Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JtooKgmMá&ib 1995 ISHOKKI LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR BLAÐ E Pittsburgh taplaustí NHL-deildinni PITTSBURGH hefur leikið liða best í NHL-deildinni í íshokkí á tímabiliim og er taplaust með 19 stig eftir 10 leiki. Markvörð- urinn Ken Wregget, sem ver skot frá Benoit Hogue hjá New York Islanders á myndinni hér að ofan, hefur leikið í markinu hverja einustu mínútu í hverjum leik og átti stóran þátt í 5:2 sigri gegn Islanders á útivelli í fyrri- nótt. Hann varði 31 skot í leikn- um og kom í veg fyrir að heima- menn jöfnuðu 2:2 með frábærri markvðrslu. Quebec Nordiques hef ur kom- ið liða mest á óvart og fylgir Pittsburgh fast eftir með niu sigra og eitt tap. Kanadamenn- irnir gerðu góða ferð til Boston í fyrrinótt og unnu 4:3. Wendel Clark var með áttundu þrennu sína á túnabilinu og samherji hans hjá Nordiques, Joe Sakic, gerði fímmta mark sitt í vetur auk þess sem hann átti eina stoð- sendingu en hann er samtals með 19 stig og stigahæstur i deild- inni. Reuter AFREKSMANNASJOÐUR ISI KNATTSPYRNA Rekstrarhagn- aður ÍA 6,2 milljónir í fyrra VELTA Knattspyrnufélags IA í fyrra var rúm- ar 48 milljónir króna, Og rekstrarhagnaðurinn tæpar 6,2 miUjónir króna. Þetta var upplýst á aðalf undi í A á dögunum. S tjór n i n var 511 endurkjörin ogGunnar Sigurðsson verður áfrara formaður. „Þetta ár verður væntanlega það umfangsmesta i sögu félagsins tíl þessa," sagði Gunnar við Morgunblaðið. „Við vígjum nýja stúku, sem kostar 82 tíl 84 miílj ónir, í maí og tökum þá 1 íka í notktut nýja búnings- klefa, félagsaðstöðu og líkamsræktarsal," sagði formaðurinn. HANDKNATTLEIKUR Stjarnan orðin deildarmeistari í handbolta kvenna STJARNAN varð í fyrrakvöld deildarmeistari kvenna í handknattleik, er liðið burstaði Fylki. Á sama tíma töpuðu Framstúlkur fyrir KR, þannig að Stiarnan hefur fínun stiga forskot á Fram þegar aðeins tvær umferðir em eftir af deildarkeppninni. Stiornustúlkurnar veita viðtöku bikar. sem fylgir deildarmeistaranefn- bótinni, eftír leikinn gegn ÍBV í Garðabænum a þriðjudagskvöldið kemur. Patrekur með til- boð frá Þýskalandi PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður úr KA, hefur fengið boð um að leika með Biele- feld í Þýskalandi næsta vetur. Liðið leikur i 2. deild þar í landi en er á leið upp í 1. deild- ina. Patrekur sagði við Morgunblaðið í gær að hann værí enn að hugsa málið en taldi ólík- legt að hann þekktist boðið. „Mig langar ekk- ert sérstaklega tíl að leika í annarri deildinni í Þýskalandi. Ég hef ráðfært mig við nokkra menn hér heima, sem gjörþekkja þetta, og ég reikna með að afþakka boðiö. Það er samt gaman að fá svona boð, en ég held ég bíði eftír einhverju betra," sagði Patrekur. íþróttamönnum út- hlutað 6,7 milljónum Afreksmannasjóður íþróttasam- bands íslands hefur ákveðið að greiða sérsamböndum 6,7 millj- ónir króna vegna æfinga og keppni ákveðinna íþróttamanna á árinu. Sjóðurinn hefur um 12 til 13 millj- ónir kr. til úthlutunar á ári og ákvörð- un um aðra styrki verður tekin síð- ar. Tveir íþróttamenn fá fastar greiðslur mánaðarlega allt árið en tímabil annarra miðast við 1. janúar til 30. júní. í öllum tilvikum verður viðkomandi sérsamband að gera grein fyrir í hvað peningarnir fara og veita sjóðnum upplýsingar um framvindu mála hjá íþróttafólkinu. Úthlutun fer nú fram eftir nýjum starfsreglum þar sem skilgreining á afreksmanni er þrengd og koma ein- greiðslur í stað mánaðargreiðslna hjá þeim sem ekki komast í svo nefndan a-hóp. í a-hópnum eru tveir frjáls- íþróttamenn, Pétur Guðmundsson, kúluvarpari, og Vésteinn Hafsteins- son, kringlukastari, og fær Frjáls- íþróttasambandið 80.000 kr. á mán- uði fyrir hvorn út árið en 40.000 kr. eyrnamerkt Sigurð Einarssyni, spjót- kastara, fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júni. FRÍ fær einnig 200.000 kr. eingreiðslu vegna Mörthu Ernsts- dóttur, hlaupara, fyrir fyrri hluta ársins. Handknattleikssambandið fær 2.560.000 krónur yegna lokaundir- búnings landsliðsins fyrir heims- meistarakeppnina og samsvarar upp- hæðin launagreiðslum til 16 leik- manna í tvo mánuði en útfærslan var unnin í samráði við HSÍ. Júdósambandið fær 200.000 kr. eingreiðslu vegna æfinga og keppni Vernharðs Þorleifssonar 1. janúar til 30. júní og Sundsambandið fær sömu upphæð fyrir sama tímabil vegna Eydísar Konráðsdóttur annars vegar og Arnars Freys Ólafssonar hins vegar. Badmintonsambandið fær 40.000 kr. á mánuði fyrir Brodda Kristjáns- son frá 1. janúar til 30. júní og sömu upphæð fyrir Árna Þór Hallgrímsson en 200.000 kr. eingreiðslu vegna æfinga og keppni Tryggva Nielsen á sama tímabili. Þá fær Skíðasambandið 500.000 krónur til að aðstoða skíðafólkið Daníel Jakobsson, Ástu H. Halldórs- dóttur, Kristin Björnsson, Arnór Gunnarsson, Vilhelm Þorsteinsson og Hauk Amórsson, sem dvelur við æiíngar og keppni erlendis. Samfara nýjum starfsreglum varðandi úthlutun hefur Afreks- mannasjóðurinn ráðið Ágúst Kára- son, bæklunarlækni, sem trúnaðar- lækni sjóðsins og auk þess hefur verið óskað eftir því við sérsambönd- in að þau útnefni sérstaka trúnaðar- menn gagnvart sjóðnum til að tryggja að hann fái allar nauðsynleg- ar upplýsingar um íþróttafólkið úr innsta kjarna. Markmiðið með þessu er að ÍSÍ og sérsamböridin vinni samaa að afreksstefnu sem geri starfið skilvirkara. HANDBOLTI: VIÐTAL VIÐ BENGT JOHAIMSSOIM LANDSLIÐSÞJÁLFARA SVÍA / E2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.