Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 8
8 D LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ RLIT Y F I R LJÓÐ Á LIÐNU ÁRI eftir Skafta Þ. Halldórsson Morgunblaðið/J úlíus „MARGAR góðar ljóðabækur hafa komið út á liðnu ári“ YFI LJÓÐIÐ er lífseigt. í einu blaðanna sá ég því haldið fram að það stæði í skugga skáldsagna og annarra bók- menntaverka. Því verður þó ekki á móti mælt að margar góðar ljóðabækur hafi komið út á liðnu ári. Það vekur raunar at- hygli mína. enn eitt árið hversu mikill kraftur er í þeirri kynslóð skálda sem nú er á miðjum aldri og þaðan af eldri. En á þessu ári gáfu færri hinna yngri ljóðskálda út ljóðabækur en oft áður og af því mótast þetta yfirlit yfir ljóð liðins árs. í landslagi hugans Módemísk ljóðagerð á íslandi á sér öfluga fulltrúa þetta ljóðaár. Einn þeirra er Kristján Karlsson sem virðist yrkja betur með hverri ljóðabók. í nýjustu ljóðabók sinni, Kvæðum 94, tekur hann þráðinn upp frá fyrri ljóða- söfnum sínum. Leikur að hugmyndum og merkingu orða og máls setur mark sitt á bókina, ekki síst út frá þeirri hugmynd að ljóðið sé sjálfstæður merkingarheimur sem lýsi sjálfu sér fyrst og fremst. Sérkennileg innri rökræða, sem oft virðist vera þversögn, beinir athygli lesanda að eðli máls og sam- bandi þess við veruleikann. í þeim skilningi er hin listræna blekking list raunvemleikans og skáldskapurinn umfram allt tilfærsla máls. En vitaskuld eru viðfangsefni Kristjáns víðf- eðmari en sem þessu nemur. í Kvæðum 94 eru áberandi myndir sem tengjast því að eld- ast. Það er hausthljóð í tónlist kvæðanna og ef til vill tregi: ein gönguferð enn eftir leikhús sumars meðan blátt og grænt vóru einungis viðbrögð eins og sama litar við aðdáun gests meðan eg hafði vindinn í hendi mér eins og fugl? Matthías Johannessen er afkastamikið skáld. Hann gefur út tvær ljóðabækur á liðnu ári, Land mitt og jörð og Om vindheim vide. Fyrrtalda bókin er í mínum huga í hópi bestu verka hans. Augljós eru tengslin við næstu bók Matthíasar á undan, Árstíðar- ferð um innri mann (1992). Árstíðimar binda stærstu ljóðaflokkana saman, bæði formrænt séð og einnig er ferðin um árstíðirn- ar og innri veruleika þáttur í trúarlegri sýn skáldsins, leitinni að guði, leitinni að eilífð- inni. En ferð Matthíasar er ekki einungis um eigin innheima heldur einnig um sögu Islands og landið frá Homafirði til Önundarfjarðar. Stærsti ljóðaflokkurinn, Að vökunnar mild- andi ljósi, er jafnframt hulduljóð Matthíasar og andi Eggerts og Jónasar svífur yfir vötn- unum, jafnvel hvöt þeirra um nytsama „fjar- stæðu draumkaldrar vissu um upprisu / þjóð- ar í nauðum". Hann einkennist af fossandi hugmyndastraumi þar sem hver mynd rekur aðra, myndrænar orðasmíðar skáldsins, tákn, vísanir og líkingar skarast og fléttast saman eins og í þessari vormynd frá Njáluslóðum: Páskadagsgult einsog tunglið við tímalaus höf, tíðindalaust einsog goðsögn við margfallnar rústir mitt óræða hugskot og heldur til fundar við þig. Fögur er Hallgerður, bleikir akrar og slegin tún. Om vindheim vide, sem Knut Odegárd þýddi á