Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 D 3 RUT Ingólfsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Falleg tónlist af okkar öld Flautufjölskylda eins og fiskar RUT Ingólfsdóttir fiðluleikari kemur fram ó Myrkum músíkdög- um ó þriðjudagskvöld. Tónleikar hennar verða ó Kjarvalsstöðum og hef jast klukkan 20. Fengur er að þeim því Rut hefur ekki haldið einleikstónleika lengi vegna anna í kammermúsík. Hún hefur í tuttugu ór verið fyrsti fiðluleikari Kammersveitar Reykjavíkur og skipulagt starf- semi sveitarinnar. Einnig stofn- aði Rut Reykjavíkurkvartettinn og lék um órabil með Sinfóníunni. *■ Atónleikunum í komandi viku frumflytur Rut Lag með til- brigðum eftir Atla Heimi Sveinsson og mun eldra verk eftir Magnús Allt íslenska selló- sviöið legt. Annars er ekki mjög mikið til af íslenskum einleiksverkum fyrir selló, það varð almennt ekki vinsælt einleikshljóðfæri fyrr en á 19. öld og mest hefur verið samið fyrir það á síðustu áratugum. Undantekningin eru Bach-svíturn- ar sex, sem ég er alltaf að æfa til að spila með nútímatónlist á metn- aðarfiíllum tónleikum. Að minnsta kosti tvær þeirra. En einhvern veg- Blöndal Jóhannsson. Það er frá árinu 1961 og heitir „Dimension", en mun gjarna hafa verið kallað „þetta óspil- anlega" af jafnvel færustu fíðlulei- kurum. „En auðvitað er hægt að spila það með nógri æfíngu," segir Rut, „þótt sumir kaflar séu vissulega slæmir. Kannski ég tali við Magnús um örlitlar breytingar. Annars kom mér skemmtilega á óvart að þetta verk hefði aldrei áður verið flutt, orðið næstum 34 ára gamalt. Það er þó að mínu viti mun nútímalegra en verk Atla Heimis sem var samið í hitteðfyrra. Líkast til var ástæðan fyrir því að flytjendur hikuðu á sínum tíma sú að þeir voru ekki vanir nútí- matónlist. Nú er hún ekki eins fram- andi lengur eða erfið, hvorki fyrir hljóðfæraleikara né hlustendur. inn hafa þessir tón- leikar þurft að víkja fyrir vinnu í Trio Nordica og Caput- hópnum og mörgu öðru. Ég spila einmitt með Caput á fyrstu tónleikum músíkdag- anna.“ Bryndís Halla hefur verið á þeytingi í vet- ur, núna nýkomin úr tónleikaferð til París- ar, bráðum á leið þangað aftur og ekk- ert á þeim buxunum að halda kyrru fyrir. Trio Nordica tekur að hennar sögn mesta tímann þessa dagana, eftir hálfan mánuð ætlar hún ásamt stöllum sínum í tríóinu, Auði Hafsteins- dóttur fiðluleikara og Monu Sands- tröm píanóleikara, að leika inn á geislaplötu lög eftir Clöru Schum- ann, Mendelsohn og Franz Berw- ald. Þær hyggja svo á tónleika hér heima í vor og aftur í sumar og Við höfum meira að segja uppgöt- vað hve falleg tuttugustu aldar tón- list getur verið. Maður býst auðvitað ekki við Mozart eða Bach og setur sig í annars konar stellingar. Það er einfaldlega ekki hægt að semja sams konar tónlist núna og fyrir tvö hundr- uð árum, tímarnir hafa breyst. Mér finnst verk Magnúsar fallegt og áhrif þess með einhveijum hætti gegnsæ.“ Sama gildir að Rutar sögn um Lag Atla Heimis, henni finnst það fallegt og segir Atla oft hafa sérstakt lag á því að hitta í hjartastað. „Svo er vitanlega afar skemmtilegt að frum- flytja verk sem samið er fyrir mann. Ég hef haft samráð við Atla og verk- ið hefur mótast í höndunum á okk- ur. Óneitanlega er það áhugavert." Rut átti í fórum sínum Sónötu eftir Hallgrím Helgason og segir hana afar vel skrifaða fyrir fiðluna. „Hallgrímur er sá eini af tónskáld- unum fjórum sem þekkir fíðluna og það fínn ég greinilega. Hann þekkir möguleika hljóðfærisins, veit hvað gengur og hvað ekki.