Morgunblaðið - 11.02.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 11.02.1995, Síða 1
 MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 BLAÐ GUÐRÚIM Ás- mundsdóttir í hlutverki yfirgefinnar eiginkonu og JóhannaJón- asdóttir í hlut- verki svikamið- ils sem kemur á sambandi milli þeirra. Morgunblaðið/Þorkell Vonarglæóur í dökkri framtíöarsýn og solli Lýsing Þórs er í senn hrollvekja og grátt gaman, ekki ff jarri raunveruleika margra íslenskra ungmenna ÆFINGAR eru hafnar hjá Leikfélagi Reykjavíkur á leikritinu Framtíðardraugar eftir Þór Tulinius. Höfundurinn er jafn- framt leikstjóri verksins sem segir frá ungu utangarðsfólki sem lifir í nánustu framtíð samfélags okkar í landi sem er snautt af náttúrulegum gæðum og tækifærum. í veröld sýndarveruleika, smá- glæpa, eiturlyfja og ofbeldis reyna þrír ein- staklingar að móta sér tilveru. Lýsing Þórs og framtíðarsýn er í senn hrollvekja og grátt gam- an, farsi og fráhrindandi mynd af heimi á heljar- þröm. Framtíðardraugar er framtíðarsaga með rammíslenskum og þjóðlegum fyrirbærum eins og andatrú og draugum. Lausn aðalpersón- anna frá veröld smáglæpa, eiturlyfja og ofbeldis liggur í gegnum andlega handleiðslu inn á aðrar brautir. Þannig er verkið í senn bráðfyndin þjóðlífslýsing og hrollvekjandi sýn af heimi á heljarþröm. Frumsýning verður um miðjan febrúar á Litla svðinu. Þór segir að í raun sé verk- ið ekki hugsað sem lýsing á þjóðlífí í framtíðinni, en þó komi fram að atvinnu- leysi á íslandi sé 25% og persón- umar hafa ofan af fyrir sér með tölvuleikjum, myndbandaglápi og eiturlyfjaneyslu. Þór bendir á að sögumaður í upphafi leikritsins segir söguna í þáframtíð árið 2044 og framtíðar- sýnin sé öllu geðfelldari þá. Sögu- maður er amma sem talar símleið- is við barnabörn sín í Nagasaki í Japan og segir þeim frá lífí sínu árið 2009. Þór segir að veruleiki leikritsins sé ekki ijarri raunveruleika margra íslenskra ungmenna sem lifa utangarðs í dag. Veruleiki persónanna er einatt á mörkum hins jarðbundna og yfírnáttúru- lega. „Það má segja að árið 2009 sé framtíðin dimmari. Þar er tilver- unni lýst eins og hún blasir við ansi mörgum í dag. Líf smáglæpa- manna og dópista, systkinanna Sigga og Gunnu og vinar þeirra Jóa, sem lifa í sjálfseyðingar- heimi. Þetta er hörkuheimur sem á kannski eftir að ágerast frekar en hitt. Þau opna miðilsskrifstofu og það gerist eitthvað, það koma einhverjir kraftar inn í líf þeirra alls óvænt, eða a.m.k. upplifa þau það. Það er síðan spurning hvort sú upplifun er sönn eða af völdum eiturlyfjanna. í leikritinu verðum við vitni að þeirri breytingu sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.