norsku, hefur þá sérstöðu meðal þýddra ljóðabóka að hún er frumútgáfa ljóð- anna í bókinni. Hún er gefin út í tilefni 50 ára lýðveldisafmælisins hér á landi. í þessari bók er meira um stök ljóð en ljóðaflokka og því er bókin ekki eins heildstæð og hinar tvær síðustu ljóðabækur Matthíasar enda yrkisefnin afmarkaðri. Eigi að síður er þetta kröftug bók og krefjandi. Sérkenni Matthíasar koma vel fram í norska textanum, ekki síst ljóðtæknin, tilvísanimar og myndsköpunin. Jóhann Hjálmarsson sendir frá sér nýja Ijóðabók á þessu ári, Rödd í speglunum, eftir nokkurt hlé og er hún vafalaust með hans bestu verkum. Lengsti ljóðaflokkurinn í bók Jóhanns er ljóð í lausu máli og nefnist Le spleen de Reykjavík. Hann leiðir hugann að ljóðum Baudelaires með svipuðu heiti sem fjölluðu um angistina og leiðann á sjúkri öld þegar heimurinn glataði merkingu sinni og maðunnn upplifði sig einungis sem lifandi efni. Á vissan hátt eru viðfangsefni Jóhanns ekki fjarri hugleiðingum Baudelaires. Þó er þar nokkur munur. I næstu bók sinni á und- an, Gluggum hafsins (1989), getur Jóhann þess í einu ljóðinu að þreyta og leiði sæki að honum gagnvart ljóðinu. Skáldfákurinn blási honum engu í bijóst „nema aðgerðar- leysi / og hvötinni til að yrkja ekki - “ Ekki verður þó séð að skáldið skorti innblástur í nýju ljóðabókinni. Það tekst á við Ijóðið og lífið af endurnýjuðum krafti. Helstu kostir Jóhanns koma skýrt fram í ljóðum sem ein- kennast af einföldum en heilsteyptum ljóð- myndum er bera þau uppi, velq'a hugrennin- gatengsl og ásæknar spumingar. Hestur er aftur á ferð í landslagi hugans í hinni nýju bók en nú sem táknmynd tortímingar: „Honum verður ekki hleypt á skeið framar / Holdið er laust frá beinum / hreðjarnar muldar í smátt.“ Þannig upplifir skáldið tímana og ljóðið. Þetta eru tímar þegar veröld yhrynur / og er byggð upp / til að falla á ný.“ I þessum rótlausa heimi mætir skáldið einnig dögum sínum í speglinum og tekst á við það að eldast á sinn hljóðláta og íhugula hátt: Það mun ekkert gerast nema skyggja og rökkrið mun vefja okkur að sér, taka okkur í faðm sinn. Við týnumst í rökkrinu, í öllu sem líkist okkur. Engill í snjónum nefnist ljóðabók Nínu Bjarkar Ámadóttur sem út kom á árinu. í skáldskap sínum leggur hún megináherslu á túlkun kennda og tilfinninga. Oft virðist til- finningalíf ljóðmælenda eða persóna í ljóðum hennar vera brothætt og stundum sjúklegt. Mörg ljóðanna yrkir hún þó til einstaklinga eða í minningu horfinna vina. Önnur ljóð segja sögur, gjaman af undirmálsfólki, hugsjúku og með skerta sjálfsmynd. Nína hefur oft áður fengist við svipuð viðfangsefni. Þau vom t.d. áberandi í Svörtum hesti í myrkrinu (1982) og raunar er margt líkt með þessum bókum þótt mér finnist meiri persónuleg nánd í nýju bókinni. í fyrri bókinni yrkir hún t.d. um óttann í líkingu fugls sem tekur manneskj- una í klæmar. Þetta er fremur hlutlæg mynd. Svipað efni tekur hún mun persónulegri tökum í kvæðinu Og sagði: Það er guðinn Savage. Þar er fjallað um harm sem hin harmþmngna segir að sé reyndar illur guð, Savage: og um