“ Við leit í Tónverkamiðstöðinni að einleiksverkum fyrir tónleikana kom Rut niður á tvö verk eftir Jón Leifs, prelúdíu og fúgettu, sem hún þekkti ekki fyrir. „Ég er mikill aðdáandi Jóns og varð ánægð yfir þessum fundi,“ segir hún, „þetta eru æsku- verk og ekki hægt að segja hið sama um þau og Sónötu Hafliða Hallgríms- sonar. Jón hefur ekki samið verkin sérlega vel fyrir fiðlu, þau eru þess vegna erfið en nást eins og „Dimensi- on“ Magnúsar með mikilli vinnu. Mér fínnst sérstaklega prelúdían afar falleg, með djúpum íslenskum undir- tóni sem var aðal Jóns.“ Rut hefur ferðast töluvert um landið undanfarin misseri, haldið ein- leikstónleika og kynnt fiðluna í skól- um. Hún segir líklegt að hún læði inn eins og einu verki af efnis- skránni í ferðunum næstu mánuði. Á þeim leiki hún þó yfirleitt þekkt klassísk verk. „En mig langar mikið að flytja þessa efnisskrá erlendis og þá í samvinnu við þá sem að íslensk- um listkynningum standa." Þ.Þ. ætla að æfa upp nokk- ur prógrömm til að keppa út um víðan völl. „Tónlistarkeppni er ein besta leiðin til að koma sér á fram- færi,“ segir Bryndís Halla, „við vonumst til að komast í nokkrar slíkar næsta vetur. Það fer mikill tími og orka í kynna sig en þetta er líka skemmti- legt samstarf." Tónleikamir á mið- vikudagskvöld hefjast á verki Snorra Sigfúsar Birgissonar, Dansi. Bryndís Halla segir það minna sig á sveitina, draum- kennda og rómantíska en barnslega um leið. Dansinn er frá árinu 1982. Síðan kemur tólf ára verk, „Mild und meistens leise“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Að hans hætti er það létt og skemmtilegt, skondið og skrítið. Þá leikur Bryndís Halla Selló- FLAUTUFÓLKIÐ Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau lifa og starfa saman. Þau kynntust ó námsórum sínum í París og búa nú í Kópavoginum. Islensk- ir unnendur flaututónlistar kannast vel við þau, ýmist sam- an á plötum og tónleikum eða hvort í sínu verkefni. Nú líður að einu sameiginlegu, síðari miðvikudagstónleikum Myrkra músíkdaga. Þeir verða eins og tónleikar Bryndísar Höllu á Kjarvalsstöðum og hefjast klukkan 21.30. A efnisskránni eru flautudúettar eftir Arne Mellnas, Karólínu Eiríksdóttur og Atla Heimi Sveinsson. Guðrún segir verkin eiga fátt sameiginlegt, utan að segul- band er notað bæði hjá Mellnás og Atla Heimi. „Þó á mjög ólíkan hátt,“ bætir hún við, „Mellnás hefur flautuleik flytjendanna á sínu bandi en Atli Heimir söngkonur og leik- skólaböm. Segulbönd koma einmitt með alls konar hætti inn í nútíma- tónlist, þau verða ein röddin enn í verkinu og oft talsverð átök milli hennar og hljóðfæraleikaranna." Annað sem ef til vill má líka segja sameiginlegt verkunum á tón- leikunum er einstaklingshyggjan, eins og Guðrún segir, eða sjálf- stæði raddanna. Flauturnar fylgjast ekki lengur að í rómantískum dúett- um, þar sem fyrsta flauta leiðir aðra, heldur talar hver fyrir sig. Karólína hefur til dæmis einleiks- kafla fyrir altflautu í upphafi síns verks. Svíinn Ame Mellnás samdi sólófyrirsólóselló eftir John Speight. Þetta er nýtt verk, frá því í fyrra, og nokkurs konar kveðjuverk tileinkað Bergljótu Jónsdóttur sem lengi var forstöðu- maður Tónverkamiðstöðvarinnar. Eftir hröðum og annasömum kafla fylgir tileinkun í Beethoven-sónöt- una „Les Adieux“. Lokaverk tónleikanna og jafn- framt hið stærsta er „Solitaire" Hafliða Vilhelmssonar. Hann er sjálfur sellóleikari og Bryndís Halla segir verkið afar vel skrifað fyrir hljóðfærið. „Hafliði vandar til verka og hafði þetta heillengi í smíðum, líklega allt frá árinu 1970. Hann lauk ekki endanlega verkinu fyrr en 1991, en ég hafði heyrt tuttugu ára gamla upptöku með honum sjálfum uppi í Utvarpi. Þar er verkið nær óþekkjanlegt þótt einstaka stef séu eins. Hann segir sjálfur að „Solitaire" fjalli um þró- un sellóleikarans, sem kynnist mörgum og mismundandi tónlist- arstefnum gegnum árin.