennslu í gæða- skólum. Efla vetk og tækni- menntun Haraldur Sumarliðason formaður Samtaka iðnaðarins „Því er fljót- svarað þó ekki sé ég viss um að einn dagur myndi duga en að efla verk-og tæknimenntun er það fyrsta sem ég myndi ráðast í. Mér finnst að þeir sem ráða ferð í skólum landsins ekki hafa nægilega þekkingu á at- vinnulífinu og þess vegna ekki færir um að miðla áfram til nemenda sinna. Það þarf á grunnskólastiginu að leggja áherslu á að kynna nemend- um atvinnulífið og kenna þeim að bera virðingu fyiir verk-og tækni- menntun. Þetta viðhorf er ekki aðeins bundið við skólana heldur eru for- eldrar lítt skárri nema þá helst úti á landsbyggðinni. Þar eru börnin í meiri tengslum við atvinnulífið. Verk-og tæknimenntun hefur ekki notið þeirra virðingar sem henni ber og það breytist ekki nema með víðsýnum skólamönnum sem með breyttum viðhorfum miðla áfram til nemenda sinna.” BUNAÐARBANKINN -Traustur banki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.