leið og hún nefndi nafn hans sá ég þær klæmar sem hún sat í sá þær svo stórar sem rimla og skjálfandi grátur hennar náði út í gegn en hékk líka fastur á þeim öllum og barðist svo ákaft og svo máttvana í senn Hnitmiðuð myndbygging og knappur ljóð- texti einkennir ljóð Þuríðar Guðmundsdóttur í bók hennar Nóttin hlutstar á mig. í bók- inni er ákveðin spenna milli rómantísks feg- urðarheims ljóðanna og hins harða vemleika sem fleygar hann. Hvert augnablik er brot- hætt, lífið er skógur af þversögnum til að takast á við. En fegurst eru ljóð Þuríðar þegar hún upphefur þessar þversagnir: Hijúfur þessi dagur uns sumamóttin breiddi yfir hann vatnaspegla og þögn stúpublóma úr bláu og rauðu flaueli Andstæður eru einnig áberandi í Rauð- hjöllum Baldurs Óskarssonar. Þær gefa ljóð- unum í senn heimspekilega og myndræna dýpt sem að einhveiju leyti er ættuð úr aust- urlenskri heimssýn; tilveran er skoðuð sem eining andstæðna og þannig sem heild. Ljóð- mál í anda súrrealismans er í sumum ljóð- anna en oft dregur Baldur upp einfaldar myndir sem í reynd hafa, ef nánar er skoð- að, margræðna skírskotun. í kvæðinu Hægt teflir skáldið fram andstæðum myrkurs og ljóss, fæðingar og tortímingar: Hægt fer ljósið heiminn ofur hægt vex hnoðri bjartur með dimmu innan í sér. Hægt fer ljósið heiminn. Drunur nútímans Nokkuð ber á samfélagslegri gagnrýni í Ijóðum skálda þetta árið. Oft deila þau á samtímann, stundum á beinskeyttan hátt, stundum með kaldhæðni og sum skáld leitast við að fínna leið út úr veruleika samtímans, leita að andsvari við áraun hans. Ádeilugjörn orðræða í löngu máli er helsta einkenni á ljóðabók Jóns frá Pálmholti, Hin eilífa nútíð. í henni eru útleitnir ljóðabálkar með sundurlausum myndum sem ekki mynda alltaf augljósa merkingarlega heild. Virðast þeir stundum dálítið lausir í reipunum. Bókin fjallar reyndar m.a. um „óheyrileg og rugluð vandamál mannanna", og er ákall um endurheimt eða nýsköpun mannlegra gilda. Þrjár óðarslóðir Böðvars Guðmundssonar er sérkennileg háðsádeila á manninn og guð mannsins á slóðum ástarinnar, lífsins og dauðans. Slys, voðaverk, fordómar og hamagangur neyslusamfélagsins eru í forgrunni en í bakgrunni kaldhæðin glíma við vanmáttugan guð í heimi þar sem hindurvitni eru „athvarf gegn staðreyndum“. Ef til vill er það mikilvægasti boðskapur bókarinnar að „það er auðvelt að vera máttlaus guð en það er ekki auðvelt að vera góð manneskja“. Líkt og hjá Böðvari Guðmundssyni gætir kaldhæðinnar ádeilu á neyslusamfélagið í bók Geirlaugs Magnússonar, Þrisvar sinnum þrettán. Við, nútímamenn, „setjum upp glitskær ker / dósir fylltar hávaða okkur til unaðar og gleymsku“ á breiðstrætum draumfara. Víða í bók hans má fínna háðska orðaleiki sem um sumt minna á ljóðtexta Jónasar Svafár. Á hinn bóginn yrkir Geirlaugur fremur ljóðrænan texta þannig að oft er eins og átök verði milli ljóðaheims og veruleikaskynjunar, t. d. í kvæðinu Nature morte: í svölu ijóðri nokkur dádýr bemskunnar á beit en tveir klókir refir ræða áhrif bókmenntanna á náttúrufegurðina friður eindrægni því lambið hefur