“ Þ.Þ. Morgunblaðið/Júlíus GUÐRÚN Birgisdóttir og Martial Nardeau. „Fragments for Family Flutes" fyr- ir Gunillu og Robert von Bahr árið 1973. Hann kynntist Martial á nor- rænum tónlistardögum í Reykjavík fyrir nokkrum árum og sendi þeim Guðrúnu verkið upp úr því. Nafnið bendir ekki aðeins til þess að Brot- in séu samin með nákomna flytjend- ur í huga heldur og til þess að ýmsir meðlimir flautufjölskyldunn- ar koma við sögu; piccoloflauta, alt og venjuleg þverflauta. Martial er ekkert fyrir að tala of mikið um músíkina sem hann spilar en lætur sig þó hafa að segja um verkið: Það minnir á fiska. Atli Heimir Sveinsson samdi Handanheima fyrir Guðrúnu og Martial 1991. Með sjálfum sér kall- aði hann verkið Ástir samlyndra hjóna og flytjendurnir segja það testament um hjónabandið. „Það byijar á rosalegum átökum og svo heyrast af segulbandi raddir að handan. Þar eru komnar skapa- nornir og síðan heyrist þegar börn- in koma til jarðarinnar. Okkur finnst mikið líf í þessu verki, ekki líf eins og það ætti vera heldur eins og það er. Hluti af því er kyrrðin sem færist yfir að lokum.“ Spil Karólínu Eiríksdóttur var líka samið sérstaklega fyrir Guð- rúnu og Martial, fyrir rúmu ári og frumfiutt í París í fyrrahaust. „Þetta er mjög hrein tóníist," segir Guðrún, „og erfitt að lýsa henni með orðurn." Martial segir hana afar íslenska og fulla af persónu- legri stemmningu, „það er alltaf einhver einsemd í því sem Karólína gerir. Hún sjálf og náttúran í þessu landi“. Þ.Þ. Bryndís Halla Gylfadótttir Morgunblaðið/Kristinn „Þetta eru mjög frægir einleikar- ar og reyndar hefur Laredo áður leikið verk eftir Hafliða því hann frumflutti á sínum tíma verðlauna- verk Hafliða, Poemi, sem var frum- flutt fyrir um tíu árum,“ segir Gunnar Kvaran. Gunnar segir að verk Hafliða sé n\jög margbreytilegt og viðkvæmt og afar fallegt. Hafliði samdi verk- ið til minningar um vin sinn John Tunnel, breskan tónlistarmann sem lést um aldur fram. Þá verður flutt Tríó opus 1 nr. 2 í g-dúr eftir Beethoven. Verkið er samið árið 1792. Beethoven samdi þrjú píanótríó, opus 1, 2 og 3, og þau voru frumflutt 1793 í Vínar- borg hjá Lichnowsky prins, vel- gjörðarmanni Beethovens. Gunnar segir að þangað hafi verið boðið öilum helstu tónlistarmönnum Vín- arborgar á þeim tíma, þar á meðal Joseph Haydn. Að flutningi loknum biðu gestir spenntir eftir úrskurði Haydn. Hann var afar hrifínn, nema af síðasta tríóinu, sem hann sagði að væri of flókið og erfitt til þess að það næði vinsældum. Beethoven mógðaðist því honum þótti sjálfum þetta tríó það besta af þessum þremur. Síðar leiddi tíminn í ljós að þriðja tríóið er langveigamesta verkið. „Við leikum það ekki að þessu sinni heldur tríó opus 1 nr. 2. Þetta er geysilega fallegt verk, leiftrandi af æskufjöri og snilld og maður getur ekki annað en undrast hvað Beethoven hefur náð miklum tökum á viðfangsefninu og hve persónuleg gæði hans eru komin skýrlega í ljós. Þetta var með fyrstu verkunum sem hann gaf út og hann ekki nema 22 ára gamall,“ segir Gunnar. Eftir hlé leikur Tríó Reykjavíkur tríó opus 101 í c-moll eftir Johann- es Brahms. Verkið er samið 1886 þegar Brahms hafði náð fullum þroska sem listamaður á síðustu æviárum sínum. „Það er skemmtilegt að bera saman þetta píanótríó sem við leik- um við hin tvö fyrri því þetta verk Brahms er öllu hljóðlátara og ljóð- rænna en hin fyrri sem eru öllu klassískari í formi," sagði Gunnar og kvaðst hann vonast til þess að þessi samsetning á efnisskrá félli hlustendum í geð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.