tælt ljónið í skessu- leik og ósvífnir sólargeislar hafa brotist inn í laufþykknið að veltast um í skugganum þegar hljóðlaus skothvellur tætir myndina á hol Andstæðum náttúrulegra gilda og nútímans er einnig teflt saman í bók Jónasar Þorbjarnarsonar, A bersvæði. í einu kvæða hans verða „drunur nútímans bara óp - / einhver að villast einn um / myrkrið og stjörnurnar -“. Hann sækir því í sambýli við land og sögu og samræður við gamalt fólk sem er næstum því samgróið þessum þáttum. Kvæði hans verða því gestaboð úti í náttúrunni og sögunni og skáldinu undankomuleið úr fírringu nútímans. Það er heldur ekki laust við einhvers konar afturhvarf til einfaldara lífs í ljóðum ísaks Harðarsonar í bók hans, Stokkseyri. Þótt hann yrki stundum um einsemdina og firringuna er samt megináherslan á samsemd við náttúru og plássið þar sem hann býr „/ kofa á Stokkseyri, / lítill undrandi maður undir óklofn- / um himni með nokkrum hænsnum“. Lárus Már Bjömsson gaf eftir langt hlé út á árinu bókina, Vatnaliljur handa Narkissos. Ljóð Lárusar eru tilfinningaríkur skáldskapur þar sem spenna ríkir milli þrárinnar um nálægð og útþrár eða frelsisþrár: „Einn / og þó nærri // Þannig / vil ég vera // Að þú / sértf. Þá komu út fyrstu bækur þeirra Ágústínu Jónsdóttur, Að baki mánans, og Jóhönnu Sveinsdóttur, Guð og mamma hans, og vöktu athygli mína fyrir vandaðan kveðskap. ísmeygileg kímni og óvenjuleg viðfangsefni einkenna skáldskap Jóhönnu. Ljóðtextinn er kaldhæðinn og oft frumlegur. Bók Ágústínu er af nokkuð öðmm toga. Hún er öðmm þræðinum könnun óræðra kennda. Ljóð hennar markast af nokkru táknsæi og stundum fomlegu orðavali og vísunum í fomkvæði. Báðar hafa skáldkonurnar gott vald á ljóðmálinu og myndsýn þeirra er fersk. Vegir liggja til allra átta Það er vitaskuld engin leið að gera grein fyrir sérkennum skálda í blaðagrein sem þessari, hvað þá ljóðagerð ársins alls. Við stiklum einungis á fáeinum steinum sem standa upp úr og allt eins víst að annar vegfarandi velji aðra leið. Eg er ekki frá því að íslendingar séu komnir að ákveðnum vatnaskilum í menningarlegu tilliti og það speglast í kvæðum skáldanna. „Er ég að horfa á þáttaskil sögunnar?' spyr Jón frá Pálmholti í nýju bókinni sinni og veltir fyrir sér nýrri Evrópusýn. Sum skáldin nálgast þessa umræðu með því að skoða innviðina, skilgreina þjóðina, tunguna og landið. Kímin er t.d. hugleiðing Matthíasar Johannessens um Vaðla í Önundarfirði: „Vaða 11 / heitir í Önundarfírði / óvætt á flóði // eins og þjóðarsálin.“ En gamni fylgir alvara og svo er einnig um niðurstöðu Kristjáns Karlssonar um tunguna, landið og þjóðina. Þótt tungan breytist og íandið með breytist þjóðin ekki „stijált upprætt fólk og nokkuð orðum aukiff'. Það er líka vaxandi þörf hjá skáldum að leiða ljóðið út úr glerhúsinu, sem Geirlaugur Magnússon yrkir um í einu kvæða sinna ,enda þótt þar ríki gleðileikur ljósbrotanna ,og út í „heiðríkjuna / næturkulið". Af ljóðum liðins árs verður þó fátt ráðið um stefnuna framundan. Vegir liggja til allra átta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.